mánudagur, maí 17, 2004

ég hitti loksins eika stóner í gær! þetta er svo skrítið. í þau þrjú ár sem ég hef búið á þessum guðsvolaða stað sem kallast akureyri, hef ég aldrei heyrt talað um eika stóner fyrren fyrir svona hálfum mánuði. þá las ég um hann á blogginu hans regins. svo fóru reginn og kári og co. að tala um hann. svo fóru auður á. og h. helga að tala um hann. svo las ég um hann á blogginu hans magnúsar torfa.

í var ég að labba niður stigann á karó og mætti þá ótrúlega skrítnum manni með lambhúsettu, í ranghverfi adidas peysu, regnstakk utan yfir, rúmfatalagersgallabuxum og fjallgönguskóm. þessi sjón kitlaði hláturtaugarnar eilítið, en ég hélt aftur af mér. mér datt í hug að þetta gæti verið eiki gamli þannig að ég ákvað að doka við hjá krökkunum og komst þá að því að þetta var jú hann! stórfurðulegur maðurinn.
hann talar á svona 100 km hraða á klukkustund, að öllu gríni slepptu. hann veit ótrúlega mikið um margt og hefur sterkar skoðanir á flestu, sem eru ekki endilega rökréttar. hann er með ótrúlega langar og skítugar fingraneglur og hann er með augu bakvið gleraugun sem grípa augu manns og gapir í þau þannig að maður losnar ekki undan.
hann hreyfir sig hratt og er ófyrirsjáanlegur þannig að maður veit hreinlega ekki hvað hann er að fara að gera! hann gengur um með hassfylltar saltpillur og bækur sem heita "proud bitches" hahahaha.
þessi maður er ógnvekjandi og taugatrekkjandi en þó fróðlegur og skondinn á sama tíma.
hann hafði í hálfgerðum hótunum við mig um leið og hann bauð mér eiginlega á tónleika sem hann á eftir að halda mögulega í framtíðinni. hann veit ekki alveg hvort hann býður 99 manns eða 999, en ef ég verð ein af þeim og ég sé hann og hann sér mig og hann þekkir mig og ég þekki hann og hann lyftir vísifingri, bognum til að sýna mér nöglina sína, þá verð ég að segja "laaangflottastur!", annars er honum að mæta!
ég varð pínu skelkuð þegar hann sagði þetta ef ég á að segja eins og er!
ég hugsa að enginn viti, ekki einu sinni hann sjálfur, hve mikið hann er búinn að plana að gera í framtíðinni. á þessum örfáu tímum sem ég hitti hann planaði hann nokkrar plötur, nokkrar hljómsveitir, tvo tónleika, eina bíómynd og helling af bókum.
mjög fyndinn maður, og þegar ég kvaddi þá sagði hann "þú mátt ekki fara! þú mátt aldrei fara... allavega ekki án þess að segja bless við mig! þá verð ég brjálaður!" ... sjitt hehehe.

jæja ég er farin til steindu að horfa á survivor og svo love actually og svo sofa þar. og svo í hóruskólann í fyrramálið.

en bless kex. passið ykkur á eika.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008