mánudagur, október 23, 2006

Vá hvað ég skemmti mér um helgina. Ég var ógeðslega dugleg í síðustu viku og er búin að vera ótrúlega dugleg undanfarna mánuði og ég djammaði svo verðskuldað mikið. Hah.

Fékk mér kannski aðeins of mikið neðan í því á föstudeginum - kom þó heil á húfi heim í beddann á Háteigsvegi. How nice man.

Sá some concerts en hitti aðallega fullt af fólki. Þessi helgi var líka svo snaródýr og skemmtileg fyrir mig. Átti áfengi, átti armband, átti gistingu, átti mat. Allt svo heppilegt og gaman.
Ógeðslega mikið af skemmtilegu fólki og nóg að gerast. Æðisgengið. Gaman að hitta þessa elsku Akureyringa endrum og eins.
Ég segi ekki að ég vildi hitta þá uppá dag - en helgi hér og þar er fín.

Grííín. Þeir eru gott fólk sko. Ég er soldill Akureyringur í mér sjálf. Líður mjög vel þar.
Takk fyrir helgina pípol.

Er að setja inn myndir á stefania.myphotoalbum.com. Þeir eru enn að hóta mér að loka svæðinu mínu ef ég fjárfesti ekki í neinu hjá þeim. Ég læt ekki kúga mig.

Hér er samt smá preview:

Geysilega fullu Victor og Andri. Haha ógeðslega fyndin mynd:




Sara að reyna að vera hugsi - en endaði eiginlega bara eins og hún hefði séð draug. Hugsar greinilega ekki mikið sú pía...




Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson ákváðu að skella sér í teiti á Tryggvagötu:




Stefán Þór brjálaðist yfir djammmynd og lamdi mig. Ég fór að gráta. Nei, grín. Þetta var mjög fyndið. Ég hló eiginlega alveg mjög mikið. Myndaspyrpa af atvikinu fylgir Airwaves-myndunum sem verða komnar í linkana aðeins seinna í dag. Á þessari mynd má einnig sjá eitthvað gruggugt í gangi í bakgrunni - það er spurning hvort einhver sé tilbúin að svara fyrir þetta:




Svona leið okkur á sunnudeginum. Það sést:




Á döfinni:
-Helgarferð til Akureyrar (vonandi með snjó í fjalli).
-Rúmlega helgarferð til London - hitta Lísu man.
-Skíðaferð til Noregs (spurningarmerki - það er ekki alveg ákveðið).
-Vonandi kíkja til Sverige líka að skoða Hildi og hennar prógramm.
-Halda áfram að eisa skólann (fékk útúr föstudagsprófinu í dag - fékk tíu. Vá svo gaman).
-Halda áfram að vera góð dóttir og systir.

Æði.
Síjú.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008