fimmtudagur, desember 28, 2006

Jæja. Langt síðan. Alltof langt? Alltof margt.

Ég fékk tvær tíur. 2x10. Tuttugu. Það var gott.

Svo komu jólin og ég gaf nokkrar jólagjafir og fékk nokkrar. Borðaði hnetusteik sem ég framreiddi af sjálfsdáðum. Bakaði nokkrar súkkulaðibitakökur líka. Var veik. Vann hjá póstinum við pakkaútkeyrslu. Hitti mann búsettan í Noregi um þessar mundir. Hann er rauðhærður. Borðaði yfir mig fimm daga í röð. Sendi nokkur jólakort.
Allt gott og blessað.

Djamm annan í jólum eftir jólaboðið góða heima hjá ömmu Böddu. Það er classic. Alltaf annan í jólum. Árlegur hittingur afkomenda ömmu Böddu og afa Péturs. Eftir það var sumsé skemmtun niðrí bæ.
Fjandans bannsettir þjófar stálu jakkanum mínum sem var nýr! Í erminni á honum var klúturinn minn, sem var nýr líka (fékk hann í jólagjöf)! Og leðurhanskarnir mínir sem voru LÍKA nýir!
Vá! Svo ógeðslega pirrandi.
Mér finnst líka pirrandi þegar fólk segir já við einhverju sem það veit ekki hvað er. Fyrirgefið. Mér finnst það bara.

Skapið er ekki búið að vera alveg uppá sitt besta síðustu daga. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur. Þetta annars í jólum djamm fór bara ekki sem best. Miklar tilfinningar og svona. Gerði svolítið sem ég er ekki búin að gera í langan tíma og hefði sennilega betur látið ógert. En eftirsjá er til einskis og ekki ætla ég að standa í henni.

Var vakin daginn eftir með símtal um draum um símtal um miður fallegan hlut, glæsó. Það er hlutur sem mun aldrei gerast. Ég er of jákvæð fyrir svoleiðis. Þegar allt er glatað veit ég samt bara að allt mun lagast og eftir einhvern tíma verð ég orðin glöð og allt gott. Ég er bara tímabundið pirruð.
Það gengur svosem allt vel hjá mér. Ekkert amarlegt að fá tíurnar. Mjög gaman og góðar fréttir. Svo er ég náttúrulega alveg umkringd góðu fólki.
Stundum bara er gott fólk ekki nóg. Stundum fellur líka góða fólkið í skuggann af vondu fólki. Og góða fólkið fellur líka stundum í skuggann af eigin athöfnum.

Æji. Bla.

Partý um áramótin. Mega partý. Vonandi ekki downtown. Bara áramótakjóllinn minn sem ég get ekki beðið eftir að vera í. Vígja hann.
Fyrst Sunnubrautarfjölskyldupartý. Er ekki búin að vera þar um áramótin í þónokkurn tíma, það verður fínt. Eftir það verður það lífið. Vonandi ekki niðrí bæ, það er leiðinlegt niðrí bæ.
Eða hvað?

Allavega. Ást bara á línuna. Svona stærstan hluta línunnar.

Bless.

miðvikudagur, desember 13, 2006

I'm back from London, baby.

Það var alveg jafn gaman og ég vonaði, jafnvel vonum framar.

Ég sá Big Ben, London Eye, Buckingham Palace, ferðaðist í the Tube, verslaði, kynntist Bretum, borðaði breskan mat (samt ekki fish and chips, enda er ég með ofnæmi fyrir sjávarmeti), fór á breska skemmtistaði, talaði bresku, tók myndir af fólki sem býr í Bretlandi, fór í breska sturtu, drakk breskt kranavatn (sem var allt í lagi sko), sá breska heimilislausa menn, fékk viðreynslur frá breskum mönnum og svo margt fleira.

Ég skemmti mér svo rosalega konunglega.

Mætti þarna á fimmtudaginn alveg týnd vegna þess að ég gleymdi að fá mér svokallað Frelsi í útlöndum og gat því engan látið vita af mér. Sem betur fer var ég búin að fá lestarleiðbeiningar áður en ég fór frá Íslandi og endaði einhvern veginn á réttum stað (eftir að hafa villst á nokkrum stöðum).
Lísa tók á móti mér í lestarstöðinni í Croydon, sem er úthverfi London, í ysta svæðinu (zone 6). Þar býr hún, Hrefna og Anna. Það sem tók líka á móti mér var rosalega íslenskt haustveður; rok og rigning. Æði.
Um kvöldið var auðvitað bara djamm. Ég innbyrði eitthvað áfengi það kvöld sem olli örlitlum höfuðverk daginn eftir, og gerði svosem ekki margt á föstudaginn, fyrren djammið tók við aftur. Jebeibeh.

Puttin' some lipstick ooon á föstudagskvöldinu:




Og pigerne úti á lífinu:




Á laugardaginn verslaði ég helling fyrir ekki mikinn pening. Hef svosem alveg verslað meira, en gerði virkilega góð kaup, sem var mjög gaman.
Um kvöldið fórum við auðvitað aftur út á lífið, en í það skipti kom Aníta Hirlekar með okkur. Það var æðiii.
Svona mikill hressleiki:



Haha, Aníta á góðri stundu.


Sunnudagurinn fór svo í að túristast í London með Lísu. Þá skoðaði ég allt sem ég taldi upp efst og fór svo út að borða, voða kósí.
Við enduðum svo aftur í Croydon, á aðalstaðnum, Lloyds. Og sátum þar með hvítvínsflösku. Og fengum aðra. Og aðra. Ekki okkur að kenna.

Morguninn eftir vaknaði ég eftir heldur lítinn svefn. Pakkaði, fór útá lestarstöð og þar tók við þrír bilaðir hraðbankar og bilaðar miðasöluvélar og miðasölumaðurinn tók ekki við kortinu mínu.
Paniiiiik, takk fyrir pent. Allt sem ég var með voru tíu evrur. Þegar ég spurði hvort hann gæti tekið við evrum sagði hann "We're in London!" og horfði á mig eins og ég væri hálfviti.
Þá kom rauðhærður, krúttlegur Breti og bauðst til að borga fyrir mig miðann. Ég var geggjað ánægð og lét hann auðvitað fá evrurnar í staðinn.

Allt er gott sem endar vel. Ég komst á leiðarenda og náði fluginu mínu.

Ég er komin heim.

Takk fyrir mig, Lísa, Hrefna og Anna. Þið voruð good gestgyafes. Þrátt fyrir mörg vandræðaleg augnablik í verslunarmiðstöðum og á fleiri stöðum.
Þið fáið mig aftur í heimsókn :)

Bleeess.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jæja. Prófunum lokið. Fæ ábyggilega ekki að vita neitt fyrren um 19. desember. Gaman að hanga í lausu lofti. My favorite feeling.

Fer til London á morgun. Vá, en ótrúlega spennandi. Ég hlakka til að gera ekki neitt nema hafa gaman í fjóra heila daga! Engin ábyrgð, bara skemmtun. Oh, svo næs sko. Gleði? Ég held það.

Ég er orðin mæspeis nörd. Ég verð að halda aftur af mér að kíkja ekki á mæspeis á hverjum degi. Þvílíkur tímaþjófur. Og allt sem maður er að gera er að njósna um líf annarra. Hvers vegna hver er að segja hvað og svona. Ótrúlegt. Svo er allt í einu liðinn klukkutími. Já, já. Svona er þetta.

Ferskar fréttir (sem eru svosem ekki ferskar en ég gleymdi bara að segja frá þeim):
Björk ætlar að kenna mér á fiðlu. Haha. Júlía Sif, litla átta ára systir mín, er líka að læra á fiðlu. Við verðum saman inní herbergi að spila falskan dúett. Og Halldór Sörli, tvíburabróðir hennar, verður í næsta herbergi að æfa sig á saxófóninn. Það verður stuð á mínu heimili. Lovin' it.

Mig langar til að vera fyrir norðan um áramótin.
Vill einhver hýsa mig? Mér finnst líklegt að ef einhver þekkir mig það mikið að hann er tilbúinn að hýsa mig þá veit hann annað hvort e-mailið hjá mér (sem er líka hérna til vinstri á síðunni) eða gsm-símanúmerið mitt, eða getur hreinlega kommentað hérna eða á mæspeisið mitt.
Þannig að I'm all yours, people. Just say the word.

Jæja, ég er farin að sækja London-flugmiðann minn. Næææs.

Bless.

mánudagur, desember 04, 2006

Crazy eyes.

Afmælið hans Palla var stemmari. Þetta var afmælisgjöfin mín til hans:



Þetta ásamt bók frá 1939 um uppruna flugvéla. Gaman að því. Fyrir óglögga get ég sagt frá því að hann er sumsé upprennandi flugmaður.
Í afmælinu var mikið glens og gaman. Ég fékk mér áfengi þónokkurt, jafnvel meira en góðu hófi gegnir miðað við aðstæður (stærðfræðipróf mánudaginn eftir). Ég fór allavega ekki niður í bæ, sem getur talist gott fyrir fólk eins og mig sem á erfiðara með að halda niðri hvötum sínum þegar það er í glasi (hvatirnar verandi að vilja fara niður í bæ).

Smá lærdómur á laugardaginn og um kvöldið fór ég að vinna.
Ég lenti í virkilega ágengum og óþægilegum viðskiptavini sem ákvað að þetta kvöld skyldi hann fá númerið hjá mér. Ekkert illa útlítandi strákur, ef hann hefði ekki verið útsprautaður af sterum, búinn að liggja í ljósum og dýfa hárinu á sér ofan í bleikiefni. En það sem gerði mig algerlega afhuga var hegðunin.

Einn, tveir og saga:
Þegar ég fór á borðið hans til að hreinsa diska, sem ég þurfti að gera þónokkrum sinnum þar sem þetta var þrírétta jólahlaðborð (nokkrar ferðir til að hreinsa forréttadiska, nokkrar til að hreinsa aðalréttadiska og örfáar til að hreinsa eftirrétta (þá eru allir orðnir svo saddir að þeir fara bara eina ferð)) þá starði óþarflega hann og brosti svona: "How you doin'..."-brosi. Haha.
Þegar líða tók á kvöldið og flestir búnir að innbyrða þónokkuð magn áfengis, þ.m.t. hann, þá greip hann í mig, togaði mig niður til sín og munnurinn hans nálgaðist óþægilega hratt og mikið þar til ég náði að bograst einhvern veginn undan hendinni hans.
Þar sem ég hörfaði þá ákvað hann að hann skyldi frekar prufa að nota aðra leið en beint í kossinn, og bað um númerið mitt, sem ég neitaði auðvitað að láta hann fá.
Eftir ítrekað suð þá heimskaðist ég til þess að játast með trega. Sagðist skyldu skrifa það niður, en hvarf svo bara og ákvað að forðast hann það sem eftir væri kvölds og hélt bara áfram salhreinsuninni.

Nei, nei, stekkur ekki strákstaulinn á fætur og eltir mig í átt að barnum á einni ferð minni um salinn. Þar ítrekaði hann bónina um símanúmerið sem ég þar með harðneitaði að láta hann fá, þrátt fyrir tilraun hans til að sannfæra mig um að hann væri mun skemmtilegri edrú. (Á þessu stigi var hann kominn með ákveðna kjálkahegðun sem ég hef einmitt séð hjá manni sem er mér mjög kunnugur þegar sá maður drekkur gríðarlegt magn áfengis, haha (you know who you are)).

Já. Skýr skilaboð? Ég held það.
But, no. Hann yfirgaf varla mikið meira en tveggja metra sjónlínu frá mér restina af kvöldinu. Sem var sem betur fer ekki langur tími reyndar.
Á þessu ferli spurði hann mig m.a. um nafn, sem ég tilkynnti honum ranglega að væri Jóhanna.
En toppurinn var samt þegar hann tilkynnti mér (stelpunni sem var að taka aðra vaktina sína í vinnunni) eftirfarandi:
"Ég var sko að vinna hérna einu sinni, ég veit alveg hver þú ert..." *blikk*

Kemur.

London eftir þrjá daga. Næææs.

Farin að læra fyrir stæææ. Bless.

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Um það bil tóm rafhlaða. Stutt blogg.

Palli á afmæli á morgun. Mega gaman. Verð að halda uppá áfangann með honum og það geri ég með glöðu geði, en ég er samt að fara í bæði lokaprófin mín á mánudaginn. Sjæse man. Ég á eftir að reikna svo mikið.
Ég er búin að reikna allt einu sinni, bara yfir önnina, en núna er komið að því. Fæ ég tíurnar mínar? Hopefully.

