miðvikudagur, maí 05, 2004

til hamingju með afmælið mamma og steini :) þrjú ár, ágætis áfangi.

nú er maður að fara að passa litlu gemlingana svo þau komist frá þessum geðspítala eitt kvöld :) excellent. þetta eru náttúrulega brjálaðir krakkar. ein næstum tveggja ára, ein fimm ára og ein næstum ellefu... allar jafngeðveikar, bara á sinn hátt. eins og restin af fjölskyldunni bara.

þar sem ég kann ekki að elda þá hitaði mamma uppstúf og karteflur í potti og ég þarf að hita bjúgu í potti... áskorun. ætli ég standist? nú er bara að bíða og sjá.

svo sendir maður þetta fólk í rúmið klukkan átta-hálfníu, þá elstu inní herbergi, og hefur svo íbúðina fyrir sjálfan sig. ætli ég fái heimsókn frá ljúflingnum mínum? hmh... ég býst nú ekki við að hann nenni að mæta, fyrir utan það að hann er að fara í fyrsta og eina prófið sem hann fer í á morgun. en ekki missa vonina stefanía. KANNSKI!

en bless kex, ég ætla að fara að hita bjúgu.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008