föstudagur, maí 28, 2004

mmm einmitt... mein mitt. fyrir þá óskarpa lesendur þá var síðasta færsla grín. en bara fyrir óskarpa lesendur... fyrir hina var þetta ekkert grín. nei grín. þetta var bara asnalega orðað hjá mér og hefði verið hægt að túlka þetta svona þannig að ég gerði bara grín að því. en ég meinti samt bara með þessu að ég var að benda á það að síðasta færsla var grín, sem ég þyrfti ekki að taka fram nema fyrir óskarpa lesendur. þess vegna kom þetta út eins og ég væri að segja að þetta hefði bara verið grín fyrir óskarpa lesendur og ekki hina en í rauninni var ég að segja allt annað.

mmm einmitt. mein mitt. ég á mein sem er mitt. það er á miðjunni. það er mitt og er mitt á miðjunni.

þegar maður var lítill þá var svo mikið sem var bara forboðið! eins og til dæmis piknik og bugles. ég man að mig langaði ótrúlega oft í svoleiðis en fékk það aldrei... en sá það samt stundum útí búð.
en svo man ég líka ótrúlega vel eftir því þegar ég var að horfa á bíómyndina um línu langsokk. þar fá þau pening og kaupa sé föt og kókosbollur. og ég man svo að þegar ég horfði á það þá fannst mér það svoooo girnilegt, en hélt að það væri ekki til á íslandi! enda bjó ég þá á tálknafirði... og kannski ekki margt til þar. en svo stuttu síðar komst ég að því að þetta héti kókosbollur og væri til á íslandi. það var mjög gaman. og ég fékk oftast svoleiðis þegar ég fór í kolaportið í reykjavík. ég vildi að ég væri aftur lítil og vitlaus. gaman að því.

maður kann aldrei að meta nútímann! vill alltaf vera yngri eða eldri... og þegar maður er orðin svona gamall og reyndur, eins og ég er núna, eða sautján ára að verða átján ára (það er mjög hár aldur... uuu... já...) þá er maður farinn að líta til baka og sjá hvað þetta voru góðir tímar.
og núna vildi maður að maður væri orðinn lítill og heimskur aftur. og að einhver hefði sagt manni að njóta þessara ára... því að lífið væri stutt og fljótt leiðinlegt. en málið er að maður var það lítill og vitlaus að maður hefði ekkert hlustað á þannig rugl og maður hefði samt bara hugsað "ég vildi ég væri komin í skóla" svo kemur maður í skóla og þá bara "ég vildi að ég væri í 2. bekk" svo kemur maður í 2. bekk og þá vildi maður að maður væri í 3. bekk og svo framvegis!
ég ætla að segja við börnin mín á fullu að þau eigi að njóta æskunnar eins lengi og þau geta.

svo segir fólk að menntaskólaárin séu bestu ár lífs síns! ég verð að segja að mér finnst þetta ekkert geggjað sko. og ef þetta er allt niður á við eftir þetta, og ég á eftir að líta á þessi ár sem eitthvað skemmtileg, þá get ég ekki ímyndað mér hvað er að fara að taka við. ekki langar mig mikið að upplifa það allavega...
... já lífið væri auðveldara ef maður ætti aldursbreytingarvél...

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008