Helgin var æði. Ég var með tvíburana frá föstudagsmorgninum og út þriðjudag en fékk næga hjálp frá fullt af fólki og allt gekk eins og í sögu. Ég átti meira að segja einkalíf á föstudags- og laugardagskvöldinu. Skemmti mér eins og í sögu bæði kvöldin. En hvað það var gaman. Broskall.
Haha, ég var samt hálfbjálfaleg á föstudagskvöldinu. Voða krúttó. Átti svona romantic alone time. Föstudagskvöldið átti að fara í tryllt teiti (ég veit svosem ekki hvort það hefði verið tryllt) en úr teitinu varð núll. Þess í stað fór ég uppí Grafarvog til múttu minnar og borðaði hjá henni og co., afskaplega notalegt. Lærði nýja leið til skyrátu; setja sultu út í skyrið. Mamma mín hefur víst notað þessa leið alla tíð en eitthvað fór hún framhjá mér.
Klukkan var svo orðin miklu meira en ég ætlaði og hélt þegar ég fór heim að gera mig klára fyrir skemmtun kvöldsins, sem var svosem óráðin á þeim tíma. Ég fór í sturtu í rólegheitunum, vaxaði meine bener (þýðing: lappirnar mínar) (vá hvað ég er góð í þýskdönsku), slétti hárið mitt, málaði mig, valdi mér föt og þið vitið, allt tilheyrandi bara.
Þetta gerði ég allt saman drekkandi freyðivín og hlustandi á GusGus og aðra góða tóna. Very much Bridget Jones-like. Kósý sko.
Svo bara var klukkan allt í einu orðin "kominn tími til að fara niður í bæ"-tími, svo Sunna Dís og Gulla sóttu mig og við djömmuðum.
Vá, en gaman. Langt síðan (eða kannski ekki, ég hef hreinlega ekki hugmynd um það, en ég held það samt (þá hef ég hugmynd, en ekki staðfestingu)) ég hef bloggað svona "í kvöld þá gerði ég þetta og þetta og þetta"-blogg.
Best að halda því áfram.
Á laugardeginum var "hér skulum við drekka áður en við förum niður í bæ"-hittingur á Tryggvagötu. Mjög gaman og fullt af myndavélaflippi sem er einmitt komið hér til hliðar undir heitinu Tryggvagötudjamm. Sara og Aníta Keij kíktu til Errvaffká um helgina, einkar gaman að sjá þau andlit. Svo var förinni auðvitað bara heitið downtown, þótt það sé eiginlega ekki hægt að vera meira downtown heldur en á Tryggvagötu, en þið vitið hvað ég meina. Skemmti mér afskaplega vel það kvöld líka. Endaði í krúttlegu eftirpartýi. Orræt man.
Ætla að skella inn vel völdum myndum, haha, misfyndnum.
Eins og hún Aníta getur verið sæt þá kann hún líka að vera svona:
Sara er farin að gera það einfaldlega að hefð að púlla this guy á myndavélina mína. Haha. Sara rassgat.
Hahaha, nú var ég búin að ákveða hvað ég ætlaði næst að gera í þessari færslu og það var að setja inn sæta mynd af Söru líka, til að sýna að hún getur líka alveg verið anti this guy, hah, en ég fann enga. Nema langt aftur í tímann og þar er hún covered in sunglasses.
Sara, farðu að fá þér myndasvip - hættað vera svona mikill töffari. En sjá hvað við erum sætar þarna. Úff, hvað ég er með much reminiscence að skoða þessar MA myndir í leit minni að góðri Söru-mynd. Sakna Hildar.
Og svo þessi, hér er Sara ýkt kjútípæ í Glimmer/Gay tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar:
En henni varð auðvitað að fylgja this guy:
Hah, þetta blogg er tileinkað Söru. Þótt það hafi ekki verið það fyrst þá er það augljóslega orðið það núna.
Awesome.
Næsta helgi verður vonandi á Akureyri. Ég veit að ég get farið til Akureyrar, en ég veit ekki hvort ég get farið á bretti, og ég veit ekki hvort ég meika að beila á tveimur tvítugsafmælum fyrir Akureyri ef ekkert bíður mín þar nema bara djamm, sem bíður mín hér líka. Vonandi verður fjallið opnað, þá fer ég.
Vá ég er með fiðring í maganum að hugsa um bretti. Geðveikt. Svo fylgir auðvitað heiti potturinn sem ég er búin að fá boð í. En geðveikara.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Eða eitthvað annað. Sjáum til.
Bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli