Vá, hvað það er skrýtið hvað prófatíð getur látið mann kunna að meta ótrúlegustu hluti og eiginlega bara ýkt tilfinningagildi allra hluta, jákvætt sem neikvætt. Hmh, flókið? Nei, nei.
Hlutir sem hingað til hafa ekki heillað neitt sérstaklega verða skyndilega mjög heillandi, leiðinleg afþreying verður ótrúlega skemmtileg, niðurdrepandi bækur verða virkilega áhugaverðar, ljótir hlutir verða fallegir, eðlilegir hlutir verða dramatískir, góð lög verða himnesk, smá geta á einhverju sviði verður svakalegur hæfileiki sem verður að rækta, ágætur matur verður dásemd, þrif vekja athygli, bilaða hluti verður að laga og svo framvegis.
Skilur einhver?
Hingað til hefur þetta verið algilt fyrir mínar prófatíðir, þessi prófatíð hefur hins vegar verið alger undantekning. Ég lærði bara og lærði!
... þangað til á fimmtudaginn. Andskotinn maður. Jæja. Ég er samt glöð. Ég er samt búin að læra helling (eða smá) síðan á fimmtudaginn, bara ekki jafn mikið og fyrst.
Ég á ótrúlega góða vini, yndislegan kærasta, kósý íbúð (þrátt fyrir óbærilegan pöddugang), lappir sem virka, yndislega foreldra og systkini, hæfileikann til að læra, skilja og nema, heilbrigði - vá, og svo margt meira.
Ég gaf 1000 krónur áðan til styrktar krabbameinssjúkra barna. Þúsund krónur eru ekki mikið, en ef allir hugsa "ég ætla að gefa 1000 krónur, þótt það sé ekki mikið" en ekki "æji, ég ætla ekki að gefa svona lítinn pening, þetta er smánarlega lítið, það gefur einhver annar miklu meira en ég" (afsakið erlendu gæsalappirnar) þá kemur svo mikið útúr þessu. Eins og máltækið segir:
Margt smátt gerir eitt stórt.
Mér líður vel eftir þetta. Hvað hefði ég annars gert við þennan þúsundkall? Eytt honum í mozarellastangir, nammi, föt, áfengi, eitthvað rugl úti í Danmörku (sem ég fer til eftir minna en 25 daga) eða eitthvað þaðan af verra.
Ég hvet alla til þess sama, þótt það sé ekki nema hundrað kall!
Hér er síðan með reikningsnúmerinu: http://www.skb.is/framlog.html
Það er hægt að leggja beint inn á þetta reikningsnúmer, fá sendan gíróseðil eða láta taka af kreditkorti.
Þetta er ábyggilega hægt með flesta sjóði, Styrktarfélag krappameinssjúkra barna er sá sem varð fyrir valinu hjá mér í þetta skiptið. Héðan af verða þau skipti fleiri.
Hér er einn afrakstur prófatíðarinnar. Þetta er litla systir mín, sætabaunin hún Rebekka - jólamynd af okkur systrum.
Og ef einhver ætlar að reyna að segja að ég hafi ekki lagt neina vinnu í þetta heldur notað bara nokkra effecta, þá er það kolrangt og ekki einu sinni reyna að halda því fram (Ari).
Gæðin minnkuðu samt aðeins af því að ég minnkaði myndina aðeins svo hún yrði ekki ár að birtast á blogginu.
Jæjamm.
Takk fyrir mig.
Takk fyrir að vera til.
Bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli