föstudagur, maí 14, 2004

hvað er málið með folk.is!?
við erum að tala um að nýskráningar á hverjum degi eru u.þ.b. fimmhundruð og eru búnar að vera það mjög lengi! hvar finna þau fólk í þetta? ég bara skil þetta ekki. þetta er ofar mínum skilningi. þetta angrar mig. ég veit ekki af hverju, þetta ætti ekki að angra mig. heldur gleðja, þá hefur maður fleiri hálfvitaritningar til að lesa á netinu. en hvern langar að lesa um olsen-tvíburana?
dagný er mikið fyrir að vafra á netinu og finna gelgju folk.is síður og bara á meðan ég hef verið með henni hefur hún fundið fimm folk.is síður um olsen-tvíburana! hvað vakir fyrir fólki? ekki neitt held ég.

það eru allir með eitthvað æði! bloggæði! "best að kynna mig og mínar uppáhaldspoppstjörnur fyrir heiminum! og sjáiði hér eru vinir mínir og myndir frá djamminu!"

hvílíkt og annað eins rugl. ég segi nú er nóg komið. ef þið hafið ekkert almennilegt til málanna að leggja þá skuluði hætta að framleiða folk.is síður.

... segi ég og tala aldrei um neitt merkilegt. næstum því allir vinir mínir með folk.is síður sem er ágætis afþreying að lesa. en fyrst þegar þeir fengu sér svoleiðis þurfti ég að halda fyrir munnin til að æla ekki á þá.

ÁFRAM BLOGGER!

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008