föstudagur, maí 14, 2004

ég fór í munnlegt próf í ensku. undirbjó mig ekkert nema fyrir utan stofuna áður en ég fór inn. las tvo texta í heild. las orðaforðann úr öðrum þeirra. viti menn, ég dró miða sem sagði að ég ætti að lesa þann texta fyrir ásmund! kraftaverkin gerast. stórkostlegt :)

ég vil tileinka þessa færslu ásmundi.

ásmundur kennir bara ensku á náttúrufræðibraut. hann er gamall maður með hvítt hár og augabrúnir sem standa beint út í loftið. hann lætur sig skipta máli hvort manni gengur vel í öðrum fögum en ensku. hann er hnyttinn. hann er góðhjartaður. hann lærir nöfnin á nemendum sínum með því að biðja þá í fyrstu kennslustund að velja sér sæti sem þeir munu alltaf sitja í og teikna svo uppröðunina. hann merkir við með því að ath hvort eitthvert sæti á blaðinu með uppröðuninni á sé autt. hann kynnist hverjum nemanda fyrir sig. undir venjulegum kringumstæðum fær maður fjarvist fyrir að koma of seint í tíma. ásmundur gefur of seinum nemendum tækifæri og spyr af hverju maður sé seinn. í staðinn man hann hvort nemendur hafa komið mjög oft of seint og þá mögulega gefur hann þeim fjarvist. hann gerir ótrúlega leiðigjarna og einhæfa hluti skemmtilega. hann fær mann til að hafa áhuga á náminu. hann fær mann til að langa að gera vel, bara til að bregðast honum ekki og til að sýna honum hversu góður kennari hann er. hann segir manni hluti sem virðast einskis nýtir og smáatriði en lætur þá skipta máli og vera eftirminnilega. hann er yndislegur. sá sem kynnist ásmundi gleymir honum ekki.
ásmundur er ástæða til að halda áfram á náttúrufræðibraut en ekki skipta yfir á félagsfræðibraut.

mæta aftur í skólann eftir tuttugu mínútur.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008