föstudagur, maí 07, 2004

planið breyttist! veij. mér leiddist ekki í skólanum því það var gaman í tímunum. svo fór ég í frímó og dagný var hress eins og kex. svo mætti ég í íslensku og við áttum að gera leikrit og það var fyndið. svo fór ég heim og fékk mér epli og fór svo í útihlaupaföt og fór svo uppí skóla og tók hlaupaprófið.

ég hljóp tvo kílómetra (eða ég held þetta séu tveir kílómetrar) á 12.33... sem er 20 sekúndum meira en í síðasta hlaupaprófi. sko ef þetta er ekki langur tími til að hlaupa tvo kílómetra á, þá hef ég ekki rétt fyrir mér að þetta séu tveir kílómetrar... því ég var mjög aftarlega í markið :D það var geggjað stuð að hlaupa. nei.

kristján fireiron á afmæli í dag. hann er orðinn sautján ára ungur piltur sem má keyra án forráðamanns í bílnum og græns skiltis sem stendur á "æfingaakstur" aftan á honum. til hamingju með það poop.

nú á ég eftir að fara í sturtu. velja föt. leyfa anítu og rakel að velja boli. svo fer maður á the socials fryde year festival.

jæja bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008