föstudagur, september 29, 2006

Ég er ekki lengur á föstu.

Aftur sami orðaleikurinn. Classic. (Soldið Stebbalegt að segja classic).

Ég þakka stuðninginn, kæru lesendur. Mér líður mér vel, alveg endurnærð. Voða hress og kát og með breyttan lífsstíl.

Það sem er núna á döfinni er tvítugsafmælið mitt. Vilja velunnendur vinsamlegast taka frá laugardagskvöldið 7. október því þá á ég afmæli og þá ætla ég að halda uppá það. Þeir sem eru töff, skemmtilegir, mér líkar við og þeim líkar við mig á móti mega koma. Aðrir ekki. Töff? Jebb.

Ég þarf að fara í klippingu og ég hef ekki hugmynd um hvar menn láta klippa sig í Reykjavík. Mig langar bara að fara til Guðnýjar minnar. Vilja allir þeir sem eiga góðan klippara segja mér frá honum. Ef hann klippir á mannsæmandi verði.

Ath. ég auglýsi hér með eftir góðum klippara á ágætis verði!

Life is good, krakkar. Vá hvað mér líður vel. Æðislegt að búa hjá pabba, innan seilingar við mömmu.
Frábært að hafa Palla, Björk, Sigrúnu og Sunnu á næstu grösum.
Skólinn gengur vel. Stærðfræði er ógeðslega skemmtileg.

Ég er búin að vera the chick at school who isn't in this school-gellan uppí Menntaskólanum Hraðbraut. Það er farið að vera hálfvandræðalegt.

Málið er að Sigrúnin mín er í Hraðbraut (Palli líka - sem er æði því þau eru búin að kynnast og það er svo gaman því þá get ég verið með þeim saman) og ég mætti þangað eitt kvöldið með stærðfræðibækurnar mínar, að beiðni Sigrúnar, til að vera til staðar ef hana vantaði dönskuhjálp. Sem og ég veitti henni. Það kom á daginn að það er bara svona heldur en ekki þægilegt að læra þarna og ég hef verið iðin við það síðan. Ásamt því að veita Sigrúnu aðstoð mína í hinum ýmsu fögum (aðallega dönsku og stærðfræði).
Í gegnum þetta er ég auðvitað búin að kynnast nokkrum krúttum í bekknum þeirra Sigrúnar og Palla og í kjölfarið mætti ég í bekkjarteitið þeirra, sem Palli hélt heima hjá sér.
Lúser? Ég veit ekki sko. Ég skemmti mér allavega konunglega og fólk virtist ekkert haga sér við mig eins og við geitung sem það vill losna við úr húsinu sínu.

Ég mæti oft uppí Hraðbraut í hádeginu til að hafa félagsskap yfir máltíðinni minni, voða gaman. En fólk lyftir brúnum þegar ég segist ekki vera í skólanum.

Málið er kannski pínu að Sigrún og Palli eru dugleg við að bjóða mér með, sem er voða krúttó. En ég held að ég verði að fara að finna mér aðra vini en skóla sem ég er ekki í.

Eftir hálftíma fer ég í húðhreinsun og verð sjúskuð og sæt alla helgina. Ég ætla að gera ekkert, drekka ekkert, mála mig ekkert og borða ekkert óhollt. Fimmuna.

Já og ég óska Dagnýju og fjölskyldu innilega til hamingju með nýjan erfingja.

Lærdómsmoli dagsins: Hjálpsemi og jákvæðni borgar sig. Í alvöru!

Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008