Það er svo mikið að gera!
Ég á eftir að þrífa íbúðina mína, skipta um á rúminu, setja upp gardínur, slá grasið, vaxa af hár, fara í klippingu, gera tá- og fingraneglur fínar, sauma ermar, redda saumavél, finna eyrnalokka, redda músamottum, gera gestalista, panta myndatöku, losna við vírusinn á hökunni á mér...
og fleira sem ég nenni ekki að reyna að muna.
Vá, svo týbískt.
Eðlilegt fólk fær frunsu, sem er Herpesveira. Ég er ekki að segja að það sé gott að fá frunsu en það er allavega viðurkennt vandamál af samfélaginu.
Ég er náttúrulega ekki eðlileg svo að ég fæ frunsu á stærð við Norður-Ameríku á hökuna á mér. Nema þetta fyrirbæri heitir auðvitað ekki frunsa, heldur áblástur, sem er einmitt annað nafn yfir frunsu, eða vírusinn Herpes. Áblástur er samt líka notað yfir hina Herpesveiruna, þ.e.a.s. kynsjúkdóminn - svo það er mjög leiðinlegt að segja fólki frá því að ég sé með áblástur á hökunni, ekkert sérstaklega hugljúf hugsun.
Ég hef aldrei fengið kynsjúkdóminn Herpes og ég hef ekki fengið frunsu (sjö, níu, þrettán), en auðvitað fæ ég vandamál í andlitið á mér, sem er ekki viðurkennt af samfélaginu, á þeim tíma lífs míns þegar flestir ættingjar mínir munu eignast mynd af mér - útskriftinni.
Þið megið þó vita það, ef útskýringin hér að ofan gerði það ekki nokkuð skýrt, að ég er ekki með kynsjúkdóm í andlitinu, þetta heitir bara það sama.
Ég elska svona. Svona er lífið mitt. Hlutir koma fyrir mig sem koma ekki fyrir neinn annan, nema kannski mömmu mína.
Enn eitt vandamál:
Ég get skyndilega ekki ákveðið hvort ég á að vera í hvíta eða bleika kjólnum á laugardaginn (17. júní (útskriftardaginn minn)).
Jæja, lifið heil.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli