Afmæliskomarar:
Ég vil ekki fá skrautmuni eins og glös, styttur og þess háttar. Ég á bara eitt lítið herbergi og það kemst alls ekki mikið af drasli inní það.
Dýrar innpakkanir og blóm eru vinsamlegast afþakkaðar. Eyðið heldur peningum í að gefa mér þá heldur en að pakka einhverju inn fyrir mig.
Ég er t.d. að safna mér fyrir Evrópureisu næsta vor og vantar fjármagn í það. Með peningagjöfum eruði að styrkja þann málstað. Og ég segi alveg satt þegar ég segi að ég mun ekki eyða þeim í rugl, heldur í alvöru leggja þá til hliðar fyrir Evrópureisu ef þeir eru gefnir með hana í huga.
Mig langar í krúttó vettlinga, trefil og húfu í stil, sem er í senn frekar fensí, Nancy.
Mig langar ógeðslega mikið í leðurhanska. Svarta (eða kannski jafnvel rauða).
Mig langar í fallega skartgripi og glingur. Mestmegnis grófgert glingur, en líka alveg eitthvað fíngert.
Mig langar í skó. Mig langar í kjóla. Mig langar í boli. Mig langar í jakka og peysur. Mig vantar svarta hneppta fíngerða peysu - yfir hlýraboli og þannig.
Mig vantar gönguskó, þ.e.a.s. fjallgönguskó.
Mig vantar nýjan síma. Ég gæti svosem reddað mér, en nýr sími væri voða fínn.
Mig langar í útivistarföt.
Ég er til í inneignarnótu á snyrtistofunni Kínastofan, uppi á Höfða.
Rauður er litur í miklu uppáhaldi hjá mér. Líka brúnn. Og blár. Og bjartir litir eru líka voða krúttó. Ég er lítið í pastellitum. En maður veit aldrei.
Oj, en frekt. Æji, ég bara nenni ekki að fá eitthvað dýrt sem er ekki neitt. Skiljiði? Fyrirgefið hvað ég hljóma vanþakklát. Ég er mjög þakklát manneskja.
Ég verð þakklát fyrir allar gjafir. Alles klar.
Ég er loksins farin að hlakka til. Ég er stundum svo sneydd tilfinningum. Eins og tilfinningin að sakna einhvers. Ég finn hana bara smá og bara örsjaldan, og þá í örskamma stund á meðan ég minnist einhvers ákveðins atviks. Voða skrýtið. Ég einmitt hlakka líka voða lítið til einhvers. Ég kannski veit alveg að eitthvað verður skemmtilegt eða gott - en ég er samt ekkert brjálæðislega spennt fyrir því.
Eins og sumir hlakka til að hitta einhvern sem þeir hafa saknað. Ég geri það alveg líka - en ekkert óstjórnlega.
Ég hef samt tilfinningar. Ég hef frekar tilfinningar eins og þakklæti, pirring, gleði, samkennd, finnast eitthvað fyndið, reiði og fleiri tilfinningar sem ég finn þá oftast akkúrat á meðan þær eru.
Mætti segja að ég finn þær tilfinningar sem umhverfið kallar á hverju sinni. Jájá.
Til dæmis núna er ég rosa ánægð með það að vetrafríið í skólanum mínum er akkúrat núna í kringum afmælishelgina mína. Og það er ekkert venjulegt vetrarfrí - það er þrir dagar plús helgin. Föstudagur, mánudagur og þriðjudagur.
Fullt af tíma til að læra og fleira. Æði.
Ég er með mesta snilldarstærðfræðikennara í heimi geimi. Hann er kallaður Jói og er ógeðslega fyndinn. Þar að auki er hann góður í að útskýra og aðstoða og er tilbúinn að eyða sínum frímínútum í að útskýra fyrir mér m.a. sönnun í stærðfræðiáfanga sem hann er ekki einu sinni að kenna mér.
"Maður verður nú að hjálpa þeim sem eru í faginu!" sagði hann við mig þegar hann mætti með gamalt próf sem hann tók í MR '79. Þar leiddi hann út sönnunina og fékk fullt hús stiga fyrir.
Ótrúlegt að hann eigi þetta og geti gengið að þessu vísu. Tuttuguogsjö ára gamalt próf skrifað með blýanti á rúðustrikuð blöð sem eru orðin gul og upplituð af elli.
Frábært.
Haha.
Ég vona að sem flestir komist á laugardaginn. Ef ég er ekki búin að tala við ykkur sérstaklega um að mæta, þá eru samt miklar líkur á að ykkur sé boðið. Ef ykkur finnst ég skemmtileg. Þá finnst mér það ábyggilega á móti. Krúttlegt.
Bæjámeðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli