miðvikudagur, maí 12, 2004

það sem manni finnst skrítið, en er ekki skrítið, er svo skrítið.

meiri partinn af tíma sínum eyðir maður með sama fólkinu, sem veit hvað allt hitt fólkið í kringum mann er. maður býr í síðuhverfi eða bara norðan gleránnar og þar vita flestir hverjir flestir eru. svo talar maður við fólk sem er ekki innan vinahópsins og/eða býr einhvers staðar annars staðar og hann veit kannski ekki hver skemmtilegasta manneskjan sem maður þekkir er. það er svo asnalegt því þessi manneskja er kannski ótrúlega umtöluð útum allt hjá svona flestum sem maður hangir oftast með því maður er að rifja upp það fyndna sem hún hefur gert. svo bara hefur einhver ekki hugmynd hver það er af því að það er ekki slúður hve manneskjan er fyndin.

kannski er gott að vera ekkert þekktur, þá veit maður að maður hefur allavega ekki gert mikið rangt og hneykslanlegt. eins og þegar kennararnir sögðu alltaf við mann þegar maður var lítill að þeir lærðu fyrst nöfnin á þeim krökkum sem voru óþægastir. yfirleitt voru kennarar og skólastjórar, í þeim sex grunnskólum sem ég var í, ekki lengi að læra nafnið mitt. óþægur krakki? maður spyr sig.
af hverju getur fólk ekki verið þekkt fyrir að vera gott fólk og rólegt og hitt gleymist bara? það væri miklu sniðugra.

-"ég man þegar þessi sat í sófanum og var bara rólegur allan tímann í þessu partýi."
-"já ég man það líka, þetta var rosalegt partý."
-"já en hvað gerðist aftur meira?"
-"ég bara man það ekki sko..."
-"nei ekki ég heldur."

af hverju er þetta ekki svona? af hverju þarf mannkynið alltaf að muna eftir öllu þessu slæma og neikvæða? af hverju man það ekki eftir góðu hlutunum? af hverju fá þeir ekki umfjöllun? ætli það sé eiginhagsmunasemi? kannski vill enginn auglýsa góðsemi annarra. kannski vilja allir upphefja sig með því að segja bara slæma hluti um aðra - og ýkja þá meira að segja - bara til þess að þeir geti sagst vera betri en aðrir.

ég vildi að mannkynið væri góðhjartað. *væmnistár*

minnumst góðu hlutanna fólk.

takk fyrir bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008