þriðjudagur, maí 30, 2006

Vilhjálmur fer virkilega mikið í taugarnar á mér:
-Hann getur aldrei komið fram án þess að drulla yfir einhvern.
-Hann er alltaf með einhverja krakkastæla (skot og vörn - ekki endilega að gefnu tilefni).
-Hann þorir ekki að viðurkenna mistök og hampar sjálfum sér endalaust.
-Hann getur ekki tekið afstöðu til eins einasta hlutar.
-Hann lofar öllu góðu og nefnir bara hluti sem allir eru sammála um að eigi að laga - öll málefni sem einhverjar deilur eru um, sneiðir hann framhjá í umræðum.

... svo við tölum nú ekki um lygarnar og leynimakkið á kjördegi og dagana eftir það.
Góð byrjun, Villi. Kemur.

Ég veit að þetta eru einkenni stjórnmálamanna sem komast langt og ráða eða hafa ráðið öllu, svo að mögulega eru þetta virðulegir og heppilegir eiginleikar - en mér hefur ekki líkað við marga valdamikla stjórnmálamenn hingað til, þannig að kannski er þetta bara ég.

Fokkíng gubb.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008