sunnudagur, maí 22, 2005

gaman í gær. mjög. ömurlegur endir á kvöldi samt. ég er soldið pirruð yfir því.

það var ógeðslega lélegur dídjeij á amour sem spilaði ömurlega tónlist sem fólk ælir útaf. hell in ass.
þrátt fyrir það lenti ég í því í fyrsta skipti (að verslunamannahelginni undanskilinni) að þurfa að bíða í röð fyrir utan skemmtistað á akureyri! á akureyri!. sá skemmtistaður var sumsé amour.

hápunktur kvöldsins:
-"áttu sígó?"
-"bíddueh, ésskal athugaeh *bros og blikk*"
gaur athugar í vasann, finnur einn þriðja af þúsundkalli og afhendir. athugar í hinn vasann, finnur restina af rifna þúsundkallinum og afhendir.
-"gjössoveleh... á ekki sígó"

haha. þúsundkalli ríkari, maður. franskar og allt.

heiðurinn fær stefán þór hjartarson fyrir að sækja okkur uppí síðuhverfi og konni konfused fyrir að keyra mig heim.

vorkennið fær dagný fyrir að komast ekki vegna vinnu í gærkvöldi og vinnu í morgun og nína fyrir að eiga ekki áfengi og vera ekki í labbfæri.

kegs.

laugardagur, maí 21, 2005

ómar og björk útskrifuðust í dag. ásamt fleirum. en þau líka.
ég fór í útskriftarveisluna hennar bjarkar í dag og ég borðaði sikk mikið. sikkmikið. brauðréttur mömmu bjarkar er ógeðslega góður og hann er í öllum veislum sem eru haldnar heima hjá björk. það er eina ástæðan fyrir því að ég kem í þær.

björk var ótrúlega sæt í dag. eins og alltaf reyndar.
hún setti fullt af myndum úr veislunni hingað og hérna sést hvað hún var mikil fínalína.

augnablik veislunnar:
-"...og hann steig inn!"
-"kvenkyns ungbarn er eins og úrbeinaður kvenmaður"
-"ég hélt þú værir vampíra eða eitthvað!"
-"nú eigið þið að fara, gestirnir eru að fara"
-"hver gerir snákinn? björk gerir snákinn! hver gerir snákinn? við gerum snákinn!"
-"flestum líkar illa við að koma við piss, mér líkar egstra illa við það"

you had to be there...

ég, inga vala, olga og dagný höfum verið að endurnýja kynni okkar á undanförnum dögum. þess þurfti vegna kærastaeigna sumra og reykjavíkurbúsetu sumra. það er búið að vera virkilega frábært. allir kátir. smá tilfinningaflæði í gangi.

á einum af þessum fundum okkar (já, í gær þegar við hittumst til þess að horfa á ungfrú ísland og borða nammi) spáði inga vala fyrir mér. ég fékk ógeðslega ömurlega spá, svo ég lét gera aðra spá. hún var nánast eins.
en ógeðslegt.

yfir höfuð trúi ég ekki á svona spár - ég hef reyndar aldrei farið til alvöru spákonu sem segir eitthvað marktækt (fyrirgefðu inga mín) - en þegar maður fær tvær ömurlegar spár í röð þá einhvern veginn síjast þær inn og allt sem gerist í lífi manns tengir maður við þessar spár. virkilega óþægilegt.

ég færði stebba aftur upp. uppá hæðir.

jæja. ég ætla að fara að djamma feitt tvöþúsundogeitt.
nei reyndar ekki. en kannski samt.

sakni mamma og pabbi og sunnur og sigrún og anna og allir...
væmið? mér er alveg sama.

kegs.

þriðjudagur, maí 17, 2005

jebeibí.

nei ég veit ekki hvað ég á að segja. þetta er virkilega skrýtið ástand. áframhaldandi svipað ástand og í færslunni á undan nema eitthvað miklu meira vantar. en of persónulegt.

mæli með:
papríku og salsasósu NAMM!

ég fékk mér samt hot salsasósu og ég finn varla fyrir tungunni minni núna. awesome.
elska sterkan mat.

hey fartölvan mín er biluð. mig vantar sjálfboðaliða til að gera við hana eða ábendingu um hvert ég á að fara með hana í viðgerð.
ég er að meina þetta krakkar! ég er að biðja um hjálp útaf tölvunni minni.

jæja. rauðhært fólk rokkar.
líka dagnýjar.

kegs.

laugardagur, maí 14, 2005

stundum finnst mér lífið svo ótrúlega skrýtið.

áðan var ég að keyra og mér fannst bara eitthvað vanta einhvern veginn. ég get ekki alveg útskýrt það. samt er ég svo ótrúlega hamingjusöm og ég gat ekki varist því að hugsa hversu frábært lífið er.
væmið? mér er alveg sama. (þetta er sko nýja mottóið mitt).

mér finnst ekki eins og ég sé að fara að flytja til akureyrar á morgun. af því ég er bara að fara ein! engin fjölskylda með og ekki neitt. vá þetta er svo stórt skref.
vinkona mín er líka búin að kaupa sér íbúð. mér finnst það bara ótrúlegt.
tíminn líður svo fáránlega hratt! ég verð tvítug eftir rúmt ár... það er svo skrýtið.
sumt fólk alveg hlær að mér þegar ég tala um að ég sé að verða tvítug eftir rúmt ár en síðasta árið er búið að líða svo sikk hratt að ég veit ekki hvað ég heiti (þetta sagði ég í samhengi við það að það er bara rúmt ár þar til ég verð tvítug og fyrst að síðasta ár er búið að líða hratt þá býst ég ekki við öðru en að það næsta geri það líka (já tíminn líður hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist)).

bla.

ég vona bara að það verði gaman fyrir norðan. og ég efast reyndar ekki um það. enda er ég hörkutól sem kýlir fólk. já. nei?

kannski eru þessar pælingar bara eftirköst gærkvöldsins; heilinn minn bara súr og framkallar einhverja svona vitleysu.
það var samt mjög gaman í gær. ég, sigrún og sunna hittumst loksins eftir langan tíma. ömurlegt að við loksins hittumst þegar ég er að fara. jæjah. þannig var það nú.

kegs.

miðvikudagur, maí 11, 2005

hæj
ég heiti jón
og ég vinn
í kassagerðinni
um daginn
kom verkstjórinn til mín og sagði hæj jón ertu upptekinn
og ég sagði nei

oh vá þetta er svo frábært lag að ég veit ekki hvað ég heiti. í alvöru sko ég veit það ekki. (vá aldrei þreyttur brandari).

ég er búin að jafna mig eftir hell prófið í dag, ykkur að segja. var reyndar ekki búin að hugsa um það fyrren núna að ég fór að segjast vera búin að jafna mig. kjáninn ég.

já allavega. nú eru myndirnar allt öðruvísi. ég man reyndar ekki hvort að ég breytti mörgum flokkum. en allavega páskunum og rugli á góðum degi. jebb.
ég er búin að vera að myndastússast í allan dag.
samt ætlaði ég að fara að sofa þegar ég kæmi heim. ég er verulega þreytt.
þriggja tíma svefn. svoleiðis gerist oft í prófatíðum. alveg satt.

vá en asnalegt að segja "alveg satt" og "í alvöru".
svona er ég krakkar... asnaleg.

kegs.
í dag borðaði ég bestu flatköku ævi minnar.

bless
búin með 403.

prófstaða:
stærðfræði 313 - ágætt
sálfræði 103 - ágætlega, hefði viljað gera betur samt
íslenska 503 - fall eða? kannski HELL
íslenska 403 - ágætt
enska 503 - ólokið

einn próflaus áfangi með níu (franska 403).

þar hafið þið það.
djöfull er ég reið við mig útaf íslensku 503. eins og ég stóð mig vel yfir önnina. hell in the name of ass freezer.

jæja. takk fyrir mig.
íslenska 503 búin. ógeð helvíti! ógeðslegt próf frá djöflinum!
og mér gekk skelfilega. við erum að tala um spurning um að ná! hell in ass! from freezer!

45 mínútur í næsta próf. íslenska 403. þar er ég betur undirbúin. en saaamt heeeell ömurlegt helvítis próf (sko íslensku 503 prófið).

gangi mér vel. takk.
ég er orðin soldið stressuð

þriðjudagur, maí 10, 2005

helvítis próf.

ég er ekki að meika þennan lærdóm.
íslenskulega séð er rangt að segja "ég er ekki að meika þennan lærdóm".
en þetta er hvort eð er málfræðilega röng setning. hún varð það um leið og ég setti "meika" inní hana. en svona til gamans má segja frá því að málsgreinin væri réttari svona:
"ég meika ekki þennan lærdóm"

þ.e.a.s. sleppa "er að". því er bætt inní málsgreinar í gríð og erg um þessar mundir (af ungu fólki aðallega og auðvitað) og það er einfaldlega rangt ykkur að segja.
svona er unga fólkið krakkar mínir... algjörir uppreisnarseggir.

ég breytti páskunum 2005. og það verða bráðum enn meiri breytingar. mun fleiri myndir bætast í páskaflokkinn bráðum. full of djemm beibí JEH. nei grín. en kjánalegt að segja svona annars staðar en á blog.central.is/omglol.

jæja. íslenskurnar bíða. já tvær íslenskur. haha.
ég fer í tvö íslenskupróf á morgun, bæði jafnerfið og ég er bara búin með annað efnið. en frábært. æl.

gangi mér vel. takk. kegs.
jæjah. þá kom loksins updeit á myndirnar hjá mér...
ég bætti inn samansafni af rændum myndum frá öðrum myndasíðum og svona blabla. veij já frábært.

það eru sumsé:

-páskarnir 2005 (kemur meira frá páskunum síðar)
-áramótin 2004-2005
-emmháíngar
-pallastemmari
-söngkeppnin 2003, fireold

vonandi hafið þið gagn og gaman af.

kegs.

mánudagur, maí 09, 2005

hah.
ég fór í labbitúr áðan. búin að vera inni í herbergi í allan dag að mygla. myglimygl.
það væri nú ekki frásögufærandi (jújú því það er alltaf gaman að segja frá því þegar maður fer í labbitúr) nema vegna þess að svona mínútu eftir að ég kom útúr húsinu byrjaði brjáluð demba. hah.
hún varði þó ekki svo lengi, ekki nema í svona kannski tvær mínútur, en það var nóg til að rennbleyta mig svo að lak úr andlitinu á mér og hárinu.
djöfuls stemning sem það var nú. (í alvöru samt, mér fannst það gaman).

og hér kemur brot úr píslarsögu jóns magnússonar prests:

nei grín.

ég er semsagt að mygla vegna þess að það er prófatíð eins og flestum ætti að vera kunnugt. nema emmaingum auðvitað. prófatíðin þeirra er soldið seinna.

ég flyt eftir segs daga
. það er geðveikt stutt. þegar ég flyt hef ég ekkert að gera í tæpan mánuð því vinnan mín byrjar ekki fyrren svona níunda júní. hótel edda jámm. ástæðu þess má einmitt rekja til seinnar prófatíðar emmainga.
skemmtileg tenging.

já. þannig að ef einhver er með vinnu fyrir mig í þennan tíma (16. maí - 8. júní) má hann endilega láta mig vita. sími eitthvað og ímeilið er hérna efst á hliðarröndinni.

kegs.
diss á
mulduroghauskúpuleg

sniðugt.

ég fór seinna að sofa í gær en ég ætlaði mér. ég lærði líka minna í gær en ég ætlaði mér. alltof minna. (ég veit maður segir ekki alltof minna, mig langaði bara til þess).
þetta varð til þess að ég vaknaði miklu seinna í dag en ég ætlaði mér. sem á eftir að verða til þess að í dag á ég líka eftir að læra minna en ég ætlaði mér.
frábært. nei.

ferlið er hafið. ég er farin að blogga meira. þetta gerist í öllum prófatíðum. jebb. en njótið þess á meðan það varir vegna þess að eftir segs daga flyt ég til akureyrar aftur. ég held að það verði ekki nettenging í íbúðinni minni.
skrýtið að segja "íbúðinni minni". heh.

ég veit ekki hvað ég á að gera næsta haust. kannski fer ég í ma. kannski verð ég áfram í mh. með því að ákveða þetta svona seint dreg ég verulega úr möguleikunum sem ég annars hefði haft á hvorum stað.
til að gera þetta skiljanlegra þá kem ég hér með dæmi:
-ef ég hefði strags valið að dvelja í emmhá hefði ég getað valið parísaráfangann (frönskuáfangi sem snýst einungis um það að afla fjár fyrir parísarferð sem er farin um miðja önnina) en nú get ég það ekki, þótt ég kjósi að vera áfram í emmhá.
-ef ég hefði strags valið að vera í emma hefði ég já ég veit ekki hvað hefði þá gerst en þessi setning minnir mig á brandara sem ég las á einhverju bloggi fyrir svolitlu síðan.

persónur brandarans:
bergþóra: stelpa í emma (ma).
emmi: kærastinn hennar bergþóru.
-þetta eru sannar persónur í skóla lífsins (grín, samt ekki).

brandari: er bergþóra í emma eða er emmi í bergþóru?
hohoho.

kegs.
af viðráðanlegum aðstæðum (nei, þetta er ekki innsláttarvilla, þetta eru viðráðanlegar aðstæður) hefur hefur katrín verið fjarlægð af línkalistanum mínum.

já krakkar, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

þetta þykir mér miður, nú er þeim mun erfiðara fyrir mig að nálgast bloggið hennar. nú dugir ekki (eins og með önnur blogg sem ég skoða (flest þeirra)) að fara inná mitt blogg, finna línkinn og ferðast áfram.
kannski þýðir þetta bara að ég sé hér með hætt að skoða bloggið hennar. já ég held það bara.

sunnudagur, maí 08, 2005

af einhverjum ástæðum ólgar innan í mér pirringurinn. ég veit ekki af hverju.
mig grunar samt að upphaf pirringsins hafi verið við kvöldverðarborðið; rökræður um kostgæfni akureyrar.
að sjálfsögðu var ég hliðholl akureyri.
í fyrsta skipti (af mörgum sem þessi umræða hefur litið dagsins ljós á mínu heimili) var annar akureyringur (alvöru akureyringur, ég er bara gervi, bara innflytjandi) sem studdi mínar röksemdir og kom jafnvel með fleiri, akureyri til stuðnings. það var mjög gaman. þessi akureyringur er meira að segja komin yfir sjötugsaldur. þess vegna var það einstaklega skemmtilegt.
fljótlega hófust umræður um vegaframkvæmdir landsins, nánar tiltekið gangnagerð milli siglufjarðar og ólafsfjarðar.
kosningaloforð sjálfstæðisflokksins.
skipulögð mótmæli meðlimar.
skipulagður sigur sjálfstæðisflokksins.
paranoja?

maður spyr sig.

ef það er paranoja þá er það allavega ekki mín paranoja...
(vá... púnktar. ég geri ekki oft marga púnkta í röð lengur. nú þegar er ég búin að gera það tvisvar í þessari færslu).

staða tunglsins gæti reyndar spilað stórt hlutverk í þessum pirringi.

það sem gæti lagað pirringin minn núna:
-sól.
-að vera búin í prófunum.
-að vera á akureyri.
-að vera ein heima og geta blastað hevví hressandi tónlist og flippdansað við hana.
-napoleon dynamite.
-að vera komin


vá ég seivaði þetta sem draft klukkan 20.43 og þá var ég virkilega pirruð.
núna er ég geðveikt glöð og kát. þökk sé akureyring og afmælisbarni.

því miður hef ég ekki hugmynd um hvert framhaldið af síðasta púnktinum um gleðjandi efni átti að vera. sorrý.

ég þori varla að hætta mér fram því þá kannski missi ég gleðina niður aftur.
jæja ég ætla ekki að láta símtalið sitja á hakanum lengur, bara fyrir bloggaðdáendur. afmælisbörn ganga fyrir.

kegs.
ómar á afmæli í dag :)

til hamingju með afmælið ómar.

eftir viku fer ég til hans og held uppá afmælið hans með honum. það verður gaman.

ég er búin að kaupa afmælisgjöf. hann veit ekki hvað það er hoho.

pabbi sagði þvingað að það væri flott. haha. það var fyndið.

mútsjí.

væmið? mér er alveg sama.
ég elska birtuna um svona fimmleytið á vornóttum. þá líður mér aldrei eins og það sé nótt og mér finnst eins og ég geti vakað að eilífu og ekkert slæmt sé til í heiminum.

væmið? mér er alveg sama.

undanfarið hef ég verið að velta mér uppúr vanlíðan stelpu sem var einu sinni mikið í lífi mínu. mér finnst mjög leiðinlegt að henni líði svona illa en ég veit ekki hvort það sé við hæfi að ég hringi í hana og bjóði fram hjálp mína - þar sem við höfum lítið talað saman undanfarið.
ég efast um að þú fattir ekki hver þú ert. þú veist þá allavega að hugur minn liggur hjá þér.

væmið? mér er alveg sama.

fimmtudagur, maí 05, 2005

ég var að pæla í fatastílnum mínum.
auðvitað hefur tískan alltaf einhver áhrif á fatavalið á hverju tímabili. það er samt svo skrýtið að sumir vita alltaf hvað er mest inn og svona hverju sinni og kaupa sér alltaf boli og buxur og skó í takt við það. láta jafnvel ekki sjá sig í neinu sem fæst ekki í einhverjum hátískubúðum á þeim tíma.
mér finnst það kjánalegt.
ég kaupi mér oft eitthvað sem er löngu löngu komið úr tísku og hefur kannski aldrei verið neitt sérstaklega mikið í tísku heldur bara svona í áttina að því sem þykir flott.
ég var svona að pæla í þessu núna af því að í dag keypti ég mér pils sem mér fannst mjög flott en samt ekkert eitthvað æpandi sérstakt. bara mjög praktíst, fínt og mér fannst það flott.

já ég veit ekki alveg hvernig þetta kemur út allt saman en vonandi skiljast þessar pælingar.

en ólíkt mér að blogga um eitthvað svona. jæja. þannig er það þá.

ég ætla að fara að sálfræðast. próf númer tvö er á morgun.
búin með stærðfræði. það gekk svona upp og ofan. kemur allt í ljós síðar meir.

kegs.

miðvikudagur, maí 04, 2005

já þið lásuð rétt. það er komin ný færsla.

vá hvað mér er kalt á puttunum. ég get varla skrifað. og það er sko engin ástæða fyrir því eða neitt þannig. ég var ekkert úti eða að halda á klakaboxi eða neitt. ég er bara svona hvít og sums staðar blá. ég er meira að segja með svokallaðan nippusting og allt.

ég man eftir ragnheiði dönskukennaranum mínum í emma. hún var alltaf með nippusting. og það voru alltaf allir að tala um það.
hún er líka kölluð bíbí og hefur alltaf verið kölluð það. fullorðinn maður sem ég átti einu sinni orð við ræddi þennan kennara við mig sem bíbí. það var mjög skondið.
hún henti mér líka einu sinni út úr stofunni og skellti hurðinni á eftir mér af því að ég var að borða skyr í tíma.
kannski líkaði henni sérstaklega illa við skyr, ég veit ekki.
hún er búin vera svo lengi við kennslu í emma að hún kenndi hinum dönskukennaranum sem kennir við emma. haha. hversu úrelt er það. hún er líka pínu úrelt.

hvernig beygir maður úreltur? ég var að fletta þessu orði upp og það eina sem kemur í ljós er að maður "úreldist" og maður er "úreltur". það kemur hvergi fram hvað kona er í þessari stöðu. en kjánó.

sums staðar er líka pínu kjánó. maður gæti haldið að það ætti að vera sum staðar. en neibb. það væri þá rangt. ha.

vá ég elska íslenska málfræði og stafsetningu.
íslenska er awesome to tha max tungumál.

kaldhæðnislegt að tala um hversu frábær íslenska sé en hrósa henni á ensku. bjagaðri ensku meira að segja.

mér er aftur farið að finnast gaman að feitletra fullt af tilgangslausum orðum.

já ég var líka að breyta linkunum. gamli línkurinn hans ómars og gamli línkurinn hans heimis fengu að fjúka og olga sigþórsdóttir fékk línk.
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. þannig virkar bloggheimurinn krakkar. ef einhver hefur sett þig á línkalistann er vanvirðing að endurgjalda honum það ekki með því sama. þess vegna var ég snör í snúningum (ekki svo reyndar) og skellti einum á ollmund.
en þegar ég var að gera línkinn fyrir olgu sigþórsdóttur þá fattaði ég af hverju olga m.c. kallar sig olgu emmsé hahaha! af því hún heitir olga margrét celia. ekki af því að hún er með mc grín. ég fattaði þetta sumsé vegna þess að ef tveir heita það sama á línkalistanum mínum aðgreini ég þá oftast með fyrsta stafnum í næsta nafni.
gott stefanía.
nú og þá má nefna að ég breytti uppröðuninni smávegis. það eru komin toppblogg á svæðið krakkar. ég held ég fari bráðum að breyta þessu eitthvað meira. það er nefnilega að koma sumar og þá hefur maður ekkert að gera nema blogga. engin skóli sjáið til.

lagið:
beck - diskobox
djöfull er diskobox awesome to tha max lag.



ég eitra fyrir umheiminum
en það er allt í lagi
því umheimurinn eitrar fyrir mér
og öllum öðrum

mánudagur, maí 02, 2005

AHAHAHAHAHAHAHAHA! hahahahaHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH!

http://www.koreus.com/files/200408/super_doodie.html

nei sko, það er skylda að tékka á þessu. hahahaha. djöfull hló ég viðbjóðslega mikið.

sunnudagur, maí 01, 2005

vá hvað ég er södd.
það er alltaf morgunmatur með allri fjölskyldunni á sunnudögum um hádegi. pabbi (eða einhver annar úr fjölskyldunni, ég held að ég hafi aldrei gert það samt) fer út í bakarí og kaupir brauð - hollt og gott auðvitað, ekkert fransbrauð - og smá bakkelsi fylgir.

í dag bað ég pabba sérstaklega að kaupa ekkert óhollt vegna þess að ég er í megrun, eins og hver önnur unglingsstúlka. megrunin hefur þó ekki farið betur en svo að undanfarna daga hef ég borðað nammi fyrir allt árið (nei bara svona svipað magn og sá sem er ekki í megrun - ég var bara að ýkja sjáið til), þess vegna ætlaði ég ekki að borða bakkelsi í dag.
en pabbi neitaði og sagði að ég gæti bara haldið aftur af mér og hann myndi ekki kaupa mikið.

hvað tekur stefanía þá til bragðs? jú, fær sér bakkelsi. ekkert mikið en þó eitthvað. nýbúin að háma í sig kaffi, appelsínudjús með klaka og mikið magn af brauði með alls kyns góðgæti á. þar má helst nefna pestó, hummus og döðlumauk, egg, gúrku, lifrakæfu og sultu og svo mætti lengi telja (nei ekki svo mikið lengur, það er nú ekki mikið eftir til að telja upp).

jæja. þá er það bara hópferð á klósettið að æla.
nei þetta var nú grín - fyrir þá sem föttuðu það ekki (fyrir þá sem föttuðu það var þetta ekki grín (nei þetta var annað grín, ég var að gera grín að þessu orðalagi að eitthvað sé grín fyrir þá sem ekki fatta)).

en heyrðu krakkar. ég er í prófatíð. þá má maður borða eins mikið nammi og maður getur í sig látið. oj.

já kegs kannski bara.

péss. ég vil afsaka það að í einni efnisgreininni (paragraph fyrir þá sem tala ekki íslensku (grín eins og einhver sem talar ekki íslensku lesi bloggið mitt fattarðu)) talaði ég um sjálfa mig í þriðju persónu. það er eitt það ömurlegasta sem hægt er að gera. ég bið forláts.

kegs.
 

© Stefanía 2008