mánudagur, nóvember 27, 2006

Góð helgi sko. Gott líf.

Samt er ég orðin pínu þreytt á því. Sama tuggan. Sama fólkið. Sama djammið. Sömu hlutirnir. Æj, ég veit ekki. Það er samt alveg nóg að gerast. Ég er samt ennþá skotlaus. Ég er sennilega ekkert tilbúin í neitt skot. Annars væri ég ábyggilega orðin skotin. Það er alveg hellingur af strákum allt í kring, það er bara enginn sem hrífur mig uppúr skónum.

Mig vantar svoleiðis. Eða kannski langar mig bara ekki neitt í svoleiðis. Vinir mínir eru frábærir, þeir bjarga málunum.
Svo dýrka ég öll systkini mín. Þau eru öll frábær. Sunna svo vel að sér og með allt á hreinu, Rebekka fyndna og sniðuga á svo marga vegu, Júlía Sif svo ótrúlega hjálpsöm og dugleg og góður nuddari og orkumikil og ótrúlega fim og klár að nota líkamann sinn í það sem hún vill, frá dansi og fimleikum í fíngerðar fingraæfingar, Halldór Sörli einn sá fyndnasti í bransanum og svo hæfileikaríkur í tónlist og næmur á allt, Arna Þóra svo ljúf og ástrík og klár í skólanum sínum, Harpa Kristjana svo yndisleg og vel viljandi og ástrík og fyndin og sæt og allt.
Æj, ég er svo rík. Og væmin. Það er fínt.

Já, helgin var fín. Tók fyrstu vaktina mína í Gullhömrum, veisluþjónustu. Ótrúlega gaman. Tók svo good jam sko. Góða sultu, haha. Kynntist sætum Breta sem ég mun sennilega aldrei sjá aftur.
Á laugardeginum var útflutningsteiti hjá Sunnu Dís, Magga og Hildi. Góð stemning með skemmtilegu fólki. Fórum í hressan drykkjuleik á vegum Gullu sem fór alveg með mig. Það fór nú eins og það fór.

Takk fyrir mig, Sunna mín, hehe.

Endaði svo helgina á góðu trúnói með Öspinni minni. All good.

Have it good everyone.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008