mánudagur, júní 19, 2006

Vá. Ég er útskrifuð.

Ég dúxaði! Nei, ég gerði það ekki. En Sólveig gerði það og hún fékk þrjú komma fimm tonn af bókum að gjöf sem hún gat ekki borið út úr húsi ein eftir útskrift. Gaman það.

Til hamingju nýstúdentar. Þetta er frábær áfangi sem við ættum að vera stolt af. Gleði.

Útskriftarveislan mín er eftir viku í Reykjavík, svo að flestir ættingjarnir mínir komist - hún verður útskriftargjöfin mín frá pabba. Yndislegt.
Það verður sillybilly að fara niður í bæ 24. júní með stúdentshúfuna á höfðinu - mig grunar að fólk muni telja mig svolítið aðeins of og of lengi stolta af áfanganum. Obborroll haha. Í fyrsta lagi er MA síðasti skólinn til að útskrifa nemendur sína (17. júní), allir aðrir skólar klára í kringum mánaðarmótin maí-júní. Í öðru lagi er veislan viku á eftir útskriftardeginum þannig að ég verð ein niðri í bæ að monta mig.
Kannski ég sleppi bara húfunni, hehe.

Í öðrum fréttum er að Ómarinn minn komst inn í skólann í Noregi, Romerike folkehögskole. Hann byrjar 27. ágúst þannig að frá og með þeim degi (eða sennilega nokkrum dögum fyrr) verðum við Ómar hvort í sínu landinu. Jæks.

Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008