miðvikudagur, desember 28, 2005

vá það er svo margt sem ég þarf að segja á sama tíma og ég er svo hrædd um að ég gleymi því áður en ég skrifa það niður!

fyrst á dagskrá:
nasty boy með trabant ómar (ómar haha) í kringum mig á þessari stundu. ég get ekki lýst því hversu mikið stuð þetta lag kemur mér í. stundum það mikið stuð að ég fer að dansa - ein inni í herbergi eða eldhúsi eða hvar sem er og syng auðvitað hátt og snjallt með. en stundum fæ ég bara fiðring í magann og mér nægir að syngja ótrúlega innilega með í hausnum á mér, jafnvel hreyfa varirnar með endrum og eins, og auðvitað hreyfa hausinn með. þetta verður til dæmis að duga mér ef ég er að keyra. svo gott lag sko.
þessi diskur, emotional, er reyndar bara óendanlega skemmtilegur og hressandi. svo snjallir menn. ég fékk diskinn nefnilega í jólagjöf og nú get ég verið með hann á fleiri stöðum en bara í tölvunni hans ómars. það er takmörkun. geisladiskaeignin vetir mér frelsi. takk dagný og inga.

annað á dagskrá:
ég var að uppgötva að þetta er fjórða færslan í röð sem ég skrifa á miðvikudegi. þvílík tilviljun. sumir segðu að þetta væri samsæri. ég get þó afskrifað það þar sem það samsæri væri væntanlega af mínum höndum og ég er ekki með neitt samsæri. miðvikudagar eru svosem ágætir dagar. ekki skólalega séð samt.

þriðja á dagskrá:
jólin eru búin að vera nokkuð góð hingað til. ég er búin að eyða ásættanlegum tíma með fjölskyldunni minni. hinn árlegi hittingur ömmu böddu og afa péturs og þeirra barna og barnabarna (engin barnabarnabörn hingað til (miðað við samræðurnar í matarboðinu myndi ég giska á að dabba frænka verði sú fyrsta sem færir afa og ömmu barnabarnabörn)) er yfirstaðinn og var hreinlega þrælskemmtilegur.
ég gerði mér grein fyrir því þetta árið (maður fer að gera sér grein fyrir ýmsu í sambandi við peninga við brottflutning að heiman sjáið til) hvílíkt örlæti þessi matarboð eru. ég skal segja ykkur það. þau elda kalkún, bjóða uppá bæði reykt svínaköt og venjulegt, sem og hamborgarahrygg, ásamt meðlæti auðvitað. þvílík vinna og peningar. því má ekki gleyma að amma badda býr til ís sem er besti ís í heimi. hann og brynja eru í samkeppni. ömmuís er samt ábyggilega betri. kannski samt vegna þess að hann má aldrei fá nema á jólunum.
það var gaman að hitta þetta fólk - suma hitti ég ekki nema þetta eina skipti á árinu. það er ómögulegt. verst þykir mér að hitta ekki litlu sætu frænkur mínar - dætur hans friðriks bróður mömmu - oftar. þær vaxa svo hratt og maður missir bara af því.

ég fékk annars slatta af jólagjöfum. það var gaman. ég upplifði samt afdrifaríkasta og erfiðasta aðfangadagskvöldið hingað til. svakalegt. jólakjóllinn í hættu. gríski dúkurinn í hættu. geðheilsa fólks í hættu. gjafir í hættu.
ég myndi segja að rauðvín geti verið hættulegt.

gjafir: hárblásari, sængur (handa mér og ómari), sími, fartölvutaska (langþráð), hálsmen, eyrnalokkar, geisladiskar (emotional, hjálmar (tvö eintök), takk), bók (lífsloginn), listaverk, jólasveinar, vörur úr l'occitane, hluta úr hálsmeni, einhvers konar klút með skrauti, kerti, handklæði, glös (og síðar fleiri glös í eftirájólagjöf).
ég held þetta sé komið. ég myndi ekkert vera að taka því persónulega ef ég gleymdi að telja upp einhverja gjöf. þá er hún bara komin í notkun og er ekki lengur á gjafaborðinu.

maturinn er auðvitað búinn að vera stórkostlegur og ég held ég sé búin að uppgötva það að ég elska hangikjöt, uppstúf, kartöflur og rauðkál mest af öllum mat.

fjórða mál á dagskrá:
mig dreymdi illa í nótt. ég vaknaði næstum því grátandi. það var hræðilegt. nú skil ég hvað sirrý átti við þegar hún sagði að hún þyrði aldrei að útskrifast með akkúrat einingar. mig dreymdi nefnilega að ég hefði fallið í tveimur áföngum með núll! það var ógeð. ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. svo einhvern veginn fléttaðist draumurinn í veruleikann og ég fór að rugla eitthvað inni í herbergi, sótti símann og ætlaði að fara að hringja í kennarana. svo fattaði ég bara að ég hefði ekkert sótt símann og lægi bara ennþá inní rúmi. úff. svo óþægilegt. þá lá ég bara ógeðslega þreytt inní rúmi að deyja úr stressi yfir því að ég væri að fara að falla þannig að ég gat ekki sofnað en líka að deyja úr þreytu og gat ekki staðið upp til að fara að læra.

nú verð ég að fara að læra. sama hvað ég ákvað fyrir jólafríið. ég er alveg með hnút í maganum, finnst eins og ég sé að blekkja sjálfa mig ógeðslega mikið. kemur.

ég bið þá forláts sem eru enn að bíða eftir myndum. það vandamál get ég engu öðru um kennt en leti.

hér er samt smá forskot á sæluna. já þetta er ég í fína jólakjólnum mínum sem var í hættu um stund.





verið sæl og lifið vel.

miðvikudagur, desember 21, 2005

moððerfokker. þar fór það.

jólagjafakaup í dag. can't wait. jólagjafakaup eru eitt það erfiðasta sem ég veit um. ég er allavega búin að ákveða fimm gjafir af fimmtán. ten to go.

ég lenti í ömurlegu í gær. ég var að dúlla mér í jólagjafainnkaupum, enginn asi, þegar ég fékk símtal úr númeri sem ég þekkti ekki klukkan tíu mínútur í segs.

-halló?
-hæ, þetta er fjóla [vaktstjóri], ætlar þú ekkert að fara að mæta í vinnuna?
-ha?

þá kom í ljós að tuttugu mínútum áður, skv. vaktaplani, átti ég að mæta í vinnuna. kemur stefanía. ég auðvitað brunaði heim, skipti um föt og kom frekar utan við mig og úfin niður í vinnu tíu mínútum síðar. sjæse. mér brá.
ég fer alltaf a.m.k. tvisvar yfir vaktaplönin mín og merki skýrt og greinilega við vaktirnar mínar. einhvern veginn fór þessi framhjá mér. bömmer. en þetta reddaðist. þetta fólk er svo duglegt. það kom brjáluð ös stuttu síðar og við vorum fimm á vakt. við rúlluðum þessu upp myndi ég segja. puff.

jæja. ég ætla að fara að borða og sturtast og punta mig og ralla niður í bæ að versla. eyða peningum. svo gaman - nei.

miðvikudagur, desember 14, 2005

uuu erða blogg eða? kannski?

svo mikil leti.

unnsa bara vann! þrátt fyrir að ég sé yfir höfuð virkilega mótfallin fegurðarsamkeppnum (ég meina hversu kjánalegt er það að keppa í fegurð? en það er annar og lengri pistill) fylltist ég smá stolti vegna sigurs unnar birnu í heimskeppninni í fegurð. ekki veit ég hvers vegna eða hvað það var nákvæmlega sem gerði mig stolta.
"ég er stolt af þér fyrir að vera falleg!" nei! asnalegt.
já ætli það hafi ekki verið vitneskjan um það að íslendingur hafi skarað fram úr á einhverju sviði á einhverjum tímapunkti. svo auðvitað eru þessar fegurðarsamkeppnir bara byggðar þannig upp að fiðringurinn magnast í maganum á manni með hverri sekúndunni sem líður og loks þegar vinningshafinn er tilkynntur segja allir "ég vissi það allan tímann" með tárin í augunum. lagið náttúrulega býður uppá tár sko.

nei ég veit ekki. ég held að enginn viti.

letin já. kannski ekki svo mikil leti. skólinn kallar á mikla vinnu, vinnan kallar á mikla vinnu, félagslífið kallar á smá vinnu - sem þó er lítið sinnt, ræktin kallar á svolitla vinnu líka. þetta skilur eftir svona korter til 60 mínútur í afslöppun, samansafn af stundum milli stríða (þess skal kannski getið að frímínútur í skólanum teljast ekki sem afslöppun - þær eru stressandi). svo er auðvitað svefninn, hann fær u.þ.b. 6-7 tíma á sólarhring. svo krúttlegt.
það versta er að hópverkefnin eru í svo miklu magni að ekki gefst tími fyrir hin stóru einstaklingsverkefni. lallíbúllí. það er samt skemmtilegt í hópverkefnum. stundum. samt ekki alltaf neinei.

fljótlega koma inn myndir frá trabant, hjálmum og greifalitlujólum. þegar ég nenni.

lagið: helgi björnsson - ef ég nenni.

fallegt lag, auk þess passar það vel við líðandi stundir.

óbless.

miðvikudagur, desember 07, 2005

gleðiii! hamingjaa! (svona segir ómar þegar hann sér voffa litla) (hahahah grín). ómar er krútt.
honum finnst reyndar krútt vera niðrandi. ef einhver segir við hann að hann sé krúttlegur tekur hann því sem móðgun því honum finnst bara að smábörn og dýr megi vera krúttleg. haha.

gleðin og hamingjan er hins vegar af allt öðrum ástæðum! ótrúlega skemmtó.

mér tókst að gera bloggið mitt ótrúlega ljótt með því að troða þessum jólagjafalista hérna til hægri. tilgangurinn með þessu er að nú þarf ég ekki að ekki-blogga (minnir mig á heimspeki að setja ekki og bandstrik fyrir framan eitthvað orð) í langan tíma svo að allir fái að sjá jólagjafalistann.
ég bara hreinlega kann ekki að taka þetta ljósgráa dót hægra megin í heddernum. vá hvað ég er tæknilegnei.
skiljanlegt? nei? ok.

allavega, nú blasir jólagjafalistinn minn við öllum (reyndar held ég engum sem ætlar að gefa mér jólagjafir því það eru fáir sem lesa bloggið mitt sem gefa mér jólagjafir) og ég get bloggað að vild.

nú er ég með svona skemmtilegt dót eitthvað sem gengur núna um þennan blessaða veraldarvef.


Kommentaðu með nafninu þínu og:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!



koma svo krakkar.

já og ég vil þakka sirrý opinberlega fyrir að lána mér í smástund og fljótlega selja mér ódýrt þetta fína netkort þar sem mitt aumingjanetkort skemmdist (eins og blessaða tölvan er að gera smám saman núna líka).
sirrý þú ert krútt.

jæja, ég kveð að sinni. með mynd?





artí eða? ójá.

bless.

þriðjudagur, desember 06, 2005

*endurbætt*

nú er komið að jólagjafalista.

-hárblásari! góður! með hita- og kraftstillingum.
-vettlingar, ekki fingravettlingar, fallegir ekki girly, (kannski íslenska mynstrið), jafnvel trefill og húfa í stíl.
-úlpa, falleg en samt hlý.
-inneign í spútnik/vero moda/skemmtilega skóbúð eða bara kringluna.
-rúmföt (tvö sett) og lak sem er 180x215.
-steikarhnífar (gafflar í stíl ef vel liggur á fólki).
-teketill *viðbót*
-andlitsrakakrem frá l'occitane (laugarvegur 79 eða eitthvað þannig)
-andlitsmaski (grænn) frá l'occitane
-vörur frá l'occitane (ég get þá skipt ef mér líkar ekki, hoho).
-úr, fíngert, kvenlegt.

draumur:
-fartölva (mín er ömurleg).
-nýr sími
-i-pod

geisladiskar:
helgi valur - demise of faith
trabant - emotional
hjálmar - hjálmar

bækur:
lífsloginn - björn þorláksson
fólkið í kjallaranum - auður jónsdóttir

og það er ég sem kveð (með mynd því ég var að læra það).


föstudagur, nóvember 25, 2005

ég fór í leikhús. það var fínt. mér finnst gói svo fyndinn leikari. hann er víst biskupssonurinn. svalur gaur.
þetta var svona vitleysuleikrit. þar sem maður fer í hnút í sætinu sínu og er ótrúlega stressaður yfir því að þetta og hitt fattist og að þessi nái ekki að fela sig tímanlega og þessi nái ekki að hætta að kyssa þennan áður en þessi labbar inn. og svona.
fínt leikrit.

ég auglýsi eftir einhverjum til að marsera inn á árshátíðina með mér. ég er ráðþrota. all the good ones are taken. nei ég var nú að grínast. mig vantar samt einhvern.
ekki grín að ég veit bara um tilfelli af marseringarpörum þar sem stelpan bað strákinn. hvað er það? mig langar að vera boðið.
já nú hrannast þeir upp í röðum. nei? ok.

allavega. ég ætla að gera ritgerð um helgina. svo ætla ég að elskast við alla. nei. núna er ég að fara í vinnuna.
eftir að ég les aðeins í uppeldisfræði.

ókeyjbææææj.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

já stebbý babba mebb kvebba stebbi.

ég er veik heima fyrir þá sem ekki hafa orðið varir við það.
bömmer.
kláraði múmínálfaverkefnið í gær, setti myndir og allt. svo kemst ég ekki í skólann til að kynna það.

vandamálið við þá ákvörðun að vera veik heima er að henni fylgir samviskubit. ef maður er nógu hraustur til að liggja uppí rúmi og sofa, vakna svo og blogga, sofa svo, vakna svo og lesa smá, sofa svo, vakna svo og horfa á eitthvað, sofna (já þarna var ég laumulega að lýsa veikindadögum mínum fyrir lesendum), er maður þá ekki nógu hress til að fara í skólann?
ég veit ekki. það er fátt meira pirrandi en að sitja kvefaður með hausverk í skólanum. ojbara. skárra er þá að vinna. alltaf með nefrennsli, þar af leiðandi alltaf að sjúga uppí nefið eða hlaupa og snýta sér. versta hausverkjaljós í heimi er líka hið alþjóðlega skólaljós.
það erfiðasta í heimi er að gera eitthvað að gera eitthvað sem reynir á minnið þegar maður er veikur.
ef maður er að vinna þá er maður alltaf á ferðinni og veikindin hreinlega gleymast. semí.

ójá svo á ég leikhúsmiða í kvöld. það er erfitt að fá sig til að beila á leikhúsi. hræsni að fara ekki í skólann en fara í leikhús?
maður spyr sig. og heilsan spyr sig í kvöld þegar að leikhúsinu kemur. eitt er víst að ég fer allavega mjög líklega ekki út að borða fyrir leikhúsið eins og planað var.
bömmer.

vorkunn púnktur is skástrik takk fyrir,
bless.

mánudagur, nóvember 21, 2005

fokkhell

i've got the fever.
nei ég veit það ekki alveg en ég er allavega veik. og það er pirrandi. ég er með svona túrverkjasyndrome.
það felur í sér að pirrast á öllu sem undir venjulegum kringumstæðum væri ekki pirrandi.
já og samt er ég ekki með túrverki.

vá hvað lífið er stútfullt af ákvörðunum sem er erfitt að taka.
það er svo auðvelt að taka ranga ákvörðun sem á eftir að skipta máli það sem eftir er. kannski er málið samt að láta það ekki á sig fá. að taka bara ákvarðanir, sjá hvert þær leiða mann og vera glaður ef þær leiða mann eitthvert jákvætt en gleyma þeim bara annars og reyna aftur.

ég er í varasalva afvötnun. ég var samt aldrei háð varasalva heldur vaselíni. það er víst betra (vaselínið) en klárlega ekki gott. ég er með krónískan varaþurrk og hef verið með í ógeðslega langan tíma. áratug. eða eitthvað. ég hef ekki alltaf reitt mig á varasalva/vaselín þann tíma.
ég ákvað að láta samt reyna á þessa kenningu svo margra í kringum mig; að ég sé háð vaselíni vegna þess að ég nota það.
ef ég losna við varaþurrkinn þá sanna ég kenninguna, mér og öðrum til mikillar gleði. ef ekki þá ætla ég að snúa mér aftur til vaselíns. pocket size. það er til.

ég var að hnerra fjórum sinnum og þetta er ábyggilega í svona eittþúsundþrjúhundruðsjötugastaogfjórða skiptið sem það gerist í dag. gaman það.

bless.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

ég bjó til próf sem er hérna til hliðar. geggjað hipp og kúl og hjálmar.

rökfræði í heimspeki 203 er awesome to tha max.
til eru tvær merkingar orðsins "eða": annars vegar bundin merking; "annað hvort eða", þar sem annar valmöguleikinn útilokar inn, hins vegar óbundin merking; "og/eða" þar sem bæði annar möguleikanna getur átt við sem og báðir.

skiljanlegt? já og algjör snilld. sigurður ólafsson er algjör snilld.
hann er svo hnyttinn kennari. haha. og hann segir hluti stundum svo skemmtilega.
sirrý var að tala um að skófla vissi ekki af sér og hugsaði ekki.
sigurður: "já, auðvitað hefur skófla ekki vitund."

haha. fyndið.

jæja. takið nú prófið og gerið mig stolta. það er kannski semí-erfitt. ég hef allavega fengið að heyra það hingað til - en það sker þá bara úr þá sem vita mest. hoho.

bleeess

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

myphotoalbum ruglið er í ruglinu. ruglið í ruglinu.
það er pirrandi. mig langaði að setja inn nokkrar vel valdar myndir frá gærkveldinu.
það hófst á matarboði hjá aubí. geggjagamanveij. að því loknu fauk (nei ég fauk ekki) ég heim að henda saman einhverjum búningi fyrir halloween teitið með greifastaffinu.
ég var eighties gymnastic girl. voða svalt og allt það.

það voru auðvitað leikir með tilheyrandi hlátri og myndatöku. búningarnir voru framúrskarandi.

svo mikið sem gerðist sem er merkilegt. ég komst líka að svo miklu sem allir vita en ég hef aldrei vitað af því ég hef aldrei farið á greifadjamm. eins og t.d. hverjir verða svakalega fullir. og hverjir eru skotnir í hverjum. og svona.

æjæj. verður vinnan nokkuð vandræðaleg núna? kannski er maður betur settur án þessarar vitneskju.

ég er nefnilega trúnó manneskja og varð að standa undir því nafni. trúnó magnið á tyrklandi var þannig að jón gísli notaði á mig nafnið stessa trúss. nafni minn hann stefán jökulsson er ágætur trúnómaður líka og gekk undir nafninu stessi trúss.
svo svalt.

annars er það í fréttum að ég kann að gera geggjað góðan ís. jább.
búa til heitt kakó (ekki neitt svissmissrugl - bara alastefanía sko) og setja ísinn útí. namminamm. var að borða svoleiðis núna.
ég verð samt að segja að bónusís er held ég bara besti vanilluísinn.

jæja núna ætla ég að reyna aftur að setja myndirnar inn.
oh ég var að muna að kannski gleymdi ég peysunni minni uppí skeifu. þá þarf ég að fara að leita að henni núna.

já og svo tók ég úlpu í misgripum. hún er stór og hana vantar eiganda.

bless.

mánudagur, nóvember 14, 2005

besti leikur í heimi er náttúrulega snood.

það er eldri útgáfa af bubbles, sem er að tröllríða ma. eða kannski bara fjórða eff, ég hreinlega veit það ekki.
snood er sami leikur nema með köllum í staðinn fyrir liti. hann er níundi mest spilaði leikur í heimi.
1,5 milljónir manna spila hann takk fyrir góðan daginn.

snood.com krakkar.

good to know. bless.

já og alfræðiorðabók homma.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

en hvað lífið er erfitt.

föstudagur, nóvember 11, 2005

jæja.

nokkrum línkum hefur verið bætt við og öðrum breytt, þ.e.a.s. ég er með loðin brjóst.
grín.
en fyndið grín.

til að koma í veg fyrir allan misskilning og hatur á mér þá hefur enginn línkur verið fjarlægður, aðeins mögulega færður á milli flokka.

bless.

grín aftur (með blessið sko)

ég er að fara í eitís partý. ég veit ekki hverju ég á að vera í.

en krúttlegt.

já ég var kítluð um daginn. það þýðir að nefna fimm hluti sem ég þoli ekki? eða eitthvað þannig?
segjum það þá.

ég þoli ekki:

1. sokka. þegar fólk kemur við mig með sokkunum sínum (aðallega undir sokkunum (ilin sumsé)) þá fæ ég klígju.

2. tyggjó útum allt, þ.e.a.s. þegar fólk setur tyggjó á hendina á sér á meðan það borðar, eða á svalafernuna eða diskinn eða borðið. OJ! og ennþá meira OJJJJ þegar fólk setur það aftur uppí sig! af hverju ekki bara að henda helvítis tyggjóinu? ég segi nei við tyggjódjöfulinn.

3. að skafa bílinn minn. ég hef án efa oft verið í hættu vegna leti minnar til að skafa bílinn minn (fyrir þá sem föttuðu þetta ekki þá er það vegna þess að ég sé ekkert útum gluggana og klessi bara næstum því á HOHO fyndið nei).

4. endalaust tilefnislaust baktal og illkvittni.

5. dýra hluti. sérstaklega hluti sem eru dýrir en þurfa alls ekki að vera það, eins og 350 króna kakóbolli og 600 króna bjór! hvað er það!?


takk fyrir mig og bless.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

freyjulundur04 var ótrúlega skemmtilegur.

hérna eru myndir.

enjoy.

laugardagur, nóvember 05, 2005

ég sit hérna heima með fullan poka af nammi fyrir framan mig sem ég hef ekki lyst á.
en skrýtið.

er að fara að vinna og svo í freyjulund.

gaman þegar við verðum orðin gömul og minnumst freyjulundar glöð. vá hvað ég veit ekki hvað ég er að segja.
ég er svona skapi þar sem ég kann að meta allt. kann að meta að búa hérna á svona góðum stað hjá svona góðu fólki.
vitiði hvað eygló er góð? hún bakar reglulega kleinur og kemur þá alltaf með smá skammt fyrir okkur! og svo góðar kleinur sko.
svo stundum á ég það til að gleyma þvotti á snúrunum þeirra (sem er of stór til að hengja á litlu þvottagrindina okkar) og þá skilur hún hann eftir samanbrotinn handa mér á vísum stað. svo góð.

ég kann líka að meta kærastann minn og góða, alvöru vini. ég þoli ekki gervivini.
ég er orðin svo þreytt á baktali. auðvitað baktala allir, það er bara mismunandi hvern þeir baktala, við hvern og hversu mikið.
margir segja bara hvað sem er um hvern sem er við hvern sem er. en ljótt og leiðinlegt og þrúgandi. af hverju getur fólk ekki bara reynt að vera almennilegt við fólk? í stað þess að hækka sjálft sig upp með því að lækka aðra niður. eða kúka. (grín).
hver sem ástæðan er finnst mér það leiðinlegt. sérstaklega þegar það bætir svo við "æj hann/hún er samt svo awesomely terrific" til þess að réttlæta sálarmeinið. eða kannski fólk bæti svoleiðis við svo að ef upp um það kemst þá getur það sagst hafa sagt þetta í jákvæðri merkingu.
who knows?

jæja. þá er því komið á hreint.
nei?

ég er farin að vinna. það verður geðveikt gaman. ég ætla að vera glöð. hugsa um allt góða fólkið. vonandi verð ég ekki á litla greifa. og ekki inni á stássi.

ókeyjbæj.
nú er ég farin og búin að vera, hverfandi þol ekkert hægt að gera.

sjúbb.

ég verð alltaf svo sjúklega þreytt í löppunum eftir vinnu að mig verkjar! hver vill nudda mig?
vitiði ómar nuddar tásurnar mínar alltof sjaldan. það er óviðundandi.
nei grín. samt ekki.

björk er í bænum.
ómar ekki.
það jafnast þá út.
næstum því.

það verður mega gaman á morgun.
vakna, læra smá, brynja og fleira með björk, vinna, freyjulundur.
freyjulundur veij.

leiðinlegar tímasetningar alltaf. ég held ég hafi bara einu sinni eða tvisvar náð matnum.
ég legg hér með fram opinbera beiðni þess að freyjulundur 05 verði haldinn þannig að ég komist í matinn.
arnar ha!
og ef svo undarlega (neinei ekkert svo) vill til að hann lesi ekki bloggið mitt þá ætla ég líka að nefna þetta við kallinn. kjellinn.

pjékkurinn kjennidda.
haha.

kasjúal bloggfærsla.
mig vantar eitthvað málefni.
en það kemur í næstu færslu. má ekki vera bæði málefni og ekkimálefni í einni færslu sjitt þá færist heimurinn.
nei?

ókeyjégerfarinbæj.

laugardagur, október 29, 2005

feminismi
ég er orðin svo þreytt á því að þurfa að útskýra þetta orð fyrir fáfróðum einstaklingum sem gefa manni svip þegar maður segist vera feministi og þeim sem fussa og segjast sko ekki vera feministar. það er svo sorglegt og leiðinlegt. að segjast vera alls ekki feministi er að segjast vilja alls ekki jafnrétti!
það gerir mig svo reiða þegar fólk segir þetta því það er einfaldlega að auglýsa fáfræði sína - ég er nokkuð viss um, eða vona það allavega, að flestir vilja jafnrétti. það eru bara ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikið það vantar uppá til þess að jafnrétti verði og þess vegna fussa þeir.
svo eru bara þeir sem hafa látið fordóma heimska fólksins gegn orðinu feministi, hafa áhrif á sig og fatta ekki að orðið feministi/-ismi ber einungis jákvæði merkingu.
það er bara misskilningur að feministar séu kvenrembur.

feminismi er ekki stefna eins og hægri og vinstri! feministi er orð yfir þá sem vilja jafnrétti! hver getur verið á móti þeirri stefnu?

steinunn rögnvaldsdóttir, ritstjóri, kommúnisti og feministi með meiru skrifaði frábæran pistil á bloggið sitt, kommunan.is/steinunn, þann 25. október, sem kveikti í mér.
ég legg til að þið lesið þennan pistil eftir hana því að ég vænti þess að margir muni finna hugarfari sínu lýst þarna.
ef ekki, þá munu þeir a.m.k. fá smá mynd af hugarfari þeirra réttþenkjandi.

fimmtudagur, október 27, 2005

mig langar svo að hlusta á kiss með prince núna.
ég get það ekki af því ég á það ekki og ég finn það ekki á soulseek. en leiðinlegt.
í staðinn les ég textann og syng með, mér til mikillar skemmtunar.

það var gaman á airwaves.
á miðvikudeginum gerðist ekkert merkilegt því við komum seint og það voru raðir alls staðar svo við beiluðum eiginlega bara á flestu merkilegu.

á fimmtudeginum var svaka stemmari. man ekki hvað gerðist merkilegt.
daníel ágúst gerðist merkilegur og björk guðmundsdóttir stóð við hliðina á mér og horfði á daníel ágúst.
það var skrýtið.
daníel var geðveikur. frábær tónlist og svalur á sviðinu.
fimmtudagurinn var ágætur. eða bara nokkuð góður.

föstudagurinn var awesome. fékk brúna hjá ömmu (legend kaka sem amma lára smíðar alltaf og hefur gert í mörg (h)ár (hoho)). vinsæl innan fjölskyldunnar sem og utan hennar.
kíktum á nokkrar sniðugar hljómsveitir á nasa. þar fór fremst í flokki dr. disco shrimp. sniiilld. "you are just a rækjusalad! i'm from reykjavík, iceland, the best country in the world and i'm a hrokagikkur!". svooo flott sko.
við héldum svo tímanlega (of kannski) í hafnarhúsið að sjá juliette and the licks (hápunktur kvöldsins/hátíðarinnar?). það er hljómsveit sem juliette lewis fer fyrir. það var allsvaðalegt skal ég segja ykkur. hún er getnaðarleg. ég náði nokkrum góðum myndum af henni að spóka sig á sviðinu sem munu brátt stíga fæti á síður veraldarvefjarins.
eftir juliette hottie var förinni heitið í þjóðleikhússkjallarann, en vegna áhrifa sumra í hópnum komum við við (viðviðhoho) á pravda að sjá tvíeyki sem kallar sig plat. rosalega flottir gaurar og artí í þokkabót.
nei bara smá grín, svakaflott - air-inspíreraðir (gaman að búa til íslenskt orð úr ensku orði).
þegar við komum í þjóðló sáum við lokin á ske - silvía nótt og gummi í kvöldþættinum komu skemmtilega á óvart.
hljómsveitin stranger steig á svið á eftir ske og var flott líka - mátti alveg heyra smá pulp-áhrif í söngvaranum.
jagúar var awesome. spiluðu heillengi og aldrei dauður punktur. svo hressandi gaurar.

saturday night, the big date night, saturday night, sa-tur-day-night (friends-fólk ætti að kveikja hérna).
byrjaði með bláa lóninu. virkilega kósí.
á þessu kvöldi var hápúnktur hátíðarinnar. gusgus-tónleikar. guð minn góður og allt sem er öllum heilagt þau voru svo flott. (fyrirgefið ef ég særði blygðunarkennd einhverra með því að leggja nafn guðs við hégóma).
og vitiði hver kíkti í heimsókn? enginn annar en gusgus-prinsinn (prinsinn segi ég!) daníel ágúst. hann er búinn að vera týndur í mörg ár og hefur aldrei viljað dvelja lengur í hljómsveit en daga hennar sem lítið fræg hljómsveit.
daníel ágúst sá og sigraði þessa hátíð stórfenglega. svalur allan tímann, virkilega myndarlegur maður (staðreynd sem ómar er mér ekki sammála mér með).
en þessir megahottiekreisíklikk tónleikar áttu sér stað eftir þrjá og hálfan tíma í biðröð fyrir utan nasa. ekki grín. ég var marin. í mesta troðningnum gat ég virkilega lyft löppunum mínum uppí loft og dinglað á þrýstingnum sem var á allar hliðar efri parts líkamans. mjög gaman sko. andrúmsloftið í röðinni var mjög sérstakt.
biðin var þess virði að sjá gusgus.

þess má alveg geta að nokkurn veginn hvert sem litið var þetta kvöld og kvöldið áður, var jóna að ganga eða nýbúin að ganga. skemmtilega truflandi sjón.
þess skal líka getið fyrir foreldra - og annað fólk sem gæti haft áhyggjur af því - að ég nýtti mér þessar jónur ekki.

já og ég vil endilega koma því á framfæri að stefán stefánsson hinn ágæti meðlimur gusgus - öðru nafni president bongo eða bara ananas gaurinn - tók það skýrt og greinilega fram á tónleikunum að það er svo sannarlega ekki gössgöss eins og margir bera nafnið fram. gusgus meðlimir eru íslenskir og nota íslenskt u, framburðurinn er gusgus!

mestan hluta hátíðarinnar var ég í fylgd ómari og hans liði, ég vil bara þakka þeim fyrir góða skemmtun og samveru. hressandi lið.

mesta eftirsjáin: að hafa ekki komið fimm mínútum fyrr á laugardagskvöldinu, áður en brjálæðisröðin myndaðist sem allir tróðu sér í.
ég missti af helvítis bang gang.
tár.

jæja. þakka fyrir mig.

myndir koma innan skamms.

ess (upphafsstafurinn í nafninu mínu og einnig framburður latmæltra á orðinu bless).

péss. sunna dís á afmæli eftir 47 mínútur. merkilegt það.

mánudagur, október 24, 2005

áfram stelpur

í augsýn er nú frelsi,
og fyrr mátti það vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
stundin er runnin upp.
tökumst allar í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.

en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.
en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.


og seinna munu börnin segja:
sko mömmu hún hreinsaði til.
já seinna munu börnin segja:
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.


áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur

og við gerum breytingar.
atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.

áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.

stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
ef baráttu að baki áttu
berðu höfuðið hátt og láttu
efann hverfa, unnist hefur margt.
þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?


lag: gunnar edander. texti: dagný kristjánsdóttir og kristján jónsson

flott lag.
góður dagur.

endilega lesið textann. hann er flottur.

bless.

mánudagur, október 17, 2005

feeling good.

ég er mjög brosandi í þessum töluðu orðum.
björk og ómar gera mig glaða á þessari sekúndu.
hey.
björk hringdi í dag og ég gleymdi að hringja?
eða hringdi ég og gleymdi að hringja?
eða gleymdi hún að hringja?

já ég man núna hvernig þetta var. ég skulda sko engum fokkíng símtal (grín ég er ekki svona hörð).
ég sakna þín samt björk. þú ert æðisleg.
(ég veit alveg að ég get sagt þetta hérna á fannálnum (tekið úr heimspekitíma í dag (ásgeir, ari og tryggvi fatta) og björk fær samt að vita þetta. bæði útaf því að ég held hún viti alveg að mér finnst hún frábær og líka útaf því að ég veit að hún les fannálinn minn á endanum).

ómar gerir mig líka glaða.
hann er svo skemmtilegur.
vitiði hvað? ég er geggjað ánægð að hafa hann. ég vona að allir upplifi svona ást einhvern tímann á ævi sinni. nema þeir sem eru vondir, þeir eiga það ekki skilið.

vá hvað ég er væmin. en eins og alltaf er mér alveg sama.

mig langar svo að gera eitt sem ég hef gert áður en ég þori því ekki því það er svo hættulegt. ekki líkamlega, það er bara hætt við að særa fólk.
kannski veit einhver hvað ég er að tala um. ég efast samt um að nokkur fatti hvað ég er að rugla.

hey af hverju tala ég ekki í stikkorðum. ég les geðveikt fá blogg sem eru ekki skrifuð í stikkorðum. þess vegna ætti ég kannski að skrifa í stikkorðum - svo einhver lesi bloggið mitt.

þetta er svo hress færsla! en gaman.

ég held að belle&sebastian séu að spila smá hlutverk í gleði minni. svo hressandi diskur maður (ég er að tala um the boy with the arab strap - ef einhver skyldi vilja ná í hann og/eða hlusta á hann til að skilja gleði mína).

það kennir mér einn kennari sem skrifar svo rangt að ég veit ekki hvað ég heiti. ég veit það samt. but you know.
hann skrifaði t.d. eyturlyfjaneysla í dag. ojbara.

ég kann svo að meta fóbíu hildigunnar fyrir rangt stafsettum orðum.
ég er með þessa fóbíu líka. hún er ekki í eins miklu magni og sokkafóbían mín eða tyggjófóbían mín samt.
ég reyni yfirleitt að hemja mig í oj-um, hildigunnur gerir það ekki. það er gaman. það er gaman þegar sannleikurinn í stafsetningu og fallbeygingu kemur fram.
ég hika nú samt sjaldnast við að leiðrétta fólk.
ég hetjaheld að nokkrir geti staðfest það.

vá i'm on a role.
role minnir mig á rolla.
sem er það sama og kind.

ég ætla að kötta á þetta í dag.
allavega á þessu augnabliki, hver veit nema maður bloggi bara aftur á eftir?
tjah, kemur í ljós.

ég faldi óviðeigandi forskeyti í textanum (ekki dónalegt, bara passar ekki inní setninguna eða við orðið).
sá sem komst í gegnum alla færsluna er þetta orð.

þakka áheyrnina.
ókeyjbæjeðakegs? (gamla góða kveðjan mætt aftur).

þriðjudagur, október 11, 2005

já einmitt.

í dag var kökudagur. ég er ennþá í tíma og allt. í sálfræðitíma var kökuát mér og sveini nokkrum til heiðurs. við erum októberbörnin (eigum afmæli í október). október er góður mánuður sko.
geggjað góð kaka sem ég fékk. mamma sirrýjar bakaði hana.

ásgeir situr við hliðina á mér og les Philip's World Factbook. þá líður mér illa. þá veit ég að ásgeir er skarpari en ég á flestum sviðum þar sem hann kann philip's world factbook utan að. nánast.
enda er hann í gettu betur, ég hefði svosem getað sagt mér það fyrirfram að hann væri skarpari en ég á flestum sviðum, bara útaf gettu betur.

hvað er ég að rugla.
oj
ömurlegt blogg ógeð.

ég hætti samt ekki. af hverju lærir maður ekki bara að ruglið í manni er ekki skemmtileg lesning. ég meina spurningarmerki.

netið átti að koma heima í gær en kom ekki. kemur í dag. það verður gaman.

fullt af ómerkilegum staðreyndum í viðbót ókeyjbæjblalbalsd.

mánudagur, október 10, 2005

vá ég átti afmæli á föstudaginn.
það er geðveikt gaman að eiga afmæli á föstudegi. þá getur maður haldið partý og sagt "ég á afmæli í dag!"
ég var að fatta að afmælissöngurinn var ekki sunginn fyrir mig í veislunni minni. ég fékk samt fullt af skemmtilegum pökkum. ég á líka smá áfengi heima hjá mér núna vegna þess að nokkrir gleymdu smá áfengi og svo fékk ég líka rauðvínsflösku í afmælisgjöf (takk arnar og ari).

ég vil ekki móðga neinn en ég ætla að segja hver besta afmælisgjöfin var.
ómar gaf mér diggitall myndavél. það var best. hún er geggjað krúttleg. silfurlituð. takk ómar.
svo fékk ég bol og eyrnalokka. sem ég er í og með núna. takk sunna og sigrún.
guðjón magnússon og erla kærastan hans gáfu mér gudda birdie, training day á dvd og 133 mínútna viðtal við jón baldvin hannibalsson. takk guðjón og erla.
hildur harðardóttir gaf mér vínglös (kristal nei) og ótrúlega fallegt armband oh svo fallegt.

æj held áfram með þetta seinna ég er ekki búin að gleyma restinni af gjöfunum! ég þarf bara að fara!

keeeeegs.

fimmtudagur, júní 02, 2005

sjitt en geðveikt að komast á netið í augnablik! ég er búin að vera frá siðmenningu (internetinu) í marga marga daga. en hey. ég hef ekki tíma fyrir meira. BÆJ KRÚTT
grín.
þetta var bara svona til að láta vita að ég væri á lífi, fyrir ykkur sem sakna mín, bloggdrottningarinnar.
grín aftur. samt ekki.

já svo eru geðveikar myndir af mér á síðunni hennar bjarkar. en gaman.

okeyjbæjeðakegs.

sunnudagur, maí 22, 2005

gaman í gær. mjög. ömurlegur endir á kvöldi samt. ég er soldið pirruð yfir því.

það var ógeðslega lélegur dídjeij á amour sem spilaði ömurlega tónlist sem fólk ælir útaf. hell in ass.
þrátt fyrir það lenti ég í því í fyrsta skipti (að verslunamannahelginni undanskilinni) að þurfa að bíða í röð fyrir utan skemmtistað á akureyri! á akureyri!. sá skemmtistaður var sumsé amour.

hápunktur kvöldsins:
-"áttu sígó?"
-"bíddueh, ésskal athugaeh *bros og blikk*"
gaur athugar í vasann, finnur einn þriðja af þúsundkalli og afhendir. athugar í hinn vasann, finnur restina af rifna þúsundkallinum og afhendir.
-"gjössoveleh... á ekki sígó"

haha. þúsundkalli ríkari, maður. franskar og allt.

heiðurinn fær stefán þór hjartarson fyrir að sækja okkur uppí síðuhverfi og konni konfused fyrir að keyra mig heim.

vorkennið fær dagný fyrir að komast ekki vegna vinnu í gærkvöldi og vinnu í morgun og nína fyrir að eiga ekki áfengi og vera ekki í labbfæri.

kegs.

laugardagur, maí 21, 2005

ómar og björk útskrifuðust í dag. ásamt fleirum. en þau líka.
ég fór í útskriftarveisluna hennar bjarkar í dag og ég borðaði sikk mikið. sikkmikið. brauðréttur mömmu bjarkar er ógeðslega góður og hann er í öllum veislum sem eru haldnar heima hjá björk. það er eina ástæðan fyrir því að ég kem í þær.

björk var ótrúlega sæt í dag. eins og alltaf reyndar.
hún setti fullt af myndum úr veislunni hingað og hérna sést hvað hún var mikil fínalína.

augnablik veislunnar:
-"...og hann steig inn!"
-"kvenkyns ungbarn er eins og úrbeinaður kvenmaður"
-"ég hélt þú værir vampíra eða eitthvað!"
-"nú eigið þið að fara, gestirnir eru að fara"
-"hver gerir snákinn? björk gerir snákinn! hver gerir snákinn? við gerum snákinn!"
-"flestum líkar illa við að koma við piss, mér líkar egstra illa við það"

you had to be there...

ég, inga vala, olga og dagný höfum verið að endurnýja kynni okkar á undanförnum dögum. þess þurfti vegna kærastaeigna sumra og reykjavíkurbúsetu sumra. það er búið að vera virkilega frábært. allir kátir. smá tilfinningaflæði í gangi.

á einum af þessum fundum okkar (já, í gær þegar við hittumst til þess að horfa á ungfrú ísland og borða nammi) spáði inga vala fyrir mér. ég fékk ógeðslega ömurlega spá, svo ég lét gera aðra spá. hún var nánast eins.
en ógeðslegt.

yfir höfuð trúi ég ekki á svona spár - ég hef reyndar aldrei farið til alvöru spákonu sem segir eitthvað marktækt (fyrirgefðu inga mín) - en þegar maður fær tvær ömurlegar spár í röð þá einhvern veginn síjast þær inn og allt sem gerist í lífi manns tengir maður við þessar spár. virkilega óþægilegt.

ég færði stebba aftur upp. uppá hæðir.

jæja. ég ætla að fara að djamma feitt tvöþúsundogeitt.
nei reyndar ekki. en kannski samt.

sakni mamma og pabbi og sunnur og sigrún og anna og allir...
væmið? mér er alveg sama.

kegs.

þriðjudagur, maí 17, 2005

jebeibí.

nei ég veit ekki hvað ég á að segja. þetta er virkilega skrýtið ástand. áframhaldandi svipað ástand og í færslunni á undan nema eitthvað miklu meira vantar. en of persónulegt.

mæli með:
papríku og salsasósu NAMM!

ég fékk mér samt hot salsasósu og ég finn varla fyrir tungunni minni núna. awesome.
elska sterkan mat.

hey fartölvan mín er biluð. mig vantar sjálfboðaliða til að gera við hana eða ábendingu um hvert ég á að fara með hana í viðgerð.
ég er að meina þetta krakkar! ég er að biðja um hjálp útaf tölvunni minni.

jæja. rauðhært fólk rokkar.
líka dagnýjar.

kegs.

laugardagur, maí 14, 2005

stundum finnst mér lífið svo ótrúlega skrýtið.

áðan var ég að keyra og mér fannst bara eitthvað vanta einhvern veginn. ég get ekki alveg útskýrt það. samt er ég svo ótrúlega hamingjusöm og ég gat ekki varist því að hugsa hversu frábært lífið er.
væmið? mér er alveg sama. (þetta er sko nýja mottóið mitt).

mér finnst ekki eins og ég sé að fara að flytja til akureyrar á morgun. af því ég er bara að fara ein! engin fjölskylda með og ekki neitt. vá þetta er svo stórt skref.
vinkona mín er líka búin að kaupa sér íbúð. mér finnst það bara ótrúlegt.
tíminn líður svo fáránlega hratt! ég verð tvítug eftir rúmt ár... það er svo skrýtið.
sumt fólk alveg hlær að mér þegar ég tala um að ég sé að verða tvítug eftir rúmt ár en síðasta árið er búið að líða svo sikk hratt að ég veit ekki hvað ég heiti (þetta sagði ég í samhengi við það að það er bara rúmt ár þar til ég verð tvítug og fyrst að síðasta ár er búið að líða hratt þá býst ég ekki við öðru en að það næsta geri það líka (já tíminn líður hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist)).

bla.

ég vona bara að það verði gaman fyrir norðan. og ég efast reyndar ekki um það. enda er ég hörkutól sem kýlir fólk. já. nei?

kannski eru þessar pælingar bara eftirköst gærkvöldsins; heilinn minn bara súr og framkallar einhverja svona vitleysu.
það var samt mjög gaman í gær. ég, sigrún og sunna hittumst loksins eftir langan tíma. ömurlegt að við loksins hittumst þegar ég er að fara. jæjah. þannig var það nú.

kegs.

miðvikudagur, maí 11, 2005

hæj
ég heiti jón
og ég vinn
í kassagerðinni
um daginn
kom verkstjórinn til mín og sagði hæj jón ertu upptekinn
og ég sagði nei

oh vá þetta er svo frábært lag að ég veit ekki hvað ég heiti. í alvöru sko ég veit það ekki. (vá aldrei þreyttur brandari).

ég er búin að jafna mig eftir hell prófið í dag, ykkur að segja. var reyndar ekki búin að hugsa um það fyrren núna að ég fór að segjast vera búin að jafna mig. kjáninn ég.

já allavega. nú eru myndirnar allt öðruvísi. ég man reyndar ekki hvort að ég breytti mörgum flokkum. en allavega páskunum og rugli á góðum degi. jebb.
ég er búin að vera að myndastússast í allan dag.
samt ætlaði ég að fara að sofa þegar ég kæmi heim. ég er verulega þreytt.
þriggja tíma svefn. svoleiðis gerist oft í prófatíðum. alveg satt.

vá en asnalegt að segja "alveg satt" og "í alvöru".
svona er ég krakkar... asnaleg.

kegs.
í dag borðaði ég bestu flatköku ævi minnar.

bless
búin með 403.

prófstaða:
stærðfræði 313 - ágætt
sálfræði 103 - ágætlega, hefði viljað gera betur samt
íslenska 503 - fall eða? kannski HELL
íslenska 403 - ágætt
enska 503 - ólokið

einn próflaus áfangi með níu (franska 403).

þar hafið þið það.
djöfull er ég reið við mig útaf íslensku 503. eins og ég stóð mig vel yfir önnina. hell in the name of ass freezer.

jæja. takk fyrir mig.
íslenska 503 búin. ógeð helvíti! ógeðslegt próf frá djöflinum!
og mér gekk skelfilega. við erum að tala um spurning um að ná! hell in ass! from freezer!

45 mínútur í næsta próf. íslenska 403. þar er ég betur undirbúin. en saaamt heeeell ömurlegt helvítis próf (sko íslensku 503 prófið).

gangi mér vel. takk.
ég er orðin soldið stressuð

þriðjudagur, maí 10, 2005

helvítis próf.

ég er ekki að meika þennan lærdóm.
íslenskulega séð er rangt að segja "ég er ekki að meika þennan lærdóm".
en þetta er hvort eð er málfræðilega röng setning. hún varð það um leið og ég setti "meika" inní hana. en svona til gamans má segja frá því að málsgreinin væri réttari svona:
"ég meika ekki þennan lærdóm"

þ.e.a.s. sleppa "er að". því er bætt inní málsgreinar í gríð og erg um þessar mundir (af ungu fólki aðallega og auðvitað) og það er einfaldlega rangt ykkur að segja.
svona er unga fólkið krakkar mínir... algjörir uppreisnarseggir.

ég breytti páskunum 2005. og það verða bráðum enn meiri breytingar. mun fleiri myndir bætast í páskaflokkinn bráðum. full of djemm beibí JEH. nei grín. en kjánalegt að segja svona annars staðar en á blog.central.is/omglol.

jæja. íslenskurnar bíða. já tvær íslenskur. haha.
ég fer í tvö íslenskupróf á morgun, bæði jafnerfið og ég er bara búin með annað efnið. en frábært. æl.

gangi mér vel. takk. kegs.
jæjah. þá kom loksins updeit á myndirnar hjá mér...
ég bætti inn samansafni af rændum myndum frá öðrum myndasíðum og svona blabla. veij já frábært.

það eru sumsé:

-páskarnir 2005 (kemur meira frá páskunum síðar)
-áramótin 2004-2005
-emmháíngar
-pallastemmari
-söngkeppnin 2003, fireold

vonandi hafið þið gagn og gaman af.

kegs.

mánudagur, maí 09, 2005

hah.
ég fór í labbitúr áðan. búin að vera inni í herbergi í allan dag að mygla. myglimygl.
það væri nú ekki frásögufærandi (jújú því það er alltaf gaman að segja frá því þegar maður fer í labbitúr) nema vegna þess að svona mínútu eftir að ég kom útúr húsinu byrjaði brjáluð demba. hah.
hún varði þó ekki svo lengi, ekki nema í svona kannski tvær mínútur, en það var nóg til að rennbleyta mig svo að lak úr andlitinu á mér og hárinu.
djöfuls stemning sem það var nú. (í alvöru samt, mér fannst það gaman).

og hér kemur brot úr píslarsögu jóns magnússonar prests:

nei grín.

ég er semsagt að mygla vegna þess að það er prófatíð eins og flestum ætti að vera kunnugt. nema emmaingum auðvitað. prófatíðin þeirra er soldið seinna.

ég flyt eftir segs daga
. það er geðveikt stutt. þegar ég flyt hef ég ekkert að gera í tæpan mánuð því vinnan mín byrjar ekki fyrren svona níunda júní. hótel edda jámm. ástæðu þess má einmitt rekja til seinnar prófatíðar emmainga.
skemmtileg tenging.

já. þannig að ef einhver er með vinnu fyrir mig í þennan tíma (16. maí - 8. júní) má hann endilega láta mig vita. sími eitthvað og ímeilið er hérna efst á hliðarröndinni.

kegs.
diss á
mulduroghauskúpuleg

sniðugt.

ég fór seinna að sofa í gær en ég ætlaði mér. ég lærði líka minna í gær en ég ætlaði mér. alltof minna. (ég veit maður segir ekki alltof minna, mig langaði bara til þess).
þetta varð til þess að ég vaknaði miklu seinna í dag en ég ætlaði mér. sem á eftir að verða til þess að í dag á ég líka eftir að læra minna en ég ætlaði mér.
frábært. nei.

ferlið er hafið. ég er farin að blogga meira. þetta gerist í öllum prófatíðum. jebb. en njótið þess á meðan það varir vegna þess að eftir segs daga flyt ég til akureyrar aftur. ég held að það verði ekki nettenging í íbúðinni minni.
skrýtið að segja "íbúðinni minni". heh.

ég veit ekki hvað ég á að gera næsta haust. kannski fer ég í ma. kannski verð ég áfram í mh. með því að ákveða þetta svona seint dreg ég verulega úr möguleikunum sem ég annars hefði haft á hvorum stað.
til að gera þetta skiljanlegra þá kem ég hér með dæmi:
-ef ég hefði strags valið að dvelja í emmhá hefði ég getað valið parísaráfangann (frönskuáfangi sem snýst einungis um það að afla fjár fyrir parísarferð sem er farin um miðja önnina) en nú get ég það ekki, þótt ég kjósi að vera áfram í emmhá.
-ef ég hefði strags valið að vera í emma hefði ég já ég veit ekki hvað hefði þá gerst en þessi setning minnir mig á brandara sem ég las á einhverju bloggi fyrir svolitlu síðan.

persónur brandarans:
bergþóra: stelpa í emma (ma).
emmi: kærastinn hennar bergþóru.
-þetta eru sannar persónur í skóla lífsins (grín, samt ekki).

brandari: er bergþóra í emma eða er emmi í bergþóru?
hohoho.

kegs.
af viðráðanlegum aðstæðum (nei, þetta er ekki innsláttarvilla, þetta eru viðráðanlegar aðstæður) hefur hefur katrín verið fjarlægð af línkalistanum mínum.

já krakkar, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

þetta þykir mér miður, nú er þeim mun erfiðara fyrir mig að nálgast bloggið hennar. nú dugir ekki (eins og með önnur blogg sem ég skoða (flest þeirra)) að fara inná mitt blogg, finna línkinn og ferðast áfram.
kannski þýðir þetta bara að ég sé hér með hætt að skoða bloggið hennar. já ég held það bara.

sunnudagur, maí 08, 2005

af einhverjum ástæðum ólgar innan í mér pirringurinn. ég veit ekki af hverju.
mig grunar samt að upphaf pirringsins hafi verið við kvöldverðarborðið; rökræður um kostgæfni akureyrar.
að sjálfsögðu var ég hliðholl akureyri.
í fyrsta skipti (af mörgum sem þessi umræða hefur litið dagsins ljós á mínu heimili) var annar akureyringur (alvöru akureyringur, ég er bara gervi, bara innflytjandi) sem studdi mínar röksemdir og kom jafnvel með fleiri, akureyri til stuðnings. það var mjög gaman. þessi akureyringur er meira að segja komin yfir sjötugsaldur. þess vegna var það einstaklega skemmtilegt.
fljótlega hófust umræður um vegaframkvæmdir landsins, nánar tiltekið gangnagerð milli siglufjarðar og ólafsfjarðar.
kosningaloforð sjálfstæðisflokksins.
skipulögð mótmæli meðlimar.
skipulagður sigur sjálfstæðisflokksins.
paranoja?

maður spyr sig.

ef það er paranoja þá er það allavega ekki mín paranoja...
(vá... púnktar. ég geri ekki oft marga púnkta í röð lengur. nú þegar er ég búin að gera það tvisvar í þessari færslu).

staða tunglsins gæti reyndar spilað stórt hlutverk í þessum pirringi.

það sem gæti lagað pirringin minn núna:
-sól.
-að vera búin í prófunum.
-að vera á akureyri.
-að vera ein heima og geta blastað hevví hressandi tónlist og flippdansað við hana.
-napoleon dynamite.
-að vera komin


vá ég seivaði þetta sem draft klukkan 20.43 og þá var ég virkilega pirruð.
núna er ég geðveikt glöð og kát. þökk sé akureyring og afmælisbarni.

því miður hef ég ekki hugmynd um hvert framhaldið af síðasta púnktinum um gleðjandi efni átti að vera. sorrý.

ég þori varla að hætta mér fram því þá kannski missi ég gleðina niður aftur.
jæja ég ætla ekki að láta símtalið sitja á hakanum lengur, bara fyrir bloggaðdáendur. afmælisbörn ganga fyrir.

kegs.
ómar á afmæli í dag :)

til hamingju með afmælið ómar.

eftir viku fer ég til hans og held uppá afmælið hans með honum. það verður gaman.

ég er búin að kaupa afmælisgjöf. hann veit ekki hvað það er hoho.

pabbi sagði þvingað að það væri flott. haha. það var fyndið.

mútsjí.

væmið? mér er alveg sama.
ég elska birtuna um svona fimmleytið á vornóttum. þá líður mér aldrei eins og það sé nótt og mér finnst eins og ég geti vakað að eilífu og ekkert slæmt sé til í heiminum.

væmið? mér er alveg sama.

undanfarið hef ég verið að velta mér uppúr vanlíðan stelpu sem var einu sinni mikið í lífi mínu. mér finnst mjög leiðinlegt að henni líði svona illa en ég veit ekki hvort það sé við hæfi að ég hringi í hana og bjóði fram hjálp mína - þar sem við höfum lítið talað saman undanfarið.
ég efast um að þú fattir ekki hver þú ert. þú veist þá allavega að hugur minn liggur hjá þér.

væmið? mér er alveg sama.

fimmtudagur, maí 05, 2005

ég var að pæla í fatastílnum mínum.
auðvitað hefur tískan alltaf einhver áhrif á fatavalið á hverju tímabili. það er samt svo skrýtið að sumir vita alltaf hvað er mest inn og svona hverju sinni og kaupa sér alltaf boli og buxur og skó í takt við það. láta jafnvel ekki sjá sig í neinu sem fæst ekki í einhverjum hátískubúðum á þeim tíma.
mér finnst það kjánalegt.
ég kaupi mér oft eitthvað sem er löngu löngu komið úr tísku og hefur kannski aldrei verið neitt sérstaklega mikið í tísku heldur bara svona í áttina að því sem þykir flott.
ég var svona að pæla í þessu núna af því að í dag keypti ég mér pils sem mér fannst mjög flott en samt ekkert eitthvað æpandi sérstakt. bara mjög praktíst, fínt og mér fannst það flott.

já ég veit ekki alveg hvernig þetta kemur út allt saman en vonandi skiljast þessar pælingar.

en ólíkt mér að blogga um eitthvað svona. jæja. þannig er það þá.

ég ætla að fara að sálfræðast. próf númer tvö er á morgun.
búin með stærðfræði. það gekk svona upp og ofan. kemur allt í ljós síðar meir.

kegs.

miðvikudagur, maí 04, 2005

já þið lásuð rétt. það er komin ný færsla.

vá hvað mér er kalt á puttunum. ég get varla skrifað. og það er sko engin ástæða fyrir því eða neitt þannig. ég var ekkert úti eða að halda á klakaboxi eða neitt. ég er bara svona hvít og sums staðar blá. ég er meira að segja með svokallaðan nippusting og allt.

ég man eftir ragnheiði dönskukennaranum mínum í emma. hún var alltaf með nippusting. og það voru alltaf allir að tala um það.
hún er líka kölluð bíbí og hefur alltaf verið kölluð það. fullorðinn maður sem ég átti einu sinni orð við ræddi þennan kennara við mig sem bíbí. það var mjög skondið.
hún henti mér líka einu sinni út úr stofunni og skellti hurðinni á eftir mér af því að ég var að borða skyr í tíma.
kannski líkaði henni sérstaklega illa við skyr, ég veit ekki.
hún er búin vera svo lengi við kennslu í emma að hún kenndi hinum dönskukennaranum sem kennir við emma. haha. hversu úrelt er það. hún er líka pínu úrelt.

hvernig beygir maður úreltur? ég var að fletta þessu orði upp og það eina sem kemur í ljós er að maður "úreldist" og maður er "úreltur". það kemur hvergi fram hvað kona er í þessari stöðu. en kjánó.

sums staðar er líka pínu kjánó. maður gæti haldið að það ætti að vera sum staðar. en neibb. það væri þá rangt. ha.

vá ég elska íslenska málfræði og stafsetningu.
íslenska er awesome to tha max tungumál.

kaldhæðnislegt að tala um hversu frábær íslenska sé en hrósa henni á ensku. bjagaðri ensku meira að segja.

mér er aftur farið að finnast gaman að feitletra fullt af tilgangslausum orðum.

já ég var líka að breyta linkunum. gamli línkurinn hans ómars og gamli línkurinn hans heimis fengu að fjúka og olga sigþórsdóttir fékk línk.
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. þannig virkar bloggheimurinn krakkar. ef einhver hefur sett þig á línkalistann er vanvirðing að endurgjalda honum það ekki með því sama. þess vegna var ég snör í snúningum (ekki svo reyndar) og skellti einum á ollmund.
en þegar ég var að gera línkinn fyrir olgu sigþórsdóttur þá fattaði ég af hverju olga m.c. kallar sig olgu emmsé hahaha! af því hún heitir olga margrét celia. ekki af því að hún er með mc grín. ég fattaði þetta sumsé vegna þess að ef tveir heita það sama á línkalistanum mínum aðgreini ég þá oftast með fyrsta stafnum í næsta nafni.
gott stefanía.
nú og þá má nefna að ég breytti uppröðuninni smávegis. það eru komin toppblogg á svæðið krakkar. ég held ég fari bráðum að breyta þessu eitthvað meira. það er nefnilega að koma sumar og þá hefur maður ekkert að gera nema blogga. engin skóli sjáið til.

lagið:
beck - diskobox
djöfull er diskobox awesome to tha max lag.



ég eitra fyrir umheiminum
en það er allt í lagi
því umheimurinn eitrar fyrir mér
og öllum öðrum

mánudagur, maí 02, 2005

AHAHAHAHAHAHAHAHA! hahahahaHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH!

http://www.koreus.com/files/200408/super_doodie.html

nei sko, það er skylda að tékka á þessu. hahahaha. djöfull hló ég viðbjóðslega mikið.

sunnudagur, maí 01, 2005

vá hvað ég er södd.
það er alltaf morgunmatur með allri fjölskyldunni á sunnudögum um hádegi. pabbi (eða einhver annar úr fjölskyldunni, ég held að ég hafi aldrei gert það samt) fer út í bakarí og kaupir brauð - hollt og gott auðvitað, ekkert fransbrauð - og smá bakkelsi fylgir.

í dag bað ég pabba sérstaklega að kaupa ekkert óhollt vegna þess að ég er í megrun, eins og hver önnur unglingsstúlka. megrunin hefur þó ekki farið betur en svo að undanfarna daga hef ég borðað nammi fyrir allt árið (nei bara svona svipað magn og sá sem er ekki í megrun - ég var bara að ýkja sjáið til), þess vegna ætlaði ég ekki að borða bakkelsi í dag.
en pabbi neitaði og sagði að ég gæti bara haldið aftur af mér og hann myndi ekki kaupa mikið.

hvað tekur stefanía þá til bragðs? jú, fær sér bakkelsi. ekkert mikið en þó eitthvað. nýbúin að háma í sig kaffi, appelsínudjús með klaka og mikið magn af brauði með alls kyns góðgæti á. þar má helst nefna pestó, hummus og döðlumauk, egg, gúrku, lifrakæfu og sultu og svo mætti lengi telja (nei ekki svo mikið lengur, það er nú ekki mikið eftir til að telja upp).

jæja. þá er það bara hópferð á klósettið að æla.
nei þetta var nú grín - fyrir þá sem föttuðu það ekki (fyrir þá sem föttuðu það var þetta ekki grín (nei þetta var annað grín, ég var að gera grín að þessu orðalagi að eitthvað sé grín fyrir þá sem ekki fatta)).

en heyrðu krakkar. ég er í prófatíð. þá má maður borða eins mikið nammi og maður getur í sig látið. oj.

já kegs kannski bara.

péss. ég vil afsaka það að í einni efnisgreininni (paragraph fyrir þá sem tala ekki íslensku (grín eins og einhver sem talar ekki íslensku lesi bloggið mitt fattarðu)) talaði ég um sjálfa mig í þriðju persónu. það er eitt það ömurlegasta sem hægt er að gera. ég bið forláts.

kegs.

föstudagur, apríl 29, 2005

já ég ætla svona að minna á það að nú hefur bretlandstíma verið fleytt áfram um eina klukkustund og þar sem íslenskur tími er sá sami og sá breski á veturnar þá eru flestir með klukkuna þannig stillta á haloscan.
tími til kominn að breyta því í -1 klst.

þá aðgerð má framkvæma á haloscan.com í settings.

takk fyrir.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

já, hvert var ég komin. það skiptir ekki máli nei einmitt.

sko já. ha er ég búin að fá einhverjar einkunnir undanfarið? já, takk fyrir að spyrja.
oj. þetta var ömurlegt. ég er hætt við að monta mig.

við skulum bara orða það þannig að vonandi les ég fleiri ljóðabækur í framtíðinni.
ha?

ætti ég að hlaupa maraþon? hvað ætli ég entist lengi? ekki lengi.

ég veit ekki hvað ég ætla að verða í framtíðinni. það gerir mig óörugga. heppilegt að vera sautján (ekki búðin (oh)) ára og vera bara búinn að ákveða hvað maður ætli að gera í framtíðinni.
þannig er ég til dæmis ekki.

nú er sögustund:
stundum heldur maður að dagurinn verði ömurlegur en svo verður hann bara frábær.
það kom ekki fyrir mig í dag. ég vaknaði alveg virkilega þreytt, samt lofaði dagurinn alveg góðu. enda var hann bara mjög fínn.

á morgun verða pylsur grillaðar. jább.

okeyjbæjeðakegs.
í dag er miðvikudagur. það eru fimm dagar frá síðasta bloggi. athafnir? ekki margar. heyrðu ég bara man ekki einu sinni hvað ég gerði um helgina.
máli skipta það? nei.

ah oh sækjamigbæj

föstudagur, apríl 22, 2005

já. einn línkur í viðbót.
ég er að pælí að breyta linkunum mínum.
ástæða: ég verð að breyta til í lífi mínu reglulega. nei ég veit ekki sko. kúka?

nú ætla ég að blogga bara brot úr símtali:
búin á sama tíma bara sofandi gera eitthvað. fá mér að éta og þarna þú veist. getur ekki talað og bloggað. horfum ekki á einhverja mynd. í símanum. flaming lips og chemical brothers.

nei þetta er ekkert merkilegt. en jæja.

já línkurinn er sumsé sissó. sissó er nissó. nei þetta var nú ekki satt. sko.
nei heyrðu. ég hefði nú viljað skrifa eitthvað meira um hana sissó. hún er fyndin. hún er hás. hún misskilur og talar um elínu hirst (sbr. sissó hirst).

en ástæðan fyrir því að ég get ekki talað mikið meira um hana er sú að er verið að bíða eftir mér. ég verð semsagt að fara.
ég er samt búin að tala pínu um hana. en jæja.
bless.

nei ég meina kegs. auðvitað.
kegs.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

af hverju er ekki sól og gott veður á sumardaginn fyrsta?
mig langar niður á austurvöll að tsjilla í góðu yfirlæti með bók og jafnvel ís ef svo liggur við.
ísinn verður þó að vera úr vesturbæjarbúðarísbúðinni. það eru nefnilega færri hitaeiningar í því eitri heldur en öðru.
ég er samt að blogga um matarvenjur. það er ömurlegt.

fyrst við erum komin út á hálan ís (haha af því ég var sko að tala um ís þið vitið) þá má minnast á það að brynjuís er betri ís en allur ís í heiminum.
mér var sagt að vesturbæjarbúðarísinn væri eins og brynjuís. ég smakkaði hann því með það í huga.
það var röng ákvörðun. það leiddi til þess að mér fannst vesturbæjarbúðarísinn vondur og varð reið við fólk fyrir að líkja honum við brynjuís.
þannig fór að ég borðaði ekki vesturbæjarbúðarís í langan tíma.
svo kom að því að ég lét undan og fékk mér annað smakk.
þá bjóst ég við viðbjóði svo að ég var auðvitað ánægð með vesturbæjarbúðarísinn í annað skiptið sem ég smakkaði hann.
nú get ég ekki án hans verið. <- þetta var grín til að gera þetta geðveikt dramatíska frásögn.

já ok allavega. mér finnst hann geðveikt góður núna en fannst það ekki þegar ég bjóst við jafn miklum gæðum og í brynjuís.
sagan segir okkur því þetta:

brynjuís er betri en vesturbæjarbúðarís.
samt er vesturbæjarbúðarísinn mjög góður.

kegs.

föstudagur, apríl 15, 2005

akureyri here i come

er mottóið mitt.
nei það er lygi. en nú get ég samt sagt þetta. af því að eftir svona tuttugu mínútur legg ég af stað til akureyrar. hohohoHOHOHO!
hver ætlar að taka á móti mér með blöðrum og köku og lúðrasveit?
nei reyndar ekki köku, kannski frekar grænmetisrétt. já þið túlkuðuð þetta rétt, ég er í megrun sjáið til.

nú er ég búin að pakka og ég er tilbúin til að fara. eina sem vantar er bíllinn sem ætlar að keyra mig þangað. hann ætti nú að fara að láta sjá sig (ætla ég rétt að vona).

ég verð að taka eitt fram sem gerði mig virkilega virkilega virkilega stolta!
ég tek með mér EINA tösku og hún er BAKPOKI! (svo er ég náttúrulega með hliðartöskuna mína en það er bara lítil leðurtaska sem inniheldur lykla, snyrtiveski, veski, ilmvatn og spennu).
gvuð minn góður ég held mér hafi aldrei á ævi minni tekist að pakka svona litlu áður.
ég man forðum þegar ég fór með svona tveggja tonna ferðatösku til pabba um pabbahelgar. þá kom líka alltaf sami brandarinn, ýmist frá mömmu eða pabba:
"ertu að flytja út?"

húmor krakkar mínir, húmor.

jæja. ég ætla þá að fara að bíða óþreyjufull við dyrnar, tilbúin að stökkva út þegar bíbbið kemur.
HEY var þetta ekki bara bíbbið! hah!

kegs!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

---breytt færsla---

krakkar það verður svo gaman fyrir norðan um helgina.

á daga mína hefur drifið:
pass (þá á ég við að passa en ekki eins og maður segir í spilum).
helgargestur.
analmök (grín).
skordýraát (grín).
labba óvart inní vitlaust hús eins og ég búi þar.
fá samviskubit vegna ofáts (samt ekki).
ræktin.
getting cought.
mótmæla.
sakna ómars.
sakna dagnýjar.
fá níu í stærðfræðiprófi.
fá níu komma sjö í frönskuprófi.
skila íslenskuritgerð.
skila annarri íslenskuritgerð.
halda íslenskufyrirlestur.

svo eitthvað sé nefnt.

vá hvað það er gaman að blogga. ætli þessi pása verði ekki styttri næst.
þetta var engan veginn skipulögð pása. ég bara eignaðist líf í nokkra daga.
grín. <- eins og ég sé ekki lifandi þið vitið.

---viðbót---
já svo varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að ég var að hlusta á franz ferdinand diskinn á leiðinni í skólann einn morguninn með ógeðslega frábæru sennheizer heddfónin mín.
skyndilega leið mér eins og ég væri á tónleikunum. alltaf þegar nýtt lag byrjaði sá ég fyrir mér gítarleikarann hefja lagið og söngvarann grípa svo inní, eða trommuleikarann hefja lagið þið vitið, bara eftir því sem við átti.
þetta var virkilega furðuleg en skemmtileg tilfinning. og hún entist alveg lengi.
---viðbót lýkur---

ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn þá fer ég til akureyrar að hitta alla mína heittelskuðu, fyrir utan nokkra sem búa í reykjavík.

reddið mér frítt inná söngkeppnina og ríginn og ég verð ykkar að eilífu.

kegs.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

einu sinni var ég alltaf að fikta í blogginu mínu. svo hætti ég því.
núna er ómar að fikta ótrúlega mikið í blogginu sínu af því hann var að færa sig yfir á blogspot (sem er auðvitað mun svalara og í raun skilda allra bloggara að vera hjá blogspot. svona í alvöru talað, hver vill vera hjá folk eða blog.central þar sem öll blogg eru eins? oh). hann er sumsé búinn að smita mig með eilífum spurningum sínum og þess vegna er ég núna að fikta svo mikið.
samt eiginlega ekki breyta neinu sko, bara skoða möguleikana. það er betra að hafa á hreinu hvað maður getur gert fyrir bloggið sitt. gott að vita að maður hefur möguleika.
bloggið er nefnilega mjög mikilvægur partur af lífi bloggara krakkar mínir.

nú var ég að gera svolítið sem er ekki kúl (hef líka gert það áður). ég hef líka rætt það við ómar hvað þetta er ekki kúl. en þetta var samt svo vægt tilfelli af því að það er allt í lagi.
er það ekki?

nei! ég gerði það aftur. nei samt hver veit (eins og það sé maður sem heitir hver og viti það) nema ég hafi bara verið að spyrja sjálfa mig?
þetta umtalaða ekkikúldót er sumsé að tala til lesenda bloggsins.
dæmi:
-hvað segiði gott?
-eruði ekki í stuði?
-o.s.frv.

þetta er tæp pæling. haha þetta er bara svo asnalegt. maður er eins og hálfviti þegar maður gerir þetta.
samt geri ég þetta. en skiljiði ekki hvað ég meina?

og aftur...

jæja. bless.

já og ómar er semsagt kominn með nýtt blogg og nýjan link.

kegs.

mánudagur, apríl 04, 2005

á ég að bjóða mig fram sem skemmtanastjóri í ma?

það er erfitt að búa í reykjavík og hafa svona háleit plön um framtíðina á akureyri.

nú langar mig að vera búin með ritgerðina mína.

sakn.

ég elska þig dagný.

sunnudagur, apríl 03, 2005

píka, -u, -ur kv. 1 stúlka (oft notað í spaugi), vinnustúlka. 2 vöðvahelmingur á fiskstirtlu.

hahaha.
-blogg sem lýsa yfir áhyggjum bloggarans af blogginu sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa yfir skorti bloggarans á færsluefni eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn biðst afsökunar á blaðri sínu eru leiðinleg.
-blogg sem lýsa í smáatriðum athöfnum bloggarans eru leiðinleg.
-blogg þar sem bloggarinn kvartar yfir því hvað hann er leiðinlegur bloggari eru leiðinleg.

allar ofangreindar tegundir eiga sér þó undantekningar sem sanna regluna. af því allir fokka sér frá venjulegheitunum endrum og eins.
ég datt út í smástund þess vegna kom eitthvað fokka þarna og svona. svo mundi ég aftur hvað ég ætlaði að segja og ég kláraði það með einhverju svona fokka í.

nárast. tárast. párast. klárast. sárast. <-- þetta voru orðin með árast í. fyrir þá sem ekki fatta þá kemur nárast frá nára, ef maður er til dæmis veikur heima vegna fótboltaslyss sem olli sárum nára (vá ég elska hvað þetta rímar) þá er maður heima að nárast. að párast er svo ef maður er að pára eitthvað á blað fyrir skólablaðið, þá getur maður sagst vera heima að párast.

sumt fólk er alltaf að gera mig forvitna. ætli það sé af ásetningi gert? segir mér svona hluta af einhverju þannig að ég spyrji meira útí það en svo vill svo ekki segja mér rest.
hver segir til dæmis:
-ég var bara heima að tala við vinkonu mína.
-hvaða vinkonu?
-bara vinkonu.


...nema í þeim tilgangi að gera mig forvitna?
oh. illa fólk.

takk fyrir kvöldið björk, jón og anna.

vá jón og anna eru líka nöfn á tvíburum sem ég þekki. oft nefnd jón tvíbbi og anna tvíbbi. eða tvíbbarnir. eða eitthvað svona. flestir sem lesa bloggið mitt þekkja sennilega líka þennan jón og þessa önnu. þau eru akureyringar. en þetta voru ekki þau jón og anna. heldur önnur. sem eru líka akureyringar.

-mig langar að horfa á næsta þátt af antm.
-mig langar líka að sjá einn þátt af þáttaröðinni um jessicu simpson og maka. ég var nefnilega að sjá brot úr því og það er virkilega ótrúlegt hvað þau rífast um. eins og til dæmis hvort túnfiskur sé kjúklingur eða fiskur, af því það stendur á túnfisksdollunni að hann sé kjúklingur hafsins.

ég er blogggeðsjúklingur.
innskot:
já (sagt með svona geðveikri gerviupphrópun - eins og ég sé vélmenni að fagna), ég var að fatta þriggja stafa orð. skrifaðu það á bak við eyrað lísa.
innskoti lokið.
ég hef eiginlega stöðuga löngun til að blogga. en samt ekki. þetta er mjög skrýtið.

oh ég gleymdi einu. jæja. man það næst.

lagið:
emiliana torrini - lag sem ég man ekki hvað heitir en er fireold.

kegs.

laugardagur, apríl 02, 2005

hey. af hverju getur maður ekki borðað allt sem maður vill án þess að fitna? og af hverju þarf allt gott að borða að vera svona dýrt?
ég fór til dæmis í borgarleikhúsið í gær - að sjá virkilega virkilega súrt leikrit sem heitir segðu mér allt, en það er önnur saga - og þar kostaði einn poki af appolló lakkrís tvöhundruðogfimmtíukrónur!
þannig að með því að lifa óhollu líferni fylgir bæði óhófleg fita og peningaeyðsla. hversu ósanngjarnt er það?

já og svo er það ritgerð. og svo er það önnur ritgerð. og svo er það skýrsla. og svo er það próf. og svo er það annað próf. og svo er það fyrirlestur.

vá ég elska annasamar vikur nei.

mig langar að lifa í heimi þar sem súkkulaði er hollt og frítt. alltaf. mig langar líka að lifa í heimi þar sem ég er geðveikt góð í að skrifa ritgerðir og fyrirlestra og skýrslur og veit allt um allt.
en hvað það væri gaman að vita allt um allt.
vera eins og uppflettirit. alfræðiorðabók. ef einhver talaði um eitthvað, sama hvað það væri, þá vissi ég hvað það væri.

nei væri ekki bara betra að vera sjálfri sér næg?
hafa ekki löngunina í súkkulaði og annan óþarfa.

ég er að flakka svolítið úr einu í annað. ég er eiginlega að tefja ritgerðarferlið mitt. ég veit ekki hvar ég á að byrja. óþolandi.

vitið bara að ef þið viljið gleðja mig, þá er lausnin súkkulaði. eða rós. súkkulaðið er skemmtilegra nema um sé að ræða ómar.

kegs.

föstudagur, apríl 01, 2005

skin.

miðvikudagur, mars 30, 2005

stund léttleikans. sú eina í dag.
hressandi þegar fátt gleður mann.
hressandi þegar fólkið sem hefur völdin yfir gleðinni dettur ekki í hug að bæta hlutina.
lífið er frábært nei.

útúrdúr:
blogg er stórhættulegt fyrirbæri. ég skil ekki fólk sem skrifar níð um annað fólk á veraldarvefinn. ótrúlegasta fólk les bloggið manns. fólk sem maður þekkir ekki með nafni jafnvel.
útúrdúr lokið.

helvítis tilfinningar. væri ekki gaman af enginn hefði þær?
nei væntanlega ekki. en ég vildi að ég hefði engar neikvæðar. ég vildi líka að fólkið í kringum mig hefði engar neikvæðar.
draumaheimur.

ég hló ekki einu sinni að family guy í dag. en brútal.
ömurlegasti sólarhringur sem ég hef upplifað í ógeðslega langan tíma? jafnvel nokkur ár?
í þokkabót virkar emmessenn ekki.
frábært.

bjarta hliðin:
america's next top model er á eftir.

lagið:
ekkert að þessu sinni.

kegs.

þriðjudagur, mars 29, 2005

djöfull getur fólk komið drulluskítt fram.

sunnudagur, mars 27, 2005

jón kristján var að blogga um hversu mikið hann saknaði þess að vera rekinn áfram í tiltekt (ásamt fleiru) (hann er einn heima).
það minnti mig á að ég leyfi draslinu yfirleitt ekki að safnast upp neins staðar annars staðar en í herberginu mínu ef ég er ein heima - og þá ekki svo mikið einu sinni.
draslið sem fær að safnast saman er líka aldrei neitt svona ógeð, eins og diskar með afgöngum á eða mjólkurferna sem úldnar eða eitthvað svoleiðis drasl. bara svona föt og eitthvað. ekki ryk og svona. það er ljótt. bara sópa og þá fer það. svo er líka ógeðslegt (og ég þekki fólk sem gerir það) að leyfa því sem maður hellir niður bara að liggja að verða að klístri! oj segi ég, oj.

