fimmtudagur, desember 28, 2006

Jæja. Langt síðan. Alltof langt? Alltof margt.

Ég fékk tvær tíur. 2x10. Tuttugu. Það var gott.

Svo komu jólin og ég gaf nokkrar jólagjafir og fékk nokkrar. Borðaði hnetusteik sem ég framreiddi af sjálfsdáðum. Bakaði nokkrar súkkulaðibitakökur líka. Var veik. Vann hjá póstinum við pakkaútkeyrslu. Hitti mann búsettan í Noregi um þessar mundir. Hann er rauðhærður. Borðaði yfir mig fimm daga í röð. Sendi nokkur jólakort.
Allt gott og blessað.

Djamm annan í jólum eftir jólaboðið góða heima hjá ömmu Böddu. Það er classic. Alltaf annan í jólum. Árlegur hittingur afkomenda ömmu Böddu og afa Péturs. Eftir það var sumsé skemmtun niðrí bæ.
Fjandans bannsettir þjófar stálu jakkanum mínum sem var nýr! Í erminni á honum var klúturinn minn, sem var nýr líka (fékk hann í jólagjöf)! Og leðurhanskarnir mínir sem voru LÍKA nýir!
Vá! Svo ógeðslega pirrandi.
Mér finnst líka pirrandi þegar fólk segir já við einhverju sem það veit ekki hvað er. Fyrirgefið. Mér finnst það bara.

Skapið er ekki búið að vera alveg uppá sitt besta síðustu daga. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur. Þetta annars í jólum djamm fór bara ekki sem best. Miklar tilfinningar og svona. Gerði svolítið sem ég er ekki búin að gera í langan tíma og hefði sennilega betur látið ógert. En eftirsjá er til einskis og ekki ætla ég að standa í henni.

Var vakin daginn eftir með símtal um draum um símtal um miður fallegan hlut, glæsó. Það er hlutur sem mun aldrei gerast. Ég er of jákvæð fyrir svoleiðis. Þegar allt er glatað veit ég samt bara að allt mun lagast og eftir einhvern tíma verð ég orðin glöð og allt gott. Ég er bara tímabundið pirruð.
Það gengur svosem allt vel hjá mér. Ekkert amarlegt að fá tíurnar. Mjög gaman og góðar fréttir. Svo er ég náttúrulega alveg umkringd góðu fólki.
Stundum bara er gott fólk ekki nóg. Stundum fellur líka góða fólkið í skuggann af vondu fólki. Og góða fólkið fellur líka stundum í skuggann af eigin athöfnum.

Æji. Bla.

Partý um áramótin. Mega partý. Vonandi ekki downtown. Bara áramótakjóllinn minn sem ég get ekki beðið eftir að vera í. Vígja hann.
Fyrst Sunnubrautarfjölskyldupartý. Er ekki búin að vera þar um áramótin í þónokkurn tíma, það verður fínt. Eftir það verður það lífið. Vonandi ekki niðrí bæ, það er leiðinlegt niðrí bæ.
Eða hvað?

Allavega. Ást bara á línuna. Svona stærstan hluta línunnar.

Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008