fimmtudagur, september 07, 2006

Ég sá hvítan húsbíl á ferð minni um Miklubrautina sem bar nafnið Kvítur. Haha. Og ekki bara á númeraplötunni, heldur var hann sérmerktur með nafninu Kvítur. Haha, mér fannst það fyndið.

Já. Nú er ég semsagt að taka áfangana stærðfræði 403 og 503. Stærðfræði 503 er að mestu heildun, eða tegrun, sem byggir á deildun, eða diffrun. Stærðfræði 403 er sirka helmingur diffrun - og sá helmingur er kenndur á seinni hluta annarinnar.
Rökfræðisnillingar sjá út úr þessu að ég er í vondum málum í stærðfræði 503 þar sem hann byggir á seinni hluta stærðfræði 403, sem ég er hreinlega ekki búin með.

Fokk.

Nei, nei. Ég redda þessu. Ég er strax farin að hlaupa aðeins fram úr kennslunni í 403 og næ þannig að undirbúa mig svona létt fyrir 503. En þetta þýðir held ég samt að ég mun vera eftir á í 503 þar til dómsdagur kemur (lokapróf) og ég verð búin með báða áfangana alveg.
Þess vegna var ég jafnvel að velta fyrir mér að spyrja kennarann (ef kennaraeinkunnin verður ömurleg alla önnina) hvort ég fái að taka 100% lokapróf.

Af hverju í veröldinni er ég að blogga um þetta? Jú, vegna þess að þetta er ég og ég er bara þannig að gerð að ég elska að ræða um ekki neitt. Svona eins og Seinfeld.
Ég finn alltaf rosalega samkennd með karakterunum í Seinfeld þegar þeir taka heilan þátt í að fjalla um eitthvað eins ómerkilegt og "the Big salad" eða brauðið sem ég man ekki hvað heitir sem pabbi George kom með í matarboð en gestgjafarnir gleymdu að leggja það á borðið með matnum svo hann móðgaðist og ákvað að taka það bara hreinlega með sér heim aftur. Oh, hvað hét aftur brauðið? Err eitthvað. JÁ! "The Rye". Hahaha. Fyndið.

Vá hvað það er gaman að vera komin aftur til svona margs fólks sem ég þekki.
I'm lovin' it.
Ég elska samt ekki McDonalds. Ég man ekki hvort ég er kannski búin að blogga um það áður, en ég tók ákvörðun um það um daginn að sniðganga McDonalds og KFC. Dýrameðferðin á þessum stöðum er viðbjóðsleg. Ég veit að sumir segja þá: "Já, ætlarðu þá ekki að sniðganga Nike og fleiri vörumerki fyrir slæma meðferð á fólki?" o.s.frv.
Það getur vel verið að einn daginn komi að því, en þetta er allavega skref í rétta átt.
Það getur enginn dæmt mig fyrir að taka ekki allan pakkann í einu; það er þó betra að taka einhver skref í rétta átt - þótt þau séu ekki stór - heldur en að taka engin skref. Það segir sig sjálft.

Jæja, ég er farin að læra.

Adios, mes amigos.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008