ég held að ég sé smá monica í mér. handklæðin verða til dæmis að snúa rétt og vera rétt brotin saman í handklæðaskápnum.
þið væruð ekki lengi að sjá þetta ef þið sæjuð fyrirkomulagið í fataskápnum mínum. (fólki hefur brugðið og sagt vó - meira að segja foreldrar og forráðamenn).

það sem ég er að reyna að segja er að þó að ég kannski leyfi stundum smá drasli að safnast í herberginu mínu núna þá er ég með of margar áráttur til að það fái að gera það (haha gera það) í framtíðinni.
ég held að málið sé að maður vill ekki láta þekkja sig fyrir að vera subbi og letingi.
og kannski líka að manni líður betur í hreinu umhverfi.
óskhyggja?
hver veit? (eins og það sé maður sem heitir hver og hann viti það hoho (oh verður aldrei þreytt)).

já og eitt; ef ég er pirruð þá fæ ég svakalega mikla tiltektarþörf. það er funky.
kannast einhver við það?


jæja, ég ætla að fara að borða spaghetti bolognaise. andri kokk (hoho eins og typpi. þetta var svona orðaleikur) er að elda fyrir okkur.
pabbi gerir ógeðslega ógeðslega gott spaghetti bolognaise. svo gott að það er uppáhaldsmaturinn minn. þess vegna þoli ég ekki að fá vont spaghetti bolognaise með engri fyrirhöfn sem fólk eldar ekki með það í huga að þetta er ógeðslega góður réttur sem á að hafa fyrir.
pressa andri, pressa.

lagið:
zero 7 - in the waiting line

kegs.

laugardagur, mars 26, 2005

ólíkt mér.
ég er ekki einu sinni búin að vera að skoða annarra manna blogg neitt að viti undanfarið.
svona er lífið á akureyri - ekkert gert.

ég og jón heiðar (bringunonni hér til hliðar) lentum í umræðu um hina umdeildu akureyri í gærkvöldi þar sem við sátum á kaffi karólínu í mestu makindum.

það er yndislegt að koma hingað, en er jafn yndislegt að búa hérna?
þegar einhver tími hefur liðið frá því að ég kom hingað síðast er ekkert betra en að hitta alla og sjá allt og fyrst og fremst fá brynjuís.
það eru allir ofurhressir og ofurknúsandi og allir segja alla brandarana sem safnast hafa upp frá síðustu dvöl minni á akureyri - sem er augljóslega awesome to tha max.
á akureyri er ég líka svo augljóslega í fríi. ég vaki heillengi á næturnar (sem er mitt persónueinkenni og það er mjög leiðinlegt þegar það fær ekki að njóta sín. á akureyri fær þetta einkenni að njóta sín út í ystu æsar (hvaðan kemur "út í ystu æsar"?)) og sef fram á dag, ef ég get.
krakkar, þetta er svo gott líf!
þar að auki er ómar hérna. og dagný. og björk og guddi og inga og allir! það er svo gott.

eftir að hafa prófað núna bæði reykjavík og akureyri þá er ég næstum því (já, það eru smá efasemdir) viss um að ég kýs akureyri.

á móti kemur að í reykjavík búa mamma mín og pabbi og allt sem þeim fylgir.
þar get ég klárað í mh og lært nákvæmlega það sem ég vil. í ma þarf ég að fara eftir áfangalista sem yfirvöld skólans setja fyrir mig. það er svo sem bærilegt, en hitt væri skemmtilegra. þá gæti ég meðal annars lært esperantó! hver vill það ekki? (ábyggilega einhver samt, en ég vil það).
þótt pabbi minn setji mér ýmsar lífsreglur sem ég er ekki sammála þá eru þær auðvitað allar settar með besta ásetningi og hann er góður gaur sko.
systkini mín, fjárhagslegt öryggi, plebbaskapur.
allt þetta fylgir reykjavík.

svo hvort er betra?
já það er spurning dagsins.

lagið:
flaming lips - yoshimi battles the pink robots part 1

kegs.

laugardagur, mars 19, 2005

jæja. jæja já.

ég ætla til akureyrar á morgun. vá hvað ég hlakka til. að sjá allt fólkið veij. :)
(broskall? vó!)

krakkar. pixies. pixies á þessa færslu. hey og monkey gone to heaven. ég fæ ekki nóg af þessum lögum.

erða DJAMMEÐA!? grín hahaha. ég veit ekkert hvað er í gangi. ég kemst ekkert áfram í þessu bloggi bara.
ég á sko að vera að gera enskuritgerð.
hoh já ég auðvitað segi þá sögu bara.

ég gerði tímaritgerð á föstudaginn fyrir viku síðan.
obbobb hvað kemur fyrir stefaníu? jájá krakkar mínir - tölvukerfið fokkast auðvitað upp og ritgerðin týnist.
og hve langt var ég komin?
já ég var BÚIN með ritgerðina. búin. ég var að vista hana. og gat ekki sent kennaranum hana. og allt í fokk og ritgerðin týnd.

hversu ógeðslega brútal er það?
oh þetta er svo ömurlegt. núna þarf ég sumsé að skrifa þessa ritgerð aftur. ég man ekkert hvað ég var búin að skrifa.

bloggedíblogg. þetta var nú ömurleg færsla.
jæja.

kegs.

föstudagur, mars 18, 2005

ah. ég elska að klára ritgerðir.

eftir ellefu tíma verð ég komin í páskafrí.

miðvikudagur, mars 16, 2005

krakkar. ekki grín - ég er farin að fara með svona tvo tyggjapakka á dag.

lélegur brandari. ég er að pæla í að stroka hann út. nú er ég búin að því.
hoho nú fáið þið aldrei að vita hvernig brandarinn var. vá brandari þarf að vera virkilega lélegur til að ég stroki hann út af skömm.
þessi var nú bara svo brútal. aðeins of. ákvað að sleppa honum útí bílfargið.

metnaðarfullur gaur.

america's next top model krakkar. það er málið. í síðasta þætti voru brjáluð rifrildi. það er ekkert svoleiðis búið að gerast núna.
en það sem er mjög mjög gaman er að þær eru í myndatöku á skautum. það felur í sér þær að reyna að vera geðveikt hot og hippogkúl ásamt því að þær eru að reyna að hafa stjórn á skautageðsýkinni.
þá detta þær.
það er mjög fyndið og ég er búin að hlæja geðveikt mikið. hohoho.

ég auglýsi eftir svari.
en fyndið því ég er alltaf að auglýsa eftir fari og svar rímar við svar. awesome.
allavega.
kristalsauglýsingin - eða kannski toppsauglýsingin, man það ekki - sem er eitthvað á þessa leið:
-gaur að stara á og í gegnum kristals-/toppsflösku.
-gaur sér konu stökkva af kletti og horfir á það í gegnum flöskuna.
-gaur fær sér sopa af kristalnum/toppnum.


í auglýsingunni er lag sem er eitthvað á þessa leið:
magic makes the music mooore
nanananananananaaaaa
nananananana
nananananananaaaa
your body is a temple


oh og mig langar svo ógeðslega mikið að vita hvaða lag þetta er því ég elska það. og mig langar að eiga það.
svarið sem ég auglýsi eftir er því svarið við þessari spurningu:
hvaða lag er í kristals- eða toppsauglýsingunni?
vitiði allavega hvað ég er að tala um?

jæja. þá er það að djamma feitt.
við þetta myndi björk bæta:
tvöþúsundogeitt - nema hún myndi skrifa það í tölustöfum.
þetta er alveg catching lingo. þ.e.a.s. djamma feitt tvöþúsundogeitt.
jafnvel as catching og:
awesome to tha max.

tjah maður spyr sig.

ég er södd. ég poppaði ekki. oh. ok.

kegs.
-mig verkjar í augun af þreytu.
-ég hlakka til að fara norður um páskana eftir nokkra daga.
-mig langar á fyllerí í fyrsta skipti í mjög, mjög, mjög langan tíma.
-ég elska þessa bók.
-mig langar að geta ort.
-mig dreymdi svefnlausan loftbelg.
-ég var að bulla af því ég datt út af því ég er að sofna.
-ég er orðin svo þreytt að stundum loka ég augunum og hálfsofna á tveimur sekúndubrotum og er útúr heiminum í smástund þar til ég rumska allt í einu við mér þegar allt að þrjár mínútur eru liðnar.
-einu sinni fannst mér beggi í einhverri af þessum sólarhljómsveitum sem ég man ekki hvað heitir (beggi sem söng ég er sko vinur þinn með hreimi í landi og sonum (oj get ekki hlustað á það lengur eftir auglýsinguna vondu)) ógeðslega kúl.
-mér finnst ómar fyndinn.
-ég er þreytt.
-ég var búin að segja það.
-það er miklu auðveldara að blogga svona. maður þarf aldrei að leiða einn hlut að öðrum - maður segir þá bara útúr kú.
-af því vanalega segir maður hluti inní kú.
-nei.
-ég held ég sé að fá hálsbólgu.
-oh nú get ég ekki hætt þessu því þetta er bara svona brain storming blogg og heilinn í mér tekur sér aldrei pásu - það er alltaf eitthvað. sem er ágætt sko - en það mætti koma fram á öðruvísi hátt en það gerir. eins og til dæmis í skólanum.
-ég elska að ég eigi fartölvu.
-nú ætla ég að halda áfram með ritgerðina - ég er komin á skrið. ég var það allavega áðan - kannski er ég búin að missa skriðið niður.

kegs.

þriðjudagur, mars 15, 2005

línkaviðbætur:

andri eff:
effið stendur fyrir freyr. hann er með skammstöfunina afa af því hann er arnarsson. það var mjög fyndið þegar við vorum í fyrsta bekk. það er það eiginlega ennþá. andri hefur átt marga góða daga. (þetta minnir mig á stefán þór þegar hann var að skrifa um dagný og vissi ekkert hvað hann ætti að skrifa svo hann skrifaði út frá nafninu hennar). hann er hottie í kingstone sem bloggar reglulega, ýmist bitrum færslum eða málefnalegum.
first impression: ruglaður frændi hennar öddu soffíu sem geislaði af sveitabrag. haha.

auðbjörg brauðbjörg:
brauðbjörg stendur fyrir rím við auðbjörgu. það er nú sniðugt. hún heitir maría líka og er kristinsdóttir. haha að minnsta kosti. haha. fattarðu? loool. ég og auðbjörg höfum nú átt okkar égtalaekkiviðþig-tímabil. núna er all in good auðvitað af því við erum nefnilega báðar mjög fyndnar manneskjur og þess vegna erum við oftast fyndnar saman. hún er nýgræðingur í blogguppihaldi og ég legg allar mína vonir í það að hún standi sig stúlkan. bobby (auðbjörg - brauðbjörg - braubba - bobby) er besti ísgerðarmaður í heiminum og hún er svo örlát á heitu súkkulaðisósuna að ég veit ekki hvað ég heiti. ég veit það ekki í alvöru sko. (grín ég veit það). ég elska ís eftir auðbjörgu. satisfaction auðbjörg! push me!
first impression: ertu að grínast með hlátur!? HAHAH! fólk sem gerir grín að mínum ætti að bíða með það þar til það hittir bobby. mér brá í alvöru virkilega mikið þegar ég heyrði hana fyrst hlæja (í afmæli ms. daynew summer 2001).

vá dagný er búin að berast í tal í báðum þessum umsögnum.

hildur há:
háið stendur fyrir harða. nei grín. harðardóttir. hahaha hildur harða hahaha. hún er ein af þessum rauðhærðu í heiminum. þeim fer fjölgandi. hún er búin að draga soldið úr blogginu. í rauninni byrjaði hún aldrei af krafti sko. allavega. hildur er ein tsjillaðasta manneskja sem hægt er að finna. í þessum heimi. þrátt fyrir það tekst henni að vera mjög hress og fyndin. hún heldur auðvitað bestu tsjillin einfaldlega vegna þess að þar kemur saman besta fólkið. hún er vonandi verðandi meðleigjandi næsta vetur. oohhh yeeahhh.
first impression: vá en tsjilluð gella. ógeðslega flott hár. aaaartý. (samt ekki á neikvæðan hátt sko).

kristín ká:
ká fyrir ketilsdóttir. hún er flippuð kókaíngella í kína. grín. en hún ákvað samt að flytja til kína í eina önn. en gaman. hún er obbvur hress og finnst gaman að kasta vatnsblöðrum í fólk á vistinni. kristín hefur verið þekkt fyrir eilítið ógáfulegar athugasemdir og athafnir - einnig hefur heyrst að hún sé eigi sérlega góður bílstjóri. ég hef enga trú á þessum sögusögnum. the kirstwoman hefur mjög sterkar skoðanir á heimsmálunum og er ekki feimin við að láta fólki þær í té. kristín kenndi mér að úgga. (ég vissi ekki hvað ég átti að segja meira þess vegna sagði ég þetta. ég veit ekki hvað úgga er).
first impression: merkjabrjálæðingur! haha. en ógeðslega hress stelpa sem hlær geðveikt mikið og missir stundum útúr sér smá ruglaða hluti.

zoe:
zenowich heisler er restin af þessu föruneiti erlendra nafna sem fylgir þessari lokkaprúðu, hrokkinhærðu stúlku. hárið hennar er geisli alheimsins. grín. en það er samt ógeðslega flott. ljóst og krullað og mikið - hún fílar það ekki. zoemundi kynntist ég í emma og leiðir okkar lágu aftur saman í emmhá. hún er hress mjög og finnst flest fyndið. það er fyndið. hún er frá the bandós (sagt með geðveikt bandarískum hreim) og þess vegna missir hún stundum útúr sér ógeðslega skemmtilega beygð orð. eins og "hann eltaði mig" HAHAH það var svo fyndið. ekki það að þetta sé ekki skiljanlegt. þetta er bara fyndið haha. skilurðu? zoe er awesome to tha max. hún prumpar ekki af því henni finnst prumpulykt ógeðsleg. hún er nefnilega mjög næm á lykt.
first impression: ég bara man það ekki. ábyggilega eitthvað emma flipp með korku. sennilega hvað hún væri hávær haha. hún var það nefnilega einu sinni. hún er það ennþá bara á miklu jákvæðari hátt. þótt hún hafi aldrei verið hávær á neikvæðan hátt.

heimsi bídjeij er líka kominn með nýtt blogg.

góðar stundir.
kegs.

mánudagur, mars 14, 2005

vá af hverju fara allir svona snemma að sofa? þetta er bara svo asnalegt krakkar. þá hef ég ekkert mér til dundurs nema að bæta við annarri færslu. þá mögulega missir færslan fyrir neðan þessa kommentgildi sitt.

