þriðjudagur, maí 11, 2004

hmh. betri dagur í dag en í gær. dagur eymdar samt sem áður. vandræðalegt augnsamband í skólanum í dag. ótti við að fara á karó vegna hættu um vandræðalega dvöl.

en hver nennir að velta sér uppúr þessu? læra af mistökunum ekki velta sér uppúr þeim.

ég vildi að ég gæti haft myndasíðu hérna. það væri gaman. en ekki ætla ég að fá mér folk.is blogg. fyrr hengi ég mig.
hvílíkt æði sem hefur riðið akureyri. það eru allir komnir með blogg. ótrúlegasta fólk kemur sér upp folk.is bloggi.
fyrst þegar þetta æði byrjaði þá voru þetta bara litlar gelgjur manni fannst þetta asnalegt... svo mætir fólk eins og reginn, atli, heimir, rakel og aníta, hákon og fleiri með folk.is bloggsíðu. ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera þetta er hræðilegt. en nú jæja. þannig var það þá og ekki meira um það í bili.

á eftir er ég að fara í munnlegt próf í frönsku hjá erni þór. hann er soldið fyndinn. ég er búin að búa ti textann sem ég þarf að lesa en núna ætla ég að fara að setja hann niður á snyrtilegan og skiljanlegan máta.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008