föstudagur, apríl 29, 2005

já ég ætla svona að minna á það að nú hefur bretlandstíma verið fleytt áfram um eina klukkustund og þar sem íslenskur tími er sá sami og sá breski á veturnar þá eru flestir með klukkuna þannig stillta á haloscan.
tími til kominn að breyta því í -1 klst.

þá aðgerð má framkvæma á haloscan.com í settings.

takk fyrir.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

já, hvert var ég komin. það skiptir ekki máli nei einmitt.

sko já. ha er ég búin að fá einhverjar einkunnir undanfarið? já, takk fyrir að spyrja.
oj. þetta var ömurlegt. ég er hætt við að monta mig.

við skulum bara orða það þannig að vonandi les ég fleiri ljóðabækur í framtíðinni.
ha?

ætti ég að hlaupa maraþon? hvað ætli ég entist lengi? ekki lengi.

ég veit ekki hvað ég ætla að verða í framtíðinni. það gerir mig óörugga. heppilegt að vera sautján (ekki búðin (oh)) ára og vera bara búinn að ákveða hvað maður ætli að gera í framtíðinni.
þannig er ég til dæmis ekki.

nú er sögustund:
stundum heldur maður að dagurinn verði ömurlegur en svo verður hann bara frábær.
það kom ekki fyrir mig í dag. ég vaknaði alveg virkilega þreytt, samt lofaði dagurinn alveg góðu. enda var hann bara mjög fínn.

á morgun verða pylsur grillaðar. jább.

okeyjbæjeðakegs.
í dag er miðvikudagur. það eru fimm dagar frá síðasta bloggi. athafnir? ekki margar. heyrðu ég bara man ekki einu sinni hvað ég gerði um helgina.
máli skipta það? nei.

ah oh sækjamigbæj

föstudagur, apríl 22, 2005

já. einn línkur í viðbót.
ég er að pælí að breyta linkunum mínum.
ástæða: ég verð að breyta til í lífi mínu reglulega. nei ég veit ekki sko. kúka?

nú ætla ég að blogga bara brot úr símtali:
búin á sama tíma bara sofandi gera eitthvað. fá mér að éta og þarna þú veist. getur ekki talað og bloggað. horfum ekki á einhverja mynd. í símanum. flaming lips og chemical brothers.

nei þetta er ekkert merkilegt. en jæja.

já línkurinn er sumsé sissó. sissó er nissó. nei þetta var nú ekki satt. sko.
nei heyrðu. ég hefði nú viljað skrifa eitthvað meira um hana sissó. hún er fyndin. hún er hás. hún misskilur og talar um elínu hirst (sbr. sissó hirst).

en ástæðan fyrir því að ég get ekki talað mikið meira um hana er sú að er verið að bíða eftir mér. ég verð semsagt að fara.
ég er samt búin að tala pínu um hana. en jæja.
bless.

nei ég meina kegs. auðvitað.
kegs.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

af hverju er ekki sól og gott veður á sumardaginn fyrsta?
mig langar niður á austurvöll að tsjilla í góðu yfirlæti með bók og jafnvel ís ef svo liggur við.
ísinn verður þó að vera úr vesturbæjarbúðarísbúðinni. það eru nefnilega færri hitaeiningar í því eitri heldur en öðru.
ég er samt að blogga um matarvenjur. það er ömurlegt.

fyrst við erum komin út á hálan ís (haha af því ég var sko að tala um ís þið vitið) þá má minnast á það að brynjuís er betri ís en allur ís í heiminum.
mér var sagt að vesturbæjarbúðarísinn væri eins og brynjuís. ég smakkaði hann því með það í huga.
það var röng ákvörðun. það leiddi til þess að mér fannst vesturbæjarbúðarísinn vondur og varð reið við fólk fyrir að líkja honum við brynjuís.
þannig fór að ég borðaði ekki vesturbæjarbúðarís í langan tíma.
svo kom að því að ég lét undan og fékk mér annað smakk.
þá bjóst ég við viðbjóði svo að ég var auðvitað ánægð með vesturbæjarbúðarísinn í annað skiptið sem ég smakkaði hann.
nú get ég ekki án hans verið. <- þetta var grín til að gera þetta geðveikt dramatíska frásögn.

já ok allavega. mér finnst hann geðveikt góður núna en fannst það ekki þegar ég bjóst við jafn miklum gæðum og í brynjuís.
sagan segir okkur því þetta:

brynjuís er betri en vesturbæjarbúðarís.
samt er vesturbæjarbúðarísinn mjög góður.

kegs.

föstudagur, apríl 15, 2005

akureyri here i come

er mottóið mitt.
nei það er lygi. en nú get ég samt sagt þetta. af því að eftir svona tuttugu mínútur legg ég af stað til akureyrar. hohohoHOHOHO!
hver ætlar að taka á móti mér með blöðrum og köku og lúðrasveit?
nei reyndar ekki köku, kannski frekar grænmetisrétt. já þið túlkuðuð þetta rétt, ég er í megrun sjáið til.

nú er ég búin að pakka og ég er tilbúin til að fara. eina sem vantar er bíllinn sem ætlar að keyra mig þangað. hann ætti nú að fara að láta sjá sig (ætla ég rétt að vona).

