fimmtudagur, maí 06, 2004

jæja krakkar mínir! núna er ég bara komin með bæði gestabók (seeem opnast í nýjum glugga takk fyrir!) OG kommentakerfi! nú getiði sýnt áhuga ykkar á ruglinu mínu.

ég þori nú samt ekki að gera eins og reginn og stebbi hiphop og biðja ykkur sem lesið þetta að láta vita af því þannig að ég viti hvort ég eigi dygga stuðningsmenn eður ei.
ég er hrædd um að ég myndi fá volga tusku í andlitið (ég segi volga vegna þess að ég býst svosem ekki við því að það séu það margir sem lesi þetta sorp þannig að það yrði ekki jafn mikið sjokk og köld tuska... en leiðinlegt samt sem áður) þegar ég sæi hve margir læsu þennan tólgarbita.

jæja. ég hvet ykkur samt sem áður til að sýna ykkar fögru ip-tölu með því að skrá ykkur í gestabókina mína og kommenta á tuðið í mér.

u jább einmitt það ókey. takk fyrir. bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008