fimmtudagur, október 26, 2006

Það er eitthvað skringilegur blær yfir mér þessa dagana. Ég velti fyrir mér hvort það séu eftirköst eftir mestu djammhelgi í langan tíma.

Ég er farin að finna fyrir þeirri tilfinningu að mig langi til að verða skotin í einhverjum. Mér finnst lífið eitthvað svo tómlegt.
Það gengur allt alveg ótrúlega vel. Alveg ótrúlega vel. Það er samt eins og eitthvað vanti.
Kannski er þessi gleði bara yfirborð. Kannski nær þetta skammdegi alltaf að fá sínu framgengt. Ég veit ekki hvað það er. Mig vantar eitthvað til að gleðjast yfir. Metnaðurinn fyrir fjölskyldunni og skólanum dugir mér greinilega ekki.

Já, mig vantar sennilega það að einhvern vanti mig. Það tengist því að mig langi til að vera skotin í einhverjum.

Ég hreinlega veit ekki hvar ég ætti að kynnast ungum, myndarlegum, dugmiklum mönnum. Haha, mönnum? Strákum, meinti ég vitaskuld. Ég er líka hrædd við að fara að kynnast einhverjum. Það er yfirþyrmandi.


Vá, hvað ég er ekki að fara að komast norður á bretti á næstunni eins og ég vonaði.

Núna næstu helgi á Sunna Dís afmæli.
Helgina eftir það fara pabbi og Steinunn til útlanda og ég verð með litlu systkini mín.
Helgina efir það ætla ég að fara til London (Lísa ég ætla að koma til þín :) Helst að fljúga með þér frá Íslandi 10. nóvember).
Helgina eftir það fer ég í sumarbústað með Sunnu og Sigrúnu.
Helgina eftir það er bara ein vika í lokapróf - tvö sama dag. Þess vegna held ég að það sé ekki norðurábretti-helgi.
Helgina eftir það eru lokaprófin á mánudeginum eftir hana (4. des) þannig að sú helgi er a.m.k. lærdómshelgi, sama hvort helgin á undan verður það eður ei.
Helgina eftir það vonast ég til þess að vera í Noregi á bretti í einhverju æðislega flottu fjalli með frábærri skíðaaðstöðu. Ef það gengur ekki eftir þá ætla ég að vera í Hlíðarfjalli. Without a doubt.
Eftir þetta ætla ég að reyna að komast til Svíþjóðar til Hildar. Ef hún verður ekki farin heim í jólafrí. Ef svo verður þá kannski bara fer ég til Danmerkur til Ingu Völu :) Nóg að gera.

Oh. Svo spennandi og good times framundan en það er samt alveg jafn yfirþyrmandi og það er spennandi.
Mér fallast eiginlega hendur yfir því að vita ekki að mér á eftir að líða vel. Auðvitað á mér eftir að líða vel. Það hlýtur að vera. Ég veit það samt ekkert.

En ég meina London! Það er samt líka mjög yfirþyrmandi.

Jááá. Gangi ykkur vel. And have it very good.


Ps. Ég er að fara að kaupa mér nýjar snjóbrettabuxur! Aaah hvað ég hlakka til! :) Nýjar og fínar með axlaböndum og alls konar. Ég dey bráðum ef ég kemst ekki á bretti fljótlega.

Ókeyjbæj.

mánudagur, október 23, 2006

Vá hvað ég skemmti mér um helgina. Ég var ógeðslega dugleg í síðustu viku og er búin að vera ótrúlega dugleg undanfarna mánuði og ég djammaði svo verðskuldað mikið. Hah.

Fékk mér kannski aðeins of mikið neðan í því á föstudeginum - kom þó heil á húfi heim í beddann á Háteigsvegi. How nice man.

Sá some concerts en hitti aðallega fullt af fólki. Þessi helgi var líka svo snaródýr og skemmtileg fyrir mig. Átti áfengi, átti armband, átti gistingu, átti mat. Allt svo heppilegt og gaman.
Ógeðslega mikið af skemmtilegu fólki og nóg að gerast. Æðisgengið. Gaman að hitta þessa elsku Akureyringa endrum og eins.
Ég segi ekki að ég vildi hitta þá uppá dag - en helgi hér og þar er fín.

Grííín. Þeir eru gott fólk sko. Ég er soldill Akureyringur í mér sjálf. Líður mjög vel þar.
Takk fyrir helgina pípol.

Er að setja inn myndir á stefania.myphotoalbum.com. Þeir eru enn að hóta mér að loka svæðinu mínu ef ég fjárfesti ekki í neinu hjá þeim. Ég læt ekki kúga mig.

Hér er samt smá preview:

Geysilega fullu Victor og Andri. Haha ógeðslega fyndin mynd:




Sara að reyna að vera hugsi - en endaði eiginlega bara eins og hún hefði séð draug. Hugsar greinilega ekki mikið sú pía...




Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson ákváðu að skella sér í teiti á Tryggvagötu:




Stefán Þór brjálaðist yfir djammmynd og lamdi mig. Ég fór að gráta. Nei, grín. Þetta var mjög fyndið. Ég hló eiginlega alveg mjög mikið. Myndaspyrpa af atvikinu fylgir Airwaves-myndunum sem verða komnar í linkana aðeins seinna í dag. Á þessari mynd má einnig sjá eitthvað gruggugt í gangi í bakgrunni - það er spurning hvort einhver sé tilbúin að svara fyrir þetta:




Svona leið okkur á sunnudeginum. Það sést:




Á döfinni:
-Helgarferð til Akureyrar (vonandi með snjó í fjalli).
-Rúmlega helgarferð til London - hitta Lísu man.
-Skíðaferð til Noregs (spurningarmerki - það er ekki alveg ákveðið).
-Vonandi kíkja til Sverige líka að skoða Hildi og hennar prógramm.
-Halda áfram að eisa skólann (fékk útúr föstudagsprófinu í dag - fékk tíu. Vá svo gaman).
-Halda áfram að vera góð dóttir og systir.

Æði.
Síjú.

fimmtudagur, október 19, 2006

Veij. Ég fann USB-snúruna mína og gat sett myndirnar frá afmælinu mínu inná tölvuna mína. Gaman, gaman.

Hér er ein eðal, kennaramynd af mér:




Þetta var svala fólkið í húsinu, Nöktu aparnir. Tékkið á svipnum, maður:



(Föttuðuð þið tilvísunina?)


Fyrirtækjabrosið okkar Jóns:





Mamman mín kom í heimsókn rétt eftir miðnætti - nokkrum mínútum of seint. Ég fæddist eina mínútu í miðnætti sjáið til. Hún var ekki alveg að ná því að eiga barn á þrítugsaldri:



Mamma, næst verðurðu amma. Ok?

Sara geðsjúklingur. Henni tekst alltaf að koma einni svona mynd í myndavélina mína:




Stop iiiiit, híhí:




Að lokum krúttlegustu vinkonurnar:



Ég er ekki frá því að tugirnir tveir hafi fært með sér smá broshrukkur. Getur það verið? En krúttó.
Söguleg tákn um gleði mína. Ekki verra það.

Eins og áður sagði þá skemmti ég mér konunglega og frekari sannanir um það má finna á myndasíðunni sem linkað er á hér til hliðar - Tvítugsafmælið mitt heitir linkurinn.
Ég reyndar ansi brjáluð útaf þessari myndasíðu núna. Það fyrsta sem ég sá þegar ég loggaði mig inn áðan var að ef ég eða einhver keypti ekki einhverja mynd eða ég keypti mér notandapláss innan 17 daga þá eyddist bara síðan mín! Ég á bágt með að trúa þessu og ég vona að þetta sé sölubrella, en ef ekki þá missi ég mig. Næstum því. Andskotinn.

Svona skilmálar verða auðvitað að koma fram frá upphafi. Oh.


Annað að frétta er að ég fékk 10 í stæ503 prófinu :) Það eina sem stóð á prófinu með rauðum kennarapenna var "10.0 - Bestu þakkir Stefanía :)" framan á prófinu og "Glæsileg frammistaða hjá glæsilegri stúlku!" á öftustu síðunni. Gaman. Vá hvað ég er glöð inní mér. Hamingja.

Fer í stæ403 prófið á morgun. Vona að það gangi jafn vel.

Skólasamantekt:
503:
Heimadæmi; 9 og 10.
Próf; 9,5 og 10
403:
Heimadæmi; 10 og 9,5
Próf; 8,5 og spurningarmerki sem verður ekki lengur spurningarmerki heldur tala á mánudaginn kemur.

Fínt sko. Fínt.

Airwaves um helgina. Ég á svona eiginlega armband. Samt ekki alveg sko. Ellellelle. Vona að það reddist.

Skyndilega er ég með fiðring í maganum vegna komandi helgar.
Á morgun:
-hef ég lokið tveimur eðalstærðfræðiprófum (vonandi báðum með stæl)
-þarf ég engar áhyggjur að hafa af skólanum.
-er komin helgi og fylgjandi helgarfrí.
-ætla ég að skemmta mér konunglega og líka daginn eftir morgundaginn.

