miðvikudagur, desember 28, 2005

vá það er svo margt sem ég þarf að segja á sama tíma og ég er svo hrædd um að ég gleymi því áður en ég skrifa það niður!

fyrst á dagskrá:
nasty boy með trabant ómar (ómar haha) í kringum mig á þessari stundu. ég get ekki lýst því hversu mikið stuð þetta lag kemur mér í. stundum það mikið stuð að ég fer að dansa - ein inni í herbergi eða eldhúsi eða hvar sem er og syng auðvitað hátt og snjallt með. en stundum fæ ég bara fiðring í magann og mér nægir að syngja ótrúlega innilega með í hausnum á mér, jafnvel hreyfa varirnar með endrum og eins, og auðvitað hreyfa hausinn með. þetta verður til dæmis að duga mér ef ég er að keyra. svo gott lag sko.
þessi diskur, emotional, er reyndar bara óendanlega skemmtilegur og hressandi. svo snjallir menn. ég fékk diskinn nefnilega í jólagjöf og nú get ég verið með hann á fleiri stöðum en bara í tölvunni hans ómars. það er takmörkun. geisladiskaeignin vetir mér frelsi. takk dagný og inga.

annað á dagskrá:
ég var að uppgötva að þetta er fjórða færslan í röð sem ég skrifa á miðvikudegi. þvílík tilviljun. sumir segðu að þetta væri samsæri. ég get þó afskrifað það þar sem það samsæri væri væntanlega af mínum höndum og ég er ekki með neitt samsæri. miðvikudagar eru svosem ágætir dagar. ekki skólalega séð samt.

þriðja á dagskrá:
jólin eru búin að vera nokkuð góð hingað til. ég er búin að eyða ásættanlegum tíma með fjölskyldunni minni. hinn árlegi hittingur ömmu böddu og afa péturs og þeirra barna og barnabarna (engin barnabarnabörn hingað til (miðað við samræðurnar í matarboðinu myndi ég giska á að dabba frænka verði sú fyrsta sem færir afa og ömmu barnabarnabörn)) er yfirstaðinn og var hreinlega þrælskemmtilegur.
ég gerði mér grein fyrir því þetta árið (maður fer að gera sér grein fyrir ýmsu í sambandi við peninga við brottflutning að heiman sjáið til) hvílíkt örlæti þessi matarboð eru. ég skal segja ykkur það. þau elda kalkún, bjóða uppá bæði reykt svínaköt og venjulegt, sem og hamborgarahrygg, ásamt meðlæti auðvitað. þvílík vinna og peningar. því má ekki gleyma að amma badda býr til ís sem er besti ís í heimi. hann og brynja eru í samkeppni. ömmuís er samt ábyggilega betri. kannski samt vegna þess að hann má aldrei fá nema á jólunum.
það var gaman að hitta þetta fólk - suma hitti ég ekki nema þetta eina skipti á árinu. það er ómögulegt. verst þykir mér að hitta ekki litlu sætu frænkur mínar - dætur hans friðriks bróður mömmu - oftar. þær vaxa svo hratt og maður missir bara af því.

ég fékk annars slatta af jólagjöfum. það var gaman. ég upplifði samt afdrifaríkasta og erfiðasta aðfangadagskvöldið hingað til. svakalegt. jólakjóllinn í hættu. gríski dúkurinn í hættu. geðheilsa fólks í hættu. gjafir í hættu.
ég myndi segja að rauðvín geti verið hættulegt.

gjafir: hárblásari, sængur (handa mér og ómari), sími, fartölvutaska (langþráð), hálsmen, eyrnalokkar, geisladiskar (emotional, hjálmar (tvö eintök), takk), bók (lífsloginn), listaverk, jólasveinar, vörur úr l'occitane, hluta úr hálsmeni, einhvers konar klút með skrauti, kerti, handklæði, glös (og síðar fleiri glös í eftirájólagjöf).
ég held þetta sé komið. ég myndi ekkert vera að taka því persónulega ef ég gleymdi að telja upp einhverja gjöf. þá er hún bara komin í notkun og er ekki lengur á gjafaborðinu.

maturinn er auðvitað búinn að vera stórkostlegur og ég held ég sé búin að uppgötva það að ég elska hangikjöt, uppstúf, kartöflur og rauðkál mest af öllum mat.

fjórða mál á dagskrá:
mig dreymdi illa í nótt. ég vaknaði næstum því grátandi. það var hræðilegt. nú skil ég hvað sirrý átti við þegar hún sagði að hún þyrði aldrei að útskrifast með akkúrat einingar. mig dreymdi nefnilega að ég hefði fallið í tveimur áföngum með núll! það var ógeð. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. svo einhvern veginn fléttaðist draumurinn í veruleikann og ég fór að rugla eitthvað inni í herbergi, sótti símann og ætlaði að fara að hringja í kennarana. svo fattaði ég bara að ég hefði ekkert sótt símann og lægi bara ennþá inní rúmi. úff. svo óþægilegt. þá lá ég bara ógeðslega þreytt inní rúmi að deyja úr stressi yfir því að ég væri að fara að falla þannig að ég gat ekki sofnað en líka að deyja úr þreytu og gat ekki staðið upp til að fara að læra.

nú verð ég að fara að læra. sama hvað ég ákvað fyrir jólafríið. ég er alveg með hnút í maganum, finnst eins og ég sé að blekkja sjálfa mig ógeðslega mikið. kemur.

ég bið þá forláts sem eru enn að bíða eftir myndum. það vandamál get ég engu öðru um kennt en leti.

hér er samt smá forskot á sæluna. já þetta er ég í fína jólakjólnum mínum sem var í hættu um stund.





verið sæl og lifið vel.

miðvikudagur, desember 21, 2005

moððerfokker. þar fór það.

jólagjafakaup í dag. can't wait. jólagjafakaup eru eitt það erfiðasta sem ég veit um. ég er allavega búin að ákveða fimm gjafir af fimmtán. ten to go.

ég lenti í ömurlegu í gær. ég var að dúlla mér í jólagjafainnkaupum, enginn asi, þegar ég fékk símtal úr númeri sem ég þekkti ekki klukkan tíu mínútur í segs.

-halló?
-hæ, þetta er fjóla [vaktstjóri], ætlar þú ekkert að fara að mæta í vinnuna?
-ha?

þá kom í ljós að tuttugu mínútum áður, skv. vaktaplani, átti ég að mæta í vinnuna. kemur stefanía. ég auðvitað brunaði heim, skipti um föt og kom frekar utan við mig og úfin niður í vinnu tíu mínútum síðar. sjæse. mér brá.
ég fer alltaf a.m.k. tvisvar yfir vaktaplönin mín og merki skýrt og greinilega við vaktirnar mínar. einhvern veginn fór þessi framhjá mér. bömmer. en þetta reddaðist. þetta fólk er svo duglegt. það kom brjáluð ös stuttu síðar og við vorum fimm á vakt. við rúlluðum þessu upp myndi ég segja. puff.

jæja. ég ætla að fara að borða og sturtast og punta mig og ralla niður í bæ að versla. eyða peningum. svo gaman - nei.

miðvikudagur, desember 14, 2005

uuu erða blogg eða? kannski?

svo mikil leti.

unnsa bara vann! þrátt fyrir að ég sé yfir höfuð virkilega mótfallin fegurðarsamkeppnum (ég meina hversu kjánalegt er það að keppa í fegurð? en það er annar og lengri pistill) fylltist ég smá stolti vegna sigurs unnar birnu í heimskeppninni í fegurð. ekki veit ég hvers vegna eða hvað það var nákvæmlega sem gerði mig stolta.
"ég er stolt af þér fyrir að vera falleg!" nei! asnalegt.
já ætli það hafi ekki verið vitneskjan um það að íslendingur hafi skarað fram úr á einhverju sviði á einhverjum tímapunkti. svo auðvitað eru þessar fegurðarsamkeppnir bara byggðar þannig upp að fiðringurinn magnast í maganum á manni með hverri sekúndunni sem líður og loks þegar vinningshafinn er tilkynntur segja allir "ég vissi það allan tímann" með tárin í augunum. lagið náttúrulega býður uppá tár sko.

nei ég veit ekki. ég held að enginn viti.

