þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Það er svolítið annað að vera í tveimur stærðfræðiáföngum sem heita stærðfræði 403 og 503 heldur en að vera í tveimur stærðfræðiáföngum sem heita stærðfræði 603 og 703 ásamt því að vera í efnafræði 103, líffræði 103 og eðlisfræði 103.
Það sem aðgreinir aðstæðurnar enn meira er að vera þeim tveimur síðastnefndu í öðrum skóla en hinum þremur. Bðöh. Mér fallast nánast hendur. Vinnuálagið er mikið. Mikið segi ég.

Ástæðan fyrir þessu öllu saman:
Þegar ég var á lokaönninni minni í MA, vorönn 2006, og var að fara að útskrifast af félagsfræðibraut, þá stefndi ég á heimspeki í HÍ.
Allt í einu fór ég að hugsa að heimspeki væri ekki nógu hagnýtt nám fyrir starfsframa. Ég fór þá að leita að námi sem ég sæi fyrir mér að mér fyndist jafn skemmtilegt og heimspeki. Stærðfræði var niðurstaðan. Stærðfræði í HÍ.
Þá hóf ég bréfaskriftir við formann stærðfræðiskorar í HÍ, Róbert að nafni. Ég vildi kanna möguleika mína með stúdentspróf af félagsfræðibraut.
Hann tilkynnti mér að inntökuskilyrðin væru 21 eining í stærðfræði og 30 einingar í raungreinum, þar af 6 í eðlis-, efna- og líffræði. Hann sagði mér hins vegar líka að hann væri að vinna í því að fá reglunum breytt svo inntökuskilyrðin væru mun færri eða jafnvel engar raungreinar.
Ég hoppaði nánast hæð mína af gleði (nei, nei, en þú veist) þegar ég komst að því að ég þyrfti svona litlu að bæta við mig til að komast inn, því ég útskrifaðist með 12 einingar í stærðfræði og 12 einingar í raungreinum. Það þarf varla mikla stærðfræðisnillinga til að sjá að ég þyrfti þá bara að bæta við mig 9 einingum (þremur áföngum) í stærðfræði og þá flygi ég inn í stærðfræði í HÍ.

Jeeeaaass.

Þá hóf ég aftur nám í MH (aftur segi ég vegna þess að ég tók líka 3. árið mitt í framhaldsskóla í þeim ágæta skóla, MH). Á fyrri önninni tók ég sumsé stærðfræði 403 og 503 (og eins og áður hefur verið getið en ég er enn jafn stolt af, fékk 10 í báðum, skooor) og horfði fram á jafnvel auðveldari vorönn.
Á endanum reyndar tók ég þá ákvörðun að taka ekki bara einn stærðfræðiáfanga í viðbót og rétt svo uppfylla inntökuskilyrðin, heldur taka þrjá stærðfræðiáfanga og hafa þá 27 einingar í stærðfræði. Nóprobblem for John Boblem. Það nokkuð? Það held ég ekki.

Æjiii, nei, úpps. Róbertinn sagði mér þá, eftir að ég hafði eytt haustönninni í chill bara með 6 einingar, að inntökuskilyrðunum hefði barasta ekkert verið breytt! Óóó, svekkjandi maður.
Inntökuskilyrðin í stærðfræði í HÍ eru ennþá 21 eining í stærðfræði og 30 einingar í raungreinum, þar af 6 í eðlis-, efna- og líffræði. Það hafa hins vegar oft verið gerðar undantekningar og 22 einingar í raungreinum látnar duga.
Jæks.

Já. Fullur skóli á vorönn.
Stærðfræði 603
Stærðfræði 703
Efnafræði 103
Eðlisfræði 103
Líffræði 103

Hvorki meira né minna. Eftir það er ég komin með 22 einingar í raungreinum. Ok. Ekkert mál. Ég get það. Ég er dugleg. Pís of keik. Pínu svekkjandi að hafa ekki getað dreift vinnuálaginu á þessar tvær annir, en ég get það samt.

En svo eru mál með vöxtum að þeir sem eru útskrifaðir mega ekki flokkast undir dagskólanemendur í MH. Þeir falla undir öldunga og eiga að sitja öldungadeild.
Það væri allt í lagi ef þessir áfangar væru allir kenndir í öldungadeild. En það eru þeir ekki. Ég þurfti að taka þá í dagskóla.
Ég púslaði sjálf saman stundaskránni minni í MH og var byrjuð að sitja alla tímana. Allt komið á skrið, allir tímarnir komust í stundatöfluna.
En þá var ég kölluð á fund skólastjórnar og mér tilkynnt að því miður væri það reglum samkvæmt að öldungar fengju bara að sitja þrjá áfanga í dagskóla. Engin fordæmi væru fyrir því að öldungar hefðu fengið að sitja fleiri en þrjá áfanga í dagskóla og því miður væru þær reglur óbreytanlegar.
Já, þrátt fyrir að nemandinn sem um ræðir væri með mjög viðamiklar ástæður fyrir öðru. Nefnilega að uppfylla inntökuskilyrði í ákveðna deild háskólans, stærðfræði - OG þótt rektor MH sé meira að segja stærðfræðingur sjálfur og ætti í praxís að styðja alla þá nemendur sem stefna á þá deild, þar sem þar er alþekktur skortur, sérstaklega á kvenkyns nemendum.
Að undanskilinni þeirri staðreynd að ég var með 100 prósent árangur og 100 prósent mætingu í þeim áföngum sem ég tók á haustönninni.

Engar undantekningar, sorrý.

Og þar sem þessi tilkynning skólastjórnar kom ekki fyrren að nokkrum skólavikum liðnum (rúmum þremur að mig minnir), þá var ég auðvitað strax orðin eftir á uppí FB þegar ég byrjaði þar.

Og þess vegna er ég núna í þremur vinnuálagsmiklum áföngum og tveimur virkilega vinnuálagsmiklum áföngum í ekki einum skóla, heldur tveimur skólum. Annar þeirra er í Hamrahlíð og hinn er í Breiðholti.
Tvisvar í viku þarf ég því að bruna tvisvar á dag - í mikilli tímaþröng, þar sem flestir tímanna sem ég sit í FB stangast á við einhverja tíma í MH - uppí Breiðholt og ná einhverjum hluta líffræði og eðlisfræði.
Aðra daga þarf ég hins vegar bara að eyða bensíni og menga umhverfið sem nemur einni ferð uppí Breiðholt á dag.

Vá, svo frústrerandi sko. Nei, sko, ég meina, vá! Svo frústrerandi!

Nú er mars að bresta á og ég er ennþá að rúlla einhverjum risa snjóbolta á undan mér. Ég hef ekki ennþá náð að grípa námið heljartökum og eisa allt sem ég geri.
Núna er ég orðin þreytt á því. Og pirruð. Ég er ekki að standa mig sem skildi vegna þess að ég er aaalltof pirruð á þessu. Og kannski útaf einhverjum fleiri ástæðum, ég veit það ekki.
Það sem mér finnst sennilega langt um mest pirrandi er að þessir þrír raungreinaáfangar og vinnuálagið sem fylgir þeim, eru að koma niður á áföngunum sem skipta mig mestu máli og mig langar mest að ná árangri í. Það eru að sjálfsögðu áfangarnir stærðfræði 603 og 703.

Ég er núna búin að fá þrjár einkunnir undir 7 á önninni, og ein þeirra var í stærðfræði 703. Ég fékk 6.0 í einu prófi þar. Og ég var svo reið. Og sár. Og leið. Svooo leið og sár og reið.
Það sem vegur aðeins upp á móti er að mér hefur gengið mjög vel í heimadæmunum í þeim áfanga (9/10, 12/12, 12/12 og 9,5/10), en samt svo rosalega pirrandi.
Hinn stærðfræðiáfanginn hefur líka innihaldið vel heppnuð heimadæmi (10, 9,5), en þar var einmitt líka próf sem ég var ekki með 100% árangur í, heldur 80%.

Það eru litlar líkur á að þetta væri að gerast ef ég fengi að vera í öllum fimm áföngunum í sama skólanum. Og enn minni líkur ef ég þyrfti ekki að taka þessa raungreinaáfanga. Þótt þeir séu reyndar afskaplega skemmtilegir og fræðandi.

Eins og ég hef líka áður getið hef ég verið ansi dugleg í stunda afþreyingu sem oft er kölluð "djammið". Það þykir mér afskaplega skemmtilegt ef um er að ræða skemmtilegt fólk. En eins og flestir geta sagt sér þá hefur það oft í för með sér ekki 100% árangur í skóla ef í honum er nóg að gera (eins og hjá mér).
Á fyrri önninni þá gekk þetta því ég var bara dugleg á virkum dögum og þá gat ég auðveldlega tekið helgarfrí. Nú get ég það í rauninni ekki.
En þessi misgóði árangur sem ég hef verið að ná að undanförnu hefur að sjálfsögðu verið að svekkja mig á skólanum. Það mikið að ég ákvað að ég ætlaði að slaka rosalega á í þessari umdeildu afþreyingu, djamminu.

Núna áðan, stóð ég mig hins vegar að því að hugsa:
"Æji... Það er svo ótrúlega gaman að hafa það gaman. Miklu skemmtilegra en að læra... Ég get alveg látið mér nægja að ná þessum raungreinaeiningum, standa mig ágætlega í stærðfræðinni og hafa það bara gaman þar til ég byrja í háskólanum.
"Ég meina, það er bara núna eða ekki, því ekki mun ég stunda skemmtanalífið grimmt á háskólaárunum og sennilega ekki svo mikið eftir þau, því þá verð ég orðin tæplega þrítug. Þá er kominn tími til að punga út börnum og eignast húsbíl og íbúð (tilvísun í hvað?) og frama. Þá er komið að öðruvísi skemmtilegum kafla lífsins. Ég vil líka njóta þessa kafla."


Þetta finnst mér ekki skemmtilegt að hafa leyft mér að hugsa. Ég hef metnað fyrir náminu. Það er glatað að ég sé orðin það þreytt á því strax að ég sé að hugsa um að setja djammið í annað sæti og námið ekki í nema fyrsta og þriðja.

Ég veit ekki hvað ég á að gera.


Vá, hvað þetta var ótrúlega gott vælublogg og mikil útrás.
Nú get ég líka alltaf vísað í bloggið mitt þegar fólk spyr mig hvað ég sé að gera í lífinu.
Það er nefnilega spurning sem ég giska á að ég svari að meðaltali einu sinni á dag. Í það minnsta. Og svarið er svo löng útskýring. Ég kann útskýringarræðuna algerlega utan að í höfðinu.
Þegar ég fæ spurninguna:
"Hvað ert þú að gera?"
Sem flestir svara með örfáum orðum ("efnafræði í háskólanum" eða "au-pair í london" eða eitthvað þess háttar), þá fer sjálfkrafa á Play í höfðinu á mér og ég tala í svona mínútu án þess að hugsa. Þyl upp ræðuna, sem inniheldur ástæðurnar fyrir því að ég er hvorki í háskóla á þessu ári, né að hafa það ótrúlega gaman eins og flestir þeir jafnaldrar mínir sem ákváðu að bíða með háskóla í eitt ár frá stúdentsprófi, eins og ég.

Nei, ég er nefnilega að eyða aukatíma í nám. Nám sem ég fíla náttúrulega, en ég er tvítug! Ég á að vera að gera eitthvað annað.
Úff, ég veit ekki.

Nú get ég svarað spurningunni með:
"Kíktu bara á skraebotturkraeklingur.blogspot.com, á bloggið frá 27. febrúar 2007."
Fine.

Eitt stórt andvarp. Stórt. Nokkur jafnvel.

Já, og svo finnst mér fólk stundum alltof erfitt. Alltof.


Jæja.
Þú ert hetja ef þú last þetta blogg. Hetjan MÍN. Ég er ánægð með þig.

Hér er Mia Wallace helgarinnar:




Bless.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Ársyfirlit? Já, ég held það bara. Þrátt fyrir að kominn sé febrúar.

Þetta var ágætisár. Þetta myndaársyfirlit ræðst mestmegnis af myndunum í tölvunni minni, svo atburðirnir sem ég var með myndavél á eru heppnir.
Svo er hægt að klikka á myndirnar til að stækka þær.

-Síðasta önnin mín í Menntaskólanum á Akureyri var yndisleg. Kynntist Öspinni minni, heldur seint, en betra er seint en aldrei - gæti ekki átt betur við.
-Hildur átti tvítugsafmæli snemma og hélt æðislegt teiti á Húsavík. Það hefði mátt enda öðruvísi, heldur mikið áfengi þar á ferð, en þó afspyrnu skemmtilegt kvöld. Glimmer gay.
Svona (Konni, Guddi og ég):



-Guddimagg átti afmæli í febrúar og ég gleymdist. Það var hundleiðinlegt. Haha, svekkjandi. Augljóslega bestu vinir í heimi sem ég á... Ekki? Júú, fínir.
-Skólinn gekk rosalega vel. Heimspekin fékk forgang yfir allt og ég var að velta fyrir mér að fara í heimspeki í HÍ.
-Félagsfræðibrautin hélt félagsfræðiárshátíðina (ekki hina víðfrægu fylleríisárshátíð, sem 4.F (minn bekkur) heldur alltaf en klúðraði í ár, heldur skólafélagsfræðiárshátíð) þar sem okkar fög voru kynnt og ég ásamt nokkrum öðrum úrvalsheimspekingum MA tókum að okkur að kynna heimspekina.
Meðal annars þessum heimspekingi; Lísu Ólafssyni:



Og þetta er allur hópurinn, ásamt Sigurði Ólafssyni, heimspekingi og góðum manni með meiru. Frá vinstri; ég, Ásgeir Berg, Jonna, Sigurður Ólafsson, Ragna, Ísak, Sigurður Helgi Oddson, Aníta Hirlekar, Lísa, Ari Emm, Hildur Há:



-Í mars komu Sigrún og Sunna til Akureyrar til mín í eitt stykki bretta- og djammferð. Það var æði. Við fórum að borða á Greifanum mínum og svona. Sigrún missti málið vegna matarvenja Akureyringa (Bernaise sósa á pizzu og fleira, haha).
Hér erum við að þykjast hneykslast á einhverju(m), það gekk svona rosalega vel. Við erum greinilega ekki nógu góðar leikkonur og þurfum að horfa á e-ð meira en fatahengi til að geta sett upp góðan hneykslunarsvip.
Haha, en ótrúlega lovable mynd:




Þessa sömu helgi var laugardagskvöldið á Karó mjög óhefðbundið. Í staðinn fyrir að vera Karó þar sem maður situr og spjallar og hlær og hefur ótrúlega gaman, gerðist Karó djammstaður eitt kvöld. En aldrei aftur eftir það, því fastagestir á Karó eru mikil partýljón og þegar Sverrir þeytti skífum þetta kvöld þá bara missti fólk sig. Rúður brotnuðu, glös brotnuðu, stólar brotnuðu, fólk var rotað, sumir afklæddust (að ofan aðallega) en mest dansaði fólk af sér rassinn. Svona mikil gleði:
Sara og ég:




Stefán og dídsjeijinn:



-Í apríl gerðum ég og Ómar okkur ferð til Egilsstaða. Það var voða kósý. Við ætluðum á snjóbretti í Oddskarði, en ég komst ekki upp með lyftunni (diskalyfta) og brjálaðist og strunsaði niður í kofa og fékk endurgreiddan lyftumiðann. Haha, reiða ég. Það var funny.
Hérna er útivistarég í Hallormsstaðaskógi:




-Í apríl tókum við vinirnir okkur saman og grilluðum í Kjarnaskógi og eftir það var haldið í partý heim til Arnars. Þetta var mjög skemmtilegt krydd í tilveruna, awesome að fjölmenna í útifyllerí.
Þessir töffarar (nema annar Stebbinn (sá yngri)) grilluðu humar. Ásgeir sést í bakgrunni:



