Það er eitthvað skringilegur blær yfir mér þessa dagana. Ég velti fyrir mér hvort það séu eftirköst eftir mestu djammhelgi í langan tíma.
Ég er farin að finna fyrir þeirri tilfinningu að mig langi til að verða skotin í einhverjum. Mér finnst lífið eitthvað svo tómlegt.
Það gengur allt alveg ótrúlega vel. Alveg ótrúlega vel. Það er samt eins og eitthvað vanti.
Kannski er þessi gleði bara yfirborð. Kannski nær þetta skammdegi alltaf að fá sínu framgengt. Ég veit ekki hvað það er. Mig vantar eitthvað til að gleðjast yfir. Metnaðurinn fyrir fjölskyldunni og skólanum dugir mér greinilega ekki.
Já, mig vantar sennilega það að einhvern vanti mig. Það tengist því að mig langi til að vera skotin í einhverjum.
Ég hreinlega veit ekki hvar ég ætti að kynnast ungum, myndarlegum, dugmiklum mönnum. Haha, mönnum? Strákum, meinti ég vitaskuld. Ég er líka hrædd við að fara að kynnast einhverjum. Það er yfirþyrmandi.
Vá, hvað ég er ekki að fara að komast norður á bretti á næstunni eins og ég vonaði.
Núna næstu helgi á Sunna Dís afmæli.
Helgina eftir það fara pabbi og Steinunn til útlanda og ég verð með litlu systkini mín.
Helgina efir það ætla ég að fara til London (Lísa ég ætla að koma til þín :) Helst að fljúga með þér frá Íslandi 10. nóvember).
Helgina eftir það fer ég í sumarbústað með Sunnu og Sigrúnu.
Helgina eftir það er bara ein vika í lokapróf - tvö sama dag. Þess vegna held ég að það sé ekki norðurábretti-helgi.
Helgina eftir það eru lokaprófin á mánudeginum eftir hana (4. des) þannig að sú helgi er a.m.k. lærdómshelgi, sama hvort helgin á undan verður það eður ei.
Helgina eftir það vonast ég til þess að vera í Noregi á bretti í einhverju æðislega flottu fjalli með frábærri skíðaaðstöðu. Ef það gengur ekki eftir þá ætla ég að vera í Hlíðarfjalli. Without a doubt.
Eftir þetta ætla ég að reyna að komast til Svíþjóðar til Hildar. Ef hún verður ekki farin heim í jólafrí. Ef svo verður þá kannski bara fer ég til Danmerkur til Ingu Völu :) Nóg að gera.
Oh. Svo spennandi og good times framundan en það er samt alveg jafn yfirþyrmandi og það er spennandi.
Mér fallast eiginlega hendur yfir því að vita ekki að mér á eftir að líða vel. Auðvitað á mér eftir að líða vel. Það hlýtur að vera. Ég veit það samt ekkert.
En ég meina London! Það er samt líka mjög yfirþyrmandi.
Jááá. Gangi ykkur vel. And have it very good.
Ps. Ég er að fara að kaupa mér nýjar snjóbrettabuxur! Aaah hvað ég hlakka til! :) Nýjar og fínar með axlaböndum og alls konar. Ég dey bráðum ef ég kemst ekki á bretti fljótlega.
Ókeyjbæj.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli