þriðjudagur, september 19, 2006

Ég uppfærði linkana mína. Svo margt af þessu liði sem var norðan heiða er það bara ekkert lengur. Núna ýmist sunnan heiða eða í útlöndum. Það er því komið í flokkinn "Fyrrverandi norðan heiða".
Þar fyrir utan bætti ég honum Kristjáni Einarssyni vonandi upprennandi stórbloggara og stærðfræðingi í linkana. Hann er að læra stærðfræði í HÍ, sem er ekki norðan heiða, hann er því einnig í flokknum "Fyrrverandi norðan heiða".

Fróðlegt og skemmtilegt.

Í öðrum fréttum:

Það er gaman að segja frá því að næstu tvo daga eftir að ég drap minn fyrsta geitung, drap ég einn á dag. I'm on a roll. Ég er ánægð með mig, satt að segja. Annar þeirra féll meira að segja þegar ég var undir áhrifum áfengis, aðeins á öðrum skónum og með hinn að vopni. Töffarinn ég.

Ég er búin að skila einu heimadæmasetti í hvorum stærðfræðiáfanganum og fara í próf í öðrum.
Stæ403; heimadæmi: 10; próf: 8,5.
Stæ503; heimadæmi: 9.


8,5 er ekki tíu, eins og glöggir lesendur vita. Ég hefði viljað tíu, eins og ákjósanlegt þykir, en það gekk því miður ekki eftir. Ég reyni að afsaka þetta fyrir sjálfri mér með því að segja: "Prófið var úr námsefni fyrstu þriggja vikna, ég missti af fyrstu einni og hálfri vikunni (fyrir skólans sakir, ekki mínar)."
Þetta er ágætis sárabót og ég ætla bara að gera betur næst. Það má svosem líka alveg segja frá því að meðaleinkunnin var fall - mín einkunn er sumsé u.þ.b. tvöföld meðaleinkunnin. Það er ágætt. Samt ekki tíu.

Eins og mamma sagði alltaf - maður á ekki að bera sig sig saman við þá verri. Það gildir um allt sem þið getið fundið til; þá sem eru latari - á hinum ýmsu sviðum, drekka meira, borða meira óhollt, baktala meira, o.s.frv. Gott mottó? Ég held það.

Stæ503 prófið er á morgun. Can't wait (not). Læra í allan dag. Það er gaman þegar það gengur upp, en það er leiðinlegt þegar sama dæmið, eða sama tegund dæmis, heldur manni strönduðum svo klukkutímum skiptir.

Óskið mér góðs gengis, lesendur góðir.

Í lokin ætla ég að skella inn örfáum vel völdum myndum frá undanförnum helgum:



Victor að skammast og ég soldið hrædd (allt í plati samt).





Mestu harðjaxlar í heimi (ekki allt í plati). (Ég er með öðrum þeirra í klúbbi.)





Kærustuparið sem er eins. Þessi bjórsopi á sama tíma var tilviljun í alvöru. Nafna mín og Heimir.





Sara er soldið mikill töffari. Þarna var hún að öskra á einhvern fyrir að voga sér að horfa á hana. Hún gerir það stundum, ekki alltaf samt.





Síðast en ekki síst, ég með einu öðrum meðlimum SSB-klúbbsins. Það er frekar V.I.P. sko, sorrý.

Fyrir utan þessar myndir er ég búin að setja inn myndir frá menningarvökunni á Akureyri, sem var æðisleg. Þær má nálgast hér. Svo er ég búin að setja link hérna til hliðar líka, krakkar mínir.

Verið sæl að sinni og lifið heil (að sinni - eða nei bara alltaf).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008