sunnudagur, maí 30, 2004

"you're going to reap just what you sow." - Lou Reed.

mmm geri mér grein fyrir því að lou reed bjó ekki til þessa setningu, en þetta er fallegur partur í fallegu lagi eftir hann... perfect day.

nágranninn minn er duglegri en allir á mínu heimili samanlagt! hann er alltaf að stússast eitthvað. hann býr einn og fær son sinn til sín öðruhverju. þess á milli er hann á sjó. svo kemur hann heim og smíðar verönd! svo endursteypir hann heimreiðina hjá sér. svo málar hann grindverkið á veröndinni. svo pumpar hann eitthvað ég veit ekkert hvað hann er að gera, en það er pump. kannsi er hann að sprauta eitri. svo slær hann allan garðinn billjón sinnum. *heiðursorða fyrir nágrannann minn.
þess má geta að hann minnir á gaurinn í fóstbræðrum sem stökk nakinn uppúr jörðinni. og leikur í auglýsingunni þar sem hann setur sig í allar persónurnar. fyndið.

ég sakna þín a. ég á a. aið mitt hangir hérna fyrir framan mig. þá ætti ég kannski ekki að sakna þess. arnar gaf mér einu sinni þetta a. bara einu sinni, aldrei aftur. af því þá átti hann það ekki lengur til að gefa það. svo endurskírði hann mig staffý af því að ég á a. það er reyndar stórt a. svart og hlutverk þess var einu sinni að vera aið í sparisjóður norðlendinga. en núna er það bara aið mitt.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008