þriðjudagur, júní 29, 2004

sjitt hvað ég dýrka roses. svo skemmtilegt lag. ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég hlusta ekki á það a.m.k. fimm sinnum á dag... (crazy bitch) bitch (crazy bitch) stupid ass bitch (crazy bitch) old punk ass bitch (crazy bitch) old dumb ass bitch (crazy bitch) bitch's bitch (crazy bitch) she's a bitch!

svaf mikið í dag. gott að sofa. dagný vakti mig svo af værum draumi. allt frábært í draumnum. bjó í bónusvídjó... mjög gaman. var svo veik, fann samt lítið fyrir því, en þurfti þá ekki að mæta í vinnuna, og það er nú bara draumur útaf fyrir sig.

það er búið að vera vond lykt á eyra akra í allan dag. svona kúkalykt. eða svona lykt sem kemur uppúr niðurföllum, eða svelgum eins og akureyringar kjósa að kalla niðurföll. þetta er ábyggilega lyktin frá svínaslátrunardraslinu.
mér er minnistætt þegar sú lykt gekk berserksgang vorið 2002. hún var svo mikil að allir í síðuskóla héldu hverju sem hendi lá næst fyrir nefið á sér. hún laumaðist innum alla ganga og allar stofur. fyrst um sinn skildi enginn neitt í neinu og allir gluggar voru opnaðir til að reyna að lofta þessari horbjóðslegu lykt út, en síðar var fattað að það gerði ekkert nema illt verra því þá magnaðist lyktin upp og það rann upp fyrir fólki að lyktin kom að utan. rosalegur dagur. þetta er ógeðsleg lykt og hún angar í herberginu mínu í þessum skrifuðu orðum. ég vil samt ekki loka glugganum, þá kemur þungt loft. ég þoli ekki þungt loft. lyktin kemst líka hvort eð er ekkert út ef ég loka glugganum.

núna ætla ég að leggjast uppí rúm í náttfötunum mínum (þau samanstanda af bol sem er merktur stærðfræðiformúlum (sem ég fékk þegar ég var busuð því böðlarnir mínir voru egsarar (fyrir þá sem ekki vita hvað egsarar eru þá eru þeir fólk sem er í x-bekk í ma og x-bekkur í ma er eðlisfræðibekkur (semsagt yfirfullur af stærðfræðinördum))) og græn- og hvítköflóttum náttbuxum sem ég saumaði mér sjálf í saumum í níunda bekk) og mögulega setja romy and michele's high school reunion í tækið. er búin að vera að bagsa við að horfa á hana núna í þrjá daga en ég sofna alltaf. ákveð að setja hana í fyrir svefninn og sofna svo. það er samt alls ekki af því hún er leiðinleg! hún er megafyndin. haha.

jæja. góða nótt og dóríbótt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008