þriðjudagur, september 12, 2006

Fokkíng pirrandi maður.

Ég var að setja myndir inn á tölvuna mína. Alltaf þegar ég geri það þá eyði ég þeim útaf minniskortinu í myndavélinni í leiðinni. All right.

Næsta skref: Nota Photo Resize Magic til að minnka myndirnar aðeins til að þær séu ekki svona huge og það taki styttri tíma bæði að setja þær á netið og skoða þær á netinu. Ég kýs að halda samt upprunalegu myndunum alltaf og setja þær sem ég er að minnka í aðra möppu.

Hmh í fyrsta skipti áðan frá því ég byrjaði að nota þetta forrit kogsaði það eitthvað agalega og yfirskrifaði bara allar stóru myndirnar með minni myndunum. Ekki nóg með það heldur minnkaði forritið myndirnar allar þrisvar eða fjórum fokkíng sinnum! Oh! Nú eru þær allar pínulitlar og ég á engin aukaeintök af þeim. Fokk hvað þetta er pirrandi.

Þetta voru Freyjulunds06/tvítugsafmæli Anítu og Arnars/Króniku-myndirnar. Glaaaatað. Ég er ógeðslega sár og leið núna.

Önnur saga:
Í dag kom ég heim úr skólanum til að fá mér hádegismat (var uppí skóla að læra - duglega ég) og var orðin svöng í samræmi við það. But no, þegar ég var búin að taka fram matinn sem ég var að fara að útbúa mér (komst ekki lengra) þá birtist allt í einu feitasti geitungurinn maður! Andskotans vitleysa.

Ég geitungahrædda (sem var þó stungin í sumar og komst þar með að því að ég er allavega ekki með ofnæmi) henti bara öllu frá mér þar sem ég stóð og stökk af stað inn í stofu þar sem ég lokaði mig af í tvo klukkutíma á meðan ég ýmist reyndi að fá manneskjur til að koma heim til mín að drepa geitung sem væri að koma í veg fyrir að ég gæti matast eða manaði sjálfa mig upp í að gera það sjálf.

Á endanum náði ég í hársprey og fjórbrotið Morgunblað og gerði mig klára í slaginn. Eftir fjórar tilraunir til að fara inn í eldhús að leita að honum en hlaupa alltaf aftur út þegar ég heyrði suð, stóð ég fyrir utan eldhúsið og fylgdist með og hlustaði eftir honum. Ég sá hann á endanum og beið þar til hann stoppaði á einum stað.

Þá laumaðist ég að honum með hárspreyið og spreyjaði á hann í a.m.k. eina og hálfa mínútu á meðan ég horfði á hann veikjast - þar til hann bærði ekki á sér nema fyrir tilstilli krafta spreysins. Þá tóku við u.þ.b. þrjátíu högg með Morgunblaðinu.

Þetta er árangurinn:





Afrek. Afrekið mitt. Fyrsti geitungurinn sem ég hef þorað í. Djöfulsins hetja sem ég er.

Ég var með of hraðan hjartslátt í svona 5 mínútur eftir þetta, skjálfhent í svona 7 mínútur og var upptjúnnuð og stressuð í svona hálftíma. Ég mæli ekki með geitungadrápum - þau geta valdið hjartaáföllum.

Thank you for me. Later.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008