fimmtudagur, júní 26, 2008

Pé ess. Verð með sama danska númer á Roskilde og síðast. Man ekkert hvað það er, segi síðar.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Fokk hvað það er langt síðan ég bloggaði.

Ég er komin frá Spáni. Fór til Benidorm með mömmu og co. og keyrði svo al alein til Barcelona. Það gekk misvel á leiðinni norður, en suðurleiðin var betri. Ég skal ræða það undir fjögur augu við (nánast) hvern þann sem biður um það, en ég held ég sleppi því að setja lýsingar af hamförunum á veraldarvefinn.

Ég hitti Stebbu og Heimi í Barcelona og við fórum út að borða á einhvern sjúklega næs stað þar sem þjónarnir settust niður við borðið okkar til að taka pöntun. Fyndnast var að þegar Heimir pantaði "Three Mojitos" þá svaraði sænski þjónninn sem talar sænsku, ensku og smá spænsku: "Tres? Si..."
Mjög gott múv að þykjast vera spænski gaurinn sem kann ekki ensku, haha.

Ég sá líka La Sagrada Familia og Park Güell og fleiri yfirþyrmandi Gaudi verk. Vehery næs.

Mér tókst auðvitað að byrja ferðina á að brenna, svo að það var ekki mikið um sólbað. Enda þegar ég kom heim sást ekki mikið að ég væri nýkomin úr tveggja vikna Spánarferð - allir hérna heima eru miklu brúnni en ég!

Danmörk á laugardaginn! Hróarskelda á sunnudaginn! Svæði B allir saman!
Ég er búin að panta gott veður, borga fyrir það og "skrifa undir" (til heiðurs nöglunum sem ég kynntist á Íslendingabarnum á Benidorm - vægur aulahrollur).

Svo eru þrjár útilegur komnar á laggirnar núna! Jeheeess. Mér virðist ætla að takast að vera smá dugleg í sumar.

Myndir frá Spáni bráðum.

Ást,
Stef.
 

© Stefanía 2008