Æði. Góða skemmtun krakkar. Síja.

- Viðbót: -

Þeir sem eru í stærðfræði í MH og langar til að taka 533 (línulega algebru) á næstu önn (vorönn 2007 (vá skrýtið að skrifa 2007)): Mig langar til að biðja ykkur að láta mig vita. Þessi áfangi verður ekki kenndur á næstu önn EN ef við náum að safna tólf nemendum í hóp þá verður hann kenndur. Plísplís látið mig vita. Mig vantar tíu. Held ég.

laugardagur, október 14, 2006

Hahahaha! Hafið þið séð Hive auglýsinguna?! Hahaha. STÓRT EMM lítið bje, STÓRT EMM lítið bje. Hahaha. Ógeðslega hló ég. Kannski óþarflega? Ég veit ekki.

Já, það er þannig.

Ég átti semsagt afmæli fyrir viku. Það var afskaplega gaman. Ég fékk fullt af beili og óafmælislegri hegðun, en það var samt gaman. Ótrúlega skemmtilegt.

Ég fór ekki niður í bæ fyrren pabbi minn henti mér niðrí bæ eftir að klukkan var orðin fjögur og sagði það skyldu mína á tvítugsafmælisdaginn að fara niður í bæ. Haha. Ég var náttúrulega ekki lengi niðrí bæ þar sem það lokaði stuttu síðar.

Frábært kvöld engu að síður. Æði.

Takk fyrir komuna allir saman.

Á sunnudaginn held ég veislu fyrir móðurfjölskyldu og innan skamms pínulítið boð fyrir föðurfjölskyldu.
Æj hvað það er gaman að vera orðin svona boðkona og fjölskyldumanneskja. Það er svo æðislegt að bjóða fólki í fögnuð. Eða bara matarboð. Gleðjast saman og hafa það gaman. Stórkostlegt.

Ég er að fara í tvö stærðfræðipróf í næstu viku. Ég lít björtum og spenntum augum á þau. En gaman. Enn og aftur get ég ekki annað en sagt frá frábæra stærðfræðikennaranm mínum, honum Jóa. Hann er svo fyndinn og hann er svo innilega góður kennari. Þetta er kennari sem er með kennaraeldmóð. Hann ber hag nemenda sinna svo rosalega fyrir brjósti. Það er eins og hann hafi verið fæddur til að kenna stærðfræði. Eins og Sigríður Anna í MH er fædd til að kenna frönsku og Ásmundur sem var í MA er fæddur til að kenna ensku.

Ég er líka byrjuð að vinna á Laufásborg. Það er æðislegt vegna þess að þar er Hjallastefnan höfð í hávegum. Ég er meira að segja að kynnast henni enn betur en fyrir norðan, finnst mér. Þessi leikskóli er búinn að vera Hjallastefnuleikskóli í fimm ár og flestir starfsmennirnir hafa komið að Hjallastefnunni á einhvern hátt áður, og margir frekar mikið.
Hjallastefnan er svo sniðug. Börnin vita alltaf nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er. Þau kannski gleyma sér - auðvitað, bara eins og börn - en þau þurfa ekki nema eina jákvæða áminningu af brosandi munni og þá eru þau aftur komin á sinn stað - brosandi yfir því hversu rugluð þau eru. Því það er fyndið og allt í lagi að gera mistök. Allir gera mistök. "Gengur betur næst" - þessa setningu segi ég nokkrum sinnum á klukkutíma þegar ég er að vinna. Hún er hvetjandi og virkar.
Þetta er allt eftir svo skipulögðum aga en þó jákvæðum. Og vegna þess að það eru ákveðin viðbrögð sem starfsmenn eiga að sýna við hverri hegðun þá vita börnin alltaf að hverju þau ganga. Það gengur allt svo vel. Skipulaaagt. Æðislegt. Skipulag er uppáhaldshluturinn minn í lífinu. Hoho.

Oh. Já. Æji, ég hvet alla til þess að kynna sér Hjallastefnuna. Það er eftir henni sem ég ætla að ala börnin mín upp. Ég veit ekki um neinn sem hefur kynnst Hjallastefnunni og langað til að snúa við henni baki. Ekki ennþá allavega.


Ég er soldið spennt um þessar mundir. Það er svolítið spennandi að gerast. Spennandi. Fullorðinslegt og allt. Bros.

Vá hvað lífið er skemmtilegt og gott.

Úllíbúllíbless.

miðvikudagur, október 04, 2006

Afmæliskomarar:

Ég vil ekkiskrautmuni eins og glös, styttur og þess háttar. Ég á bara eitt lítið herbergi og það kemst alls ekki mikið af drasli inní það.
Dýrar innpakkanir og blóm eru vinsamlegast afþakkaðar. Eyðið heldur peningum í að gefa mér þá heldur en að pakka einhverju inn fyrir mig.

Ég er t.d. að safna mér fyrir Evrópureisu næsta vor og vantar fjármagn í það. Með peningagjöfum eruði að styrkja þann málstað. Og ég segi alveg satt þegar ég segi að ég mun ekki eyða þeim í rugl, heldur í alvöru leggja þá til hliðar fyrir Evrópureisu ef þeir eru gefnir með hana í huga.

Mig langar í krúttó vettlinga, trefil og húfu í stil, sem er í senn frekar fensí, Nancy.
Mig langar ógeðslega mikið í leðurhanska. Svarta (eða kannski jafnvel rauða).
Mig langar í fallega skartgripi og glingur. Mestmegnis grófgert glingur, en líka alveg eitthvað fíngert.
Mig langar í skó. Mig langar í kjóla. Mig langar í boli. Mig langar í jakka og peysur. Mig vantar svarta hneppta fíngerða peysu - yfir hlýraboli og þannig.
Mig vantar gönguskó, þ.e.a.s. fjallgönguskó.
Mig vantar nýjan síma. Ég gæti svosem reddað mér, en nýr sími væri voða fínn.
Mig langar í útivistarföt.
Ég er til í inneignarnótu á snyrtistofunni Kínastofan, uppi á Höfða.

Rauður er litur í miklu uppáhaldi hjá mér. Líka brúnn. Og blár. Og bjartir litir eru líka voða krúttó. Ég er lítið í pastellitum. En maður veit aldrei.

Oj, en frekt. Æji, ég bara nenni ekki að fá eitthvað dýrt sem er ekki neitt. Skiljiði? Fyrirgefið hvað ég hljóma vanþakklát. Ég er mjög þakklát manneskja.

Ég verð þakklát fyrir allar gjafir. Alles klar.

Ég er loksins farin að hlakka til. Ég er stundum svo sneydd tilfinningum. Eins og tilfinningin að sakna einhvers. Ég finn hana bara smá og bara örsjaldan, og þá í örskamma stund á meðan ég minnist einhvers ákveðins atviks. Voða skrýtið. Ég einmitt hlakka líka voða lítið til einhvers. Ég kannski veit alveg að eitthvað verður skemmtilegt eða gott - en ég er samt ekkert brjálæðislega spennt fyrir því.
Eins og sumir hlakka til að hitta einhvern sem þeir hafa saknað. Ég geri það alveg líka - en ekkert óstjórnlega.

Ég hef samt tilfinningar. Ég hef frekar tilfinningar eins og þakklæti, pirring, gleði, samkennd, finnast eitthvað fyndið, reiði og fleiri tilfinningar sem ég finn þá oftast akkúrat á meðan þær eru.
Mætti segja að ég finn þær tilfinningar sem umhverfið kallar á hverju sinni. Jájá.

Til dæmis núna er ég rosa ánægð með það að vetrafríið í skólanum mínum er akkúrat núna í kringum afmælishelgina mína. Og það er ekkert venjulegt vetrarfrí - það er þrir dagar plús helgin. Föstudagur, mánudagur og þriðjudagur.
Fullt af tíma til að læra og fleira. Æði.

Ég er með mesta snilldarstærðfræðikennara í heimi geimi. Hann er kallaður Jói og er ógeðslega fyndinn. Þar að auki er hann góður í að útskýra og aðstoða og er tilbúinn að eyða sínum frímínútum í að útskýra fyrir mér m.a. sönnun í stærðfræðiáfanga sem hann er ekki einu sinni að kenna mér.
"Maður verður nú að hjálpa þeim sem eru í faginu!" sagði hann við mig þegar hann mætti með gamalt próf sem hann tók í MR '79. Þar leiddi hann út sönnunina og fékk fullt hús stiga fyrir.
Ótrúlegt að hann eigi þetta og geti gengið að þessu vísu. Tuttuguogsjö ára gamalt próf skrifað með blýanti á rúðustrikuð blöð sem eru orðin gul og upplituð af elli.
Frábært.
Haha.

Ég vona að sem flestir komist á laugardaginn. Ef ég er ekki búin að tala við ykkur sérstaklega um að mæta, þá eru samt miklar líkur á að ykkur sé boðið. Ef ykkur finnst ég skemmtileg. Þá finnst mér það ábyggilega á móti. Krúttlegt.

Bæjámeðan.
 

© Stefanía 2008