sunnudagur, maí 16, 2004

jæja. eurovision lokið. við unnum ekki. hvers vegna ekki? nú það veit enginn. þessi ruslana eða hvað sem hún heitir vissi alveg hvað hún var að gera með því að fara í heimsreisu áður en hún tók þátt í þessu. eina ástæðan fyrir að hún vann. svona fo'real mofos.

gærkveldið var stemmó. byrjaði með pizzu frá jóni spretti. lauk með pizzu frá jóni spretti. í millitíðinni vorum við heima hjá karen að horfa á eurovision, strákarnir að staupa tequila og ég að drekka eldurogís + greip í boði karenar. takk fyrir það karen. *heiðursorða.
dagný ákvað að sleppa allri drykkju þetta kvöld og gerðist bílstjóri kvöldsins. takk fyrir það dagný. *heiðursorða.
sveinn orri hringdi alveg kreisí í guðjón og færði honum þær fréttir í gegnum símann að það væri verið að rústa íbúð móður guðjóns. silja litla systir hans ákvað nefnilega að halda smá vinasamkomu, sem fór svo úr böndunum þegar hópur af krökkum úr annarri vinasamkomu rétt hjá ákvað að bjóða sér inn.
dagný keyrði þá með þungan bensínfót heim til guðjóns og við ruddumst þar inn eins og stóra bróður og hans vinum sæmir. ég tók að mér að hugga silju og hún missti nokkur tárin við að segja mér söguna af því sem gerðist. guðjón missti létt stjórn á skapinu sínu og snappaði eilítið. einn strákur með meitt bak og sennilega nokkrir aðrir lemstraðir á einhvern hátt. kertastjakar brotnir. glös brotin. sálir brotnar. bjór sprunginn. blautt gólf. skrautmunir liggjandi í belg og biðu. en málum reddað. ef það verða eftirmálar þá fá þeir ekki að koma nálægt þessari íbúð aftur. poops. takk fyrir það við. *heiðursorða.
við tók meiri akstur. við rákumst á ara, arnar, nínu, önnu, jón og davíð niðri í bæ hjá sparisjóði norðlendinga. ef það voru fleiri þá kenni ég eftirminnileika hinna um óeftirminnileika þeirra sem ég gleymdi. grín. sorrý samt. þau voru allavega eftirminnileg. ari og jón lyftu arnari upp þannig að arnar náði niður a-inu í norðlendinga. takk fyrir það jón og ari. *heiðursorða.
arnar gaf mér það. takk fyrir það arnar. *heiðursorða.
við kíktum heim til tinnu eikar. þar voru tinna eik, tinna lóa, önnur tinna, fa, sonja og adda. þær voru fullar. takk fyrir það tinna eik. *heiðursorða.
ragga hringdi í bancha og bað hann að tala við sig. við keyrðum bancha heim til röggu. ragga leyfði mér að fara á klósettið heima hjá sér. takk fyrir það ragga. *heiðursorða.
við dagný vorum einar eftir í bílnum, stukkum út til að heilsa uppá 10. bekkjar gelgjurnar sem voru að ljúka samræmdu prófunum og voru að chilla niðri í bæ. hehe. það er fyndið. og það var ein fyllibytta þarna sem var í bol sem var opinn niður á maga. hehe. flott mál. hún spurði líka hvort ég þekkti halla í reykjavík, af því að hann þekkti mig nefnilega... sniðugt. halli í reykjavík? hvað ætli þeir séu margir? takk fyrir það stelpa í bol niður niður á maga og með grímu af farða í framan og með úfið hár og í sjúskuðum fötum sem sést á að einhver drukkinn er/var í. *heiðursorða.
eftir smá meira keyr og sækingu (er það orð?) á gudda, bancha og kára í sitt hvoru lagi, lá leiðin bara heim.

takk fyrir kvöldið öll sömul. einstakar þakkir til karenar og dagnýjar auðvitað. *heiðursheiðursorða.

nafnið mitt á sennilega að vera beygt svona:
hér er steffý
um steffý
frá steffý
til steffýjar.

ég er hins vegar viss um að ég má ráða hvernig nafnið mitt er beygt. ég vil að það sé:
hér er steffý
um steffý
frá steffý
til steffý.

vinsamlegast hafið það í huga ljúfa fólk sem og óljúfa fólk.

auðvitað er nafnið mitt tæknilega beygt svona:
hér er stefanía
um stefaníu
frá stefaníu
til stefaníu.

en ég er kölluð steffý... og ef þið eruð ekki viss um föll gælunafnsins notið þá frekar skírnarnafnið mitt.

takk fyrir það bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008