mánudagur, maí 24, 2004

okey okey okey! viðburðarríkt. netkortið í tölvunni minni virkar ekki svo að ég kemst ekki á netið! ótrúlega ömurlegt og með eindæmum ekki óvænt þar sem að svona hlutir koma einmitt fyrir mig.

ég tók til í herberginu mínu! það er merkilegur atburður. ég ætlaði nefnilega að læra á laugardaginn. ég þarf að vera uppiskroppa með allt sem hægt er að gera áður en ég fer að taka til í herberginu mínu... en eina ástæðan fyrir að ég segi þetta er að lærið telst ekki til hluta sem hægt er að gera. þannig að lærið er það eina sem fellur neðan við herbergistiltekt.
þar sem sú staða kom upp á laugardaginn að ég hafði gersamlega ekki neitt að gera, gat ekki einu sinni fundið mér neitt að gera á netinu sökum þess að netkortið bilaði, þá fór ég að laga til! ég viðraði meira að segja sængurnar, skúraði og tæmdi óhreinatauspokann minn! fyrir mig er þetta: "eitt lítið skref fyrir manneskju (eða nokkur skref, niður og upp stiga og svona) en eitt risaskref fyrir mannkynið!"

síðar það sama kvöld var ég stoppuð af lögreglu akureyrar! rosalega rosalegt. hér kemur lýsing á þeim atburði:
ég var að keyra niður þórunnarstrætið, nokkru fyrir ofan löggustöðina, í mestu makindum með dagný mér við hlið, og mæti þá löggubíl. rétt eftir að ég mætti bílnum sneri hann við og ég sagði í gríni "AHH löggan er að elta mig *hlæj*", en vissi svosem að hún væri bara að fara niður á lögreglustöð (þó að hún hefði reyndar getað gert það án þess að keyra upp fyrir löggustöðina og snúa svo við, en ok). en þá kom hið óvænta! ljósin byrjuðu að blikka og ég snarbeygði (ef það er þá orð, sem ég efast um) út í kant og löggubíllinn þar fyrir aftan. ég fór í svokallað "panikhlátursfiðrildaégveitekkihvaðégáaðgeranúna"-ástand. sem þýðir að ég hló að öllu sem gerðist þó það væri ekkert fyndið, bara af því að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.
núna ætla ég að setja upp samtalið sem ég átti við löggumanninn, svona nokkurn veginn:
l: góða kvöldið.
s: góða kvöldið... hva... hvaða... *fliss*
l: hér er allt í toppstandi er það ekki? *bros*
s: *fliss* jú *hlæj* nú hva...?
l: jájá... ertu með skírteini?
s: ho (á innsoginu, rennur upp fyrir mér að ég er ekki með sírteinið... panikhlátur) nei ég er akkúrat ekki með það á mér núna! *fliss* en ég bý samt bara þarna *bend* í stórholti! *bros*
l: í stórholti?
s: mmm *bros*
l: jájá ætlarðu að blása fyrir mig?
s: blása!? *hlæj*! hva! hvaða *hlæj* ég... jájá blása ok! *hlæj*
l: já blástu bara kraftlega og stöðugt þar til ég segi stopp.
s: ok *fliss*
-löggumann heldur blásturapparatinu þannig að ég næ að blása og ýtir á takka
l: blástu...
-ég blæs
l: áfram (ég búin með allt loft) áfram... (ég orðin blá) og stopp, takk.
s: *hlæj*
l: já þetta er flott, allt í góðu hér... *bros*
s: *fliss* hva *hlæj* hélstu að ég væri full eða? *hlæj*
l: kannski... *bros*
s: *fliss* ok *hlæj*
l: eigðu gott kvöld.
-keyri í burtu bless kex.

hahaha þetta var ótrúlegt! ég hef aldrei verið jafn hissa hehe... hann hélt ég væri full! hahaha.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008