miðvikudagur, apríl 02, 2008

Antóní Gaudí finnst mér sniðugur, að svo miklu leyti sem ég þekki til hans.
Kannski var hann vondur maður sem lamdi fólk og nauðgaði öðrum. Einhver segði að það ætti ekki að hafa áhrif á álit mitt á verkum hans. Ég tel það gerði það óhjákvæmilega.

En eins og staðan er í dag langar mig fátt meira en að sjá það sem hann gerði betur en á myndum, því þótt mynd segi meira en þúsund orð þá tel ég raunveruleikann gera gott betur.

Ég fyrstaaprílgabbaði. Mjög gott gabb, en frá upphafi gabbsins, sem jaðrar við að vera helber lygi í þessu tilviki, vissi ég að gabbið jaðraði við að vera helber lygi.
Nei, þetta er sennilega ekki rétt orðanotkun. Ég vissi að gabbið myndi ekki slá í gegn hjá hinum gabbaða. Já, þetta er betra orðalag.
Gabbið snerist nefnilega um hlut sem skiptir hinn gabbaða miklu máli, og gabbið birti vonir viðkomandi um hlutinn.
Ég hef sjaldan séð manneskju jafn sára og þegar ég sagði "1. apríl".

Svekkjandi. En þetta verður kannski fyndið einhvern tímann. Jájá.


Ég er orðin lasin. Ég held mig skorti omega3.

Góðanótt.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Ég var í kóræfingabúðum frá föstudegi til laugardags um helgina. Það var frábært. Við sungum í nokkra klukkutíma á föstudeginum og fullt af klukkutímum á laugardeginum. Ég er önnur alt og fæ þess vegna að radda helling - sem er mjög gaman.

Búðirnar voru í heimavistarskóla, rétt hjá Hveragerði, sem heitir Hlíðardalsskóli - og er Össur Skarphéðinsson meðal fyrrum nemenda þess skóla. Mynd af honum ungum var á veggspjaldi skólans frá fornri tíð. Skemmtilegt að sjá þá mynd.

Útsýnið þarna er yfirþyrmandi fallegt. Þegar maður stendur fyrir framan húsið sér maður fallegt landslag út að sjónum og þaðan sést hafið svo langt sem augað eygir. Ég hélt ég myndi deyja.
Um nóttina var svo ekkert lítið stjörnubjart sem var alveg jafn fallegt, ef ekki fallegra. Mér var bent á Mars.

Já.

Ég er farin að læra meira. Mengi og firðrúm bíða mín.

Pé ess







HAHAHAHAH
 

© Stefanía 2008