letin já. kannski ekki svo mikil leti. skólinn kallar á mikla vinnu, vinnan kallar á mikla vinnu, félagslífið kallar á smá vinnu - sem þó er lítið sinnt, ræktin kallar á svolitla vinnu líka. þetta skilur eftir svona korter til 60 mínútur í afslöppun, samansafn af stundum milli stríða (þess skal kannski getið að frímínútur í skólanum teljast ekki sem afslöppun - þær eru stressandi). svo er auðvitað svefninn, hann fær u.þ.b. 6-7 tíma á sólarhring. svo krúttlegt.
það versta er að hópverkefnin eru í svo miklu magni að ekki gefst tími fyrir hin stóru einstaklingsverkefni. lallíbúllí. það er samt skemmtilegt í hópverkefnum. stundum. samt ekki alltaf neinei.

fljótlega koma inn myndir frá trabant, hjálmum og greifalitlujólum. þegar ég nenni.

lagið: helgi björnsson - ef ég nenni.

fallegt lag, auk þess passar það vel við líðandi stundir.

óbless.

miðvikudagur, desember 07, 2005

gleðiii! hamingjaa! (svona segir ómar þegar hann sér voffa litla) (hahahah grín). ómar er krútt.
honum finnst reyndar krútt vera niðrandi. ef einhver segir við hann að hann sé krúttlegur tekur hann því sem móðgun því honum finnst bara að smábörn og dýr megi vera krúttleg. haha.

gleðin og hamingjan er hins vegar af allt öðrum ástæðum! ótrúlega skemmtó.

mér tókst að gera bloggið mitt ótrúlega ljótt með því að troða þessum jólagjafalista hérna til hægri. tilgangurinn með þessu er að nú þarf ég ekki að ekki-blogga (minnir mig á heimspeki að setja ekki og bandstrik fyrir framan eitthvað orð) í langan tíma svo að allir fái að sjá jólagjafalistann.
ég bara hreinlega kann ekki að taka þetta ljósgráa dót hægra megin í heddernum. vá hvað ég er tæknilegnei.
skiljanlegt? nei? ok.

allavega, nú blasir jólagjafalistinn minn við öllum (reyndar held ég engum sem ætlar að gefa mér jólagjafir því það eru fáir sem lesa bloggið mitt sem gefa mér jólagjafir) og ég get bloggað að vild.

nú er ég með svona skemmtilegt dót eitthvað sem gengur núna um þennan blessaða veraldarvef.


Kommentaðu með nafninu þínu og:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!



koma svo krakkar.

já og ég vil þakka sirrý opinberlega fyrir að lána mér í smástund og fljótlega selja mér ódýrt þetta fína netkort þar sem mitt aumingjanetkort skemmdist (eins og blessaða tölvan er að gera smám saman núna líka).
sirrý þú ert krútt.

jæja, ég kveð að sinni. með mynd?





artí eða? ójá.

bless.

þriðjudagur, desember 06, 2005

*endurbætt*

nú er komið að jólagjafalista.

-hárblásari! góður! með hita- og kraftstillingum.
-vettlingar, ekki fingravettlingar, fallegir ekki girly, (kannski íslenska mynstrið), jafnvel trefill og húfa í stíl.
-úlpa, falleg en samt hlý.
-inneign í spútnik/vero moda/skemmtilega skóbúð eða bara kringluna.
-rúmföt (tvö sett) og lak sem er 180x215.
-steikarhnífar (gafflar í stíl ef vel liggur á fólki).
-teketill *viðbót*
-andlitsrakakrem frá l'occitane (laugarvegur 79 eða eitthvað þannig)
-andlitsmaski (grænn) frá l'occitane
-vörur frá l'occitane (ég get þá skipt ef mér líkar ekki, hoho).
-úr, fíngert, kvenlegt.

draumur:
-fartölva (mín er ömurleg).
-nýr sími
-i-pod

geisladiskar:
helgi valur - demise of faith
trabant - emotional
hjálmar - hjálmar

bækur:
lífsloginn - björn þorláksson
fólkið í kjallaranum - auður jónsdóttir

og það er ég sem kveð (með mynd því ég var að læra það).


 

© Stefanía 2008