laugardagur, maí 01, 2004

í gær hélt ég saumaklúbbinn minn. hann samanstendur af mér, dagný, ingu, olgu og síðast en alls ekki síst björk. björk reyndar beilaði á okkur í gærkveldi. ömurlegt. maður á alltaf að mæta í saumaklúbba. við tókum eina dvd mynd og eina gamla spólu með sem við gátum ekki fengið hulstur með mynd á því við fundum það ekki. við báðum nefnilega um dirty dancing. en við horfðum samt ekki á dirty dancing.

dagný mætti sko til mín og við fórum útá vídjóleigu og svo komu inga vala og olga til mín og olga horfði á svona 1/5 af myndinni og fór svo heim til kæææærastans síns (ojjjj *fliiiiss*) svo eftir svona 4/5 af myndinni þá sofnaði dagný og ég og inga vorum einar eftir að horfa á matchstick men á dvd.
nú ogöhh jáogöhh jáogöhh núogöhh svo töluðum við saman um ekki neitt og slúðruðum smá eins og góðum saumaklúbbi sæmir svo fóru stúlkukindurnar heim og ég að sofaaaa.

í morgun þegar ég vaknaði horfði ég svo á dirty dancing í fyrsta skipti á ævinni. er það glæpur eða? mér er spurn. allavega varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd, hún var ekki eins góð og ég hélt. en auðvitað var hún eftir fullkominni uppskrift og maður grét auðvitað tvisvar í myndinni sko.
málið er sko að þetta er stelpa sem kúkar á sig og svo skammar pabbi hennar hana fyrir það og þá fer maður að gráta og svo kemur kúkurinn og kennir pabbanum lexíu þannig að hann sér við sér og sér hvað litla stelpan hans er mikið yndi og biður hana afsökunar og hættir að "give her the silent treatment". þá grætur maður aftur af gleði þegar pabbinn er búinn að taka kúkinn í sátt, eða þ.e.a.s. að stelpan og kúkurinn séu saman.

nú á ég bara eftir að sjá flashdance. hún er líka fræg mynd en ég hef samt ekki hugmynd um hvað hún er.

já krakkar mínir, bless keeex. have it good.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008