mánudagur, september 25, 2006

Ég er á föstu.

Haha.

Ég er að fasta. (Gaman að snúa útúr.)
Eg er samt ekki að fasta þannig að ég bara borða ekkert í tvær vikur eða eitthvað - eh, no, no.
Sjö daga prósess.
Fyrstu tveir dagarnir byrja á próteindrykk með hörfræolíu (sem er mjög hreinsandi og losandi), berjum (sem afeitra) og sojamjólk. Restina af deginum má ég bara borða grænmeti - það þýðir auðvitað enga ávexti, engan sykur, enga drykki aðra en grænmetisdrykki án aukaefna, einfaldlega ekkert nema grænmeti. Jú svo á ég að drekka mikið, mikið vatn og soldið af sérstöku grænu tei, sem er afeitrandi og vatnslosandi. Æði.
Næstu þrjá daga byrja ég daginn á svokölluðum ógeðsdrykk sem er virkilega losandi og hreinsandi. Hann inniheldur tvo desílítra af volgu vatni (sýð vatn og blanda það svo með köldu), tvær matskeiðar sítrónusafi (lime gengur), tvær matskeiðar ólívuolía og fjórar til fimm teskeiðar epson-salt (sem er virkilega sterkt og losandi salt).
Glöggir vita auðvitað að þessi drykkur blandast ekki mjög vel saman (vatn, olía, salt? Eh, nei). Viðbjóður segi ég. Vegna þessa tel ég það heimskulegt að smakka drykkinn fyrir innbyrðingu, því drykkurinn veldur ógleði og miklum kúgunum (að kúgast => nafnorð kúgun? Tjah, ég hreinlega veit ekki). Drykkurinn verður því væntanlega erfiðari drykkju ef pása er gerð á milli sopa.
Það sem ég geri er að grípa fyrir nefið og þamba í einum sopa (nokkrir sopar auðvitað, en þið vitið hvað ég á við). Sjæse man.
Í gærmorgun og morguninn þar á undan fékk ég góða hvatningu frá öðrum heimilismeðlimum sem klöppuðu eftir að ég lauk drykknum. Það er virkilega hvetjandi og ég mæli með að slíkt fólk sé viðstatt ef þið ákveðið að skella þessum drykk í ykkur.
Morguninn í morgun var hins vegar erfður. Þegar kom að því að drekka ógeðsdrykkinn mikla þá voru heimilismeðlimir farnir til vinnu og skóla. Ég fékk því enga hvatningu í morgun.
Orð fá ekki lýst hversu illa gekk að drekka. Nei, nú ýki ég. En það var samt erfiðara; ég kúgaðist miklu meira eftir drykkinn heldur en hina tvo dagana þegar ég fékk hvatningu. Fyrir utan það að ég var oft nálægt uppgjöf.
Þetta hófst þó.
Eftir drykkinn góða er mælt með því að fólk jafni sig í smá stund áður en það fær sér svo fyrrnefndan próteindrykk.
Restina af deginum er það bara vatn, vatn, vatn og ákveðnir grænmetissafar. Mér hefur hingað til gengið illa að drekka þessa grænmetissafa. Þeir eru viðbjóður.
Gulrótasafi og rauðrófusafi - dæmi hver fyrir sig. Bðöh.
Þess vegna hef ég svosem litla næringu fengið nema í próteindrykknum í byrjun dags og er alltaf svöng. Ömurlegt. Haha.

Í dag er sumsé síðasti dagurinn án matar.

Síðustu tveir dagarnir
eru eins og tveir fyrstu - bara grænmeti. Ég hlakka til að borða.

Þessi fasta er ekki til þess gerð að léttast og grennast heldur að hreinsa líkamann (sem ég efast ekki á nokkurn hátt um að hún geri). Ég nýtti tækifærið og hætti að anda að mér eiturefninu nikótín sem fæst úr svokölluðum Capri-sígarettum.
Ekki það að ég hafi verið dugleg við það - en það var farið að aukast undanfarið. Það er bannað.

Ég er farin að sitja yfir fólki sem borðar á meðan ég drekk vatn. Good fun everyone.

Ciao. (Haha, ciao minnir mig á sögu sem ég segi kannski í næsta bloggi.)

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008