þriðjudagur, maí 30, 2006

Vilhjálmur fer virkilega mikið í taugarnar á mér:
-Hann getur aldrei komið fram án þess að drulla yfir einhvern.
-Hann er alltaf með einhverja krakkastæla (skot og vörn - ekki endilega að gefnu tilefni).
-Hann þorir ekki að viðurkenna mistök og hampar sjálfum sér endalaust.
-Hann getur ekki tekið afstöðu til eins einasta hlutar.
-Hann lofar öllu góðu og nefnir bara hluti sem allir eru sammála um að eigi að laga - öll málefni sem einhverjar deilur eru um, sneiðir hann framhjá í umræðum.

... svo við tölum nú ekki um lygarnar og leynimakkið á kjördegi og dagana eftir það.
Góð byrjun, Villi. Kemur.

Ég veit að þetta eru einkenni stjórnmálamanna sem komast langt og ráða eða hafa ráðið öllu, svo að mögulega eru þetta virðulegir og heppilegir eiginleikar - en mér hefur ekki líkað við marga valdamikla stjórnmálamenn hingað til, þannig að kannski er þetta bara ég.

Fokkíng gubb.

mánudagur, maí 29, 2006

Og þannig fór það þá.


Eftirfarandi spurningu beini ég til lesenda þessa bloggs:

Hvað finnst fólki um Vilhjálm sem borgarstjóra Reykjavíkur?

fimmtudagur, maí 25, 2006

Oh dear lord hvað við vorum klárlega mest foxy bekkurinn.

Ég var að dimmitera í gær. Svo gaman sko, en samt svo kalt.

4.F, minn bekkur, var Gay Pride. Það er vart hægt að ímynda sér glæsilegri búninga. Það geta vitaskuld allir vottað um.

Oh yes, I'll show you.

Bekkurinn:




Og það er pósarinn ég:




Tryggvi gay til vinstri, undirrituð með honum:




Sigríður Helga Oddsdóttir, fegurðardrottning með meiru:




For more, click "Dimissio 2006 - MA", on the left side of this page.

Lalala :)

mánudagur, maí 15, 2006

Stundum skil ég ekki hvernig eiturlyfjaneytendur komast á það stig að vera eiturlyfjaneytendur. Allar skynsemisverur á Íslandi vita að það er stórhættulegt að neyta eiturlyfja, hvers vegna gerir fólk það þá? Allir vita að eiturlyfjum fylgir ógeðslega mikil hætta á að lyfið verði vanabindandi, af hverju prófar fólk?

Þetta er mér óskiljanlegt.

Bara að svörin væru til staðar. Þá liði ekki svona mörgum illa.

föstudagur, maí 12, 2006

Mér hefndist.

Veggjamítlarnir eru svo sannarlega komnir inní svefnherbergi.

Lífið sökkar.

(Ekki fara að lesa neitt sérstaklega mikið í setninguna "lífið sökkar". Þetta er setning sem var mikið notuð í MH síðasta vetur við svo lítil tilefni sem "kókið er búið", drengur að nafni Villi þar fremstur í flokki. Ég er að öllu öðru leyti en pöddugangi mjög ánægð með lífið).

Að öðru: Ég er að lesa ótrúlega háfleygan texta. Hér kemur textabrot:

"[...] Hundur lætur vinalega við húsbónda sinn, en urrar, að kalla í sömu andránni, að ókunnugum, sem ekkert hefir gert honum, eða flýgur í vonzku á annan hund, sem í mesta sakleysi labbar fram hjá og á sér einskis ills né ótta von."


Snilld.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Oj barasta!

Það er roðamaur í eldhúsinu mínu sem er að leita sér að stað til að hreiðra á og fjölga sér og eiga hamskipti! Djöfulsins viðbjóður.

Almenn ábending til fólks: Aldrei, aldrei flytja í kjallaraíbúð. Viðbjóður.

Ég var að lesa mér betur til um roðamaura (sem er víst ekki maur heldur áttfætla og þ.a.l. skyldari köngulóm en maurum) eða veggjamítla (sem er réttara heiti yfir roðamaur) og þetta eru ógeðslegar verur.





Þær eru mönnum alveg meinlausar. Sumir halda að þeir séu blóðsugur af því þeir eru rauðir á litinn og skilja eftir sig rauðar/brúnar klessur ef maður kremur þá, en þeir eru það ekki. Þeir nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum inní plöntufrumur og sjúga úr þeim safann. Fokk oj.

Þeir eiga það til að troða sér inní híbýli manna í þeim tilgangi að leita að varpstað (frábært - tilgangur heimsóknarinnar er að fjölga sér) og eiga hamskipti.
Og það skiptir engu máli að gluggar séu lokaðir, þeir komast inní hvaða smáu smugur og rifur sem eru. Nú er ég t.d. búin að hafa eldhúsgluggann minn lokaðan í nokkra daga en alltaf þegar ég lít í gluggakistuna er hún orðin full af roðamaur. Að vísu minna full af roðamaur en áður en ég lokaði glugganum, en samt! Við erum að tala um að ef ég fjarlægi hvern einasta roðamaur í glugganum, þá sé ég samt nokkra strax aftur eftir fimm mínútur! Fokkíng hell.

Ég get ekki skilið eftir hreint leirtau á eldhúsborðinu til að þorna því þá er kominn roðamaur á það eftir smá tíma og þá er leirtauið ekki lengur hreint. Ég get ekki skilið eftir mat í opnu íláti á eldhúsborðinu því þá komast þeir í það. Ég má ekkert!

Ég leit inní brauð/kex/te/kaffi/kanil og fleira-skápinn minn áðan. Obboroll - skríðandi roðamaur í neðstu hillunni. Þeir eru alls staðar! Ég þorði ekki einu sinni að skoða skápinn betur af hræðslu við hvað biði mín. (Vá hvað mig klæjar útum allan líkama við þessa umfjöllun).

Leiðir til að losna við roðamaur/veggjamítil:
Hmh, vertu duglegur að þrífa og fáðu meindýraeyði í heimsókn á þriggja mánaða fresti, a.m.k. til að drepa þá sem fyrir utan lifa og komast inn. Great. Kostar ekki nema fimmþúsundkall.
Reyndar á ég ógeðslega frábæra leigusala sem ætla að láta einhvern úða á þetta, en ég verð ábyggilega í mánuð að losna almennilega við þá úr eldhúsinu mínu, eða hvað? Vá hvað ég er hamingjusöm með þetta (kaldhæðni!). Ég er náttúrulega ein pödduhræddasta manneskjan á jarðríki, takk fyrir. (Hnútur í maganum).

Ég er hætt að borða í eldhúsinu mínu. Það verður dýrt að lifa í sumar - enginn heimaeldaður matur. Það skrítna er líka að eldhús- og stofugluggarnir eru hlið við hlið, og við hina hlið stofugluggans er svefnherbergisglugginn, en samt er þetta vandamál bara í eldhúsinu - af öllum stöðum. Vá ég vona að mér hefnist ekki fyrir að bölva þessari staðsetningu og þeir fari að mæta í hinum gluggunum líka.
Ég myndi alls ekki vilja þá í svefnherberginu, en frekar stofunni en eldhúsinu! Er það ekki?

Andskotinn.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Mig langar til þess að koma á framfæri samúðaróskum til allra þeirra sem þekktu Lilju og allra þeirra sem vissu hver hún var.

Ég heyrði fyrst af Lilju sumarið 2004. Það sem mér var sagt um hana var að hún væri ung stelpa sem hefði greinst með krabbamein en væri ótrúlega lífsglöð, almennileg, hugrökk, kraftmikil, frábær og innileg.
Þegar útliti hennar var svo lýst fyrir mér í framhaldi af þessari frásögn kannaðist ég auðvitað við hana.
Hún var, fyrir mér, óendanlega fallega stelpan sem rakaði af sér hárið og mér fannst ótrúlega töff - mér fannst hún bara vera stílflott að raka af sér hárið, mér datt ekki í hug að hún væri veik - því hún leit alls ekki út fyrir það.
Vá, hvað Lilja var falleg.

Ég kynntist Lilju í gegnum Lísu, góðvinkonu mína - einfaldlega þannig að ég hitti stundum Lísu þegar Lilja var með henni og Lilja hitti stundum Lísu þegar ég var með Lísu. Samt, af einhverjum ástæðum, hafði ég aldrei talað beint við Lilju.

Eitthvert kvöldið á Café Amour hitti ég Lilju og hún heilsaði mér og talaði við mig. Ég hef sjaldan eða aldrei upplifað þvílíkan heiður. Eftir þetta áttum við í þöglu höfuðnikk- og brossambandi, köstuðum jafnvel eins og einu "hæ"-i hvor á aðra.

Mig hefur alltaf langað til að kynnast Lilju betur því ég hef aldrei vitað um aðra manneskju sem jafn vel var um talað. Gleðin sem hún dreifði langar leiðir, brosið sem lýsti upp herbergi þegar hún gekk inn í það, hugrekkið sem allir vissu af, jákvæðnin sem hún smitaði út frá sér, þakklætið sem fólk lærði af henni - þetta er allt ótrúlegt og allt hlutir sem fólk ætti að tileinka sér.

Þetta kennir mér að maður á að drífa sig í að gera hlutina sem mann lystir til vegna þess að hvað sem er getur gerst, hvenær sem er - lífið er ekki svo langt.

Lilja, þótt ég hafi aldrei þekkt þig mikið þá lít ég virkilega mikið upp til þín vegna allra þinna eiginleika.

Þú munt aldrei deyja í hjörtum Akureyringa - því ef það er einhver sem hefur haft áhrif á allar kynslóðir sem lifa á Akureyri á þessum tímum þá ert það þú.


Innilegar samúðaróskir til umheimsins vegna missisins. Þeim sem þekktu hana samhryggist ég vegna þess að þeir hafa hana ekki lengur hjá sér, þeim sem ekki fengu að hitta hana eða kynnast henni samhryggist ég vegna þess að þeir misstu af henni.
 

© Stefanía 2008