Ég fór ekki norður. Enda sagði ég að ég færi ekki ef fjallið opnaði ekki. Ég fer samt bráðum að látast úr brettalöngun. Nei, nei. Samt.
Góð helgi samt sko, þrátt fyrir að hún hafi ekki farið fram á Akureyri af minni hálfu. Ég er eiginlega orðin alltof mikill djammari. Komin aðeins of mikið í 2. bekkjarfílinginn. Kannski spurning um að fara að slaka á.
Ég fer norður næstu helgi, æ hef tú. Fara á bretti og kíkja á þetta Akureyrarpakk allt saman. Fara í heita pottinn. Meet my peeps.
Oj, ég sagði þetta ekki. Ég var að grínast.
Sjæse. Ég sit hérna uppí MH að blogga og það er matarboð á borðinu við hliðina á mér. Það vantar bara kertaljós sko. Þær eru með allar græjur þessar píur.
Eftir næstu helgi verður smá afslapp í the jam þar til London beibí! Oh, kreisí en the membrain man.
Og nú er matarboðið bara búið af því að frímínútur eru búnar. Gaman að hafa tíu mínútna matarboð.
Toppur helgarinnar var deffó þegar pabbi mætti á Prikið. Haha. Algjör snilld. Gaman að vera að dansa og fá símtal frá föður sínum um það að hann sé fyrir utan Prikið. Ég dró gamla auðvitað inn aðeins, haha. Stemmari að djamma með pabba gamla.
Annars er ég að halda áfram að eisa skólann, it's going good. Ég er því afskaplega fegin. Væri kannski líka bara hálfglatað að vera bara í tveimur stærðfræðiáföngum og engu öðru og vera ekki að eisa þá.
Úff, ég verð hreinlega að tala um þetta.
Mér finnst svo sorglegt hvað það eru margir gaurar sem eru bara algjörir plebbs og hoes. Hálfskondið að þeir fá á sig nafnbótina "playerar" fyrir að fara með tveimur nýjum gellum heim hverja einustu helgi. Player - mér finnst það orð gefa til kynna eitthvað töff, en það er ekki töff að ná sér í hvaða gellu sem vill skríða upp í rúm með manni.
Ég hafði ekki svo mikið kynnst þessu heima á Akureyri. Það er svo mikill smalltown að þetta þekkist ekki þarna í svona miklu magni. Eða kannski gerir það það, en þessir gaurar voru þá ekkert mikið á sömu stöðum og ég. Reyndar var ég í sambandi þá og ég held að þegar maður er í sambandi (ef maður vill eitthvað vera í þessu sambandi) þá gefi maður frá sér svona "ég er á föstu"-vibe.
Í Reykjavík er allt morandi í þessum töppum.
Skemmtileg kenning sem ég heyrði. Stelpurnar vita að þessir gæjar eru eins og þeir eru, en halda samt að þær séu eitthvað sérstakar því þær vona að þær séu þær sem eiga eftir að breyta þessu mynstri.
Auðvitað eru til stelpur sem er alveg sama og eru bara að fleygja sér í einnar nætur gaman, eins og strákarnir. En munurinn er held ég sá (án þess að alhæfa, undantekningarnar eru auðvitað til og alveg nóg af þeim) að þótt þær vilji ekkert meira með gaurinn hafa og sé alveg sama um hann, þá kunna þær samt alveg að vera kurteisar og drulla ekki yfir greyið strákinn með algjöru dissi við næstu kynni.
Ég get ekki talið skiptin sem ég hef heyrt um þar sem pían er á total bömmer bara vegna þess að næst þegar hún hitti gaurinn var hann svo dónalegur að hún heldur að hún sé eitthvað ömurleg. So wrong.
Samt langaði hana kannski engan veginn í strákinn aftur. Glataður í rúminu og enginn kúrari eða skjallari; not top-notch gaur. En útaf þessu dissi af hans hálfu, þá verður hún að fá hann aftur. Vegna þess að fólk langar alltaf í það sem það getur ekki fengið.
Glatað.
Þessi leikur, þessi höstlleikur er ótrúlegur. Það er merkilegt að sjá hvað það er rétt að það gilda einfaldlega ákveðnar reglur í honum og merki sem fólk sendir sín á milli.
Sumir kunna ekki reglurnar og merkin, ég er ein af þeim. En maður kemst ekki hjá því að læra þetta af öllu helgardjamminu og einfaldlega af öllum mistökum fólksins í kringum mann.
Orrætí then. Ég er farin að diffra og heilda og ýmislegt fleira.
Good fun and live well.
Es. Helvítis minniskortinu úr myndavélinni minni var stolið! En glatað. Haha bókstaflega glatað. Og það voru líka myndir inná kortinu sko. Enn verra.
Ef þið finnið það, Sony-minniskort með eitthvað miklu plássi, alveg slatta plássi, þá endilega skilið því. Pirrandi. Fáránlegur þjófnaður líka. Alltílagibless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli