föstudagur, maí 12, 2006

Mér hefndist.

Veggjamítlarnir eru svo sannarlega komnir inní svefnherbergi.

Lífið sökkar.

(Ekki fara að lesa neitt sérstaklega mikið í setninguna "lífið sökkar". Þetta er setning sem var mikið notuð í MH síðasta vetur við svo lítil tilefni sem "kókið er búið", drengur að nafni Villi þar fremstur í flokki. Ég er að öllu öðru leyti en pöddugangi mjög ánægð með lífið).

Að öðru: Ég er að lesa ótrúlega háfleygan texta. Hér kemur textabrot:

"[...] Hundur lætur vinalega við húsbónda sinn, en urrar, að kalla í sömu andránni, að ókunnugum, sem ekkert hefir gert honum, eða flýgur í vonzku á annan hund, sem í mesta sakleysi labbar fram hjá og á sér einskis ills né ótta von."


Snilld.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008