mánudagur, maí 03, 2004

kannski maður ætti að fara að laga eitthvað til á þessari blessuðu bloggsíðu. heh ekki að það skipti neinu máli, samt betra að hafa allt á hreinu sko... allir linkar og svona fínerí. allir búnir að breyta um blogg nefnilega. þannig er það nú.

allir bloggarar í tilvistarkreppu og trúa ekki á blogghæfileika sína og halda að enginn lesi síðuna þeirra. þetta er nú leiðindarvesenið.
þar sem ég er hvorki með gestabók né commenta kerfi þá get ég engar sannanir fengið fyrir því að einhver lesi þetta. en jæja. ég veit þó að dagný les bloggið mitt. takk fyrir það dagný.

hmh... gaman að þessu.

í sumar er mamma að fara að flytja til reykjavíkur og þá leigi ég eða fer á heimavistina... það verður erfitt en ljúft að standa á eigin fótum.
uppgjöf á náttúrufræðibraut næsta vetur er líka handan við hornið sökum áhugaleysis, metnaðarleysis og leti. við tekur svo félagsfræðibraut. þannig að annar eff aware, here i come.

jæja krakkar mínir ég er þá farin að breyta einhverju á þessari síðu og elska fólk. gaman. ég er líka farin að kannski horfa á survivor og fara til svenna. ég elska ykkur öll. nei ég vil ekki ljúga ég elska alls ekki ykkur öll ef ykkur öll þýðir þið öll "out there"... en ef þið öll þýðir þessir tveir sem lesa bloggið mitt (ég er með dagný og björk í huga) þá get ég alveg sagt ég elska ykkur öll.

takk fyrir þetta bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008