ég er ógeðslega þreytt. alveg ógeðslega. mig langaði svo mikið að sofa um helgina - en svona er að vera hippogkúloggóðurgestgjafi. ekki satt?
jú.

oh ég var að dansa áðan. dansi.

hey! ég var að kommenta einhvers staðar áðan og ég gerði eitthvað langt komment og fattaði að það væri efni í bloggfærslu! hvað var það aftur? oh.

já hey ég man það. ég maaaan það.
ætli þetta sé skilgreiningin á svefngalsa?
ætli þetta sé kannski bara skilgreiningin á því ég sé orðin kegsrugluð af svefnleysi undanfarinna ára?
nei ábyggilega ekki því ég er ekkert svona óskýr í hausnum allan sólarhringinn.

allavega.

efni færslunnar:
jón er svo ógeðslega skemmtilegt nafn.

haha ég er orðin svo eitthvað sofandi að ég tala (hvísla í rauninni - mishátt) með því sem ég er að skrifa.

ok sumsé.
já jón. það er bara svo gaman að segja jón, hvort heldur sem um er að ræða í byrjun málsgreinar, lok hennar eða jafnvel bara inní henni miðri. dæmi:
hæj jón.
hvað segirðu gott jón?
jón þú ert svo vitlaus.
hvernig hefurðu það jón?
jón ekki mála mig eins og kisu í framan.
jón þú skuldar mér flug.


því miður dettur mér engin málsgrein í hug í augnablikinu þar sem jón kemur fyrir í henni miðri. sorrý.

en skiljið þið hvað ég á við? þetta er svona eins og auka áhersla. og svo skemmtileg auka áhersla.
kannski finnst mér þetta bara um öll nöfn - þ.e.a.s. að það sé gaman að bæta þeim við bara til að auka áhersluna að óþörfu.
en jón er samt einstaklega skemmtilegt tilvik.

á ég að fara að sofa?
á ég að klára ritgerðina mína?

hmh.

ah fokk ég var að muna að ég gleymdi einu. en ömurlegt. helvíti. neinei. júbb.

okeyj góða nótt.

sunnudagur, mars 13, 2005

ætti maður að blogga?

af þeim milljón bloggum sem ég hef lesið í dag (nei) hafa fimm þeirra byrjað á "ég veit ekkert um hvað ég á að skrifa - en það kemur þegar ég byrja" eða eitthvað í áttina að því.

nú byrjar mitt blogg tæknilega á því líka - en samt ekki frá mér komið. ég veit aldrei hvað ég á að skrifa en ekki læt ég það hindra mig í frábærum lífssögum mínum hér á veraldarvefnum.
fallegt.

þessi helgi var gjörsamlega awesome to tha max. to tha max. to tha max. tsjiggatsjigga. (remix). (nei grín haha).

stebbi var einu sinni alltaf að segja tsjiggatsjigga. réttupphendsemmaneftirðí!

ég var ein heima. þess hefur verið getið. ég var einu sinni getin. ég get líka getið. getið þið getið?
hohoho orðaleikur. hohoho.

ég eldaði fyrir vini. björk bakaði fyrir vini. namminamm. björk er meistarinn í eplabökugerð. ég ætla að gerast meistari í eplabökugerð. ég ætla að mastera þetta og rústa henni svo í dans-battli. (grín eins og eplakökugerð tengist eitthvað dans-battli haha fattaru?)

svo komu gestir og þeir hlógu og ég hló og einn þeirra prumpaði á annan.

------

gullmolar helgarinnar:

-gjé björk. gjörk. jerk. björk jerk. hahahaha.
björk: "ég trúi ekki að þið hafið fundið uppnefni sem rímar við nafnið mitt! mamma pg pabbi skírðu mig með það í huga að það væri ekki hægt að uppnefna mig!"
hahahaha.

-select-kona: "steiktan, hráan eða karteflusalat?"
jón: "afsakið?"
select-kona: *staraájónogbíðaeftirsvarialvegútúrheiminum*
jón: "það þýðir segja aftur á akureyri!"

-prump.

-hláturinn hennar önnu.

-raddleysið hans stefáns

-"ég hef aldrei keyrt á móti sjö einstefnum í röð"

------

kannski eru þetta svona youhadtobethere-gullmolar. en kannski ekki. njótið vel.

takk fyrir helgina björk, guðjón, stefán, anna, sveinn, jón, victor, olga, andri, helga, sunna, björgvin, zoe, hildur og fleiri.

ég elska akureyri og fólkið sem kemur þaðan.

jæja. best að fara að skrifa um ást og appelsínur.
mæli með þeirri hrollvekju.

... ég elti þig og náði þér
kreisti þig og kramdi
"krúttið mitt" sagði ég
og kyssti þig á munninn.

en þú kúgaðist og ældir
og ég sleppti ég þér aftur
svo datt ég á bakið
og datt oní grasið
og yfir mér heyrði ég
rödd þína segja
"gott að þú ert dáin".


kegs.

miðvikudagur, mars 09, 2005

ég finn allt í einu appelsínulykt.

frá og með morgundeginum er ég ein heima. að passa. ábyrgðin seitlar um líkama minn.

haha nei þetta get ég ekki (verið geðveikt hippogkúl og komið tilfinningum mínum í orð á svona ljóðrænan hátt (ef þetta má þá kallast ljóðrænt)).

smávægilegar breytingar á línkum heimsins. reginn er kominn með nýtt blogg. gamla blogg nínu var fjarlægt. *nýtt*-merkið var fjarlægt hjá nínu og björk.

þeir eru velkomnir um helgina sem koma með mat.

takk fyrir.
kegs.

mánudagur, mars 07, 2005

krakkar.

eini tilgangur bloggsins í dag er að minna á eftirfarandi:
-just dropped in með kenny rogers er eitt besta lag sem uppi hefur verið.
-the big lebowski er ein besta mynd sem uppi hefur verið.
-frankly, mr shankly með the smiths er eitt hressasta lag sem uppi hefur verið.
-some girls are bigger than others með sömu hljómsveit er eitt mest eitthvað lag sem uppi hefur verið. ég á erfitt með að lýsa hvernig það er eitt lag sem uppi hefur verið. það er bara svo frábært og kemur mér til að brosa.

vitiði hvað kemur mér líka til að brosa?
ómar. hann kemur mér til að brosa. hann er líka rauðhærður. hahaha. og einn versti bloggari sem sögur fara af. samt ekki á þann hátt að bloggið hans sé leiðinlegt. það er einmitt afskaplega áhugavert og skemmtandi. hahaha. en hann bloggar bara einu sinni á ljósári. það er alveg skítt.

ég er núna að blogga í notepad af því að blogger virkar ekki. ég ákvað því að blogga á meðan ég er í stuði fyrir það og nota bara notepad til þess. svo færi ég bara færsluna inn þegar þar að kemur.
reyndar er netið búið að vera skrýtið í allan dag. allt í fokki.

eitur. eitur. eitur. ég er eiturkona.
ég er eitur heitur reitur teitur.

looool.

það eru svo margir leiðir.
ég er rauð í framan (mér var sko litið í spegilinn núna þess vegna sagði ég þetta).
af hverju ætli svona margir séu leiðir? það er leiðinlegt. ég er mjög hress. ég er aðeins of löt miðað við kröfurnar sem ég geri til mín. devil in the name of. annars er ég hress.

einu sinni leið mér alltaf illa ef ég skrifaði nafn djöfulsins sem persónu. eins og núna. "nafn djöfulsins".
með því að skrifa þetta var ég að komast að því að mér líður ennþá illa ef ég persónugeri hann. þá líður mér eins og ég sé að viðurkenna að hann sé til og að með því verði hann til. ef ég viðurkenni ekki tilvist hans þá er hann ekki til.
er það ekki rétt? er það ekki ástæða þess að guð er dauður?
djöfull er trú umdeild. væri skemmtilegra ef hún væri ekki. eða hvað?

lögin:
kenny rogers - just dropped in (tileinkað ómari)
the smiths - frankly, mr shankly
the smiths - some girls are bigger than others


málefnaleiki færslunnar
: 3.453%.

kegs.

sunnudagur, mars 06, 2005

það eru tveir línkar á leiðinni.
þeir eru báðir á blogg sem hingað til hafa reynst ágætis lesning.
annar bloggeigandinn er staddur í kína. hoh og nafnið á bloggeigandanum byrjar á sama staf og nafn landsins sem hann er í! hohoho (hann á þá við kk nafnorðið eigandinn og segir ekkert til um kyn bloggarans).
vá en mikil ráðgáta krakkar.

í gær fór ég í fyrsta labbitúrinn minn með nýju sennheiser heddfónin mín. djöfull eru þau awesome.
það elti mig krípí gaur og það fylgdist gömul krípí kona með mér útum um gluggann.
en auðvitað fattaði ég plottið á bakvið allt saman. þetta fólk er bara hluti af lífvörðunum mínum. ég er nefnilega mjög mikilvæg manneskja í samfélaginu.

vá en mikið bull. ég var bara mjög hrædd. allt hitt var samið hér og nú.

það sem ég elska:
neibb ég ætla ekki að að gera lista yfir alla þá hluti sem ég elska. þetta var bara svona ákveðin vísbending til lesenda um að nú hefst nýtt umræðuefni.

í gærnótt - eftir smá barnapass, smá djévaffdjégláp, smá sof og fleira - fór ég út að skila djévaffdjémyndinni á leiguna sem er opin allan sólarhringinn (hvílík uppgötvun sem það er nú fyrir sjónvarpsglápara (ég er reyndar ekki ein af því fólki sem tímir peningum í sjónvarpsgláp - ég er sparsöm (euphemism (þetta orð minnir mig á ásmund - besta enskukennara í heimi) yfir nískupúki?))).
eftir það kom ég við hjá hhelgu og við ákváðum að keyra aðeins um á meðan við ræddum málefni líðandi stundar, sem og fortíðar.

og hvert er ég komin? jább út fyrir efnið. sjaldgæft? neibb. takk fyrir.

ég elska að keyra niður laugarveginn, austurstrætið og götuna sem nonnabitar eru í á aðfaranóttu laugardags eða sunnudags.
það er svo geðveikt gaman að fylgjast með næturlífinu.
-sjá allt fulla fólkið ráfa þarna um og eiga erfitt með að halda jafnvægi.
-allar turdildúfurnar sem maður veltir fyrir sér hvort séu kærstupar eða einnarnæturgaman-stundarar.
-alla hardcore gaurana að dissa aðra hardcore gaura.
-allan greyið lýðinn sem þrætir við dyraverðina af því þeir hleypa honum ekki inn.

það er líka ógeðslega gaman að sitja til dæmis á kaffihúsi og fylgjast með fólki. það er svo gaman að horfa á fólkið tala saman og vita ekki hvað það er að tala um en fylgjast samt með svipbrigðunum og handahreyfingunum. ég get setið og fylgst með þessu óralengi.

þegar maður situr í stórum hópi fólks eru yfirleitt mörg samtöl í gangi. þá finnst mér awesomely amusing líka að hlusta á eitt samtalið í nokkrar sekúndur, færa mig svo yfir í annað o.s.frv. og svo jafnvel reyna að vera hluti af þeim öllum á sama tíma.

þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég veit - að fylgjast með fólki. það er svo gaman að sjá fjölbreytileikann. vitiði hvað ég meina?

helmíngur málefnalegur, helmíngur um ekkert.

sniðug málamiðlun.

kegs.
 

© Stefanía 2008