Hildur og Ari, rúsínurassgöt:




Aníta Kristjánsdóttir og undirrituð, hamingjumynd:




-Ég og Ómar fundum með okkur áhuga á snjóbrettum. Þá eiginlega ekki snjóbrettunum sjálfum heldur íþróttinni. Frekar leiðinlegt að hafa búið á Akureyri, þ.e. við rætur Hlíðarfjalls, annars vegar í 18 ár (Ómar) og hins vegar í 4 ár (ég) og uppgötva áhugann þegar mánuður er eftir af vetraropnunartíma Hlíðarfjalls og við að flytja í burtu. Kemur. Við allavega eyddum þessum mánuði uppí Hlíðarfjalli. Og eftir að því var lokað fórum við í ferð uppá Kaldbak með snjótroðara og renndum okkur þar niður. Það var æðislegt.
Hér má sjá út Eyjarfjörðinn af Kaldbaki:




-Í maí var líka upprennandi útskrift að nálgast óðfluga og það var svona mestmegnis það sem allir fjórðubekkingar MA voru að hugsa um þá. Æði. Síðasta skóladaginn okkar í skólanum er haldinn svokallaður sparifatadagur, þar sem allir fjórðubekkingarnir mæta í sínu næstfínasta pússi (á eftir útskriftardressinu) og borða svo kökur með kennurunum sem þeir fyrrnefndu bjóða uppá. Mjög góð og gild hefð og stór liður í útskriftinni.
Hér má sjá Sigurð Helga Oddsson og Erlu Hleiði sæt og fín á sparifatadeginum. Heiður að hafa kynnst ykkur:




-Dimmiteringin er auðvitað líka hluti af þessu ferli. Minn bekkur, 4.F, dimmiteraði sem Gay Pride. Það var æðislegt, fyrir utan rusalegt veður sem gerði það að verkum að allir misstu einn fingur og eina tá. Nei. En það var samt mjög kalt. Kuldaboli beit.
Tryggvi með undurfagran svip og ég með ágætis svip líka. Tryggvi datt vel inní hlutverkið sitt, það má segja:




Ég og Ari í bekkjarpartýinu eftir dimissio. Enn í fíling, eins og sést, en fremur sjúsk eftir kaldan og langan dag:




Olga og Baldur á dimissio kvöldinu. Olga æðifögur með eldrauðan varalit. Þau eru sko kærustupar:





-Sunna Dís útskrifaðist í lok maí og ég fór suður fyrir þann atburð ásamt því að Sigrún varð tvítug nokkrum dögum fyrr. Það var mikil og góð djammhelgi til heiðurs snótunum tveimur.
Sigrúnin á tvítugsafmæliskvöldinu:




Sunnie mín graduating:




-Ég fór á Roger Waters tónleika. Það var reyndar frekar geðveikt. Frekar.
-Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri 17. júní, með 7,65 í meðaleinkunn. Hefði getað gert betur, en júnó, mismikið lagt á sig á þessum fjórum árum (mest lítið samt). Sigrún og Sunna komu aftur norður til mín og ég skemmti mér konunglega þennan dag. Marseraði niður í bæ með Ásgeiri.
Í garðinum heima í Munkanum þar sem flestir mínir nánustu og bestu fögnuðu með mér:




Hluti af mínum nánustu og bestu, Sunnslan mín og Sigrúnin:




Æjimms. Pínu krúttó:




-Ég hélt svo útskriftarveisluna mína fyrir sunnan viku síðar þar sem góðmenni fjölmennuðu (menni mennuðu jess). Sú veisla var æðisleg líka, útskriftargjöfin mín frá pabba og Steinunni.
Ég og those who made me:




Útskriftardrykkur í boði Bjarkarinnar minnar, Cosmopolitan beibí:




-Ég fór í fyrsta skipti á Hróarskelduhátíðina. Ég dó næstum því. Það var mjög skemmtilegt og æðislegt veður allan tímann, en ég er með svo sjúklegt gróðurofnæmi og viðkvæm fyrir öllu ryki að ég dó. Nei, ok, ég dó ekki, en ég var í alvöru komin með sár á nefið (ekki bara rauð) eftir snýtingar í lok ferðarinnar og ég var með hósta í margar vikur eftir þetta. Haha, aulinn ég. En þetta var æðislegt. Fór út með Ómari, Sigrúnu og Sunnu og skemmti mér svo konunglega með fullt, fullt af Íslendingum og öðrum þjóðum.
Gleðin var svona mikil eiginlega bara alltaf:




Nema á morgnana, því það var sjúkt að vakna í tjaldinu í þessum hita. Óbærilegt, í alvöru. Ég hefði sofið úti ef ég hefði ekki verið hrædd við skordýrin og að brenna. Fyrir utan ofnæmið mitt að sjálfsögðu.
Á morgnana leið mér alltaf svona:




Dagarnir fóru oftast ekki í mikið, vegna hitans. Ég naut þess eiginlega bara að gera ekkert í sólinni, nema stundum. En það var næs sko. Mmm, sakna þess, good times. Sólbað og bjór:




Og tásurnar mínar. Fótaburðurinn var yfirleitt ekki meiri, nema þegar það kólnaði á kvöldin. Næææs:




-Sumarið leið ótrúlega hratt hjá. Það byrjaði eiginlega ekki fyrren í júlí hjá mér, því útskriftarstússið var svo mikið og svo kom Hróarskelda. En ég meina þeir hlutir voru auðvitað bara hluti af sumrinu og gerðu það að einu besta sumri sem ég hef upplifað. Að öðru leyti var sumarið fullt af djömmum og gamani.
-Júlí bar með sér tvítugsafmælið hennar Bjarkar sem ég fór suður fyrir, skemmti mér konunglega þar. Björk kom líka norður og við ásamt Stebba héldum matarboð, sem er fáránlegt að gerist ekki oftar því það var wonderful.
-Um versló fórum við Ómar í smá innanlandsreisu. Byrjuðum í Ásbyrgi og sáum Sigur Rós, sem var dásamlegt. Æðislegt kvöld. Svo gistum við í Mývatnssveit eina nótt og enduðum svo vestur í gömlu sveitinni hans Ómars og gistum þar eina nótt. Morguninn eftir fékk ég minn fyrsta reiðtúr. Það var ótrúlega gaman að fara á hestbak! Ég var reyndar með þrusuofnæmi í soldinn tíma eftir, en what the heck.
Hildur þurfti að pissa eftir Sigur Rósar tónleikana, svo hún stökk útí runna.
Hvar er Hildur?




Við fórum auðvitað daginn eftir tónleikana og tókum hring um Ásbyrgi. Það er yfirþyrmandi fallegur staður, alveg rosalega.
Þetta er tekið við Botnstjörn, ótrúlega fallegt að vera þarna:




Þetta er á leiðinni á tjaldsvæðið innan úr botninum:




Hér erum við í Dimmuborgum við stein sem leit út eins og munnur, ég með smá sviðsetningu sem Ómari fannst asnalegt að taka þátt í:




-Ómar flutti út til Noregs í ágúst og ég til Reykjavíkur, svo að leiðir okkar skildust. Það er undarlegt að hugsa til þess að hafa verið í sambandi tvö ár, það virtist ekki vera svo langur tími. Það var auðvitað bara góð lífsreynsla, þótt sumir haldi því fram að það sé best að vera laus og liðugur á þessum svokölluðu bestu árum lífsins. En ég uppskar góðan vin og mikla ást, sem er alltaf góð, og ég nýt mín bara núna í staðinn :)
Hérna erum við á lokaútaðborða-inu (sem varð reyndar svo það næstsíðasta, en ekki síðasta) og lokadjamminu okkar. Þetta er hvolpa-myndavélasvipurinn hans Ómars:




-Ég ákvað semsagt að fara til Reykjavíkur, búa hjá pabba og bæta stærðfræði við stúdentsprófið mitt, áður en ég héldi svo haustið 2007 í stærðfræði í HÍ.
-Freyjulundur06 var haldinn í lok ágúst, helgina eftir að ég flutti suður. En að sjálfsögðu gerði ég mér ferð norður þessa helgi. Reyndar vildi þannig til að ég var ekki búin að skila lyklunum að íbúðinni minni þannig að ég gisti síðustu næturnar mínar í Munkanum okkar Ómars þessa helgi. Það var skrýtið og tómlegt satt að segja, en Freyjulundur var stórkostlegur, sem alltaf. Þetta var náttúrulega ekki heldur bara venjulegur Freyjulundur, heldur tvítugsafmæli Arnars Ómarssonar og Anítu Hirlekar líka. Krónika lék fyrir dansi í tilefni þess.
Hérna er sæti börþdeybojinn og partýhaldarinn ásamt mér. Skeggjaður og fínn:




C'est moi, með rauðvínsvarir og -tennur, undir lok kvöldsins:




Krúttlegustu rapparar í heimi að gera lýðinn vitlausan:




-Menningarvakan á Akureyri var stórskemmtileg líka, hún var daginn eftir Freyjulund06/tvítugsafmælin. Æðisleg tískusýning sem áðurnefnt afmælisbarn (Anítan) hélt og sýndi þar hæfileika sína í fatasmíðum. Svo var að sjálfsögðu bara partý og djamm og fyllerí og ótrúlega skemmtilegt.
Illskeytti skóflumaðurinn með klútinn og hattinn (Stefán Þór) mætti og varaði fólk við of mikilli skemmtun um kvöldið:




Því annars gæti farið svona:




Á endanum ákvað hann þó að skemmta sér bara og gefa skít í ábyrgð sína á að halda fólki í skefjum:




Sogbletta-Sverrir mætti líka á svæðið og stillti sér fallega upp fyrir myndavélina:



Þess má nú alveg geta að hann og Margeir mættu með sólgleraugu í öllu svörtu og með hvíta latexhanska vegna þemans sem þeir reyndu að koma í gang; þjónaþema. Skemmtileg tilbreyting. Haha.

-Í september varð Hafdís Greifaskvísan mín 25 ára, fjórðungur úr hundraði, hvorki meira né minna. Það var mikið gaman og mikið fjör í því teiti og eitthvað um vafasamar myndir af undarlegum stellingum sem verða ekki settar á netið (að þessu sinni að minnsta kosti, best að fá allavega leyfi hjá þeim sem um ræðið fyrst, haha).
-Ég, Björk og Stefán héldum EssEssBjé kvöld í koti þeirra Bjarkar og Steinars. Góð kvöld sko.
-Þann mánuð drap ég líka minn fyrsta geitung yfir ævina. Þvílíkt afrek.
Og hann var nú bara ekkert pínulítill sko:




-Í október varð ég loksins tvítug. Það var náttúrulega stórkostlega æðislegt og ég hélt uppá það með miklum tilþrifum. Eldaði dýrindismáltið handa mér og fimm öðrum útvöldum einstaklingum. Tveir af þeim misstu reyndar af herlegheitunum, annar þeirra löglega afsakaður, hinn bara hreint alls ekki. Engin nöfn verða nefnd að svo stöddu. En þau mættu bæði síðar um kvöldið og bættu upp fyrir fjarveruna við matinn. Þetta var æðislegt kvöld. Ég bauð fólki bara heim til mín og hitti fólk sem ég hafði ekki hitt í svolítinn tíma og svona. Voða gaman. Ölvun varð heldur mikil og djamm í downtown Reykjavík varð heldur lítið, meira um trúnó og svona skemmtilegheit. Afskaplega gott afmæli :)
Hérna var ég að missa það við Peaches, well in a glass:




Fékk þessi eðalgleraugu í afmælisgjöf frá eðalmanni. Miss Teacher:




Anna mín sætabaun kíkti:




Og auðvitað Sigrúnin mín:




Ásamt fleirum, en ég var ekki mikið að hugsa um myndavélina þetta kvöld :)

-Airwaves var óvænt ánægja. Ég sá ekki fyrir að ég færi, sökum peningaskorts, en mér hlotnaðist armband, mér til mikillar gleði. Airwaves var: Tryggvagata, fyllerí, fajitas, sukk, partý, of mikið fyllerí, öðruvísi en áður, ekki svo mikið af tónleikum (úúúpps) og ótrúlega skemmtileg (skrifa í kvenkyni vegna þess að það er hún tónlistarhátíðin, þaggi bara?).
Undirbúningur fyrir kvöldið (hohoho):




Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson djömmuðu með okkur á Tryggvagötu:




Svala, svala, fulla. Haha. Krúttin:




Need I say more? Sunnudagsmorguninn:




-Ég fór í nokkur tvítugsafmæli önnur en mín í október, góður mánuður. Þar á meðal var tvítugsafmælið hennar Sunnu Dísarinnar minnar, en ég á engar myndir frá því, sem er ömurlegt. Það var afskaplega notalegt afmæli. Hún var síðust af okkur S-gang (Sigrún, Sunna og Stefanía) að ná áfanganum. Það munar nú samt ekki nema þremur vikum á okkur Sunnu, hoho.
-Nóvember var svo síðasti mánuðurinn fyrir próf, svo ég ætlaði allavega að vera róleg, en það fór nú eins og það fór og áfengi var innbyrgt í einhverju magni, ekkert yfirþyrmandi samt. Tryggvagatan spilaði ágætlega stórt hlutverk í nóvember þar sem það var næstsíðasti mánuður íbúanna þar. Nóg af ótrúlega skemmtilegum Tryggvagötupartýjum.
-Desember, síðasti mánuður ársins góða, 2006. Ár tvítugsafmælanna og útskriftanna. Hann byrjaði á lokaprófum í stærðfræðinni sem ég var að taka. Mér tókst að eisa þá með 10 í báðum, ánægjulegt það.
-Helgina eftir prófin fór ég til London beibí að hitta Lísu skvísu og hafa það gaman. London var aaawesome.
Mússímússí, Lísan mín og ég:




Og Hrefna und Ich. Voða krúttó.




Það var æði að vera geðveikt miklar stelpur á hverju einasta kvöldi og gera okkur klárar saman fyrir djammið:




-Rakel Sölva, Birna Þrastar og Hildur Selma héldu kveðjupartýið sitt á Prikinu. Þær kvöddu allar landsteinana þegar nýja árið gekk í garð. Það var ógeðslega gaman í því teiti. Allt fullt af Akureyringum og alls kyns hyski sem maður var ekki búinn að hitta í heila eilífð. Hildur Harðar, komin heim frá Sverige og margirmargir fleiri. Það var æðislegra en svo rosalega margt annað sko. Well chosen pictures:
Miss Næní, sæt og fín með bjór, góðan:




Ég og Aníta Hirlekar rúsínurassgat:




Addi Kan, yndislegi, með ljósaeyrnalokk:




Pósin, HillPill professional ljósmyndari á bakvið myndavélina (góðu myndavélin). Ég, Aníta, Rakel og Birna:




Mikil systkinaást hjá Adda og Söru:




Zoe og Hildur Harðar yndislegu:




Meiri systkinaást, nema hjá gervisystkinunum Victori og Rakel:




Svala (úeh, orðaleikur) og Stefanía:




Eskimóa-Vikka mætti:




Ausgehr. Það var önnur ógeðslega fyndin mynd en ég set þessa. Gaman að segja frá því? Nei, ekkert sérstaklega. Allt í lagi samt. Allavega, hér er Ásgeirinn minn:




Og svo Björk og Stefanía, best buuudds:





Þá lýkur því. Ég vona að þið hafið haft af þessu nokkurt gagn og gaman og fengið smá innsýn í árið mitt.

Ég vil þakka öllum sem komu að þessu ári hjá mér. Það var stórkostlegt og æðislegt og skemmtilegt og lærdómsríkt og þroskandi og hellingur fleira.
Ár tvítugsafmælis, útskriftar, flutnings, nýrra vina, þroska og svo margs fleira.

Takk allir.
 

© Stefanía 2008