fimmtudagur, júní 01, 2006

Jæja þá.

Þrjú búin, tvö eftir. Ágætt gengi hingað til.
Ég held ég hafi aldrei á ævinni lært svona almennilega fyrir próf eins og í þessari prófatíð. Ég ætla að halda því áfram.
Ég er samt ekki sátt við sjálfa mig - ég vildi ná meiri árangri á prófunum. Vegna mikils lærdóms vildi ég fá tíu! Ég fæ ekki tíu, nema kannski vonandi eina. Ég verð að fá eina. Ég verð að fá tíu í heimspeki.

Ég þoli ekki að koma úr prófi þar sem maður svarar öllu en veit ekki neitt hvað af því er rétt - ég var að koma úr svoleiðis prófi.

Vá hvað það verður erfitt að læra fyrir söguprófið í dag. Ástæðan er gott veður. Mig langar í sund og sólbað. Mig langar að fá freknur og vera sæt og spóka mig í sólinni. Mig langar ekki að vera inni og læra fyrir próf - það er böl.


Markmið í lífinu:
-lesa alltaf ótrúlega mikið
-læra eins mikið og ég get og hef tíma til
-leggja mig fram við allt sem ég tek mér fyrir hendur
-eiga gott samband við alla fjölskyldumeðlimi
-fá gott starf sem ég hef gaman af
-ferðast ótrúlega mikið
-aldrei hætta að læra
-gera vini og vandamenn stolta af mér og ánægða yfir því að þekkja mig
-gleyma aldrei markmiðunum og hafa alltaf metnað!


Markmið sumarsins:
-vera glöð og sæt og mjó (a.m.k. í ágætu líkamsástandi - ekkert að deyja úr hor samt) og útitekin
-ferðast um landið, fara í fullt af útilegum
-eyða miklum tíma með vinum
-lesa ótrúlega mikið
-rifja upp stærðfræði 303 (væri ágætt ef einhver gæti lánað mér bókina (rauðu))
-vera góð við sem flesta - dreifa H-vítamínum (haha, gubb)
-hafa mikið samband við litlu systkini mín og vini mína
-helst fá Hörpu og Rebekku, litlu systur mínar, í heimsókn til mín hingað á Akureyri og gera ótrúlega mikið með þeim
-vera fullt í sólbaði og sundi
-fara helling í göngutúra
-fara í lautaferðir
-vera ótrúlega góð og skemmtileg (vera jafnvel uppáhaldsfóstra) við krakkana á Hólmasól sem ég ætla að vinna með í sumar


Vá hvað það er gaman að vera til og gott að vera bjartsýnn.

J'aime la vie.

(Væmið? Fokkjúmérersamaégertöff).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008