þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Hróarskelda. Vá. Svo langt síðan.

Ég var látin nánast allan tímann, af ofnæmissökum. Mér tókst þó að sjá nokkrar hljómsveitir og drekka svolítið af bjór. Ég verslaði líka helling og það var ógeðslega gaman.
Takk svo margir fyrir frábæran tíma. Awesome. Ómar fyrst og fremst :*

Vinna á leikskóla og Greifanum - bæði æðisgengið. Frábært starfsfólk á báðum stöðum. Á leikskólanum er ég að vinna með litlum tveggja ára strákum, á Hjallastefnuleikskóla. Á Greifanum er ég líka að vinna með litlum tveggja ára strákum (þeir eru inni í eldhúsi). Nei, ég var nú að grínast, en stundum gæti maður haldið það, hohoooo.

Ég er lame ass blogger um þessar mundir, obviously. Ég er samt töffari, eins og alltaf.

Versló var líka æðisleg. Ég og Ómar byrjuðum á því að fara til Ásbyrgis á föstudeginum að sjá Sigurrós. Röltum um Ásbyrgi daginn eftir og skoðuðum m.a. Botnstjörn. Fórum svo og kíktum á Dimmuborgir í Mývatnssveit og krössjuðum þar um nóttina. Höfðum það kósý það kvöld við Grjótagjá með varðeld fyrir framan okkur (gátum ekki farið ofan í vatnið af því við erum svo miklar kisur (vatnið var reyndar mjöög heitt)).
Á sunnudeginum keyrðum við í sveitina hans Ómars í Miðfirði í Húnaflóa og á mánudagsmorgninum fór ég í fyrsta skipti á hestbak. Vá hvað það er æðislegt! Og ógeðslega fyndið þegar hesturinn fer á stökk, hahahaha! Ég hossaðist eins og kreisíessmoðerfokker og hló enn meira. Hahaha. Awesome. Hálftíma eftir að ég kom af baki lést ég enn og aftur af ofnæmi. Ég jafnaði mig eftir svona tvo daga, þó örlar enn fyrir smá stíflum, nefrennsli, hnerrum og tárum (smá má skipta út fyrir brjálað mikið).

Frekari skýrslu af verslunarmannahelginni má finna á heimasíðunni Springandi plastpoki (það er gaman að segja frá því að það eru jafn mörg atkvæði í því og Skræbóttur kræklingur).

Elsku elskur. Ég er að flytja til Reykjavíkur (aftur) eftir tvo daga. Ég kem þó aftur næstu helgi til að fara í Freyjulund og tvö tvítugsafmæli (nema ég komi ekki fyrren á laugardeginum) og þrífa þessa blessuðu íbúð.

Sjálfboðaliðar í þrifhjálp eru ótrúlega vel þegnir.

Ég þarf reyndar alltaf að hafa allt eftir mínu höfði þegar kemur að þrifum og uppröðun og öðru slíku - ég þigg samt hjálp, með glöðu geði.
Fólk sem er búsett á Akureyri eða bara staðsett á Akureyri þessa helgi og vill biðja mig vel að lifa er beðið að hafa samband í síma 865-0465 (ó, já, gamla númerið er komið aftur í notkun) næstu helgi.

Ég ætla að halda kveðjupartý á laugardaginn. Er það sniðugt? Ég held það. Ég ætlast til að þetta verði skemmtileg helgi. Björk verður á Akureyri og allt. Svo er ég að fara að flytja til hennar. Ekki heim til hennar, en í sama landshluta.

Ahh! Ég var stungin af geitungi í gærkvöldi í fyrsta skiptið. Gærkvöldið var æðislegt. Ég og Ómar fórum út að borða á La vita é bella. Eyddum hellings pening þar. Fórum svo út á lífið og þar skildust leiðir um stund. Við fundumst þó aftur eftir að ég hafði hitt fullt af snillingum á leið minni. Þar má nefna Hafdísi elsku, Hákon konfused, Guðjón Magnússon, Bancha sæsúan, Söru, Önnu og Geira Greifafólk ásamt fleirum.

Síðasta djammið mitt og Ómars saman. Það gekk algjörlega slysalaust - svooo æðislegt. Ég elska hann svo mikið. Og hann fer bara frá mér rauðkollurinn.

Kyss til allra.

Einar, myndirnar fara alveg að koma inn. Þið öll hin: fullt af myndum á leiðinni frá hinum ýmsu tilefnum; Greifadjamm, Versló, Hróarskelda, útskriftin mín, afmælið hennar Bjarkar o.fl.

Mússí

P.s. þessi bloggfærsla er búin að vera í vinnslu í svona viku, skrifuð í nokkrum pörtum. Ég er samt búin að fara yfir hana og hún virðist vera ágæt. Ókeyjbæj.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008