Ég á pottþétt eftir að blogga skrilljón sinnum yfir helgina. Geri það alltaf í prófatíð. Ef prófatíð getur kallast, tvö próf og bæði sama dag. Veit ekki sko.

Um helgina ætla ég að segja feis við djammið. Feis djamm. Ég ætla að segja feis við bakkus. Feis bakkus. Ég ætla að baða mig í stærðfræði. Ég vakna, læri stærðfræði, borða, læri stærðfræði, baða mig (í stærðfræði), læri stærðfræði, sef (bara smá og bara á nóttunni (og þá dreymir mig stærðfræði)).

Helgina eftir það ætla ég til London. Þá ætla ég að segja feis við skólann og prófin og stærðfræði. Þá ætla ég að vera búin að fá tvær tíur. Ég get, ég ætla, ég skal. Feis stærðfræði.
Í London ætla ég að segja hæ aftur við djammið og bakkus. Ég ætla líka að segja hæ við yfirdráttarheimildina mína, lítið hæ. Fyrst og fremst mun ég segja hæ við Lísu. Hún ætlar að kynna mig fyrir bresku djammi. Eðaldjamm. Vonandi fæ ég líka að segja hæ við Anítu Hirlekar. That would be nice.

Helgina eftir það ætla ég að vinna, og djamma. Bæði, já. Helgina eftir það eru jól. Vá.
Hah, ég fékk jólatilfinninguna mína. Ég er farin að fá hana æ oftar. Hún er fín sko.

Ég vona að dissið mitt hafi virkað. Hvaða diss? You'll never know.


Smá dansmynd í lokin. Tvítugsafmælið mitt, ég að missa það við Peaches. Peaches er krúttleg. Vekur upp hjá mér krúttlegan dans.



Easy, girl.


Já, og elsku Akureyringar. Viljiði fara að koma suður aðeins? Væri voða gaman sko.

Bleeess.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Góð helgi sko. Gott líf.

Samt er ég orðin pínu þreytt á því. Sama tuggan. Sama fólkið. Sama djammið. Sömu hlutirnir. Æj, ég veit ekki. Það er samt alveg nóg að gerast. Ég er samt ennþá skotlaus. Ég er sennilega ekkert tilbúin í neitt skot. Annars væri ég ábyggilega orðin skotin. Það er alveg hellingur af strákum allt í kring, það er bara enginn sem hrífur mig uppúr skónum.

Mig vantar svoleiðis. Eða kannski langar mig bara ekki neitt í svoleiðis. Vinir mínir eru frábærir, þeir bjarga málunum.
Svo dýrka ég öll systkini mín. Þau eru öll frábær. Sunna svo vel að sér og með allt á hreinu, Rebekka fyndna og sniðuga á svo marga vegu, Júlía Sif svo ótrúlega hjálpsöm og dugleg og góður nuddari og orkumikil og ótrúlega fim og klár að nota líkamann sinn í það sem hún vill, frá dansi og fimleikum í fíngerðar fingraæfingar, Halldór Sörli einn sá fyndnasti í bransanum og svo hæfileikaríkur í tónlist og næmur á allt, Arna Þóra svo ljúf og ástrík og klár í skólanum sínum, Harpa Kristjana svo yndisleg og vel viljandi og ástrík og fyndin og sæt og allt.
Æj, ég er svo rík. Og væmin. Það er fínt.

Já, helgin var fín. Tók fyrstu vaktina mína í Gullhömrum, veisluþjónustu. Ótrúlega gaman. Tók svo good jam sko. Góða sultu, haha. Kynntist sætum Breta sem ég mun sennilega aldrei sjá aftur.
Á laugardeginum var útflutningsteiti hjá Sunnu Dís, Magga og Hildi. Góð stemning með skemmtilegu fólki. Fórum í hressan drykkjuleik á vegum Gullu sem fór alveg með mig. Það fór nú eins og það fór.

Takk fyrir mig, Sunna mín, hehe.

Endaði svo helgina á góðu trúnói með Öspinni minni. All good.

Have it good everyone.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jájá, ég er meinstrím.

Það er allt í lagi að vera meinstrím. Einu sinni pirraði það mig þegar fólk fór allt í einu að verða artý eða fíla eitthvað sem það fílaði ekki áður en það komst í tísku að fíla það. Núna pirrar það mig þegar þetta fer í taugarnar á öðru fólki.
Mér finnst það vera gott mál þegar fólk þroskast og fær tækifæri til þess að líta öðruvísi á hlutina. Mér finnst það vera gott mál þegar fólk kynnist nýjum hlutum.
Orð eins og hæp og pós og fleiri í þeim dúr angra mig. Fólk sekkur, eðlilega, mismikið og djúpt ofan í hluti, eins og tónlist t.d. Þeir sem hafa ekki svo mikinn áhuga á tónlist eða tækifæri til að kynna sér tónlist, dýrka kannski einhverja hljómsveit meira en aðrar hljómsveitir sem þeir þekkja, og byggja þessa dýrkun á fremur lítilli áheyrn. Svo eru aðrir, sem hafa mun meiri áhuga á tónlist eða betri tækifæri til að kynna sér hana, sem finnst þeir fyrrnefndu ekki hafa rétt til þess að dýrka þessa hljómsveit, því þeir vita ekki nóg um hana.
Mér finnst þetta eiginlega bara sorglegt. Eða ég veit ekki rétta orðið.

Það er kannski hægt að líkja þessu við myndlist. Segjum sem svo að einhver líti eitthvað málverk, eftir atorkusaman listamann, augum og finnist þetta málverk frábært. Sá hinn sami sér jafnvel eitt málverk til viðbótar eftir sama listmálara og finnst það málverk alveg jafn æðislegt. Eftir þetta fer hann að segja að hann kunni vel að meta þennan listmálara.
Er það rangt? Ég veit það ekki.
Kannski þarf maður meiri þekkingu á listmálaranum eða hljómsveitinni til að geta sagst kunna að meta hann/hana.

Ég skil svosem sjónarmið þeirra sem láta svona angra sig. En mér finnst samt betra að fólk geti allavega myndað sér einhverja skoðun heldur en enga. Það er eðlilegt að hafa skoðanir á hlutunum.
Maður myndar sér fyrst skoðun eftir fyrstu kynnum, síðar kemst maður að meiru og skoðunin breytist, þegar maður kemst að enn meiru þá breytist skoðunin væntanlega enn meira. Þeim mun meiri þekking, þeim mun meiri stuðningur er á bakvið skoðunina - en það er samt eðlilegt að mynda sér skoðun.

Aðalmálið er að vera tilbúin að breyta skoðunum sínum ef betri rök bætast í þekkingu manns.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Ahh. Svo góð helgi sko.

Kom norður í alsælu og frábærar móttökur hjá frábæru fólki. Var boðið í mat, virkilega góðan mat meira að segja. Þá tók við hvítvínssötr og stuðrall.
Vantar svona bits and bits í kvöldið og nóttina, en ég skemmti mér allavega konunglega.
Fór seint að sofa og vaknaði kl. 10 til að fara í fjallið. Nææææs sko. Geðveikt færi, ekki of margir, sól og blíða, góður snjór. Reyndar 20 stiga frost, svona frost sem frystir horið í nösunum á manni. Æðislegt, hehe. Enda nældi ég mér í eitt stykki öflugt kvef eftir laugardaginn, sem ég er ennþá að berjast við. Kvef sem veldur rauðu nefi, þurrum hálsi, erfiðleikum við átu (ekki hægt að anda og borða á sama tíma og maður verður móður), hálsbólgu (sem var að skríða í hús) og fleira. Eðalkvef.
Ákvað að halda kuldanum við og fékk mér Brynjuís eftir smá Café Amour setu. Djöfull er hann góður maður, ég var hreinlega búin að gleyma því hvað þetta bragð er svakalega ljúffengt. Nei, það er ekki beint rétta lýsingin að ég hafi verið búin að gleyma hversu ljúffengt það er. Ég vissi alveg að bragðið væri eitt það besta í heimi, en það var einhvern veginn samt aðeins farið að dofna í minningunni. Þetta var orðið miklu meira svona vitneskja um gæði bragðsins, frekar en vitneskja um bragðið sjálft. Extremely nice að rifja það upp.
Kom aftur heim í góða húsið hennar Anítu Kristjáns og fjölskyldu, sem eru með bestu gestgjöfum sem ég hef kynnst, og við tátur sofnuðum þar í sófanum yfir einhverri America's Next Top Model re-run syrpu. Ég steinrotaðist alveg og svaf í þrjá tíma eða eitthvað.
Vaknaði, fór í gott bað og hóf annað hvítvínssötr í góðra vina hópi sem bættist jafnt og þétt í þar til við yfirgáfum húsið.
Sumir í þeim hópi voru einkar æstir á tímabili, en það er bara fínt flipp (stuðlar) í tilveruna.
Stefnan: downtown, jammin'.
Fór bara ágætlega snemma heim það kvöld, allavega miðað við Reykjavíkurheimfarartíma.
Stundum alveg glatað að það skuli allir skemmtistaðir loka kl. 4 á Akureyri. Maður er vanur því að hanga niðri í bæ til 6, 7. Þá er svekkjandi að fara heim klukkan 4. Aðalmunurinn á Akureyri og Reykjavík er að útaf því að allt lokar svona snemma fyrir norðan þá eru oftast eftirpartý. Ég fíla það sko.
Vaknaði um hádegi sunnudagsins og fór aftur í fjallið.

Ég og Arnar Ómars áttum besta daginn:
-Góð syrpa í fjallinu. Ég reyndi að fara uppí Strýtu en lyftur (aðrar en stólalyftur) koma mér í svo ógeðslega pirrað skap að ég beilaði á Strýtunni og við héldum okkur við ótroðið, sumpartinn púðrað Suðurgilið. Geeeðveikt. Ég var alveg farin að hoppa svona hálfan metra eða metra upp í loftið. Hehe, góður maður. Fimmuna fyrir því.
Þann daginn var líka enn betra færi en á laugardeginum, ef mögulegt. Það var allt það góða sem ég taldi upp áðan, plús að það voru ekki nema -4°C, sem er soldið allt annað og þægilegra en -20°C. Mér leið vel allan tímann í fjallinu.
-Fórum svo í sund eftir fjallsferðina góðu og héngum í heita pottinum í svona tvo tíma að spjalla. Heeevví næs. Gott til að slaka á vöðvunum. Ég hefði samt hreinlega átt að teygja á því ég er með strengi út um allan líkama. Í alvöru, nefnið vöðva og ég get sagst vera með strengi þar.
Ok, þið vitið að þetta er ekki bókstaflegt, en ég er samt með strengi á fáránlegum stöðum. Við erum að tala um strengi á ristinni, undirframhandleggnum (ég veit ekki hvort þetta orð er til, en þið gerið ykkur samt kannski smá grein fyrir því hvað ég meina), upphandleggnum, mittinu, síðunni, hálsinum, kálfunum, öxlunum, lærunum, maganum, rassinum, bakinu, o.s.frv. Haha, geggjað.

Ég hélt áfram að eiga góðan dag:
-Mætti heim til Anítu, gipsmeistara, aftur og við tók dýrindismáltíð sem Helga og Kristján elduðuð ofan í liðið.
-Fékk mér aftur Brynjuís.
-Settist á Karó og tók gott tsjill þar. Something I've missed. Ótrúlega næs.
Flaug ekki suður fyrren í morgun.

Gerist ekki mikið betri dagur. Og bara helgi ef því er að skipta.

Ég þakka kærlega fyrir mig, allir sem að því komu að gera helgina mína góða. Þá sérstaklega íbúar Aðalstrætis 80b.

Akureyringar eru svo gott fólk, í alvöru. Maður fær bara endalaust gott vibe á Akureyri. Mér leið vel frá því að ég steig úr flugvélinni á föstudagseftirmiðdeginum og vellíðanin er ekki ennþá farin þótt ég hafi komið til Reykjavíkur fyrir tveimur klukkutímum. Ætli það tengist því ekki aðeins að það er kominn svona mikill snjór hérna í stórborginni (stór, já).
Vá, hvað mér finnst fyndið að allt hafi farið í fokk á laugardaginn þegar það fylltist allt af snjó hérna.
Haha, Reykvíkingar eru hreinlega ekki undir það búnir að taka á móti svona miklum snjó. Þeir panika bara og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. "Snjór? Hvað þýðir það? Hvað gerum við núna?" Krúttó.

Ég fíla þetta sko. Sérstaklega ef þetta þýðir að Bláfjöll fari kannski að opna. Þá verð ég soldið mikið glöð. Hamingja.

Jæja, ég ætla að fara að vinna helgina upp í stærðfræðilærdómi. Með hor í nös, þrútið og rautt nef, hósta, og nefmælta og krúttlega rödd. Gaman. Bros.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Jeeiijjjj!
Ég er á leiðinni til fokkíng Akureyrar eftir örfáa klukkutíma.

Tek tvö góð djömm á þetta og tvær góðar brettaferðir. Gerist ekki mikið betra! Ahhh :)

Kannski verður samt bara kjánalegt að djamma á Akureyri núna, það eru allir fluttir þaðan. Ekki allir, en svo margir.
Allavega, pant skemmta mér vel.
Ég hvet alla sem ég þekki til að hafa samband við mig. Ég glataði símanum mínum í sumar og missti nokkur númer út, ekki öll en sum.

Orræt man!
Ég er farin.

Já og ég er komin með mæspeis. Haha, ekki hélt ég að sá dagur kæmi.

Ówellbless.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ég fór ekki norður. Enda sagði ég að ég færi ekki ef fjallið opnaði ekki. Ég fer samt bráðum að látast úr brettalöngun. Nei, nei. Samt.

Góð helgi samt sko, þrátt fyrir að hún hafi ekki farið fram á Akureyri af minni hálfu. Ég er eiginlega orðin alltof mikill djammari. Komin aðeins of mikið í 2. bekkjarfílinginn. Kannski spurning um að fara að slaka á.

Ég fer norður næstu helgi, æ hef tú. Fara á bretti og kíkja á þetta Akureyrarpakk allt saman. Fara í heita pottinn. Meet my peeps.
Oj, ég sagði þetta ekki. Ég var að grínast.

Sjæse. Ég sit hérna uppí MH að blogga og það er matarboð á borðinu við hliðina á mér. Það vantar bara kertaljós sko. Þær eru með allar græjur þessar píur.

Eftir næstu helgi verður smá afslapp í the jam þar til London beibí! Oh, kreisí en the membrain man.

Og nú er matarboðið bara búið af því að frímínútur eru búnar. Gaman að hafa tíu mínútna matarboð.

Toppur helgarinnar var deffó þegar pabbi mætti á Prikið. Haha. Algjör snilld. Gaman að vera að dansa og fá símtal frá föður sínum um það að hann sé fyrir utan Prikið. Ég dró gamla auðvitað inn aðeins, haha. Stemmari að djamma með pabba gamla.

Annars er ég að halda áfram að eisa skólann, it's going good. Ég er því afskaplega fegin. Væri kannski líka bara hálfglatað að vera bara í tveimur stærðfræðiáföngum og engu öðru og vera ekki að eisa þá.

Úff, ég verð hreinlega að tala um þetta.
Mér finnst svo sorglegt hvað það eru margir gaurar sem eru bara algjörir plebbs og hoes. Hálfskondið að þeir fá á sig nafnbótina "playerar" fyrir að fara með tveimur nýjum gellum heim hverja einustu helgi. Player - mér finnst það orð gefa til kynna eitthvað töff, en það er ekki töff að ná sér í hvaða gellu sem vill skríða upp í rúm með manni.
Ég hafði ekki svo mikið kynnst þessu heima á Akureyri. Það er svo mikill smalltown að þetta þekkist ekki þarna í svona miklu magni. Eða kannski gerir það það, en þessir gaurar voru þá ekkert mikið á sömu stöðum og ég. Reyndar var ég í sambandi þá og ég held að þegar maður er í sambandi (ef maður vill eitthvað vera í þessu sambandi) þá gefi maður frá sér svona "ég er á föstu"-vibe.

Í Reykjavík er allt morandi í þessum töppum.
Skemmtileg kenning sem ég heyrði. Stelpurnar vita að þessir gæjar eru eins og þeir eru, en halda samt að þær séu eitthvað sérstakar því þær vona að þær séu þær sem eiga eftir að breyta þessu mynstri.
Auðvitað eru til stelpur sem er alveg sama og eru bara að fleygja sér í einnar nætur gaman, eins og strákarnir. En munurinn er held ég sá (án þess að alhæfa, undantekningarnar eru auðvitað til og alveg nóg af þeim) að þótt þær vilji ekkert meira með gaurinn hafa og sé alveg sama um hann, þá kunna þær samt alveg að vera kurteisar og drulla ekki yfir greyið strákinn með algjöru dissi við næstu kynni.
Ég get ekki talið skiptin sem ég hef heyrt um þar sem pían er á total bömmer bara vegna þess að næst þegar hún hitti gaurinn var hann svo dónalegur að hún heldur að hún sé eitthvað ömurleg. So wrong.
Samt langaði hana kannski engan veginn í strákinn aftur. Glataður í rúminu og enginn kúrari eða skjallari; not top-notch gaur. En útaf þessu dissi af hans hálfu, þá verður hún að fá hann aftur. Vegna þess að fólk langar alltaf í það sem það getur ekki fengið.
Glatað.

Þessi leikur, þessi höstlleikur er ótrúlegur. Það er merkilegt að sjá hvað það er rétt að það gilda einfaldlega ákveðnar reglur í honum og merki sem fólk sendir sín á milli.
Sumir kunna ekki reglurnar og merkin, ég er ein af þeim. En maður kemst ekki hjá því að læra þetta af öllu helgardjamminu og einfaldlega af öllum mistökum fólksins í kringum mann.

Orrætí then. Ég er farin að diffra og heilda og ýmislegt fleira.

Good fun and live well.

Es. Helvítis minniskortinu úr myndavélinni minni var stolið! En glatað. Haha bókstaflega glatað. Og það voru líka myndir inná kortinu sko. Enn verra.
Ef þið finnið það, Sony-minniskort með eitthvað miklu plássi, alveg slatta plássi, þá endilega skilið því. Pirrandi. Fáránlegur þjófnaður líka. Alltílagibless.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Helgin var æði. Ég var með tvíburana frá föstudagsmorgninum og út þriðjudag en fékk næga hjálp frá fullt af fólki og allt gekk eins og í sögu. Ég átti meira að segja einkalíf á föstudags- og laugardagskvöldinu. Skemmti mér eins og í sögu bæði kvöldin. En hvað það var gaman. Broskall.

Haha, ég var samt hálfbjálfaleg á föstudagskvöldinu. Voða krúttó. Átti svona romantic alone time. Föstudagskvöldið átti að fara í tryllt teiti (ég veit svosem ekki hvort það hefði verið tryllt) en úr teitinu varð núll. Þess í stað fór ég uppí Grafarvog til múttu minnar og borðaði hjá henni og co., afskaplega notalegt. Lærði nýja leið til skyrátu; setja sultu út í skyrið. Mamma mín hefur víst notað þessa leið alla tíð en eitthvað fór hún framhjá mér.
Klukkan var svo orðin miklu meira en ég ætlaði og hélt þegar ég fór heim að gera mig klára fyrir skemmtun kvöldsins, sem var svosem óráðin á þeim tíma. Ég fór í sturtu í rólegheitunum, vaxaði meine bener (þýðing: lappirnar mínar) (vá hvað ég er góð í þýskdönsku), slétti hárið mitt, málaði mig, valdi mér föt og þið vitið, allt tilheyrandi bara.
Þetta gerði ég allt saman drekkandi freyðivín og hlustandi á GusGus og aðra góða tóna. Very much Bridget Jones-like. Kósý sko.
Svo bara var klukkan allt í einu orðin "kominn tími til að fara niður í bæ"-tími, svo Sunna Dís og Gulla sóttu mig og við djömmuðum.

Vá, en gaman. Langt síðan (eða kannski ekki, ég hef hreinlega ekki hugmynd um það, en ég held það samt (þá hef ég hugmynd, en ekki staðfestingu)) ég hef bloggað svona "í kvöld þá gerði ég þetta og þetta og þetta"-blogg.
Best að halda því áfram.

Á laugardeginum var "hér skulum við drekka áður en við förum niður í bæ"-hittingur á Tryggvagötu. Mjög gaman og fullt af myndavélaflippi sem er einmitt komið hér til hliðar undir heitinu Tryggvagötudjamm. Sara og Aníta Keij kíktu til Errvaffká um helgina, einkar gaman að sjá þau andlit. Svo var förinni auðvitað bara heitið downtown, þótt það sé eiginlega ekki hægt að vera meira downtown heldur en á Tryggvagötu, en þið vitið hvað ég meina. Skemmti mér afskaplega vel það kvöld líka. Endaði í krúttlegu eftirpartýi. Orræt man.

Ætla að skella inn vel völdum myndum, haha, misfyndnum.

Eins og hún Aníta getur verið sæt þá kann hún líka að vera svona:




Sara er farin að gera það einfaldlega að hefð að púlla this guy á myndavélina mína. Haha. Sara rassgat.




Hahaha, nú var ég búin að ákveða hvað ég ætlaði næst að gera í þessari færslu og það var að setja inn sæta mynd af Söru líka, til að sýna að hún getur líka alveg verið anti this guy, hah, en ég fann enga. Nema langt aftur í tímann og þar er hún covered in sunglasses.
Sara, farðu að fá þér myndasvip - hættað vera svona mikill töffari. En sjá hvað við erum sætar þarna. Úff, hvað ég er með much reminiscence að skoða þessar MA myndir í leit minni að góðri Söru-mynd. Sakna Hildar.




Og svo þessi, hér er Sara ýkt kjútípæ í Glimmer/Gay tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar:





En henni varð auðvitað að fylgja this guy:




Hah, þetta blogg er tileinkað Söru. Þótt það hafi ekki verið það fyrst þá er það augljóslega orðið það núna.

Awesome.

Næsta helgi verður vonandi á Akureyri. Ég veit að ég get farið til Akureyrar, en ég veit ekki hvort ég get farið á bretti, og ég veit ekki hvort ég meika að beila á tveimur tvítugsafmælum fyrir Akureyri ef ekkert bíður mín þar nema bara djamm, sem bíður mín hér líka. Vonandi verður fjallið opnað, þá fer ég.
Vá ég er með fiðring í maganum að hugsa um bretti. Geðveikt. Svo fylgir auðvitað heiti potturinn sem ég er búin að fá boð í. En geðveikara.

Jæja, ég ætla að fara að sofa. Eða eitthvað annað. Sjáum til.

Bless.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég hlakka svo til að blogga.

fimmtudagur, október 26, 2006

Það er eitthvað skringilegur blær yfir mér þessa dagana. Ég velti fyrir mér hvort það séu eftirköst eftir mestu djammhelgi í langan tíma.

Ég er farin að finna fyrir þeirri tilfinningu að mig langi til að verða skotin í einhverjum. Mér finnst lífið eitthvað svo tómlegt.
Það gengur allt alveg ótrúlega vel. Alveg ótrúlega vel. Það er samt eins og eitthvað vanti.
Kannski er þessi gleði bara yfirborð. Kannski nær þetta skammdegi alltaf að fá sínu framgengt. Ég veit ekki hvað það er. Mig vantar eitthvað til að gleðjast yfir. Metnaðurinn fyrir fjölskyldunni og skólanum dugir mér greinilega ekki.

Já, mig vantar sennilega það að einhvern vanti mig. Það tengist því að mig langi til að vera skotin í einhverjum.

Ég hreinlega veit ekki hvar ég ætti að kynnast ungum, myndarlegum, dugmiklum mönnum. Haha, mönnum? Strákum, meinti ég vitaskuld. Ég er líka hrædd við að fara að kynnast einhverjum. Það er yfirþyrmandi.


Vá, hvað ég er ekki að fara að komast norður á bretti á næstunni eins og ég vonaði.

Núna næstu helgi á Sunna Dís afmæli.
Helgina eftir það fara pabbi og Steinunn til útlanda og ég verð með litlu systkini mín.
Helgina efir það ætla ég að fara til London (Lísa ég ætla að koma til þín :) Helst að fljúga með þér frá Íslandi 10. nóvember).
Helgina eftir það fer ég í sumarbústað með Sunnu og Sigrúnu.
Helgina eftir það er bara ein vika í lokapróf - tvö sama dag. Þess vegna held ég að það sé ekki norðurábretti-helgi.
Helgina eftir það eru lokaprófin á mánudeginum eftir hana (4. des) þannig að sú helgi er a.m.k. lærdómshelgi, sama hvort helgin á undan verður það eður ei.
Helgina eftir það vonast ég til þess að vera í Noregi á bretti í einhverju æðislega flottu fjalli með frábærri skíðaaðstöðu. Ef það gengur ekki eftir þá ætla ég að vera í Hlíðarfjalli. Without a doubt.
Eftir þetta ætla ég að reyna að komast til Svíþjóðar til Hildar. Ef hún verður ekki farin heim í jólafrí. Ef svo verður þá kannski bara fer ég til Danmerkur til Ingu Völu :) Nóg að gera.

Oh. Svo spennandi og good times framundan en það er samt alveg jafn yfirþyrmandi og það er spennandi.
Mér fallast eiginlega hendur yfir því að vita ekki að mér á eftir að líða vel. Auðvitað á mér eftir að líða vel. Það hlýtur að vera. Ég veit það samt ekkert.

En ég meina London! Það er samt líka mjög yfirþyrmandi.

Jááá. Gangi ykkur vel. And have it very good.


Ps. Ég er að fara að kaupa mér nýjar snjóbrettabuxur! Aaah hvað ég hlakka til! :) Nýjar og fínar með axlaböndum og alls konar. Ég dey bráðum ef ég kemst ekki á bretti fljótlega.

Ókeyjbæj.

mánudagur, október 23, 2006

Vá hvað ég skemmti mér um helgina. Ég var ógeðslega dugleg í síðustu viku og er búin að vera ótrúlega dugleg undanfarna mánuði og ég djammaði svo verðskuldað mikið. Hah.

Fékk mér kannski aðeins of mikið neðan í því á föstudeginum - kom þó heil á húfi heim í beddann á Háteigsvegi. How nice man.

Sá some concerts en hitti aðallega fullt af fólki. Þessi helgi var líka svo snaródýr og skemmtileg fyrir mig. Átti áfengi, átti armband, átti gistingu, átti mat. Allt svo heppilegt og gaman.
Ógeðslega mikið af skemmtilegu fólki og nóg að gerast. Æðisgengið. Gaman að hitta þessa elsku Akureyringa endrum og eins.
Ég segi ekki að ég vildi hitta þá uppá dag - en helgi hér og þar er fín.

Grííín. Þeir eru gott fólk sko. Ég er soldill Akureyringur í mér sjálf. Líður mjög vel þar.
Takk fyrir helgina pípol.

Er að setja inn myndir á stefania.myphotoalbum.com. Þeir eru enn að hóta mér að loka svæðinu mínu ef ég fjárfesti ekki í neinu hjá þeim. Ég læt ekki kúga mig.

Hér er samt smá preview:

Geysilega fullu Victor og Andri. Haha ógeðslega fyndin mynd:




Sara að reyna að vera hugsi - en endaði eiginlega bara eins og hún hefði séð draug. Hugsar greinilega ekki mikið sú pía...




Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson ákváðu að skella sér í teiti á Tryggvagötu:




Stefán Þór brjálaðist yfir djammmynd og lamdi mig. Ég fór að gráta. Nei, grín. Þetta var mjög fyndið. Ég hló eiginlega alveg mjög mikið. Myndaspyrpa af atvikinu fylgir Airwaves-myndunum sem verða komnar í linkana aðeins seinna í dag. Á þessari mynd má einnig sjá eitthvað gruggugt í gangi í bakgrunni - það er spurning hvort einhver sé tilbúin að svara fyrir þetta:




Svona leið okkur á sunnudeginum. Það sést:




Á döfinni:
-Helgarferð til Akureyrar (vonandi með snjó í fjalli).
-Rúmlega helgarferð til London - hitta Lísu man.
-Skíðaferð til Noregs (spurningarmerki - það er ekki alveg ákveðið).
-Vonandi kíkja til Sverige líka að skoða Hildi og hennar prógramm.
-Halda áfram að eisa skólann (fékk útúr föstudagsprófinu í dag - fékk tíu. Vá svo gaman).
-Halda áfram að vera góð dóttir og systir.

Æði.
Síjú.

fimmtudagur, október 19, 2006

Veij. Ég fann USB-snúruna mína og gat sett myndirnar frá afmælinu mínu inná tölvuna mína. Gaman, gaman.

Hér er ein eðal, kennaramynd af mér:




Þetta var svala fólkið í húsinu, Nöktu aparnir. Tékkið á svipnum, maður:



(Föttuðuð þið tilvísunina?)


Fyrirtækjabrosið okkar Jóns:





Mamman mín kom í heimsókn rétt eftir miðnætti - nokkrum mínútum of seint. Ég fæddist eina mínútu í miðnætti sjáið til. Hún var ekki alveg að ná því að eiga barn á þrítugsaldri:



Mamma, næst verðurðu amma. Ok?

Sara geðsjúklingur. Henni tekst alltaf að koma einni svona mynd í myndavélina mína:




Stop iiiiit, híhí:




Að lokum krúttlegustu vinkonurnar:



Ég er ekki frá því að tugirnir tveir hafi fært með sér smá broshrukkur. Getur það verið? En krúttó.
Söguleg tákn um gleði mína. Ekki verra það.

Eins og áður sagði þá skemmti ég mér konunglega og frekari sannanir um það má finna á myndasíðunni sem linkað er á hér til hliðar - Tvítugsafmælið mitt heitir linkurinn.
Ég reyndar ansi brjáluð útaf þessari myndasíðu núna. Það fyrsta sem ég sá þegar ég loggaði mig inn áðan var að ef ég eða einhver keypti ekki einhverja mynd eða ég keypti mér notandapláss innan 17 daga þá eyddist bara síðan mín! Ég á bágt með að trúa þessu og ég vona að þetta sé sölubrella, en ef ekki þá missi ég mig. Næstum því. Andskotinn.

Svona skilmálar verða auðvitað að koma fram frá upphafi. Oh.


Annað að frétta er að ég fékk 10 í stæ503 prófinu :) Það eina sem stóð á prófinu með rauðum kennarapenna var "10.0 - Bestu þakkir Stefanía :)" framan á prófinu og "Glæsileg frammistaða hjá glæsilegri stúlku!" á öftustu síðunni. Gaman. Vá hvað ég er glöð inní mér. Hamingja.

Fer í stæ403 prófið á morgun. Vona að það gangi jafn vel.

Skólasamantekt:
503:
Heimadæmi; 9 og 10.
Próf; 9,5 og 10
403:
Heimadæmi; 10 og 9,5
Próf; 8,5 og spurningarmerki sem verður ekki lengur spurningarmerki heldur tala á mánudaginn kemur.

Fínt sko. Fínt.

Airwaves um helgina. Ég á svona eiginlega armband. Samt ekki alveg sko. Ellellelle. Vona að það reddist.

Skyndilega er ég með fiðring í maganum vegna komandi helgar.
Á morgun:
-hef ég lokið tveimur eðalstærðfræðiprófum (vonandi báðum með stæl)
-þarf ég engar áhyggjur að hafa af skólanum.
-er komin helgi og fylgjandi helgarfrí.
-ætla ég að skemmta mér konunglega og líka daginn eftir morgundaginn.

Æði. Góða skemmtun krakkar. Síja.

- Viðbót: -

Þeir sem eru í stærðfræði í MH og langar til að taka 533 (línulega algebru) á næstu önn (vorönn 2007 (vá skrýtið að skrifa 2007)): Mig langar til að biðja ykkur að láta mig vita. Þessi áfangi verður ekki kenndur á næstu önn EN ef við náum að safna tólf nemendum í hóp þá verður hann kenndur. Plísplís látið mig vita. Mig vantar tíu. Held ég.

laugardagur, október 14, 2006

Hahahaha! Hafið þið séð Hive auglýsinguna?! Hahaha. STÓRT EMM lítið bje, STÓRT EMM lítið bje. Hahaha. Ógeðslega hló ég. Kannski óþarflega? Ég veit ekki.

Já, það er þannig.

Ég átti semsagt afmæli fyrir viku. Það var afskaplega gaman. Ég fékk fullt af beili og óafmælislegri hegðun, en það var samt gaman. Ótrúlega skemmtilegt.

Ég fór ekki niður í bæ fyrren pabbi minn henti mér niðrí bæ eftir að klukkan var orðin fjögur og sagði það skyldu mína á tvítugsafmælisdaginn að fara niður í bæ. Haha. Ég var náttúrulega ekki lengi niðrí bæ þar sem það lokaði stuttu síðar.

Frábært kvöld engu að síður. Æði.

Takk fyrir komuna allir saman.

Á sunnudaginn held ég veislu fyrir móðurfjölskyldu og innan skamms pínulítið boð fyrir föðurfjölskyldu.
Æj hvað það er gaman að vera orðin svona boðkona og fjölskyldumanneskja. Það er svo æðislegt að bjóða fólki í fögnuð. Eða bara matarboð. Gleðjast saman og hafa það gaman. Stórkostlegt.

Ég er að fara í tvö stærðfræðipróf í næstu viku. Ég lít björtum og spenntum augum á þau. En gaman. Enn og aftur get ég ekki annað en sagt frá frábæra stærðfræðikennaranm mínum, honum Jóa. Hann er svo fyndinn og hann er svo innilega góður kennari. Þetta er kennari sem er með kennaraeldmóð. Hann ber hag nemenda sinna svo rosalega fyrir brjósti. Það er eins og hann hafi verið fæddur til að kenna stærðfræði. Eins og Sigríður Anna í MH er fædd til að kenna frönsku og Ásmundur sem var í MA er fæddur til að kenna ensku.

Ég er líka byrjuð að vinna á Laufásborg. Það er æðislegt vegna þess að þar er Hjallastefnan höfð í hávegum. Ég er meira að segja að kynnast henni enn betur en fyrir norðan, finnst mér. Þessi leikskóli er búinn að vera Hjallastefnuleikskóli í fimm ár og flestir starfsmennirnir hafa komið að Hjallastefnunni á einhvern hátt áður, og margir frekar mikið.
Hjallastefnan er svo sniðug. Börnin vita alltaf nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er. Þau kannski gleyma sér - auðvitað, bara eins og börn - en þau þurfa ekki nema eina jákvæða áminningu af brosandi munni og þá eru þau aftur komin á sinn stað - brosandi yfir því hversu rugluð þau eru. Því það er fyndið og allt í lagi að gera mistök. Allir gera mistök. "Gengur betur næst" - þessa setningu segi ég nokkrum sinnum á klukkutíma þegar ég er að vinna. Hún er hvetjandi og virkar.
Þetta er allt eftir svo skipulögðum aga en þó jákvæðum. Og vegna þess að það eru ákveðin viðbrögð sem starfsmenn eiga að sýna við hverri hegðun þá vita börnin alltaf að hverju þau ganga. Það gengur allt svo vel. Skipulaaagt. Æðislegt. Skipulag er uppáhaldshluturinn minn í lífinu. Hoho.

Oh. Já. Æji, ég hvet alla til þess að kynna sér Hjallastefnuna. Það er eftir henni sem ég ætla að ala börnin mín upp. Ég veit ekki um neinn sem hefur kynnst Hjallastefnunni og langað til að snúa við henni baki. Ekki ennþá allavega.


Ég er soldið spennt um þessar mundir. Það er svolítið spennandi að gerast. Spennandi. Fullorðinslegt og allt. Bros.

Vá hvað lífið er skemmtilegt og gott.

Úllíbúllíbless.

miðvikudagur, október 04, 2006

Afmæliskomarar:

Ég vil ekkiskrautmuni eins og glös, styttur og þess háttar. Ég á bara eitt lítið herbergi og það kemst alls ekki mikið af drasli inní það.
Dýrar innpakkanir og blóm eru vinsamlegast afþakkaðar. Eyðið heldur peningum í að gefa mér þá heldur en að pakka einhverju inn fyrir mig.

Ég er t.d. að safna mér fyrir Evrópureisu næsta vor og vantar fjármagn í það. Með peningagjöfum eruði að styrkja þann málstað. Og ég segi alveg satt þegar ég segi að ég mun ekki eyða þeim í rugl, heldur í alvöru leggja þá til hliðar fyrir Evrópureisu ef þeir eru gefnir með hana í huga.

Mig langar í krúttó vettlinga, trefil og húfu í stil, sem er í senn frekar fensí, Nancy.
Mig langar ógeðslega mikið í leðurhanska. Svarta (eða kannski jafnvel rauða).
Mig langar í fallega skartgripi og glingur. Mestmegnis grófgert glingur, en líka alveg eitthvað fíngert.
Mig langar í skó. Mig langar í kjóla. Mig langar í boli. Mig langar í jakka og peysur. Mig vantar svarta hneppta fíngerða peysu - yfir hlýraboli og þannig.
Mig vantar gönguskó, þ.e.a.s. fjallgönguskó.
Mig vantar nýjan síma. Ég gæti svosem reddað mér, en nýr sími væri voða fínn.
Mig langar í útivistarföt.
Ég er til í inneignarnótu á snyrtistofunni Kínastofan, uppi á Höfða.

Rauður er litur í miklu uppáhaldi hjá mér. Líka brúnn. Og blár. Og bjartir litir eru líka voða krúttó. Ég er lítið í pastellitum. En maður veit aldrei.

Oj, en frekt. Æji, ég bara nenni ekki að fá eitthvað dýrt sem er ekki neitt. Skiljiði? Fyrirgefið hvað ég hljóma vanþakklát. Ég er mjög þakklát manneskja.

Ég verð þakklát fyrir allar gjafir. Alles klar.

Ég er loksins farin að hlakka til. Ég er stundum svo sneydd tilfinningum. Eins og tilfinningin að sakna einhvers. Ég finn hana bara smá og bara örsjaldan, og þá í örskamma stund á meðan ég minnist einhvers ákveðins atviks. Voða skrýtið. Ég einmitt hlakka líka voða lítið til einhvers. Ég kannski veit alveg að eitthvað verður skemmtilegt eða gott - en ég er samt ekkert brjálæðislega spennt fyrir því.
Eins og sumir hlakka til að hitta einhvern sem þeir hafa saknað. Ég geri það alveg líka - en ekkert óstjórnlega.

Ég hef samt tilfinningar. Ég hef frekar tilfinningar eins og þakklæti, pirring, gleði, samkennd, finnast eitthvað fyndið, reiði og fleiri tilfinningar sem ég finn þá oftast akkúrat á meðan þær eru.
Mætti segja að ég finn þær tilfinningar sem umhverfið kallar á hverju sinni. Jájá.

Til dæmis núna er ég rosa ánægð með það að vetrafríið í skólanum mínum er akkúrat núna í kringum afmælishelgina mína. Og það er ekkert venjulegt vetrarfrí - það er þrir dagar plús helgin. Föstudagur, mánudagur og þriðjudagur.
Fullt af tíma til að læra og fleira. Æði.

Ég er með mesta snilldarstærðfræðikennara í heimi geimi. Hann er kallaður Jói og er ógeðslega fyndinn. Þar að auki er hann góður í að útskýra og aðstoða og er tilbúinn að eyða sínum frímínútum í að útskýra fyrir mér m.a. sönnun í stærðfræðiáfanga sem hann er ekki einu sinni að kenna mér.
"Maður verður nú að hjálpa þeim sem eru í faginu!" sagði hann við mig þegar hann mætti með gamalt próf sem hann tók í MR '79. Þar leiddi hann út sönnunina og fékk fullt hús stiga fyrir.
Ótrúlegt að hann eigi þetta og geti gengið að þessu vísu. Tuttuguogsjö ára gamalt próf skrifað með blýanti á rúðustrikuð blöð sem eru orðin gul og upplituð af elli.
Frábært.
Haha.

Ég vona að sem flestir komist á laugardaginn. Ef ég er ekki búin að tala við ykkur sérstaklega um að mæta, þá eru samt miklar líkur á að ykkur sé boðið. Ef ykkur finnst ég skemmtileg. Þá finnst mér það ábyggilega á móti. Krúttlegt.

Bæjámeðan.

föstudagur, september 29, 2006

Ég er ekki lengur á föstu.

Aftur sami orðaleikurinn. Classic. (Soldið Stebbalegt að segja classic).

Ég þakka stuðninginn, kæru lesendur. Mér líður mér vel, alveg endurnærð. Voða hress og kát og með breyttan lífsstíl.

Það sem er núna á döfinni er tvítugsafmælið mitt. Vilja velunnendur vinsamlegast taka frá laugardagskvöldið 7. október því þá á ég afmæli og þá ætla ég að halda uppá það. Þeir sem eru töff, skemmtilegir, mér líkar við og þeim líkar við mig á móti mega koma. Aðrir ekki. Töff? Jebb.

Ég þarf að fara í klippingu og ég hef ekki hugmynd um hvar menn láta klippa sig í Reykjavík. Mig langar bara að fara til Guðnýjar minnar. Vilja allir þeir sem eiga góðan klippara segja mér frá honum. Ef hann klippir á mannsæmandi verði.

Ath. ég auglýsi hér með eftir góðum klippara á ágætis verði!

Life is good, krakkar. Vá hvað mér líður vel. Æðislegt að búa hjá pabba, innan seilingar við mömmu.
Frábært að hafa Palla, Björk, Sigrúnu og Sunnu á næstu grösum.
Skólinn gengur vel. Stærðfræði er ógeðslega skemmtileg.

Ég er búin að vera the chick at school who isn't in this school-gellan uppí Menntaskólanum Hraðbraut. Það er farið að vera hálfvandræðalegt.

Málið er að Sigrúnin mín er í Hraðbraut (Palli líka - sem er æði því þau eru búin að kynnast og það er svo gaman því þá get ég verið með þeim saman) og ég mætti þangað eitt kvöldið með stærðfræðibækurnar mínar, að beiðni Sigrúnar, til að vera til staðar ef hana vantaði dönskuhjálp. Sem og ég veitti henni. Það kom á daginn að það er bara svona heldur en ekki þægilegt að læra þarna og ég hef verið iðin við það síðan. Ásamt því að veita Sigrúnu aðstoð mína í hinum ýmsu fögum (aðallega dönsku og stærðfræði).
Í gegnum þetta er ég auðvitað búin að kynnast nokkrum krúttum í bekknum þeirra Sigrúnar og Palla og í kjölfarið mætti ég í bekkjarteitið þeirra, sem Palli hélt heima hjá sér.
Lúser? Ég veit ekki sko. Ég skemmti mér allavega konunglega og fólk virtist ekkert haga sér við mig eins og við geitung sem það vill losna við úr húsinu sínu.

Ég mæti oft uppí Hraðbraut í hádeginu til að hafa félagsskap yfir máltíðinni minni, voða gaman. En fólk lyftir brúnum þegar ég segist ekki vera í skólanum.

Málið er kannski pínu að Sigrún og Palli eru dugleg við að bjóða mér með, sem er voða krúttó. En ég held að ég verði að fara að finna mér aðra vini en skóla sem ég er ekki í.

Eftir hálftíma fer ég í húðhreinsun og verð sjúskuð og sæt alla helgina. Ég ætla að gera ekkert, drekka ekkert, mála mig ekkert og borða ekkert óhollt. Fimmuna.

Já og ég óska Dagnýju og fjölskyldu innilega til hamingju með nýjan erfingja.

Lærdómsmoli dagsins: Hjálpsemi og jákvæðni borgar sig. Í alvöru!

Bless.

mánudagur, september 25, 2006

Ég er á föstu.

Haha.

Ég er að fasta. (Gaman að snúa útúr.)
Eg er samt ekki að fasta þannig að ég bara borða ekkert í tvær vikur eða eitthvað - eh, no, no.
Sjö daga prósess.
Fyrstu tveir dagarnir byrja á próteindrykk með hörfræolíu (sem er mjög hreinsandi og losandi), berjum (sem afeitra) og sojamjólk. Restina af deginum má ég bara borða grænmeti - það þýðir auðvitað enga ávexti, engan sykur, enga drykki aðra en grænmetisdrykki án aukaefna, einfaldlega ekkert nema grænmeti. Jú svo á ég að drekka mikið, mikið vatn og soldið af sérstöku grænu tei, sem er afeitrandi og vatnslosandi. Æði.
Næstu þrjá daga byrja ég daginn á svokölluðum ógeðsdrykk sem er virkilega losandi og hreinsandi. Hann inniheldur tvo desílítra af volgu vatni (sýð vatn og blanda það svo með köldu), tvær matskeiðar sítrónusafi (lime gengur), tvær matskeiðar ólívuolía og fjórar til fimm teskeiðar epson-salt (sem er virkilega sterkt og losandi salt).
Glöggir vita auðvitað að þessi drykkur blandast ekki mjög vel saman (vatn, olía, salt? Eh, nei). Viðbjóður segi ég. Vegna þessa tel ég það heimskulegt að smakka drykkinn fyrir innbyrðingu, því drykkurinn veldur ógleði og miklum kúgunum (að kúgast => nafnorð kúgun? Tjah, ég hreinlega veit ekki). Drykkurinn verður því væntanlega erfiðari drykkju ef pása er gerð á milli sopa.
Það sem ég geri er að grípa fyrir nefið og þamba í einum sopa (nokkrir sopar auðvitað, en þið vitið hvað ég á við). Sjæse man.
Í gærmorgun og morguninn þar á undan fékk ég góða hvatningu frá öðrum heimilismeðlimum sem klöppuðu eftir að ég lauk drykknum. Það er virkilega hvetjandi og ég mæli með að slíkt fólk sé viðstatt ef þið ákveðið að skella þessum drykk í ykkur.
Morguninn í morgun var hins vegar erfður. Þegar kom að því að drekka ógeðsdrykkinn mikla þá voru heimilismeðlimir farnir til vinnu og skóla. Ég fékk því enga hvatningu í morgun.
Orð fá ekki lýst hversu illa gekk að drekka. Nei, nú ýki ég. En það var samt erfiðara; ég kúgaðist miklu meira eftir drykkinn heldur en hina tvo dagana þegar ég fékk hvatningu. Fyrir utan það að ég var oft nálægt uppgjöf.
Þetta hófst þó.
Eftir drykkinn góða er mælt með því að fólk jafni sig í smá stund áður en það fær sér svo fyrrnefndan próteindrykk.
Restina af deginum er það bara vatn, vatn, vatn og ákveðnir grænmetissafar. Mér hefur hingað til gengið illa að drekka þessa grænmetissafa. Þeir eru viðbjóður.
Gulrótasafi og rauðrófusafi - dæmi hver fyrir sig. Bðöh.
Þess vegna hef ég svosem litla næringu fengið nema í próteindrykknum í byrjun dags og er alltaf svöng. Ömurlegt. Haha.

Í dag er sumsé síðasti dagurinn án matar.

Síðustu tveir dagarnir
eru eins og tveir fyrstu - bara grænmeti. Ég hlakka til að borða.

Þessi fasta er ekki til þess gerð að léttast og grennast heldur að hreinsa líkamann (sem ég efast ekki á nokkurn hátt um að hún geri). Ég nýtti tækifærið og hætti að anda að mér eiturefninu nikótín sem fæst úr svokölluðum Capri-sígarettum.
Ekki það að ég hafi verið dugleg við það - en það var farið að aukast undanfarið. Það er bannað.

Ég er farin að sitja yfir fólki sem borðar á meðan ég drekk vatn. Good fun everyone.

Ciao. (Haha, ciao minnir mig á sögu sem ég segi kannski í næsta bloggi.)

þriðjudagur, september 19, 2006

Ég uppfærði linkana mína. Svo margt af þessu liði sem var norðan heiða er það bara ekkert lengur. Núna ýmist sunnan heiða eða í útlöndum. Það er því komið í flokkinn "Fyrrverandi norðan heiða".
Þar fyrir utan bætti ég honum Kristjáni Einarssyni vonandi upprennandi stórbloggara og stærðfræðingi í linkana. Hann er að læra stærðfræði í HÍ, sem er ekki norðan heiða, hann er því einnig í flokknum "Fyrrverandi norðan heiða".

Fróðlegt og skemmtilegt.

Í öðrum fréttum:

Það er gaman að segja frá því að næstu tvo daga eftir að ég drap minn fyrsta geitung, drap ég einn á dag. I'm on a roll. Ég er ánægð með mig, satt að segja. Annar þeirra féll meira að segja þegar ég var undir áhrifum áfengis, aðeins á öðrum skónum og með hinn að vopni. Töffarinn ég.

Ég er búin að skila einu heimadæmasetti í hvorum stærðfræðiáfanganum og fara í próf í öðrum.
Stæ403; heimadæmi: 10; próf: 8,5.
Stæ503; heimadæmi: 9.


8,5 er ekki tíu, eins og glöggir lesendur vita. Ég hefði viljað tíu, eins og ákjósanlegt þykir, en það gekk því miður ekki eftir. Ég reyni að afsaka þetta fyrir sjálfri mér með því að segja: "Prófið var úr námsefni fyrstu þriggja vikna, ég missti af fyrstu einni og hálfri vikunni (fyrir skólans sakir, ekki mínar)."
Þetta er ágætis sárabót og ég ætla bara að gera betur næst. Það má svosem líka alveg segja frá því að meðaleinkunnin var fall - mín einkunn er sumsé u.þ.b. tvöföld meðaleinkunnin. Það er ágætt. Samt ekki tíu.

Eins og mamma sagði alltaf - maður á ekki að bera sig sig saman við þá verri. Það gildir um allt sem þið getið fundið til; þá sem eru latari - á hinum ýmsu sviðum, drekka meira, borða meira óhollt, baktala meira, o.s.frv. Gott mottó? Ég held það.

Stæ503 prófið er á morgun. Can't wait (not). Læra í allan dag. Það er gaman þegar það gengur upp, en það er leiðinlegt þegar sama dæmið, eða sama tegund dæmis, heldur manni strönduðum svo klukkutímum skiptir.

Óskið mér góðs gengis, lesendur góðir.

Í lokin ætla ég að skella inn örfáum vel völdum myndum frá undanförnum helgum:



Victor að skammast og ég soldið hrædd (allt í plati samt).





Mestu harðjaxlar í heimi (ekki allt í plati). (Ég er með öðrum þeirra í klúbbi.)





Kærustuparið sem er eins. Þessi bjórsopi á sama tíma var tilviljun í alvöru. Nafna mín og Heimir.





Sara er soldið mikill töffari. Þarna var hún að öskra á einhvern fyrir að voga sér að horfa á hana. Hún gerir það stundum, ekki alltaf samt.





Síðast en ekki síst, ég með einu öðrum meðlimum SSB-klúbbsins. Það er frekar V.I.P. sko, sorrý.

Fyrir utan þessar myndir er ég búin að setja inn myndir frá menningarvökunni á Akureyri, sem var æðisleg. Þær má nálgast hér. Svo er ég búin að setja link hérna til hliðar líka, krakkar mínir.

Verið sæl að sinni og lifið heil (að sinni - eða nei bara alltaf).

þriðjudagur, september 12, 2006

Fokkíng pirrandi maður.

Ég var að setja myndir inn á tölvuna mína. Alltaf þegar ég geri það þá eyði ég þeim útaf minniskortinu í myndavélinni í leiðinni. All right.

Næsta skref: Nota Photo Resize Magic til að minnka myndirnar aðeins til að þær séu ekki svona huge og það taki styttri tíma bæði að setja þær á netið og skoða þær á netinu. Ég kýs að halda samt upprunalegu myndunum alltaf og setja þær sem ég er að minnka í aðra möppu.

Hmh í fyrsta skipti áðan frá því ég byrjaði að nota þetta forrit kogsaði það eitthvað agalega og yfirskrifaði bara allar stóru myndirnar með minni myndunum. Ekki nóg með það heldur minnkaði forritið myndirnar allar þrisvar eða fjórum fokkíng sinnum! Oh! Nú eru þær allar pínulitlar og ég á engin aukaeintök af þeim. Fokk hvað þetta er pirrandi.

Þetta voru Freyjulunds06/tvítugsafmæli Anítu og Arnars/Króniku-myndirnar. Glaaaatað. Ég er ógeðslega sár og leið núna.

Önnur saga:
Í dag kom ég heim úr skólanum til að fá mér hádegismat (var uppí skóla að læra - duglega ég) og var orðin svöng í samræmi við það. But no, þegar ég var búin að taka fram matinn sem ég var að fara að útbúa mér (komst ekki lengra) þá birtist allt í einu feitasti geitungurinn maður! Andskotans vitleysa.

Ég geitungahrædda (sem var þó stungin í sumar og komst þar með að því að ég er allavega ekki með ofnæmi) henti bara öllu frá mér þar sem ég stóð og stökk af stað inn í stofu þar sem ég lokaði mig af í tvo klukkutíma á meðan ég ýmist reyndi að fá manneskjur til að koma heim til mín að drepa geitung sem væri að koma í veg fyrir að ég gæti matast eða manaði sjálfa mig upp í að gera það sjálf.

Á endanum náði ég í hársprey og fjórbrotið Morgunblað og gerði mig klára í slaginn. Eftir fjórar tilraunir til að fara inn í eldhús að leita að honum en hlaupa alltaf aftur út þegar ég heyrði suð, stóð ég fyrir utan eldhúsið og fylgdist með og hlustaði eftir honum. Ég sá hann á endanum og beið þar til hann stoppaði á einum stað.

Þá laumaðist ég að honum með hárspreyið og spreyjaði á hann í a.m.k. eina og hálfa mínútu á meðan ég horfði á hann veikjast - þar til hann bærði ekki á sér nema fyrir tilstilli krafta spreysins. Þá tóku við u.þ.b. þrjátíu högg með Morgunblaðinu.

Þetta er árangurinn:





Afrek. Afrekið mitt. Fyrsti geitungurinn sem ég hef þorað í. Djöfulsins hetja sem ég er.

Ég var með of hraðan hjartslátt í svona 5 mínútur eftir þetta, skjálfhent í svona 7 mínútur og var upptjúnnuð og stressuð í svona hálftíma. Ég mæli ekki með geitungadrápum - þau geta valdið hjartaáföllum.

Thank you for me. Later.

fimmtudagur, september 07, 2006

Ég sá hvítan húsbíl á ferð minni um Miklubrautina sem bar nafnið Kvítur. Haha. Og ekki bara á númeraplötunni, heldur var hann sérmerktur með nafninu Kvítur. Haha, mér fannst það fyndið.

Já. Nú er ég semsagt að taka áfangana stærðfræði 403 og 503. Stærðfræði 503 er að mestu heildun, eða tegrun, sem byggir á deildun, eða diffrun. Stærðfræði 403 er sirka helmingur diffrun - og sá helmingur er kenndur á seinni hluta annarinnar.
Rökfræðisnillingar sjá út úr þessu að ég er í vondum málum í stærðfræði 503 þar sem hann byggir á seinni hluta stærðfræði 403, sem ég er hreinlega ekki búin með.

Fokk.

Nei, nei. Ég redda þessu. Ég er strax farin að hlaupa aðeins fram úr kennslunni í 403 og næ þannig að undirbúa mig svona létt fyrir 503. En þetta þýðir held ég samt að ég mun vera eftir á í 503 þar til dómsdagur kemur (lokapróf) og ég verð búin með báða áfangana alveg.
Þess vegna var ég jafnvel að velta fyrir mér að spyrja kennarann (ef kennaraeinkunnin verður ömurleg alla önnina) hvort ég fái að taka 100% lokapróf.

Af hverju í veröldinni er ég að blogga um þetta? Jú, vegna þess að þetta er ég og ég er bara þannig að gerð að ég elska að ræða um ekki neitt. Svona eins og Seinfeld.
Ég finn alltaf rosalega samkennd með karakterunum í Seinfeld þegar þeir taka heilan þátt í að fjalla um eitthvað eins ómerkilegt og "the Big salad" eða brauðið sem ég man ekki hvað heitir sem pabbi George kom með í matarboð en gestgjafarnir gleymdu að leggja það á borðið með matnum svo hann móðgaðist og ákvað að taka það bara hreinlega með sér heim aftur. Oh, hvað hét aftur brauðið? Err eitthvað. JÁ! "The Rye". Hahaha. Fyndið.

Vá hvað það er gaman að vera komin aftur til svona margs fólks sem ég þekki.
I'm lovin' it.
Ég elska samt ekki McDonalds. Ég man ekki hvort ég er kannski búin að blogga um það áður, en ég tók ákvörðun um það um daginn að sniðganga McDonalds og KFC. Dýrameðferðin á þessum stöðum er viðbjóðsleg. Ég veit að sumir segja þá: "Já, ætlarðu þá ekki að sniðganga Nike og fleiri vörumerki fyrir slæma meðferð á fólki?" o.s.frv.
Það getur vel verið að einn daginn komi að því, en þetta er allavega skref í rétta átt.
Það getur enginn dæmt mig fyrir að taka ekki allan pakkann í einu; það er þó betra að taka einhver skref í rétta átt - þótt þau séu ekki stór - heldur en að taka engin skref. Það segir sig sjálft.

Jæja, ég er farin að læra.

Adios, mes amigos.

þriðjudagur, september 05, 2006

Totally nýjar myndir mættar á svæðið. Hróaskeldumyndirnar. Tékkið á þeim hér!

Svo í framtíðinni ef ykkur langar að skoða þær þá er líka kominn linkur á þær hér til hliðar á vinstri væng.

Núna verður Einar glaður. Gjörðu svo vel og njóttu félagi.

Gleði og hamingja.

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Ég er flutt til Reykjavíkur. Er komin í gamla herbergið mitt. Yndisleg vistarvera. Yesbeibí indeed. Ég sakna reyndar Akureyrar gríðarlega - ég einfaldlega kann betur við þann stað landsins. Fyrir utan það hversu ágætt það var að vera með heila íbúð fyrir sjálfa mig (og einn enn).

Slæmar fréttir á gömlum grösum. Líðan ágæt eins og stendur, en þó viðkvæm og auðsveiflanleg.

Stærðfræði í MH er hafin. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég í hyggju að sækja stærðfræðiskor í HÍ næsta haust, verða stærðfræðingur - töffarinn ég. Ég útskrifaðist samt af félagsfræðibraut þannig að ég þarf að bæta við mig þremur áföngum, ætla samt að bæta við mig fjórum - tveimur á hvorri önn næstkomandi vetur í MH. Að þeim loknum verð ég búin með 24 einingar í stærðfræði - það ætti að duga, samkvæmt ágætis stærðfræðikennurum - sem voru heimildir mínar í þessum málum.

Life is treating me all right. Gaman að vera komin aftur í faðm fjölskyldanna (á tvö sett - bæði yndisleg) og góðvina. Þeir eru þó nokkrir (vinirnir) sem ég á eftir að sakna gífurlega. Það væri ágætt ef hann Stefán "hoe" Þór færi að koma sér til mín og Bjarkar og veita okkur félagsskap. Ekki það að við séum ekki sjálfum okkur nægar - hann er bara ágætur gaur og gaman að honum kjellinum (fyndið að segja kjellinn).

Það eru fleiri sem ég sakna, en eins og ég hef áður sagt þá getur verið hættulegt að fara í upptalningu þeirra sem maður saknar. Ég geri það ekki af hræðslu við að skilja alveg óvart einhvern útundan og af hræðslu við að skilja einhvern útundan sem á ekki heima í upptalningunni en hefði haldið að hann ætti heima í upptalningunni og verður þ.a.l. sár. Það er alveg óþarfi.

Knús til allra sem eiga það skilið.

Ég á afmæli 7. október - þá verð ég tveggja tuga gömul. Þá verður veisla og vandamönnum boðið til matar og drykkju. Svo gaman. Margir sem mér þætti vænt um að mættu eru samt í útlöndum. Hvers konar vinskapur er það? Maður er búinn að vera að blæða fúlgu fjár í tvítugsafmælisgjafir um allt land svo fer þetta fólk bara til útlanda og sleppur billega frá eyðslu í gjafir. Ég fussa á svona. Fussa segi ég.

Jæja. Ég ætla að fara að brasa. Og læra stærðfræði kannski bara. Næsta helgi mun líka fara í það. Ég ætla að fara norður á Strandir í sumarbústaðinn okkar með pabba. Þar er ekkert símasamband einu sinni, hvað þá eitthvað meira. Það er rafmagn þó, þannig að ég fæ ljós á stærðfræðibækurnar mínar. Heppin ég. Hlakka til.

Bless. Elsk all around.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Hróarskelda. Vá. Svo langt síðan.

Ég var látin nánast allan tímann, af ofnæmissökum. Mér tókst þó að sjá nokkrar hljómsveitir og drekka svolítið af bjór. Ég verslaði líka helling og það var ógeðslega gaman.
Takk svo margir fyrir frábæran tíma. Awesome. Ómar fyrst og fremst :*

Vinna á leikskóla og Greifanum - bæði æðisgengið. Frábært starfsfólk á báðum stöðum. Á leikskólanum er ég að vinna með litlum tveggja ára strákum, á Hjallastefnuleikskóla. Á Greifanum er ég líka að vinna með litlum tveggja ára strákum (þeir eru inni í eldhúsi). Nei, ég var nú að grínast, en stundum gæti maður haldið það, hohoooo.

Ég er lame ass blogger um þessar mundir, obviously. Ég er samt töffari, eins og alltaf.

Versló var líka æðisleg. Ég og Ómar byrjuðum á því að fara til Ásbyrgis á föstudeginum að sjá Sigurrós. Röltum um Ásbyrgi daginn eftir og skoðuðum m.a. Botnstjörn. Fórum svo og kíktum á Dimmuborgir í Mývatnssveit og krössjuðum þar um nóttina. Höfðum það kósý það kvöld við Grjótagjá með varðeld fyrir framan okkur (gátum ekki farið ofan í vatnið af því við erum svo miklar kisur (vatnið var reyndar mjöög heitt)).
Á sunnudeginum keyrðum við í sveitina hans Ómars í Miðfirði í Húnaflóa og á mánudagsmorgninum fór ég í fyrsta skipti á hestbak. Vá hvað það er æðislegt! Og ógeðslega fyndið þegar hesturinn fer á stökk, hahahaha! Ég hossaðist eins og kreisíessmoðerfokker og hló enn meira. Hahaha. Awesome. Hálftíma eftir að ég kom af baki lést ég enn og aftur af ofnæmi. Ég jafnaði mig eftir svona tvo daga, þó örlar enn fyrir smá stíflum, nefrennsli, hnerrum og tárum (smá má skipta út fyrir brjálað mikið).

Frekari skýrslu af verslunarmannahelginni má finna á heimasíðunni Springandi plastpoki (það er gaman að segja frá því að það eru jafn mörg atkvæði í því og Skræbóttur kræklingur).

Elsku elskur. Ég er að flytja til Reykjavíkur (aftur) eftir tvo daga. Ég kem þó aftur næstu helgi til að fara í Freyjulund og tvö tvítugsafmæli (nema ég komi ekki fyrren á laugardeginum) og þrífa þessa blessuðu íbúð.

Sjálfboðaliðar í þrifhjálp eru ótrúlega vel þegnir.

Ég þarf reyndar alltaf að hafa allt eftir mínu höfði þegar kemur að þrifum og uppröðun og öðru slíku - ég þigg samt hjálp, með glöðu geði.
Fólk sem er búsett á Akureyri eða bara staðsett á Akureyri þessa helgi og vill biðja mig vel að lifa er beðið að hafa samband í síma 865-0465 (ó, já, gamla númerið er komið aftur í notkun) næstu helgi.

Ég ætla að halda kveðjupartý á laugardaginn. Er það sniðugt? Ég held það. Ég ætlast til að þetta verði skemmtileg helgi. Björk verður á Akureyri og allt. Svo er ég að fara að flytja til hennar. Ekki heim til hennar, en í sama landshluta.

Ahh! Ég var stungin af geitungi í gærkvöldi í fyrsta skiptið. Gærkvöldið var æðislegt. Ég og Ómar fórum út að borða á La vita é bella. Eyddum hellings pening þar. Fórum svo út á lífið og þar skildust leiðir um stund. Við fundumst þó aftur eftir að ég hafði hitt fullt af snillingum á leið minni. Þar má nefna Hafdísi elsku, Hákon konfused, Guðjón Magnússon, Bancha sæsúan, Söru, Önnu og Geira Greifafólk ásamt fleirum.

Síðasta djammið mitt og Ómars saman. Það gekk algjörlega slysalaust - svooo æðislegt. Ég elska hann svo mikið. Og hann fer bara frá mér rauðkollurinn.

Kyss til allra.

Einar, myndirnar fara alveg að koma inn. Þið öll hin: fullt af myndum á leiðinni frá hinum ýmsu tilefnum; Greifadjamm, Versló, Hróarskelda, útskriftin mín, afmælið hennar Bjarkar o.fl.

Mússí

P.s. þessi bloggfærsla er búin að vera í vinnslu í svona viku, skrifuð í nokkrum pörtum. Ég er samt búin að fara yfir hana og hún virðist vera ágæt. Ókeyjbæj.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Ha? Hvað kom fyrir?

mánudagur, júlí 17, 2006

Símanum mínum var stolið. Ég á ekki gsm-síma og er búin að láta loka númerinu. Ég ætla samt bráðum að kaupa gamla númerið mitt aftur, ef einhver stelur því þá lem ég hann.

Þangað til:

Ég á hins vegar heimasíma sem er í mínum einkanotum, ásamt Ómars. Í hann má hringja hvar og hvenær sem er (nætursímtöl skal þó takmarka við eitthvað mjög skemmtilegt eða merkilegt). Hann er 462-6001.
Ómar á gsm-síma og ég er ofboðslega oft með Ómari (þótt hann hafi gleymt að sækja mig á flugvöllinn í gær og legið þess í stað í þynnkusundi með vinum sínum - æði). Þess vegna er möguleiki á að ná í mig í gegnum hann í númerið 860-6717.

Nú ætla ég að fara í sturtu og fara svo að vinna. Ef þið komið í heimsókn á Greifann í kvöld skal ég segja hæ við ykkur.

Bless.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Stundum er ég alveg svakalega viðkvæm. Eiginlega alltaf. Þá á ég við að ég tek hluti nærri mér sem ég ætti ekki að taka nærri mér. Stundum geri ég mér grein fyrir því að ég er að taka hluti nærri mér sem ég ætti ekki að taka nærri mér, en tek þá samt nærri mér. Stundum samt geri ég mér ekki grein fyrir því að ég ætti ekki að vera að taka hlutina nærri mér. Stundum geri ég mér líka grein fyrir að ég á að taka hlutina nærri mér af því ég veit að það var gert á minn hlut. Það er langömurlegast - en þá efast ég samt alltaf mest um sjálfa mig.

Ég held að það gæti verið að ég sé með of háar kröfur til bestu vina minna. Það er ótrúlegt hvað ég leyfi vinum á bilinu kunningjar til frekar góðir vinir að koma illa fram við mig en held samt vináttu, miðað við hvað ég leyfi varla mistök hjá bestu vinum mínum. Jú, ég leyfi mistök, ef iðrun sést eftir á.

Stundum væri ég til í að vera svona alveg sama eins og sumum virðist vera, og látið eins og ekkert hafi gerst þegar illa er komið fram - þá heldur fólk a.m.k. vináttu. Á hinn bóginn vildi ég bara alls ekki vera þannig og er bara ánægð með að vera eins og ég er. Ég stend þá allavega við mína sannfæringu.

Kannski get ég bara ekki átt góða vini. Kannski er vinátta sem hugtak alltof þétt skilgreint hjá mér og ef vinurinn passar ekki fullkomlega inn í skilgreininguna þá loka ég á hann. Ég veit það hreinlega ekki.

Ég veit allavega að ég sakna sumra gamalla vina, annarra ekki. Ég held að ég hljóti bara að vita innst inni um þá sem ég sakna ekki, að ég geti hreinlega ekki átt í vinskap við þá.

Eflaust skilur enginn neitt í neinu af þessu. Þið verið þá bara að bíða þangað til sólin skín og ég hætti að vera lasin og blogga loksins um Hróaskeldu og alla gleðina sem hefur fylgt þessu sumri.
Með því bloggi munu fylgja Hróaskeldumyndir. Ekki langt, ég næstumþvílofa.

Elsk.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Ég verð að blogga í dag. Dagsetningin er 20.06. 2006. Eyyyyjjj :)

Þessuáaðskiptaútfyriráherslublótyrðiogbrjálæði! Síðasti O.C. þátturinn er svakalegasti O.C. þáttur sem ég hef á ævi minni séð! Ég veit ekki neitt hvað ég heiti, ekki neitt! Hann er svo svakalegur.

Vill einhver tala við mig um leið og hann er búinn að sjá hann! Sjitt!
Bless.

mánudagur, júní 19, 2006

Vá. Ég er útskrifuð.

Ég dúxaði! Nei, ég gerði það ekki. En Sólveig gerði það og hún fékk þrjú komma fimm tonn af bókum að gjöf sem hún gat ekki borið út úr húsi ein eftir útskrift. Gaman það.

Til hamingju nýstúdentar. Þetta er frábær áfangi sem við ættum að vera stolt af. Gleði.

Útskriftarveislan mín er eftir viku í Reykjavík, svo að flestir ættingjarnir mínir komist - hún verður útskriftargjöfin mín frá pabba. Yndislegt.
Það verður sillybilly að fara niður í bæ 24. júní með stúdentshúfuna á höfðinu - mig grunar að fólk muni telja mig svolítið aðeins of og of lengi stolta af áfanganum. Obborroll haha. Í fyrsta lagi er MA síðasti skólinn til að útskrifa nemendur sína (17. júní), allir aðrir skólar klára í kringum mánaðarmótin maí-júní. Í öðru lagi er veislan viku á eftir útskriftardeginum þannig að ég verð ein niðri í bæ að monta mig.
Kannski ég sleppi bara húfunni, hehe.

Í öðrum fréttum er að Ómarinn minn komst inn í skólann í Noregi, Romerike folkehögskole. Hann byrjar 27. ágúst þannig að frá og með þeim degi (eða sennilega nokkrum dögum fyrr) verðum við Ómar hvort í sínu landinu. Jæks.

Bless.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Það er svo mikið að gera!

Ég á eftir að þrífa íbúðina mína, skipta um á rúminu, setja upp gardínur, slá grasið, vaxa af hár, fara í klippingu, gera tá- og fingraneglur fínar, sauma ermar, redda saumavél, finna eyrnalokka, redda músamottum, gera gestalista, panta myndatöku, losna við vírusinn á hökunni á mér...
og fleira sem ég nenni ekki að reyna að muna.

Vá, svo týbískt.
Eðlilegt fólk fær frunsu, sem er Herpesveira. Ég er ekki að segja að það sé gott að fá frunsu en það er allavega viðurkennt vandamál af samfélaginu.
Ég er náttúrulega ekki eðlileg svo að ég fæ frunsu á stærð við Norður-Ameríku á hökuna á mér. Nema þetta fyrirbæri heitir auðvitað ekki frunsa, heldur áblástur, sem er einmitt annað nafn yfir frunsu, eða vírusinn Herpes. Áblástur er samt líka notað yfir hina Herpesveiruna, þ.e.a.s. kynsjúkdóminn - svo það er mjög leiðinlegt að segja fólki frá því að ég sé með áblástur á hökunni, ekkert sérstaklega hugljúf hugsun.

Ég hef aldrei fengið kynsjúkdóminn Herpes og ég hef ekki fengið frunsu (sjö, níu, þrettán), en auðvitað fæ ég vandamál í andlitið á mér, sem er ekki viðurkennt af samfélaginu, á þeim tíma lífs míns þegar flestir ættingjar mínir munu eignast mynd af mér - útskriftinni.

Þið megið þó vita það, ef útskýringin hér að ofan gerði það ekki nokkuð skýrt, að ég er ekki með kynsjúkdóm í andlitinu, þetta heitir bara það sama.

Ég elska svona. Svona er lífið mitt. Hlutir koma fyrir mig sem koma ekki fyrir neinn annan, nema kannski mömmu mína.


Enn eitt vandamál:
Ég get skyndilega ekki ákveðið hvort ég á að vera í hvíta eða bleika kjólnum á laugardaginn (17. júní (útskriftardaginn minn)).

Jæja, lifið heil.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Fjórir miðar á Roger Waters næsta mánudag, 12. júní, kl. 20.00. Lækkað verð.

Hver vill?

Hafið samband við mig í síma 8650465 eða Ómar í síma 8606717 fyrir miða.
Eða kommentið með nafni og símanúmeri.

Jebeibí.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Fokkíng oj!

Viðbjóðsleg meðferð KFC á kjúklingunum og hænsnunum sínum:
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=162516

Ekki éta KFC - ef ekki bara vegna þess að það er óhollt þá vegna þess að fyrirtæki sem kemur svona fram við dýr á ekki skilið réttinn til að selja neitt! Það er í valdi neytendanna, okkar, að setja það á hausinn.


Ágætis einkunnir komnar í hús. Eitt próf eftir.

mánudagur, júní 05, 2006

Vá, hvað það er skrýtið hvað prófatíð getur látið mann kunna að meta ótrúlegustu hluti og eiginlega bara ýkt tilfinningagildi allra hluta, jákvætt sem neikvætt. Hmh, flókið? Nei, nei.
Hlutir sem hingað til hafa ekki heillað neitt sérstaklega verða skyndilega mjög heillandi, leiðinleg afþreying verður ótrúlega skemmtileg, niðurdrepandi bækur verða virkilega áhugaverðar, ljótir hlutir verða fallegir, eðlilegir hlutir verða dramatískir, góð lög verða himnesk, smá geta á einhverju sviði verður svakalegur hæfileiki sem verður að rækta, ágætur matur verður dásemd, þrif vekja athygli, bilaða hluti verður að laga og svo framvegis.

Skilur einhver?

Hingað til hefur þetta verið algilt fyrir mínar prófatíðir, þessi prófatíð hefur hins vegar verið alger undantekning. Ég lærði bara og lærði!
... þangað til á fimmtudaginn. Andskotinn maður. Jæja. Ég er samt glöð. Ég er samt búin að læra helling (eða smá) síðan á fimmtudaginn, bara ekki jafn mikið og fyrst.


Ég á ótrúlega góða vini, yndislegan kærasta, kósý íbúð (þrátt fyrir óbærilegan pöddugang), lappir sem virka, yndislega foreldra og systkini, hæfileikann til að læra, skilja og nema, heilbrigði - vá, og svo margt meira.

Ég gaf 1000 krónur áðan til styrktar krabbameinssjúkra barna. Þúsund krónur eru ekki mikið, en ef allir hugsa "ég ætla að gefa 1000 krónur, þótt það sé ekki mikið" en ekki "æji, ég ætla ekki að gefa svona lítinn pening, þetta er smánarlega lítið, það gefur einhver annar miklu meira en ég" (afsakið erlendu gæsalappirnar) þá kemur svo mikið útúr þessu. Eins og máltækið segir:
Margt smátt gerir eitt stórt.
Mér líður vel eftir þetta. Hvað hefði ég annars gert við þennan þúsundkall? Eytt honum í mozarellastangir, nammi, föt, áfengi, eitthvað rugl úti í Danmörku (sem ég fer til eftir minna en 25 daga) eða eitthvað þaðan af verra.

Ég hvet alla til þess sama, þótt það sé ekki nema hundrað kall!

Hér er síðan með reikningsnúmerinu: http://www.skb.is/framlog.html
Það er hægt að leggja beint inn á þetta reikningsnúmer, fá sendan gíróseðil eða láta taka af kreditkorti.
Þetta er ábyggilega hægt með flesta sjóði, Styrktarfélag krappameinssjúkra barna er sá sem varð fyrir valinu hjá mér í þetta skiptið. Héðan af verða þau skipti fleiri.


Hér er einn afrakstur prófatíðarinnar. Þetta er litla systir mín, sætabaunin hún Rebekka - jólamynd af okkur systrum.




Og ef einhver ætlar að reyna að segja að ég hafi ekki lagt neina vinnu í þetta heldur notað bara nokkra effecta, þá er það kolrangt og ekki einu sinni reyna að halda því fram (Ari).
Gæðin minnkuðu samt aðeins af því að ég minnkaði myndina aðeins svo hún yrði ekki ár að birtast á blogginu.

Jæjamm.
Takk fyrir mig.
Takk fyrir að vera til.

Bless.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Jæja þá.

Þrjú búin, tvö eftir. Ágætt gengi hingað til.
Ég held ég hafi aldrei á ævinni lært svona almennilega fyrir próf eins og í þessari prófatíð. Ég ætla að halda því áfram.
Ég er samt ekki sátt við sjálfa mig - ég vildi ná meiri árangri á prófunum. Vegna mikils lærdóms vildi ég fá tíu! Ég fæ ekki tíu, nema kannski vonandi eina. Ég verð að fá eina. Ég verð að fá tíu í heimspeki.

Ég þoli ekki að koma úr prófi þar sem maður svarar öllu en veit ekki neitt hvað af því er rétt - ég var að koma úr svoleiðis prófi.

Vá hvað það verður erfitt að læra fyrir söguprófið í dag. Ástæðan er gott veður. Mig langar í sund og sólbað. Mig langar að fá freknur og vera sæt og spóka mig í sólinni. Mig langar ekki að vera inni og læra fyrir próf - það er böl.


Markmið í lífinu:
-lesa alltaf ótrúlega mikið
-læra eins mikið og ég get og hef tíma til
-leggja mig fram við allt sem ég tek mér fyrir hendur
-eiga gott samband við alla fjölskyldumeðlimi
-fá gott starf sem ég hef gaman af
-ferðast ótrúlega mikið
-aldrei hætta að læra
-gera vini og vandamenn stolta af mér og ánægða yfir því að þekkja mig
-gleyma aldrei markmiðunum og hafa alltaf metnað!


Markmið sumarsins:
-vera glöð og sæt og mjó (a.m.k. í ágætu líkamsástandi - ekkert að deyja úr hor samt) og útitekin
-ferðast um landið, fara í fullt af útilegum
-eyða miklum tíma með vinum
-lesa ótrúlega mikið
-rifja upp stærðfræði 303 (væri ágætt ef einhver gæti lánað mér bókina (rauðu))
-vera góð við sem flesta - dreifa H-vítamínum (haha, gubb)
-hafa mikið samband við litlu systkini mín og vini mína
-helst fá Hörpu og Rebekku, litlu systur mínar, í heimsókn til mín hingað á Akureyri og gera ótrúlega mikið með þeim
-vera fullt í sólbaði og sundi
-fara helling í göngutúra
-fara í lautaferðir
-vera ótrúlega góð og skemmtileg (vera jafnvel uppáhaldsfóstra) við krakkana á Hólmasól sem ég ætla að vinna með í sumar


Vá hvað það er gaman að vera til og gott að vera bjartsýnn.

J'aime la vie.

(Væmið? Fokkjúmérersamaégertöff).

þriðjudagur, maí 30, 2006

Vilhjálmur fer virkilega mikið í taugarnar á mér:
-Hann getur aldrei komið fram án þess að drulla yfir einhvern.
-Hann er alltaf með einhverja krakkastæla (skot og vörn - ekki endilega að gefnu tilefni).
-Hann þorir ekki að viðurkenna mistök og hampar sjálfum sér endalaust.
-Hann getur ekki tekið afstöðu til eins einasta hlutar.
-Hann lofar öllu góðu og nefnir bara hluti sem allir eru sammála um að eigi að laga - öll málefni sem einhverjar deilur eru um, sneiðir hann framhjá í umræðum.

... svo við tölum nú ekki um lygarnar og leynimakkið á kjördegi og dagana eftir það.
Góð byrjun, Villi. Kemur.

Ég veit að þetta eru einkenni stjórnmálamanna sem komast langt og ráða eða hafa ráðið öllu, svo að mögulega eru þetta virðulegir og heppilegir eiginleikar - en mér hefur ekki líkað við marga valdamikla stjórnmálamenn hingað til, þannig að kannski er þetta bara ég.

Fokkíng gubb.

mánudagur, maí 29, 2006

Og þannig fór það þá.


Eftirfarandi spurningu beini ég til lesenda þessa bloggs:

Hvað finnst fólki um Vilhjálm sem borgarstjóra Reykjavíkur?

fimmtudagur, maí 25, 2006

Oh dear lord hvað við vorum klárlega mest foxy bekkurinn.

Ég var að dimmitera í gær. Svo gaman sko, en samt svo kalt.

4.F, minn bekkur, var Gay Pride. Það er vart hægt að ímynda sér glæsilegri búninga. Það geta vitaskuld allir vottað um.

Oh yes, I'll show you.

Bekkurinn:




Og það er pósarinn ég:




Tryggvi gay til vinstri, undirrituð með honum:




Sigríður Helga Oddsdóttir, fegurðardrottning með meiru:




For more, click "Dimissio 2006 - MA", on the left side of this page.

Lalala :)

mánudagur, maí 15, 2006

Stundum skil ég ekki hvernig eiturlyfjaneytendur komast á það stig að vera eiturlyfjaneytendur. Allar skynsemisverur á Íslandi vita að það er stórhættulegt að neyta eiturlyfja, hvers vegna gerir fólk það þá? Allir vita að eiturlyfjum fylgir ógeðslega mikil hætta á að lyfið verði vanabindandi, af hverju prófar fólk?

Þetta er mér óskiljanlegt.

Bara að svörin væru til staðar. Þá liði ekki svona mörgum illa.

föstudagur, maí 12, 2006

Mér hefndist.

Veggjamítlarnir eru svo sannarlega komnir inní svefnherbergi.

Lífið sökkar.

(Ekki fara að lesa neitt sérstaklega mikið í setninguna "lífið sökkar". Þetta er setning sem var mikið notuð í MH síðasta vetur við svo lítil tilefni sem "kókið er búið", drengur að nafni Villi þar fremstur í flokki. Ég er að öllu öðru leyti en pöddugangi mjög ánægð með lífið).

Að öðru: Ég er að lesa ótrúlega háfleygan texta. Hér kemur textabrot:

"[...] Hundur lætur vinalega við húsbónda sinn, en urrar, að kalla í sömu andránni, að ókunnugum, sem ekkert hefir gert honum, eða flýgur í vonzku á annan hund, sem í mesta sakleysi labbar fram hjá og á sér einskis ills né ótta von."


Snilld.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Oj barasta!

Það er roðamaur í eldhúsinu mínu sem er að leita sér að stað til að hreiðra á og fjölga sér og eiga hamskipti! Djöfulsins viðbjóður.

Almenn ábending til fólks: Aldrei, aldrei flytja í kjallaraíbúð. Viðbjóður.

Ég var að lesa mér betur til um roðamaura (sem er víst ekki maur heldur áttfætla og þ.a.l. skyldari köngulóm en maurum) eða veggjamítla (sem er réttara heiti yfir roðamaur) og þetta eru ógeðslegar verur.





Þær eru mönnum alveg meinlausar. Sumir halda að þeir séu blóðsugur af því þeir eru rauðir á litinn og skilja eftir sig rauðar/brúnar klessur ef maður kremur þá, en þeir eru það ekki. Þeir nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum inní plöntufrumur og sjúga úr þeim safann. Fokk oj.

Þeir eiga það til að troða sér inní híbýli manna í þeim tilgangi að leita að varpstað (frábært - tilgangur heimsóknarinnar er að fjölga sér) og eiga hamskipti.
Og það skiptir engu máli að gluggar séu lokaðir, þeir komast inní hvaða smáu smugur og rifur sem eru. Nú er ég t.d. búin að hafa eldhúsgluggann minn lokaðan í nokkra daga en alltaf þegar ég lít í gluggakistuna er hún orðin full af roðamaur. Að vísu minna full af roðamaur en áður en ég lokaði glugganum, en samt! Við erum að tala um að ef ég fjarlægi hvern einasta roðamaur í glugganum, þá sé ég samt nokkra strax aftur eftir fimm mínútur! Fokkíng hell.

Ég get ekki skilið eftir hreint leirtau á eldhúsborðinu til að þorna því þá er kominn roðamaur á það eftir smá tíma og þá er leirtauið ekki lengur hreint. Ég get ekki skilið eftir mat í opnu íláti á eldhúsborðinu því þá komast þeir í það. Ég má ekkert!

Ég leit inní brauð/kex/te/kaffi/kanil og fleira-skápinn minn áðan. Obboroll - skríðandi roðamaur í neðstu hillunni. Þeir eru alls staðar! Ég þorði ekki einu sinni að skoða skápinn betur af hræðslu við hvað biði mín. (Vá hvað mig klæjar útum allan líkama við þessa umfjöllun).

Leiðir til að losna við roðamaur/veggjamítil:
Hmh, vertu duglegur að þrífa og fáðu meindýraeyði í heimsókn á þriggja mánaða fresti, a.m.k. til að drepa þá sem fyrir utan lifa og komast inn. Great. Kostar ekki nema fimmþúsundkall.
Reyndar á ég ógeðslega frábæra leigusala sem ætla að láta einhvern úða á þetta, en ég verð ábyggilega í mánuð að losna almennilega við þá úr eldhúsinu mínu, eða hvað? Vá hvað ég er hamingjusöm með þetta (kaldhæðni!). Ég er náttúrulega ein pödduhræddasta manneskjan á jarðríki, takk fyrir. (Hnútur í maganum).

Ég er hætt að borða í eldhúsinu mínu. Það verður dýrt að lifa í sumar - enginn heimaeldaður matur. Það skrítna er líka að eldhús- og stofugluggarnir eru hlið við hlið, og við hina hlið stofugluggans er svefnherbergisglugginn, en samt er þetta vandamál bara í eldhúsinu - af öllum stöðum. Vá ég vona að mér hefnist ekki fyrir að bölva þessari staðsetningu og þeir fari að mæta í hinum gluggunum líka.
Ég myndi alls ekki vilja þá í svefnherberginu, en frekar stofunni en eldhúsinu! Er það ekki?

Andskotinn.
 

© Stefanía 2008