fimmtudagur, október 19, 2006

Veij. Ég fann USB-snúruna mína og gat sett myndirnar frá afmælinu mínu inná tölvuna mína. Gaman, gaman.

Hér er ein eðal, kennaramynd af mér:




Þetta var svala fólkið í húsinu, Nöktu aparnir. Tékkið á svipnum, maður:



(Föttuðuð þið tilvísunina?)


Fyrirtækjabrosið okkar Jóns:





Mamman mín kom í heimsókn rétt eftir miðnætti - nokkrum mínútum of seint. Ég fæddist eina mínútu í miðnætti sjáið til. Hún var ekki alveg að ná því að eiga barn á þrítugsaldri:



Mamma, næst verðurðu amma. Ok?

Sara geðsjúklingur. Henni tekst alltaf að koma einni svona mynd í myndavélina mína:




Stop iiiiit, híhí:




Að lokum krúttlegustu vinkonurnar:



Ég er ekki frá því að tugirnir tveir hafi fært með sér smá broshrukkur. Getur það verið? En krúttó.
Söguleg tákn um gleði mína. Ekki verra það.

Eins og áður sagði þá skemmti ég mér konunglega og frekari sannanir um það má finna á myndasíðunni sem linkað er á hér til hliðar - Tvítugsafmælið mitt heitir linkurinn.
Ég reyndar ansi brjáluð útaf þessari myndasíðu núna. Það fyrsta sem ég sá þegar ég loggaði mig inn áðan var að ef ég eða einhver keypti ekki einhverja mynd eða ég keypti mér notandapláss innan 17 daga þá eyddist bara síðan mín! Ég á bágt með að trúa þessu og ég vona að þetta sé sölubrella, en ef ekki þá missi ég mig. Næstum því. Andskotinn.

Svona skilmálar verða auðvitað að koma fram frá upphafi. Oh.


Annað að frétta er að ég fékk 10 í stæ503 prófinu :) Það eina sem stóð á prófinu með rauðum kennarapenna var "10.0 - Bestu þakkir Stefanía :)" framan á prófinu og "Glæsileg frammistaða hjá glæsilegri stúlku!" á öftustu síðunni. Gaman. Vá hvað ég er glöð inní mér. Hamingja.

Fer í stæ403 prófið á morgun. Vona að það gangi jafn vel.

Skólasamantekt:
503:
Heimadæmi; 9 og 10.
Próf; 9,5 og 10
403:
Heimadæmi; 10 og 9,5
Próf; 8,5 og spurningarmerki sem verður ekki lengur spurningarmerki heldur tala á mánudaginn kemur.

Fínt sko. Fínt.

Airwaves um helgina. Ég á svona eiginlega armband. Samt ekki alveg sko. Ellellelle. Vona að það reddist.

Skyndilega er ég með fiðring í maganum vegna komandi helgar.
Á morgun:
-hef ég lokið tveimur eðalstærðfræðiprófum (vonandi báðum með stæl)
-þarf ég engar áhyggjur að hafa af skólanum.
-er komin helgi og fylgjandi helgarfrí.
-ætla ég að skemmta mér konunglega og líka daginn eftir morgundaginn.

Æði. Góða skemmtun krakkar. Síja.

- Viðbót: -

Þeir sem eru í stærðfræði í MH og langar til að taka 533 (línulega algebru) á næstu önn (vorönn 2007 (vá skrýtið að skrifa 2007)): Mig langar til að biðja ykkur að láta mig vita. Þessi áfangi verður ekki kenndur á næstu önn EN ef við náum að safna tólf nemendum í hóp þá verður hann kenndur. Plísplís látið mig vita. Mig vantar tíu. Held ég.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008