fimmtudagur, maí 13, 2004

hahahahahahahahahahahahahahahahahhhahahahahhahahahahahahahahah ahahhaahhahahahahahahahahahhahahahahahahahahahhaahhaahahahahahh hahahahaahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahhaahahahahhaahahahha nei grín.

já ég var víst að misskilja með fríið í skólanum í dag. og af því að ég endaði með því að skrópa í sögu til að geta sofið enn lengur þá komst ég ekki að því að annar eðlisfræðitíminn átti sér stað. en mér gæti svosem ekki verið meira saman. ekki eins og maður læri neitt í drullu eðlisfræði hjá grétari. þessi maður er furðuhlutur. ég skil aldrei neitt sem hann segir. hann skrifar samhengislausa hluti uppá töflu og maður veit ekkert hvað hann er að skrifa um. svo spyr maður hann hvað hann sé að skrifa um. þá merkir hann það sem hann var að skrifa á hinum enda töflunnar og byrjar svo að fjalla um eitthvað allt annað þar fyrir neðan. hvað er málið grétar? svo skilur hann sjaldnast spurningarnar sem fólk spyr hann og ég efast um að hann skilji svörin sem hann svarar svo til baka, algerlega ekki í samræmi við spurninguna sem hann var að fá.

þetta er kannski soldið framhleypnilega skrifað... en ef þið skiljið ekki þetta þá skiljiði ekki neitt. skiljiði það? maður kemst bara í ham þegar maður er að fjalla um þennan mann. æl.

já málið var semsagt að ég endaði með því að skrópa í tvo tíma fyrir þrjá tíma sem ég hélt að væri frí í en var svo ekki frí í þannig að ég skrópaði í tvo tíma fyrir eins tíma frí... og skrópaði svo í einn tíma sem ég hélt að væri frí í.
en þetta skiptir litlu máli þar sem það er aðeins ein vika og einn dagur eftir af skólanum og lítill möguleiki á að mér verði hent úr þessum guðsvolaða skóla.

núna þegar ég er búin að ljúka við að borða nesquik þá ætla ég að fara að keyra litlu systur mína í einhverja afþreyingu og sækja stjúppabba minn.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008