fimmtudagur, maí 11, 2006

Oj barasta!

Það er roðamaur í eldhúsinu mínu sem er að leita sér að stað til að hreiðra á og fjölga sér og eiga hamskipti! Djöfulsins viðbjóður.

Almenn ábending til fólks: Aldrei, aldrei flytja í kjallaraíbúð. Viðbjóður.

Ég var að lesa mér betur til um roðamaura (sem er víst ekki maur heldur áttfætla og þ.a.l. skyldari köngulóm en maurum) eða veggjamítla (sem er réttara heiti yfir roðamaur) og þetta eru ógeðslegar verur.





Þær eru mönnum alveg meinlausar. Sumir halda að þeir séu blóðsugur af því þeir eru rauðir á litinn og skilja eftir sig rauðar/brúnar klessur ef maður kremur þá, en þeir eru það ekki. Þeir nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum inní plöntufrumur og sjúga úr þeim safann. Fokk oj.

Þeir eiga það til að troða sér inní híbýli manna í þeim tilgangi að leita að varpstað (frábært - tilgangur heimsóknarinnar er að fjölga sér) og eiga hamskipti.
Og það skiptir engu máli að gluggar séu lokaðir, þeir komast inní hvaða smáu smugur og rifur sem eru. Nú er ég t.d. búin að hafa eldhúsgluggann minn lokaðan í nokkra daga en alltaf þegar ég lít í gluggakistuna er hún orðin full af roðamaur. Að vísu minna full af roðamaur en áður en ég lokaði glugganum, en samt! Við erum að tala um að ef ég fjarlægi hvern einasta roðamaur í glugganum, þá sé ég samt nokkra strax aftur eftir fimm mínútur! Fokkíng hell.

Ég get ekki skilið eftir hreint leirtau á eldhúsborðinu til að þorna því þá er kominn roðamaur á það eftir smá tíma og þá er leirtauið ekki lengur hreint. Ég get ekki skilið eftir mat í opnu íláti á eldhúsborðinu því þá komast þeir í það. Ég má ekkert!

Ég leit inní brauð/kex/te/kaffi/kanil og fleira-skápinn minn áðan. Obboroll - skríðandi roðamaur í neðstu hillunni. Þeir eru alls staðar! Ég þorði ekki einu sinni að skoða skápinn betur af hræðslu við hvað biði mín. (Vá hvað mig klæjar útum allan líkama við þessa umfjöllun).

Leiðir til að losna við roðamaur/veggjamítil:
Hmh, vertu duglegur að þrífa og fáðu meindýraeyði í heimsókn á þriggja mánaða fresti, a.m.k. til að drepa þá sem fyrir utan lifa og komast inn. Great. Kostar ekki nema fimmþúsundkall.
Reyndar á ég ógeðslega frábæra leigusala sem ætla að láta einhvern úða á þetta, en ég verð ábyggilega í mánuð að losna almennilega við þá úr eldhúsinu mínu, eða hvað? Vá hvað ég er hamingjusöm með þetta (kaldhæðni!). Ég er náttúrulega ein pödduhræddasta manneskjan á jarðríki, takk fyrir. (Hnútur í maganum).

Ég er hætt að borða í eldhúsinu mínu. Það verður dýrt að lifa í sumar - enginn heimaeldaður matur. Það skrítna er líka að eldhús- og stofugluggarnir eru hlið við hlið, og við hina hlið stofugluggans er svefnherbergisglugginn, en samt er þetta vandamál bara í eldhúsinu - af öllum stöðum. Vá ég vona að mér hefnist ekki fyrir að bölva þessari staðsetningu og þeir fari að mæta í hinum gluggunum líka.
Ég myndi alls ekki vilja þá í svefnherberginu, en frekar stofunni en eldhúsinu! Er það ekki?

Andskotinn.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008