þriðjudagur, júlí 25, 2006

Ha? Hvað kom fyrir?

mánudagur, júlí 17, 2006

Símanum mínum var stolið. Ég á ekki gsm-síma og er búin að láta loka númerinu. Ég ætla samt bráðum að kaupa gamla númerið mitt aftur, ef einhver stelur því þá lem ég hann.

Þangað til:

Ég á hins vegar heimasíma sem er í mínum einkanotum, ásamt Ómars. Í hann má hringja hvar og hvenær sem er (nætursímtöl skal þó takmarka við eitthvað mjög skemmtilegt eða merkilegt). Hann er 462-6001.
Ómar á gsm-síma og ég er ofboðslega oft með Ómari (þótt hann hafi gleymt að sækja mig á flugvöllinn í gær og legið þess í stað í þynnkusundi með vinum sínum - æði). Þess vegna er möguleiki á að ná í mig í gegnum hann í númerið 860-6717.

Nú ætla ég að fara í sturtu og fara svo að vinna. Ef þið komið í heimsókn á Greifann í kvöld skal ég segja hæ við ykkur.

Bless.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Stundum er ég alveg svakalega viðkvæm. Eiginlega alltaf. Þá á ég við að ég tek hluti nærri mér sem ég ætti ekki að taka nærri mér. Stundum geri ég mér grein fyrir því að ég er að taka hluti nærri mér sem ég ætti ekki að taka nærri mér, en tek þá samt nærri mér. Stundum samt geri ég mér ekki grein fyrir því að ég ætti ekki að vera að taka hlutina nærri mér. Stundum geri ég mér líka grein fyrir að ég á að taka hlutina nærri mér af því ég veit að það var gert á minn hlut. Það er langömurlegast - en þá efast ég samt alltaf mest um sjálfa mig.

Ég held að það gæti verið að ég sé með of háar kröfur til bestu vina minna. Það er ótrúlegt hvað ég leyfi vinum á bilinu kunningjar til frekar góðir vinir að koma illa fram við mig en held samt vináttu, miðað við hvað ég leyfi varla mistök hjá bestu vinum mínum. Jú, ég leyfi mistök, ef iðrun sést eftir á.

Stundum væri ég til í að vera svona alveg sama eins og sumum virðist vera, og látið eins og ekkert hafi gerst þegar illa er komið fram - þá heldur fólk a.m.k. vináttu. Á hinn bóginn vildi ég bara alls ekki vera þannig og er bara ánægð með að vera eins og ég er. Ég stend þá allavega við mína sannfæringu.

Kannski get ég bara ekki átt góða vini. Kannski er vinátta sem hugtak alltof þétt skilgreint hjá mér og ef vinurinn passar ekki fullkomlega inn í skilgreininguna þá loka ég á hann. Ég veit það hreinlega ekki.

Ég veit allavega að ég sakna sumra gamalla vina, annarra ekki. Ég held að ég hljóti bara að vita innst inni um þá sem ég sakna ekki, að ég geti hreinlega ekki átt í vinskap við þá.

Eflaust skilur enginn neitt í neinu af þessu. Þið verið þá bara að bíða þangað til sólin skín og ég hætti að vera lasin og blogga loksins um Hróaskeldu og alla gleðina sem hefur fylgt þessu sumri.
Með því bloggi munu fylgja Hróaskeldumyndir. Ekki langt, ég næstumþvílofa.

Elsk.
 

© Stefanía 2008