ég verð að taka eitt fram sem gerði mig virkilega virkilega virkilega stolta!
ég tek með mér EINA tösku og hún er BAKPOKI! (svo er ég náttúrulega með hliðartöskuna mína en það er bara lítil leðurtaska sem inniheldur lykla, snyrtiveski, veski, ilmvatn og spennu).
gvuð minn góður ég held mér hafi aldrei á ævi minni tekist að pakka svona litlu áður.
ég man forðum þegar ég fór með svona tveggja tonna ferðatösku til pabba um pabbahelgar. þá kom líka alltaf sami brandarinn, ýmist frá mömmu eða pabba:
"ertu að flytja út?"

húmor krakkar mínir, húmor.

jæja. ég ætla þá að fara að bíða óþreyjufull við dyrnar, tilbúin að stökkva út þegar bíbbið kemur.
HEY var þetta ekki bara bíbbið! hah!

kegs!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

---breytt færsla---

krakkar það verður svo gaman fyrir norðan um helgina.

á daga mína hefur drifið:
pass (þá á ég við að passa en ekki eins og maður segir í spilum).
helgargestur.
analmök (grín).
skordýraát (grín).
labba óvart inní vitlaust hús eins og ég búi þar.
fá samviskubit vegna ofáts (samt ekki).
ræktin.
getting cought.
mótmæla.
sakna ómars.
sakna dagnýjar.
fá níu í stærðfræðiprófi.
fá níu komma sjö í frönskuprófi.
skila íslenskuritgerð.
skila annarri íslenskuritgerð.
halda íslenskufyrirlestur.

svo eitthvað sé nefnt.

vá hvað það er gaman að blogga. ætli þessi pása verði ekki styttri næst.
þetta var engan veginn skipulögð pása. ég bara eignaðist líf í nokkra daga.
grín. <- eins og ég sé ekki lifandi þið vitið.

---viðbót---
já svo varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að ég var að hlusta á franz ferdinand diskinn á leiðinni í skólann einn morguninn með ógeðslega frábæru sennheizer heddfónin mín.
skyndilega leið mér eins og ég væri á tónleikunum. alltaf þegar nýtt lag byrjaði sá ég fyrir mér gítarleikarann hefja lagið og söngvarann grípa svo inní, eða trommuleikarann hefja lagið þið vitið, bara eftir því sem við átti.
þetta var virkilega furðuleg en skemmtileg tilfinning. og hún entist alveg lengi.
---viðbót lýkur---

ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn þá fer ég til akureyrar að hitta alla mína heittelskuðu, fyrir utan nokkra sem búa í reykjavík.

reddið mér frítt inná söngkeppnina og ríginn og ég verð ykkar að eilífu.

kegs.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

einu sinni var ég alltaf að fikta í blogginu mínu. svo hætti ég því.
núna er ómar að fikta ótrúlega mikið í blogginu sínu af því hann var að færa sig yfir á blogspot (sem er auðvitað mun svalara og í raun skilda allra bloggara að vera hjá blogspot. svona í alvöru talað, hver vill vera hjá folk eða blog.central þar sem öll blogg eru eins? oh). hann er sumsé búinn að smita mig með eilífum spurningum sínum og þess vegna er ég núna að fikta svo mikið.
samt eiginlega ekki breyta neinu sko, bara skoða möguleikana. það er betra að hafa á hreinu hvað maður getur gert fyrir bloggið sitt. gott að vita að maður hefur möguleika.
bloggið er nefnilega mjög mikilvægur partur af lífi bloggara krakkar mínir.

nú var ég að gera svolítið sem er ekki kúl (hef líka gert það áður). ég hef líka rætt það við ómar hvað þetta er ekki kúl. en þetta var samt svo vægt tilfelli af því að það er allt í lagi.
er það ekki?

nei! ég gerði það aftur. nei samt hver veit (eins og það sé maður sem heitir hver og viti það) nema ég hafi bara verið að spyrja sjálfa mig?
þetta umtalaða ekkikúldót er sumsé að tala til lesenda bloggsins.
dæmi:
-hvað segiði gott?
-eruði ekki í stuði?
-o.s.frv.

þetta er tæp pæling. haha þetta er bara svo asnalegt. maður er eins og hálfviti þegar maður gerir þetta.
samt geri ég þetta. en skiljiði ekki hvað ég meina?

og aftur...

jæja. bless.

já og ómar er semsagt kominn með nýtt blogg og nýjan link.

kegs.

mánudagur, apríl 04, 2005

á ég að bjóða mig fram sem skemmtanastjóri í ma?

það er erfitt að búa í reykjavík og hafa svona háleit plön um framtíðina á akureyri.

nú langar mig að vera búin með ritgerðina mína.

sakn.

ég elska þig dagný.

sunnudagur, apríl 03, 2005

píka, -u, -ur kv. 1 stúlka (oft notað í spaugi), vinnustúlka. 2 vöðvahelmingur á fiskstirtlu.

hahaha.
-blogg sem lýsa yfir áhyggjum bloggarans af blogginu sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa yfir skorti bloggarans á færsluefni eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn biðst afsökunar á blaðri sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa í smáatriðum athöfnum bloggarans eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn kvartar yfir því hvað hann er leiðinlegur bloggari eru leiðinleg.

allar ofangreindar tegundir eiga sér þó undantekningar sem sanna regluna. af því allir fokka sér frá venjulegheitunum endrum og eins.
ég datt út í smástund þess vegna kom eitthvað fokka þarna og svona. svo mundi ég aftur hvað ég ætlaði að segja og ég kláraði það með einhverju svona fokka í.

nárast. tárast. párast. klárast. sárast. <-- þetta voru orðin með árast í. fyrir þá sem ekki fatta þá kemur nárast frá nára, ef maður er til dæmis veikur heima vegna fótboltaslyss sem olli sárum nára (vá ég elska hvað þetta rímar) þá er maður heima að nárast. að párast er svo ef maður er að pára eitthvað á blað fyrir skólablaðið, þá getur maður sagst vera heima að párast.

sumt fólk er alltaf að gera mig forvitna. ætli það sé af ásetningi gert? segir mér svona hluta af einhverju þannig að ég spyrji meira útí það en svo vill svo ekki segja mér rest.
hver segir til dæmis:
-ég var bara heima að tala við vinkonu mína.
-hvaða vinkonu?
-bara vinkonu.


...nema í þeim tilgangi að gera mig forvitna?
oh. illa fólk.

takk fyrir kvöldið björk, jón og anna.

vá jón og anna eru líka nöfn á tvíburum sem ég þekki. oft nefnd jón tvíbbi og anna tvíbbi. eða tvíbbarnir. eða eitthvað svona. flestir sem lesa bloggið mitt þekkja sennilega líka þennan jón og þessa önnu. þau eru akureyringar. en þetta voru ekki þau jón og anna. heldur önnur. sem eru líka akureyringar.

-mig langar að horfa á næsta þátt af antm.
-mig langar líka að sjá einn þátt af þáttaröðinni um jessicu simpson og maka. ég var nefnilega að sjá brot úr því og það er virkilega ótrúlegt hvað þau rífast um. eins og til dæmis hvort túnfiskur sé kjúklingur eða fiskur, af því það stendur á túnfisksdollunni að hann sé kjúklingur hafsins.

ég er blogggeðsjúklingur.
innskot:
já (sagt með svona geðveikri gerviupphrópun - eins og ég sé vélmenni að fagna), ég var að fatta þriggja stafa orð. skrifaðu það á bak við eyrað lísa.
innskoti lokið.
ég hef eiginlega stöðuga löngun til að blogga. en samt ekki. þetta er mjög skrýtið.

oh ég gleymdi einu. jæja. man það næst.

lagið:
emiliana torrini - lag sem ég man ekki hvað heitir en er fireold.

kegs.

laugardagur, apríl 02, 2005

hey. af hverju getur maður ekki borðað allt sem maður vill án þess að fitna? og af hverju þarf allt gott að borða að vera svona dýrt?
ég fór til dæmis í borgarleikhúsið í gær - að sjá virkilega virkilega súrt leikrit sem heitir segðu mér allt, en það er önnur saga - og þar kostaði einn poki af appolló lakkrís tvöhundruðogfimmtíukrónur!
þannig að með því að lifa óhollu líferni fylgir bæði óhófleg fita og peningaeyðsla. hversu ósanngjarnt er það?

já og svo er það ritgerð. og svo er það önnur ritgerð. og svo er það skýrsla. og svo er það próf. og svo er það annað próf. og svo er það fyrirlestur.

vá ég elska annasamar vikur nei.

mig langar að lifa í heimi þar sem súkkulaði er hollt og frítt. alltaf. mig langar líka að lifa í heimi þar sem ég er geðveikt góð í að skrifa ritgerðir og fyrirlestra og skýrslur og veit allt um allt.
en hvað það væri gaman að vita allt um allt.
vera eins og uppflettirit. alfræðiorðabók. ef einhver talaði um eitthvað, sama hvað það væri, þá vissi ég hvað það væri.

nei væri ekki bara betra að vera sjálfri sér næg?
hafa ekki löngunina í súkkulaði og annan óþarfa.

ég er að flakka svolítið úr einu í annað. ég er eiginlega að tefja ritgerðarferlið mitt. ég veit ekki hvar ég á að byrja. óþolandi.

vitið bara að ef þið viljið gleðja mig, þá er lausnin súkkulaði. eða rós. súkkulaðið er skemmtilegra nema um sé að ræða ómar.

kegs.

föstudagur, apríl 01, 2005

skin.
 

© Stefanía 2008