miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ahhh! Ég vona að sá sem fann upp sturtuna hafi lifað rosalega góðu lífi, hann átti það skilið. Og auðvitað voru það Grikkir sem áttu frumkvæðið að sturtu með pípulögnum og allt. Tsjékk át ðis kreisí klevörness:



Eru þetta karlar eða konur? Þetta eiga að vera forn-grískir íþróttamenn. Sem voru að öllum líkindum karlar, en eru þeir ekki með brjóst á þessari mynd?

Ég var að koma úr hálftíma sturtu og það var það besta sem ég hef gert. Sérstaklega í þessum viðurstyggilega kulda sem er að drepa landann.


Að öðru; kosningabarátta Röskvu á fullu. Fullt af verkefnum framundan ásamt því að það er kreisí tú dú í skólanum og ég er að takast svo vel á við þetta. Ég er nefnilega að tækla þetta þannig að ég horfi á allt þetta brjálæði hrannast upp og mér fallast hendur og enda með því að gera ekki neitt. Nema blogga og hangsa. Smúþ!

Neineiþettareddast (sem er orðatiltæki sem maður á alls ekki að treysta á segir námsráðgjöf HÍ - samt treysti ég á það).

Tónleikar í kvöld á Organ. Mætið eða verið ferhyrningar!

föstudagur, janúar 18, 2008

Ný getraun!

Hver er þetta:

blog.central.is/teratterta - Terat terta. Terat hefur að minnsta kosti þýðinguna illkynja, ég veit ekki hvort það sé rétta merkingin í þessu tilviki.

Mínar ágiskanir eru nokkrar, en öllum þeirra fylgja það miklar efasemdir að ég get ekki giskað fast á neina þeirra.



Annað:
Ég varð veik, svona fyrir þá sem vilja vita það. Ég er veik, fyrir þá sem vilja vita það.

Ég minni á framboðslistakynninguna í kvöld á Gauknum. Meganæs sjitt.

Bleh.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Vá, strax ný færsla. Ég tel mig góða.

Röskvufundur í kvöld - voða gaman. Á föstudaginn verður framboðslistinn til stúdentaráðs og háskólaráðs kynntur, kl. 21 á Gauknum - hvet krúttrassa til að mæta, aðrir mega líka alveg mæta en ég hvet þá ekkert sérstaklega til þess, júnó.


Ég fór í leikhús á miðvikudaginn fyrir viku, á leikritið Belgíska kongó, þar sem Eggert Þorleifsson fór á kostum sem gömul kona á elliheimili. Hljómar ömurlega, en var frábært. Hann náði að draga saman í þennan karakter alla ell o ell-eiginleika gamalla kvenna sem til eru í þessum heimi; gamla gleymir að hlusta á aðra; talar áfram í símann eftir að hún leggur á; gerir allt fááááránlega hægt; situr - en hreyfir sig eins og hún sé við það að standa upp, án þess nokkurn tímann að gera það; rifjar endalaust upp gamlar sögur og segir þær í miklum smáatriðum og svo margt fleira.
Það sem mér fannst best var að hún kvaddi einu sinni með orðunum: "Bless kex." Þá hélt ég nú bara að ég færi yfir um af hlátri (nei, reyndar er það haugalygi, ég kann alveg að haga mér í leikhúsum).
En dyggir aðdáendur þessa bloggs til langs tíma vita að með þeim orðum endaði ég hverja færslu eitt sinn - var jafnvel farin að stytta það í "kex", til að vera kúl stundum.

Jæja. Svefn er víst nauðsynlegur - sérstaklega fyrir þá sem eru að fá brjálæðiskuldaflensuna sem herjar á landsmenn um þessar mundir.
Reyndar er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að verða veik. Ég segi það og skrifa, ég ætla ekki að verða veik.

Góða nótt (ekki taka mark á þessari kveðju ef þið eruð ekki að fara að sofa - þá segi ég bara: Bless kex).

mánudagur, janúar 14, 2008

Jæja þá. Nú er önnur önn byrjuð. Nóg að gera. Möguleg viðbót við verkefnalista annarinnar, skemmtileg viðbót þó.
Sökkva, taka því rólega, bíða eftir björgun.
Nei, það er kviksyndi og námið er ekki kviksyndi. Námið er að moka holu? Nei ég veit ekki.

Ég reyni.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Já. Enginn hlaut verðlaunin fyrir skýringu þess að vera t.s.
Svekkjandi. En getraunin er enn í gangi fyrir þá sem vilja spreyta sig.

---

Byrjuð í skólanum aftur. Búin að eyða heilli kvöldstund í bull. Nei, það er bull. Ég skipulagði og raðaði svo mörgum blöðum (öll gömul) og las yfir örfáar glósur.
Einn dagur og svona tuttugu blaðsíður af glósum nú þegar. Kúl.

Hitti meistarakennara í dag. Stærðfræðiskor er full af meistarakennurum.
Líst ágætlega á þetta. Ágætlega.

Allar einkunnir síðustu annar eru komnar í hús og ekkert fall. Einkunnir á bilinu fimm til níu. Nían var afspyrnu ánægjuleg, eins ánægjuleg og fimman var pirrandi.

---

Ég er búin að taka niður allt jólaskraut (hluti af kvöldstundinni fór í þá skemmtun (það var samt gaman í alvöru - síðasta jólastundin, góð tónlist, kaffi, kerti, góð lykt (af kertunum)...)). Gleymdi að vísu einni krúttlegri jólastyttu - ég hugsa að ég leyfi henni að sitja hérna aðeins lengur bara. Annars á ég eftir að upplifa alltof mikið menningarsjokk.

Á morgun ætla ég að fara í bankann og baka köku og búa til barn (ég sá nefnilega krúttlegasta barn í heimi í kvöld) og fara í labbitúr og fá pening og knúsa einhvern og læra og kaupa bláan artlæn penna og tala við Guðrúnu Helgu og eitthvað svona dótarí.

Bleh.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Verðlaun (fara eftir vinningshafa) fær hver sá sem segir mér sanna merkingu þess að vera t.s. (hljómar framandi).
 

© Stefanía 2008