fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Ég er flutt til Reykjavíkur. Er komin í gamla herbergið mitt. Yndisleg vistarvera. Yesbeibí indeed. Ég sakna reyndar Akureyrar gríðarlega - ég einfaldlega kann betur við þann stað landsins. Fyrir utan það hversu ágætt það var að vera með heila íbúð fyrir sjálfa mig (og einn enn).

Slæmar fréttir á gömlum grösum. Líðan ágæt eins og stendur, en þó viðkvæm og auðsveiflanleg.

Stærðfræði í MH er hafin. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég í hyggju að sækja stærðfræðiskor í HÍ næsta haust, verða stærðfræðingur - töffarinn ég. Ég útskrifaðist samt af félagsfræðibraut þannig að ég þarf að bæta við mig þremur áföngum, ætla samt að bæta við mig fjórum - tveimur á hvorri önn næstkomandi vetur í MH. Að þeim loknum verð ég búin með 24 einingar í stærðfræði - það ætti að duga, samkvæmt ágætis stærðfræðikennurum - sem voru heimildir mínar í þessum málum.

Life is treating me all right. Gaman að vera komin aftur í faðm fjölskyldanna (á tvö sett - bæði yndisleg) og góðvina. Þeir eru þó nokkrir (vinirnir) sem ég á eftir að sakna gífurlega. Það væri ágætt ef hann Stefán "hoe" Þór færi að koma sér til mín og Bjarkar og veita okkur félagsskap. Ekki það að við séum ekki sjálfum okkur nægar - hann er bara ágætur gaur og gaman að honum kjellinum (fyndið að segja kjellinn).

Það eru fleiri sem ég sakna, en eins og ég hef áður sagt þá getur verið hættulegt að fara í upptalningu þeirra sem maður saknar. Ég geri það ekki af hræðslu við að skilja alveg óvart einhvern útundan og af hræðslu við að skilja einhvern útundan sem á ekki heima í upptalningunni en hefði haldið að hann ætti heima í upptalningunni og verður þ.a.l. sár. Það er alveg óþarfi.

Knús til allra sem eiga það skilið.

Ég á afmæli 7. október - þá verð ég tveggja tuga gömul. Þá verður veisla og vandamönnum boðið til matar og drykkju. Svo gaman. Margir sem mér þætti vænt um að mættu eru samt í útlöndum. Hvers konar vinskapur er það? Maður er búinn að vera að blæða fúlgu fjár í tvítugsafmælisgjafir um allt land svo fer þetta fólk bara til útlanda og sleppur billega frá eyðslu í gjafir. Ég fussa á svona. Fussa segi ég.

Jæja. Ég ætla að fara að brasa. Og læra stærðfræði kannski bara. Næsta helgi mun líka fara í það. Ég ætla að fara norður á Strandir í sumarbústaðinn okkar með pabba. Þar er ekkert símasamband einu sinni, hvað þá eitthvað meira. Það er rafmagn þó, þannig að ég fæ ljós á stærðfræðibækurnar mínar. Heppin ég. Hlakka til.

Bless. Elsk all around.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008